Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 15
K7\ Hringið í sinta 81333.kL 9-5 alla ....M virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra lesendum Húsmóöir i Austurbænum hringdi Ég hef nú verið áskrifandi i Þjóðviljanum i mörg ár og siðan ég fluttist til Reykja- vikur hef ég ævinlega fylgst með þvi sem er að gerast I menningarlifinu i gegnum blaðið. Oft hef ég verið hneyksluð á blaðinu en sjaldan einsog nú. Þegar ég fletti blaðinu og leita eftir frétt og umsögn um Silkitrommuna, islenska óperu sem frumflutt Ekki stafur um frum- sýninguna var á laugardaginn sé ég ekki staf um hana I þriðjudags- blaðinu. Hins vegar er sagt frá þvi I frétt um norræna leiklistar- þingið að það hafi vakiö at- hygli að Þjóðviljinn væri eini islenski fjölmiöillinn sem sæi ástæðu til að senda blaðamann til að fylgjast meö setningu þingsins. Ég er yfir mig hneyksluð á þessari sjálfsánægju sérstak- lega þarsem ekki er stafur um jafn merkan stórviðburð og frumflutningur Silkitromm- unnar er. í Þjóöviljanum miðvikudag- inn 9. júni var birt viðtal við Arthúr Morthens kennara og jafnframt formann Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik um þing Kennarasambands tslands. Þar er hann m.a. spurður eftirfarandi spurn- ingar: „Hver eru kjör kennara i raun?” Þessu svarar Arthúr: „Kennarar eru með rúmlega 47 stunda vinnuviku og samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið, er vinnuálag á vinnu- Fyrirspum markaðnum áberandi mest meöal kennara og forstjóra fyrirtækja...” Nú hef ég unnið töluvert að vinnuverndarmálum undan- fariö og þar af leiðandi kynnt mér ýmsar rannsóknir m.a. um vinnuálag. Hins vegar hef ég hvergi rekist á neinar rann- sóknir, sem benda til þess, sem Arthúr minnist á. Þess vegna þætti mér afar vænt um, ef hann gæti gert mér þann vinargreiða aö fræða mig fróðleiksfúsan manninn um, hvaða rannsóknir nákvæmlega þetta eru sem hann vitnar til I samtalinu I Þjóðviljanum. Sérstakan áhuga hef ég á að vita, hverjir hafi komist að þessari niður- stöðu hvað varðar „forstjóra fyrirtækja”. 10. júni 1982. Með vinarkveðju, Gylfi Páll Hersir. Þakkir til vagnstjóra Gömul kona hringdiog vildi koma á framfæri alveg sér- stökum þökkum til þeirra vagnstjóra sem aka á leið tvö, fyrir kurteisi þeirra og alúð- lega framkomu. Henni þótti þetta sérstaklega ánægjulegt i ljósi þess að nú er tekin við völdum i borginni hægri stjórn og að ýmsu leyti Iskyggilegir timar i vændum. Ennfremur þótti henni sérstaklega til fyr- irmyndar hjá vagnstjórum á leið tvö, að farþegum gæfist kostur á að heyra miðdegis- söguna i útvarpinu, en kaninn glymdi ekki öllum til sárrar armæðu, eins og oft henti. Barnahornid Þriðjudagur 15. júni 1982 [ ÞJÓDVILJINN — StÐA 15 Síðdegis í garðinum Hafsteinn Hafliðason sem oftsinnis hefur veriö lesendum Þjóðviljans til fróðleiks um garðyrkjumál verður með þátt i útvarpinu i dag um þau mál. Margir eru einmitt aö sinna garöverkunum um þess- ar mundir enda veðrið hið ákjósanlegasta til aö hlú að skrautblómum og til að sinna jaröávöxtunum. • Útvarp kl. 16.50 Tónleikar á Listahátíð Klukkan ellefu i kvöld verð- ur útvarp frá tónleikum Kammersveitar Listahátiðar frá þvi á tónleikum á sunnu- dagskvöldið. Stjórnandi Kammersveitarinnar er Guö- mundur Emilsson sem nú hefur unnið sér veglegan sess meðal islenskra stjórnenda. Einleikarar með sveitinni eru þær Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu og Asdis Valdemars- dóttir á lágfiölu. Á efnis- skránni fyrri hluta tónleik- anna er frumflutningur á „Ad astra” forleik eftir Þorstein Hauksson. Þá verður sinfónla consertante i Es-dúr fyrir fiðlu og lágfiðlu K. 364 eftir sjálfan Mozart. Guðmundur Emilsson stjórn- andi Kammersveitar Lista- hátiðar á tónteikunum i út- varpinu i kvöld. Upptakan er frá tónleikunum i Háskólabiói á sunnudagskvöldið. Útvarp %/l# kl. 23.00 Smásaga Bein útsending: Kjaramálin í brennidepli Vésteins Um nónbil I dag les Vésteinn Lúðviksson rithöfundur seinni hluta sögu sinnar „Lausn- arinn”. Vésteinn hefur i seinni tiö lagt mjög rækt við smá- sagnagerð og fyrir jólin kom út smásagnakver hans um fólkið i borginni okkar. Þá hefur nýlega komiö út barna- saga eftir Véstein um Sólar- bliðu. Leikrit Vésteins einsog t.d. Stalín er ekki hér, vöktu mikla athygli og umræðu fyrir nokkrum árum. Þá hefur leik- ritið Hemmi eftir Véstein komið á fjalir Iðnó. Vésteinn hóf feril sinn með Atta röddum úr pipulögn (smásagnasafni) og nokkru siðar kom út Gunn- ar og Kjartan skáldsaga i tveimur bindum. Milli Hulduhers og heims- meistarakeppninnar I knatt- spyrnu verður umræðuþáttur i beinni útseRdingu um kjara- málin. Halldór Halldórsson stjórnandi þáttarins sagði I viðtali við blaðið að m.a. yröi rætt um það hvort við stæðum nú á timamótum I launa<- málunum. Hvort nú væri kom- inn timi til að taka öll samningsmálin til gagngerrar endurskoðunar i ljósi þess sem verið hefur að gerast i kjara- samningum launþega og at- vinnurekenda. Þá verði rætt um vigstööu einstakra hópa og þeirri spurningu velt upp hvort fá- mennir hópar hefðu oft betri aðstöðu til að knýja fram kjarabætur meðan að aörir og máske fjölmennari sætu eftir með lægri laun. Til að ræða þessi mál hefur Halldór fengið til liðs við sig Kristján Thor- lacius, Þröst Ólafsson og Þórð Ólafsson frá Þorlákshöfn (I 72 mannanefndinni) auk þess sem fulltrúi „atvinnurek- enda” verður mættur á stað- inn. Vésteinn höfundur. Lúðviksson rit- Útvarp kl. 15.10 Sjónvarp fT kl. 21.40 Þröstur Ólafsson aðstoöar maður fjármálaráðherra. Kristján Thorlacius formaður BSRB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.