Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 15. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttirgj íþróttirg) íþróttir SIGURÐUR GRÉTARSSON skorar úr fyrri vltaspyrnunni fyrir Breiöablik gegn tBV. Páli Pálmason átti enga möguleika á aö verja. Mynd: —eik 1. deild....l. deild....l. deild.... 1. deild.... 1. deild.... 1. deild.... 1. deild... Blikar á toppinn eftir nauman sigur a IBV 2. deild Einherji frá Vopnafiröi hlaut sin fyrstu stig I 2. deild tslands- mótsins I knattspyrnu á laugar- dag er liöiö sigraöi Fylki 3:1 á Vopnafiröi. Þetta var fyrsti 2. deildarleikurinn þar eystra. Kristján Davlösson kom Einherja yfir á 20. mln. en Höröur Guöjöns- son jafnaöi fyrir Fylki á 60 min. Rétt á eftir skoruöu Fylkismenn sjálfsmark og fljótlega bætti Kristján þriöja markinu viö. Skömmu siöar fengu Fylkismenn vltaspyrnu. Magni Björnsson markvöröur Einherja varöi skot Ómars Egilssonar, en spyrnan var endurtekin og þá skaut ómar framhjá. Urslit um helgina: Þróttur R.-FH............... 0:0 Einherji-Fylkir .............3:1 Þór A.-Reynir S..............1:1 Skallagr .-V ölsungur........2:4 Njarövik-Þróttur N...........1:1 Þróttur R. tapaöi sínu fyrsta stigi i deildinni gegn FH á föstu- dagskvöldiö. Þróttarar voru held- ur sterkari en tókst ekki aö knýja fram sigur. Þróttur N. náöi hins vegar i sitt fyrsta stig I Njarövik. Hinn eld- fljóti Óttar Armannsson, sem áö- ur lék meö Súlunni, skoraöi sitt fyrsta mark fyrir Þrótt I fyrri hálfleik en Guömundur Sighvats- son jafnaöi i þeim siöari. Ari Arason kom Reyni yfir gegn Þór á Akureyri meö marki I fyrri hálfleik en Orn Guömundson jafnaöi meö skalla fyrir Þór á 60. min. Hannes Karlsson, Höröur Benónýsson, Kristján Kristjáns- son og Jónas Hallgrlmsson skor- uöu fyrir Völsung i Borgarnesi en Gunnar Orrason og Garöar Jóns- son náöu tvivegis forystunni fyrir Skallagrim. 1 hálfleik var staöan jöfn, 2:2. Staöan I 2. deild: Þróttur R........5 4 1 0 10:1 9 Völsungur........5311 7:5 7 ÞórA.............4 2 2 0 6:3 6 Fylkir ...........5131 7:8 5 ReynirS..........rt5 1 2 2 6:5 4 FH.................3 1 2 0 2:1 4 Njarövik...........5 0 3 2 6:9 3 Skallagrimur.......5 113 5:11 3 Einherji...........3 1 0 2 5:7 2 ÞrótturN.........,40 1 3 2:6 1 Markahæstu menn: ÞóröurKarlsson.Njarövik.....4 Ari Arason, Reyni...........3 Bjarni Haröarson, Þrótti R..3 örn Guömundsson, Þór........3 HöröurGuöjónsson.Fylki......3 —vs Dregið í bikarnum Sigurvegararnir fara í 16-liða úrslit Degiö hefur veriö um hvaöa liö mætast I lokaumferö undan- keppninnar I bikarkeppni KSÍ. Eftirtaldir leikir eru á dagskrá og veröa leiknir I næstu viku: Suövesturland: Armann-Viöir Reynir S.-ÍK Þróttur R.-Afturelding Noröurland: Tindastóll-Völsungur Þór A.-Leiftur Austurland: Huginn-Einherji Sigurvegararnir úr þessum leikjum komast I 1. umferö aöal- keppninnar en þá koma 1. deild- arliöin inn i keppnina. —VS Fimmta umferö 1. deildar is- landsmótsins I knattspyrnu var leikin um helgina. Eftir þá leiki er Kópavogsliöiö Breiöablik komiö I efsta sætiö eftir sigur á ÍBV, 2:1. KR tapaöi sinum fyrsta leik en KA geröi jafntefli og er eina ó- sigraöa liöiö I deildinni. Aöeins fjögur stig skilja aö efsta og neösta liö og staöan er þvi enn mjög óljós. Fram vann sinn fyrsta leik, nokkuö óvænt á Akra- nesi, en þaö dugöi þó ekki til aö komast úr fallsæti. KA-iBK 0:0 Lélegur leikur á mölinni fyrir noröan. Litiö var um opin færi en mörkbeggja, sérstaklega þó KA - manna, sluppu þó nokkrum sinn- um vel. KA-menn björguöu á linu frá Daniel Einarssyni i fyrri hálf- leik og rétt fyrir hlé skaut As- björn Björnsson rétt framhjá Keflavikurmarkinu. KA haföi sótt meira I fyrri hálf- leiknum en I þeim siöari var sóknarþungi Keflvikinga tals- veröur. óli Þór Magnússon, Dani- el og Einar Asbjörn ólafsson fengu allir þokkaleg færi en KA - menn ógnuöu sjaldan. Niöurstaö- an varö þvi markalaust jafntefli og KA er enn ósigraö i 1. deild en Keflvikingar sitja áfram á botn- inum. ÍA-Fram 0:1 Halldór Arason var hetja Framara þegar þeir unnu sinn fyrsta sigur I l. deild á þessu keppnistímabili gegn IA á Akra- nesi á laugardag. A 78. min. skor- aöi hann meö góöum skalla eftir aukaspyrnu og þaö mark dugöi Frömurum til sigurs þrátt fyrir þunga sókn Skagamanna undir lokin. Fyrri hálfleikur var fremur jafn. Bæöi liö fengu ágæt færi, en tókst ekki aö nýta þau. 1 siöari hálfleik sóttu Skagamenn öllu meira og fengu nokkur tækifæri til aö komast á blaö. Framarar björguöu á linu eftir skot Júliusar Ingólfssonar og Siguröur Hall- dórsson átti skot i þverslá. Þaö voru hins vegar Framarar sem skoruöu og höföu bæöi stigin meö sér til Reykjavikur. Arni Sveinsson var bestur hjá Skagamönnum en Halldór Arason og Sverrir Einarsson voru sterk- astir Framara. Valur-IBi 1:0 Albert Guömundsson lék nú sinn fyrsta leik meö Val i sumar eftir komuna frá Ameriku. Hann átti stóran þátt I sigrinum á ts- firöingum, skot hans á 41. min. breytti stefnu af félaga hans, Inga Birni Albertssyni og knötturinn þeyttist framhjá Hreiöari Sig- tryggssyni markveröi tsfiröinga sem átti ekki möguleika á aö verja. Valsmenn voru öllu sterkari aö- ilinn I leiknum og sigurinn var veröskuldaöur. tsfiröingar fengu þó talsvert af færum, sérstaklega eftir hornspyrnur, og löngu inn- köstin hjá Jóni Oddssyni skapa alltaf hættu. Valsmenn fengu nokkur opin færi, Ingi Björn og Njáll Eiösson komust báöir inn- fyrir vörn tsfiröinga en hvorugt færiö nýttist. Amundi Sigmunds- son, fyrrum leikmaöur Selfyss- inga, fékk bestu færin fyrir tBt i i siöari hálfleiknum en skaut fram- hjá i fyrra skiptiö og lét verja hjá sér i þaö siöara. 1 heild var knattspyrnan sem liöin sýndu ekki upp á marga fiska. Helst aö Valsmenn sýndu eitthvaö, en hjá tsfiröingum er baráttan aöaliö. Albert og Jón Gunnar Bergs voru bestir hjá Val en Hreiöar markvöröur átti best- an leik tsfiröinga. Breiðablik- IBV 2:1 Blikarnir máttu þakka fyrir aö Eyjamenn skyldu ekki taka aö minnsta kosti eitt stig meö sér heim úr viöureign liöanna á laug- Irdag. Sókn Eyjamanna var þung, sérstaklega i siöari hálf- leik, en framlinumenn liösins voru ekki á skotskónum aö þessu sinni. IBV fékk dauöafæri strax á 7. min. er Þóröur Hallgrimsson skallaöi framhjá opnu Breiöa- bliksmarkinu. A 15. min. felldi Orn Óskarsson Sigurjón Krist- jánsson heldur klaufalega innan vitateigs IBV og vitaspyrna var dæmd sem Siguröur Grétarsson skoraöi örugglega úr, 1:0 fyrir Breiöablik. ÍBV náöi undirtökun- um eftir markiö en gekk illa aö skapa sér færi. Þaö sama var uppi á teningun- um i slöari hálfleik. ÍBV sótti nær látlaust en Blikar vöröust vel og áttu talsvert af stórhættulegum skyndiupphlaupum. Eftir eitt slikt felldi Orn Sigurö innan teigs og aftur skoraöi Siguröur af ör- yggi úr vitaspyrnunni, 2:0. En á 72. min. kom fallegt mark. Kári Þorleifsson skaut hörkuskoti af 25 metra færi, knötturinn skaust eft- ir hálu grasinu i markhorniö vinstra megin, 2:1. Fimm minút- um siöar skaut Kári i stöng Breiöabliksmarksins og Sigurlás bróöir hans fékk knöttinn en tókst ekki aö nýta sér færiö. Undir Iokin áttu svo Blikarnir hvert upp- hlaupiö á fætur ööru og fengu þr jú tækifæri til aö skora þriöja mark- iö en þaö tókst ekki og lokatölurn- ar uröu þvi 2:1 fyrir Breiöablik. Þaö reyndist nóg til aö komast i efsta sæti deildarinnar. Siguröur Grétarsson var besti maöur Breiöabliks og vallarins aö þessu sinni. Guömundur As- geirsson markvöröur, Valdimar Valdimarsson og Sigurjón Krist- jánsson áttu allir ágætan leik. Liö tBV var mjög jafnt, Sveinn Sveinsson og Kári voru einna sterkastir. Víkingur- KR 2:0 ^ KR-ingar töpuöu sinum fyrsta leik i 1. deila i sumar er þeir mættu tslandsmeisturum Vikings i fyrrakvöld. Litiö sem ekkert skildi liöin þó aö I getu og meö smá heppni heföu úrslitin getaö oröiö hagstæöari fyrir Vesturbæj- arliöiö. Aöeins eitt marktækifæri leit dagsins ljós i fyrri hálfleik. Óskar Ingimundarson komst i ákjósan- legtfæri á 5. min. en skot hans fór rétt framhjá Vikingsmarkinu. Þrátt fyrir þaö sýndu bæöi liö á- gætis samleikskafla en allt fjar- aöi út þegar aö vitateignum kom. Strax á 5. min. hálfleiks náöu Vikingar forystu meö marki Heimis Karlssonar eftir fyrirgjöf Þóröar Marelssonar. A 69 min. björguöu vikingará linu, geystust upp I sókn og Heimir skoraöi aftur, nú eftir sendingu frá ómari Torfasyni. Hálfdán örlygsson og Magnús Jónsson áttu góö skot aö Vikingsmarkinu rétt á eftir, fyrra fór rétt framhjá en þaö siöara varöi Ogmundur Kristinsson glæsilega. ómar Torfason fékk siöan tvö færi hinum megin, fyrst varöi Stefán Arnarson naumlega frá honum og siöan skallaöi hann I þverslá. Fleiri uröu mörkin þó ekki, 2:0 og tvö stig til Vikings. Bæöi liö léku ágæta knatt- spyrnu, mikiö um stuttan samleik en minna um langspyrnur og hlaup. Heimir, Stefán Halldórs- son og Ragnar Gislason komust best frá leiknum af hálfu Vikinga en hjá KR var Agúst Jónsson einna friskastur ásamt Jóni Bjarnasyni sem kom inn á um miöjan siöari hálfleik. Staöan I 1. deild: UBK............ Vlkingur....... KA............. IBÍ............ tBV ........... Valur.......... KR............. tA............. Fram:.......... tBK............ Markahæstu menn: Heimir Karlsson, Vikingi....4 Siguröur Grétarsson, UBK....4 Halldór Arason, Fram........3 —VS 5 3 1 1 9:7 7 5 2 2 1 8:6 6 5 1 40 4:36 5 2 1 2 8:6 5 5 2 1 2 7:6 5 5 2 1 2 5:6 5 5 1 3 1 2:3 5 5 1 2 2 3:3 4 5 1 2 2 5:6 4 51 132:7 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.