Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 2
2 SiDA — ÞJ6ÐVILJINN ÞriOjudagur 15. júnl 1982 viðtalið ,,Ég er kvíðinn, alveg að deyja” segir Björn Skaptason21 árs sem opnaði sína fyrstu málveTkasýningu um helgina Björn Skaptason heitir 21 árs gamall Reykvikingur sem opn- aöi slna fyrstu málverkasýn- ingu nú um sl. helgi. Björn sýnir i Gallerý Lækjartorg og stendur sýningin tram til 20. júni. Það er ekki á hverjum degi sem svoungirlistamenn koma fram i sviösljósiö, þótti þvi til- hlýöilegt aö heyra nokkur orö frá listamanninum sjálfum. — Ég sýni þarna 49 vatnslita- myndir sem eru unnar meö blandaöri tækni. — Hvenær málaöir þú þessar myndir? — Flestar þeirra málaöi ég á siöastliönu ári, en þaö var ekki gert beint meö þessa sýningu I huga. — Ertu búinn aö fást lengi viö þessa iöju? — Jú, I nokkur ár, en ekki af neinni alvöru nema siöustu tvö ár. — Þaö er ekki alvanalegt aö ungir menn leggi fyrir sig myndlist I fristundum. Hvaö kom þér á sporið? Er einhver i fjölskyldunni sem málar? — Nei, þaö er enginn I fjöl- skyldunni sem málar. Mér datt allt I einu i hug aö prófa aö byrja á þessu. Ég haföi alltaf haft gaman af teikningu I barna- skóla. — Hvenær málar þú aöallega? — Mest I frlstundum frá skóla á veturna og lika á sumrin þeg- ar ég er laus frá vinnu. — Hvert sækir þú myndefnið? — Ég mála aöailega abstrakt form. Áöur málaöi ég alls kyns myndir og geri reyndar enn, en á þessari sýningu er ég einungis meö abstrakt myndir til sýnis. — Er dýrt aö stunda fri- stundamálun? — Já, þaö fylgir þessu dálltiö mikill kostnaöur, einkum varö- andi innrömmun, pappir og auövitaö litir. — Hvernig aöstööu hefur þú til aðsinna þessari iöju? — Hún er nú reyndar hálf léleg svona i heimahúsi. — Hvenær veröur sýningin opin hjá þér? Björn Skaptason: Akveöinn I aö halda áfram aömála. Mynd-kv — Þaö veröur opiö á mánu- dögum til miövikudaga frá kl. 14—18 og á fimmtudögum til sunnudaga frá kl. 14—22. — Kvlöir þú fyrir þessari frumsýningu þinni? — Já ég er mjög kvíöinn al- veg áö deyja. — Ætíwr þú aö halda áfram aö mála? — Já, ég er alveg ákveöinn i þvi hvernig svo sem viöbrögö gagnrýnenda veröa viö þessari sýningu, þá held ég áfram aö mála. -lg- Á 64. breiddar- gráðu Viö erum ekki sammála þvi aö veöriö hafi veriö svona kalt siöustu dagana, en þrátt fyrir hlýtt veöur er mönnum hollt aö minnast þess, aö viö búum á 64. breiddargráöu og þurfum aö klæöa okkur i samræmi viö al- mennt veöurfar á þeim slóöum. — Mynd — eik. Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson H'/er.t efZTO \ Ae> f/a/na eiríx/ ftÐ fptfft wep \ Bí?/ÍN£>fl/e/)c,N«V<lMiO' \>esspi d'/s^u 7 ] £■&•£« WFvrro/e a hð fá N/ESTUPOÞVi HWgTfi- -S6AG l H^E&T iaal s//vn sem ' 'HAA/A/spf?eTT7 UR FPPico; H ^ PiFHUEejU ÞAfiP 100 \-E/NW TII HhLOfí SKRvDfUNNI ((( H/\FNFlRE>/Nstf TIL \- OG TIL f\T> SNÓfí VEGGNUM! WKh V) y/l,l m Fugl dagsins Jaðrakan Jaörakan — Limosa limosa, nefnir Finnur Jónsson fugla- fræöingur fuglinn i Fuglabók AB. Þessi fugl á sér merka sögu á islandi, þvi sjálfsagt hefur enginn fugl hérlendur veriö nefndur á jafn marga vegu. 1 elstu heimildum frá þvi um 1600 er fuglinn nefndur Jaöraki og slöar Jaöraka. Karlkyns- myndin Jaöraki er þekktust á suöurlandsundirlendi vestan Þjórsár, en austar árinnar ræö- ur kvenkynsmyndin rikjum og þar er fuglinn ýmist nefndur Jaörika eöa Raörikja. Alls kyns aörar orömyndir hafa skotiö upp kollinum eins og t.d. Jaö- reki, Jaöriki, Jaörikka, Jaö- rekja og Jaörikja. Jaörakan er hins vegar dregiö af Jaörakarn sem aftur er dregiö af Jaörakárn sem talin er hafa veriö frumorömyndin. Allt um þaö, fuglinn er lang- leggjaöur meö svart þverbelti á hvitu stéli og hvit vængjabelti. A sumrin er fuglinn rauöbrúnn á höföi, hálsi og bringu. Kjörlendiö er á vetrum viö sjávarleirur og árvoga, og á sumrum I flóum og sandhóla- svæöum. Jaörakan er farfugl meö reglulega búsetu á Islandi og i Færeyjum, en hins vegar fiæk- ingur á öörum Noröurlöndum. Rugl dagsins Hvað eru nokkur núll milli vina? Ahvilandi skuldir munu vera talsveröar en ljóst er aö tap hinna ungu manna sem hófu rekstur Manhattan skiptir hundruöum ef ekki miljónum króna. Heigarpósturinn. Gætum tungunnar Heyrst hefur: Mér er sama þótt aö þú farir. Rétt væri: Mér er sama þó aö þú farir. Eöa: Mér er sama þótt þú farir. (Ath. þótter oröiö til úr þoat.) ALLIRÞURFA AO ÞEKKJA MERKIN! ' þú sérb þau í símaskránni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.