Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. jiínl 1982 ÞJODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. f Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. úmsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, ölafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson. Útlil og hiinnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elísson. liandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörun Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Öladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Þeirra „frjálshyggja” • ( Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um síðustu helgi er fslendingum boðið upp á töfrabrögð til lausnar undan öllum aðsteðjandi efnahagsvanda í samræmi við þá hagspeki öfgafullrar hægri stefnu, sem ræður ríkjum í Bretlandi og Bandaríkjunum með hrikalegum afleiðingum. • Það eru f rumskógarlögmál markaðsbúskaparins, hin siðlausa krafa um frelsi auðmagnsins sem veldur mestu um atvinnuleysi nær 30 miljóna manna f vest- rænum iðnríkjum nú, og alla þá örbirgð sem fylgir í kjölfar atvinnuleysisins. • [ Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins er fyrrver- andi ritstjóri blaðsins, Eyjólfur Konráð Jónsson, einn nánasti vopnabróðir Geirs Hallgrímssonar, leiddur fram til að vitna um ágæti hins óhefta markaðsbú- skapar. • Boðskapur Eyjólfs er m.a. þessi: • Oll verðlagning á að vera algerlega frjáls. Hver sá sem eitthvað hefur að selja verðleggi sína vöru að eigingeðþótta. Innf lytjendur^fái að taka erlend lánað vild sinni til að moka erlendum varningi inn í landið, engar hömlur í utanríkisviðskiptum eða gjaldeyris- verslun. Vextir verði algerlega f rjálsir, þannig að sér- hver lánastofnun ákveði sína vexti að eigin vild, og okrarar fái frjálsar hendur. Eigendur hlutabréfa öðl- ist sérstök skattfríðindi. • Eyjólf ur vitnar til aðgerða í upphaf i svokallaðrar viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- f lokksins fyrir rösklega 20 árum, sem sérstakrar fyr- irmyndar. • Þessar aðgerðir sem nú eru svo hátt lofaðar í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins fólu m.a. í sér lagasetningu um algert bann við greiðslu nokkurra verðbóta á laun, og stóð það bann í um hálfan áratug uns verkalýðshreyf ingin braut það á bak aftur í harð- vítugum verkfallsátökum. • Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í síð- asta mánuði. I kosningabaráttunni var ekki minnst á leiftursóknarboðskapinn frá 1979. Nú þykir við hæfi að sýna þann hnefa á ný. • í því þjóðfélagi sem Eyjólfur Konráð boðar á öll verðlagning að vera frjáls, nema verðlagning á því vinnuafli, sem ber þjóðfélagsbygginguna uppi, kaupið eitt á að binda með lögum mitt í öllu „frelsinu" með banni á verðbótagreiðslum eins og í upphafi „við- reisnar". • Eyjólfur segist ætla að lækka skattana. Þess er hins vegar ekki getið í útleggingum Morgunblaðsins, hvað af útgjöldum ríkisins skuli skorið niður á móti, en talað um, að á móti skattalækkun komi „sala ríkis- skuldabréfa, niðurskurður r,íkisútgjalda og tímabund- inn rekstrarhalli rikissjóðs!" • Svona hafa nú postular f rjálshyggjunnar ráð und- ir rifi hverju. Þeir hika ekki við að bjóða ykkur upp á gull og græna skóga í formi skattalækkana, — því í staðinn fyrir skattpeninginn á ríkissjóður bara að taka lán og rekast með halla! • Hættulegast af öllu í boðskap Eyjólfs Konráðs er þó kenningin um það, að sjálfsagt sé að selja erlend- um auðfyrirtækjum afnot af orkulindum okkar Is- lendinga í stórum stíl. — „Hver er munurinn á því að selja erlendum aðilum orku eða f isk?", spyr Eyjólfur og gerir sig saklausan i framan. Við svörum Eyjólfi og segjum: Það að heimila erlendum auðfyrirtækjum að reisa hér verksmiðjur til að nýta íslenskar orku- lindir er nákvæmlega samskonar verknaður og það, ef hér væru opnaðar allar gáttir fyrir erlend auðfyrir- tæki til að stunda hér f iskveiðar og f iskvinnslu. Við ís- lendingar eigum sjálfir að veiða okkar fisk og vinna okkar fisk, en selja hann síðan úr landi sem fullunna vöru. Eins er það með orkuna,hana eigum við sjálf að nýta, m.a. til að framleiða iðnaðarvörur. Þær vörur seljum við síðan úr landi með sama hætti og unnar fiskafurðir. Sala á orkunni til erlendra fyrirtækja væri hins vegar hliðstæð því að við afhentum erlend- um aðilum stjórn fiskveiða og fiskvinnslu á landi hér. Er það máske næsta skrefið hjá „frjálshyggju"post- ulunum? —k. Friöjón ! Ein lítil I vísbending Ýmis teikn eru á lofti um I' þaö aö Sjálfstæöisflokkurinn utan stjórnar telji sig nú hafa nokkurt húsbóndavald yfir stjórnarliöum úr rööum ISjálfstæðismanna. Aður hefur verið drepið á fram- göngu þeirra Alberts og t Haukdals á þingi í vor, þar Isem þeir gengu gegn stjórn Thoroddsens i mörgum málum. En hér skal gerð aö umtalsefni ein litil for- Imannskosning i nýrri nefnd, sem einnig kann að verða talin svipuð visbending siðar. I' 18. febrúar sl. var sam- þykkt á Alþingi þingsályktun um eflingu almannavarna að , tillögu þeirra Friðriks ISophussonar, Helga Seljans, Eiðs Guðnasonar og Guö- mundar Bjarnasonar. I sam- , ræmi við hana var viö þing- Ilausnir I vor skipuð sjö manna nefnd til þess að gera áætlun um eflingu almanna- , varna I landinu. 1 nefndina Ivoru tilnefndir af hálfu stjórnarliöa þeir Guðmundur Bjarnason og Jóhann Ein- , varösson (Framsókn) As- Imundur Bjarnason og Jó- hann Einvarðsson (Fram- sókn) Ásmundur Asmunds- , son (Alþýðubandalag), ISveinn Torfi Sveinsson (til- nefndur af Friðjóni Þórðar- syni), og af hálfu stjórnar- , andstööunar Friðrik Sophus- I- son, Kjartan Gunnarsson (Sjálfstæðisflokki utan | stjórnar) og Bjarki Eliasson • (Alþýöuflokkur) | Húsbóndavald j Friðriks I Frá upphafi var ljóst að J Friðrik Sophusson sótti það Ifast aö Kjartan Gunnarsson herfræöingur og fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- , flokksins yrði formaður Inefndarinnar. Af hálfu stjórnarliöa þótti eðlilegra að einn úr þeirra röðum , veitti nefndinni formennsku | og var reynt að ná samstöðu I um „Gunnarsmanninn” I Svein Torfa Sveinsson. Frið- J rik Sophusson varaformaöur ■ Sjálfstæðisflokksins brást L hinn versti við og tefldi nú > I fram sjálfum sér. A fyrsta J fundi nefndarinnar I sl. viku Iefndi hann til mikils bak- tjaldamakks sem lyktaöi með þvi að Sjálfstæöismenn , utan og innan stjórnar ásamt Ifulltrúa Alþýöuflokksins sameinuðust um Friörik til formennsku með vitund , Friöjóns ráöherra. Af þessu Iveröur varla annaö ráðið en að varaformaður Sjálf- stæöisflokksins sé nú i að- , stöðu til þess að skipa báts- Imanni hjá Gunnari Thorodd- sen til verka, þó að i litlu sé. Hvaö boöar þaö? hlippt Stærstu fundirnir Allir ærlegir menn fagna þvi hversu mjög friöarhreyfingar eflast misseri eftir misseri. A siðustu vikum hefur hver stór- fundurinn rekið annan i helstu borgum Vestur-Evrópu og i Bandarikjunum. Þar hefur fólk komiö saman i hundraö þús- unda tali, og blandast engum hugur um að hér er um aö ræða stærstu stjórnmálafundi sem haldnir hafa verið á Vesturlönd- um i manna minnum. Þeir eru þó til sem vilja gera litiö úr þessu öllu saman og I þeim hópi eru greinilega ritstjórar Morgunblaðsins. Þeim er þó vorkunn vegna þess að i óðagoti höfðu þeir lýst friðarhreyfing- arnar dauöar á sl. vetri, og ekki nema von að þeir séu fúlir þegar veruleikinn snýst svo hatramm,- lega gegn þeim. Skrítið fréttamat Sérstaklega er Morgunblað- inu i nöp við það þegar menn leyfa sér að geta stærsta stjórn- málafundar i sögu Vestur - Þýskalands, sem haldinn var I Bonn, f sömu andránni og greint er frá fundi æöstu manna NATO á sama stað. Talið var að 450 þúsund manns hefði staðið utandyra og gert hróp aö leið- togunum 16 innan dyra og stefnu NATO I vigbúnaðarmálum- Spurningin er hvort merkilegra telst I fréttatilliti mótmæli hundruöa þúsunda eða sam- koma æðstu manna NATO sem gerði litið annað en að endur- taka sjálfa sig rétt einn gang- inn. Mogginn er aö skamma út- varpið fyrir að hafa lagt þetta tvennt svona nokkurnveginn að jöfnu, en vandséð er hvernig annaö er réttlætanlegt af rikis- fjölmiöli sem vill gefa sæmilega rétta mynd af hlutunum. Morgunblaðiö hefur litt eöa ekki sagt frá hinum miklu friöarfundum I Róm, Vestur - Berlin, Bonn Lundúnum og fleiri borgum, og þeir sem lesa það ágæta blað gætu ályktað sem svo að þær væru stein- dauðar ef ekki kæmu öðru hvoru einhver geövonskuskrifin um hættuna af friðarhreyfingunum eöa að tiunduö eru einhver meint mistök þeirra. Engin rœða og þó tvær Ekki veröa venjulegir heim- ildarmenn Morgunblaðsins, t.a.m. ýmis fhaldssinnuö tima- rit og dagblöö á Vesturlöndum, sakaöir um þessa þögn um friöarhreyfingarnar. Þau eru uppfull af fréttum og frásögnum um þessar merkilegu hrær- ingar, en I Morgunblaöshöllinni kjósa menn aö loka augunum fyrir þróuninni. En heldur betur þótti Mogg- anum hann komast I feitt á laugardaginn þegar ónefndur íslendingur upplýsti blaöið um að Pétur Reimarsson formaður SHA heföi aldrei haldiö ræðu, sem Þjóöviljinn haföi greint frá, á fundi bresku friðarhreyf- ingarinnar i Hyde Park. Heim- ildarmaður Morgunblaðsins segist aöeins hafa heyrt Pétur flýtja stutta kveðju frá sam- tökum sinum, en enga ræðu. I athugasemd frá Pétri Reimars- syni I Morgunblaðinu sl. sunnu- dag kemur fram aö hann ávarp- aði Hyde-Park samkomuna tvisvar sinnum fyrst I ræðu og siöan I stuttri kveðju frá Sam- tökum herstöövaandstæöinga. Islendingur Morgunblaösins haföi semsagt aðeins heyrt kveöjunar en ekki ræðuna. Þýðingarmikil kynning Vafasamt verður að telja aö nokkur íslendingur hafi ávarp- að fjölmennari fund en Pétur Stærsti mótmæla fundur í sögu V- Þýskalands Erlendar fréttir Þjóöviljans Var ræðan aldrei fluttíHyde Park? Pélur Relmarsson lormaður SHA í hópl rcðumanna 4thugasemd frá Pétri Reimarssyni • ------~.uu uodirmU ?*..“** hoðum °« kwðjum m fulltrúar umUlu ■nnirra þjó< huttu. þairrt á m*ð*l Pítur IUId ■ruon frá Stmtflkum htrttMvi udttmðinc. (sjá bU. 6).* bUðilðu < | Þjó&vHjtnum • h.rt ra>A. tU..« ti.!_______ H/StPufc: .Vcgna fráttar I MorgunbUSinu illUtUMinn Uugtrdtg um fjðldt- fund, ,c.mþ«*n for Nucii.r Dit- »rm.m.nf, m htldinn v.r 1 Hyda Pvk I London 6. júni iið- utliftinn, ótknr undlrrlUiur .ftlr ib uka fruu aflirf.r.ndi Reimarsson geröi i Hyde Park þar sem samankomnir voru 250 þúsund manns, og það ekki einu sinni heldur I tvigang, eins og Morgunblaðiö hefur rækilega komið á framfæri. Menn skyldu ekki vanmeta þýðingu þess arna, þvi að meö málflutningi á erlendum friöarþingum hafa is- lenskir herstöðvaandstæðingar á siðustu misserum komiö mál- staö sinum og röksemdum gegn sivaxandi kjarnorkuvopnavig- búnaði á norðurslóöum rækilega á framfæri. Þess sér þegar stað i bæklingum og ritum sem út koma á vegum erlendra friðarhreyfinga og i siðustu viku kom út i Englandi greinasafn eftir Edward P. Thompson, einn helsta forystumann bresku og evrópsku friöarhreyfingar- innar, þar sem baráttunni gegn herstöðvunum á Islandi og kjarnorkuvopnakerfinu á Noröur-Atlantshafi eru gerð góð skil. — ekh 09 slcorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.