Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 15. júni—133. tbl. 47. árg. „Sá ótti ætti þá að vera úr sögu” segir Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingamanna „Nær tffl um 90% byggingar- manna” — segir Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur „Þessi samningur sem hefur verið gerður við Meistarasam- band byggingamanna nær til að minnsta kosti 90% iðnaðarmanna i byggingaiðnaðinum og hann verður lagður fyrir félögin I kvöid. Þangað til þau hafa fjallað um efnisatriði sainningsins, vil ég ekkert um þennan samning tjá mig”, sagði Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykjavikur að loknum trúnað- armannaráðsfundi trésmiða i gær. Við spurðum Grétar Þorsteins- son hver hafi verið aðdragandi þess að samkomulag náðist: „Eftir hinn einkennilega mála- tilbúnað atvinnurekenda i siðustu viku um að við værum með samn- ing við meistara i burðarliðnum, ákváðum við að láta á það reyna hvort samkomulag gæti tekist. 1 framhaldi af þvi fengum við efn- isleg svör frá okkar viðsemjend- um og smám saman leiddi þetta til þess að samningar tókust. Þá er auðvitað hitt að skæruverkföll- inogaðgerðirnará fimmtudag og föstudag hafa haft talsverð áhrif enda þátttaka okkar félagsmanna með ágætum i þeim aðgerðum. Við eigum að baki 5 daga vinnu- stöðvun i þessari deilu og á þeim spennutimum sem alltaf eru á þessum árstima i byggingariðn- aði, er ljóst að það hefur haft sitt að segja”. Er það rétt að breytingar á reiknitölu ákvæðisvinnunnar taki ekki gildi fyrr en haustið 1983, eða að loknum samningstíma heild- arsamtakanna, ef um það semst? „Ég vil ekkert um þetta efnis- atriði okkar samnings segja á þessu stigi frekar en önnur atriði þessa samkomulags”, sagði Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiöafélags Reykjavíkur. Samningur sveina i byggingar- iðnaði var eins og áður sagði til umfjöllunar i trúnaðarmannaráði Trésmiðafélags Reykjavikur i gær og samkvæmt heimildum Þjóðviljans var samningurinn þar samþykktur með flestum greiddum atkvæðum. Félags- fundir verða i félögum sveina I byggingariðnaöi i kvöld. Vinnings- númerin Vinningsnúmer i kosninga- happdrætti Alþýöubandalagsins 1982 eru sem hér segir: Aðalvinn- ingurinn, Suzuki-bifreið, kom á miða númer 105. Aðrir vinningar voru ferða- vinningar frá Samvinnuferðum - Landsýn, — 2. á nr. 1539, 3. á nr. 3616, 4. á nr. 11412, 5 á nr. 4621, 6 á nr. 13399, 7. á nr. 13579, 8. á nr. 814, 9. á nr. 1518. Vinninga skal vitjað á skrif- stofu Alþýöubandalagsins aö Grettisgötu 3, Reykjavlk simi 17500. Fjölmennasti mótmælafundur í sögunni í New York Frá fundi trúnaðarmannaráðs Trésniiöafélags Reykjavlkur i gær: mönnum leist vel á samkomulagið. Ljösm.: —eik Byggingamenn náðu samningum Um kl. 4.30 I fyrrinótt náðist samkomulag I deilu Sambands byggingarmanna og Meistara- sambands byggingamanna og voru samningar undirritaðir I húsakynnum rikissáttasemjara kl. 11. i gærmorgun. Talsmenn byggingarmanna vildu ekkert láta eftir sér hafa um efnisatriði samkomulagsins fyrr en að lokinni umfjöllun i félögun- um, sem verður i kvöld. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans, sem hann telur traustar, var i þessu samkomulagi samið upp á um það bil 17.5% grunnkaups- hækkun á samningstímabilinu sem verður 3 ár, eða til 1. mai 1985. Kemur þessi hækkun i á- föngum allt timabilið og er bæði um að ræða beinar grunnkaups- Samið til 3ja ára um 17.5% launahækkun hækkanir en einnig breytingar á reiknitölu ákvæðisvinnunnar. Fundi rxkissáttasemjara með samninganefndum Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins var ekki lokið er blaðið fór i prentun, en hann hófst kl. 20.30 i gærkvöldi. Báöir aðilar skoðuðu samkomulag byggingar- manna strax i gærmorgun og fundir voru tiðir i ailan gærdag þar sem hin nýja staða var til um- ræðu. í trúnaðarmannaráði Tré- smiðafélags Reykjavikur var samningurinn til umfjöllunar um miðjan dag i gær og samkvæmt heimildum Þjóðviljans leist mönnum vel á samkomulagið. Talið er að erfitt muni fyrir Al- þýðusambandið að standa gegn styttri samningstima en i þessu samkomulagi byggingarmanna er kveðið á um. A mönnum i verkalýðshreyfingunni var að heyra i gær að Alþýðusambandið gæti ekki gengið frá samningum til 3ja ára nema i þvi væru fyrir- varar um tafarlausa uppsögn samningins, færi kaupmáttur launa niður fyrir ákveðin mörk. —v. „Ég er mjög ánægður með að þetta skyldi takast”, sagði Bene- dikt Daviðsson formaður Sam- bands byggingarmanna þegar Þjóðviljinn leitaði áiits hans á samningnum I gær. „Með þessum samningi er að minnsta kosti rutt úr vegi þeirri hindrun i almennu samningunum og vinnuveitendur hafa notað svo mjög sem skálkaskjói, að ástæða væri til að óttast að byggingar- menn seudu á eftir aðalkjara- samningi um eitthvað meira þeim til handa. Nú höfum við samið og báðir aðilar vinnumark- aöarins geta nú fengið staðfest hvaða samkomulagi viö höfum náð. Þá er einnig ánægjulegt að þetta samkomuiag okkar hefur orðið til þess að atvinnurekendur fást nú til að ræða málin og það út af fyrir sig verður að teijast nokk- ur ávinningur I aðalsamninga- deilunni”, sagði Benedikt enn- fremur. 18 félög i Sambandi byggingar- manna eiga aðiid að þessum ný- gerða samningi en hins vegar gildir það ekki um tvö þessara fé- laga, Sveinafélag húsgagna- bólstrara og Sveinafélag hús- gagnasmiða, þar sem viðsemj- endur þeirra eru ekki i Meistara- sambandi byggingamanna heldur eiga aðild að Vinnuveitendasam- bandinu. Ljóst var á viðræðum við bygg- ingamenn I gær að þeir voru al- mennt ánægðir með þetta sam- komulag og enda þótt margar af kröfum þeirra hefðu ekki náð fram aö ganga, væri þetta góður samningur „miðað við allar að- stæöur nú”, eins og einn þeirra komst að oröi. Benedikt Daviðsson formaður Sambands byggingarmanna: þetta samkomulag okkar hefur að minnsta kosti leitt til þess að Vinnuveitendasambandið fæst til að ræða málin. Míljón manns í Central Park Það markmið eitt þúsund bandariskra friöarhreyfinga aö efna tii stærsta mótmælafundar gegn kjarnorkuvigbúnaði sem haldinn hefur verið tókst I New York á laugardaginn. Talið er að um hálf miijón manna hafi tekiö þátt I litskrúöugri og leikrænni göngu um breiöstræti Manhattan og 800.000 til ein miljón manna hafi veriö á útifundinum sem haldinn var i Centrai Park. Þetta var stærsti stjórnmálafundur sem haldinn hefur verið I New York og I sögu Bandarikjanna. Hinn mikli útifundur á laugar- dag hefur haft veruleg áhrif á fulltrúa á afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. í gærmorg- un flutti Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýskalands m.a. ræðu þar sem hann lýsti stuöningi við mál- stað friðarhreyfingarinnar og hvatti þjóöarleiðtoga um allan heim til þess að reyna að skilja þann boðskap sem miljónir manna austan hafs og vestan væru aö flytja á útifundum þessa dagana. „Fólkið I löndum okkar mun ekki liða það að afvopnunar- viðræður dragist á langinn og skili ekki árangri”, sagði Schmidt. Norðurlandaþjóðirnar hafa all- ar stórar sendinefndir á afvopn- unarráðstefnunni og eru forsætis- ráðherrar allra Norðurlandanna nema Islands á mælendaskrá, og fjöldi norrænna þingmanna og formenn þingflokka viöstaddir þinghaldið. 1 gær héldu mótmæia- aðgerðir áfram i New York og beindust þær einkum að kjarn- orkuveldunum, og voru mót- mælafundir haldnir við aösetur sendinefnda þeirra hjá Samein- uöu þjóðunum i New York. A siðu fimm i blaöinu i dag er birt frásögn Olafs Ragnars Grimssonar alþingismanns af at- burðum laugardagsins i New York, en hann er nú i hópi is- lenskra alþingismanna sem sitja afvopnunarráðstefnuna. —ekh Sjá síðu 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.