Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Friðargangan hér I New York var stærsta ganga sem nokkurn- tima hefur verið farin i borginni og stærsta ganga i sögu afvopn- unarbaráttu i veröldinni. t Central Park garðinum voru um 800 til ein milljón manna og þar hefur aldrei i sögunni verið haldin stærri samkoma. Mannhafið var slikt að allir sem um þetta hafa fjallað hafa lýst undrun sinni og hrifningu yfir þessum viðburði. Friðargangan í New York á laugardaginn haföi greinilega haft djúp áhrif á fulltrúa á afvopnunarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna er hún kom saman i gærmorgun. Stærsta ganga í allri sögu afvopnunarbaráttunnar Gangan var ekki aðeins ólik fyrri göngum og friðarfundum hvað fjölda snertir,heldur var hún einnig með allt öðru sniði. Aður fyrr á dögum Víetnamstriðsins var það fyrst og fremst ungt fólk sem setti svip sinn á mótmælin, og I baráttu blökkumanna voru það að sjálfsögðu blökkumenn sem þátt tóku I fjöldaaðgerðum, en I þessari friðargöngu voru eins og einn orðaði það allir saman- komnir, þverskurður af mann- kyninu. Það voru svartir og hvitir, ungir og gamlir, kaþólskir og mótmælendur, múhameðs- trúarmenn og búddhatrúarmenn, fólk úr öllum rikjum Bandarikj- anna og frá flestum rikjum heims. Hér voru samankomnir fulltrúar friðarhreyfinganna út um öll Bandarlkin, en um 1000 samtök áttu aöild að aðgerðunum og einnig fulltrúar evrópskra friðarhreyfinga. 1 stórum hópum gengu saman fulltrúar friðar- hreyfinga frá Þýskalandi, Hol- landi, Sviþjóð, Kanada og Astralíu, svo að nokkur lönd séu nefnd. Fórnarlömb frá Hiroshima Fremst i göngunni fór hópur barna og unglinga til þess að leggja áherslu á það að friðar- hreyfingin I heiminum, friðar- fundurinn hér og friðargangan, væri fyrst og fremst I þágu barn- anna og framtiðarinnar. A eftir þessum friða hópi barna fór sveit japanskra múnka og þeirra sem lifðu af hörmungarnar i Hiros- hima og Nagasaki, en margir þeirra hafa siðustu sex mánuði gengið þvert yfir Bandarikin til þess að leggja áherslu á málstað sinn. Þeir börðu friðarbumbur sinar og settu meginsvip á upphaf göngunnar i skrautlegum fatnaði með borða og spjöld áletruð jap- önskum stöfum. Og það var áhrifamikið þegar hljómurinn úr bumbum þeirra endurómaöi i skýjakljúfunum þegar gengið var eftir breiðstrætum New York i átt að Central Park. Kirkjuleiötogar Hér voru samankomnir full- trúar allra trúarhreyfinga og kirkjudeilda i Bandarlkjunum og I upphafi friöargöngunnar stóöu 12 biskupar og trúarleiötogar á ræðupalli og fluttu i sameiningu ávarp bandariskra kirkjudeilda til göngumanna. Þar voru einnig fulltrúar KFUM hreyfingarinnar i Bandarikjunum sem gekk hér undir fánum sinum og borðum til stuðnings þessum málstaö. Kvöldið áður hafði verið haldin guðsþjónusta tiu þúsund manna þar sem fulltrúar nær allra trúar- hreyfinga i veröldinni fóru með ritningarorð eða bænir til að undirstrika samstööu allra trúar- hreyfinga með málstað friðar og afvopnunar. Verkalýöshreyfingin 1 göngunni voru einnig stórar sveitir frá verkalýðsfélögunum i Bandarikjunum viðsvegar að, og má þar nefna sem dæmi að tiu þúsund verkamenn komu frá Connecticut til að taka þátt i göngunni. Þessir verkamenn vinna allir I vopnaverksmiöjum sem framleiða vopn til nota I kjarnorkuvigbúnaðarkapp- hlaupinu. Þeir voru komnir til New York að krefjast þess að fá aö framleiða annað en kjarnorku- vopn, og að fá að vinna við annað en að undirbúa endalok mann- kyns. Þessir tiu þúsund verka- menn sem komu frá Connecticut eru litið dæmi af mörgum um þátttöku verkalýðshreyfingar- innar i göngunni. Blærinn á göngunni, þar sem saman var komið fólk á öllum aldri, með litskrúðuga boröa og spjöld, var einstæður. Hún var friðsöm, hún var lifleg, hún var einbeitt og hún var skrautleg. 1 henni var fjöldinn allur af uppá- komum, leikrænum tilburðum, og brúður, dúfur, listrænar skreyt- ingar og litagleði settu svip sinn á Manhattan. Fjöldi leikhópa og listamanna viðsvegar að úr Bandarikjunum og annarsstaðar úr veröldinni áttu mestan heiður- inn af þeim brag sem var á göng- unni og fundinum. Þegar þessi hundruð þúsunda liðuðust áfram eftir breiðgötunum i New York klukkustundum saman áleiðis I Central Park var þetta eins og samfelld alda úr mann- hafi jarðar sem birtist þarna með skrautlegum og leikrænum hætti til þess að leggja áherslu á sam- eiginlegan málstað. Þetta var þvi ekki dapurleg ganga, þetta var lifandi og hressileg ganga, hún var ekki bitur, heldur full af bjartsýni og þrótti. Samt sem áður lýstu margir þeirra sem töluðu I upphafi við aðalstöövar Sameinuðu þjóðanna eða I Cen- tral Park þeirri skoðun sinni að óttinn við tortimingu jarðarinnar væri meginástæðan fyrir þvi að milljónir manna flykktust nú út á torg og stræti til þess að krefjast kjarnorkuafvopnunar. ógleymanleg sjón Það var ógleymanleg sjón að lita eftir hinum löngu breið- strætum á Manhattan og sjá þetta ólgandi mannhaf á leiöinni inn i Central Park. Og koma svo á fundinn sjálfan þar sem að hvar sem augað eygði varð ekki þver- fótað fyrir fólki, tvöfalt meiri mannsöfnuður en hefur nokkurn- tima verið samankominn i Cen- tral Park, áætlaö á milli 800 þúsund til milljón manns. Og til viöbótar var svo út um allan garðinn slikur aragrúi af fólki að sá sem það hefur upplifað mun aldrei gleyma þvi meðan hann lifir. Listamenn og baráttufólk Bæði i upphafi göngunnar og i Central Park ávarpaði fjöldi kunnra manna samkomuna. For- seti borgarstjórnar New York og Kock borgarstjóri buðu friöar- sinna velkomna og lýstu stuðningi við málstaö þeirra. Meöal ræðu- manna voru margir heimsþekktir listamenn svo sem Orson Welles og það var tilkomumikið að sjá hann gráskeggjaðan og með staf- inn flytja hvatningarræðu sina i Central Park. Þar voru einnig baráttumenn blökkumanna eins og Coretta King, ekkja Martin Luther King, og fjölmargir aðrir sem kunnir eru úr baráttusögu blökkumanna og friöarhreyfingarinnar. Bruce Kent einn af forvigismönnum bresku friðarhreyfingarinnar flutti ávarp frá evrópsku friðar- hreyfingunni. Hér var einnig samankominn mikill fjöldi bandariskra þingmanna og má þar nefna Hartfield öldunga- deildarþingmann sem flutti til- löguna um tafarlausa stöövun kjarnorkuvopnakapphlaupsins, og hér var einnig mættur dr. Spock sem hefur haft meiri áhrif á uppeldi barna um allan heim með bókum sinum og greinum en nokkur annar, og margir tslend- ingar þekkja. Hér var fjöldinn allur af iistamönnum eins og Peter, Paul og Mary, Joan Baez, Linda Rotstadt og fjölmargir aðrir, sem of langt yrði upp að telja. Nýtt pólitískt afl Kröfur fundarins og göngunnar voru um tafarlausa kjarnorkuaf- vopnun og afnám kjarnorkuvig- búnaðar. Gagnrýni á Sovétrlkin og Bandarikin og kjarnorku- veldin öll var mjög áberandi og þó sérstaklega i garð Ronalds Reagans Bandarikjaforseta. Það var greinilegt að vigbúnaðar- stefna Reagans mætir gifurlegri andstöðu hér I Bandarikjunurn, og menn horfa á niðurskurð hans á félagslegri þjónustu, til menntamála og heilbrigðismála og bera saman við ákvarðanir um aukin fjárútlát til vigbúnaðar- mála á sama tima. Fjölmargir ræöumenn sögðu að þeir vildu að peningunum yrði varið til þess að mennta börnin þeirra, lækna sjúka,til að útrýma atvinnuleysinu en ekki til að tor- tima mannkyninu. Þessi barátta sem birtist á þessum einstæða laugardegi i sögu bandariskra fjöldahreyfinga mun greinilega halda áfram. Allir ræðumenn voru sammáia um að þetta væri aðeins upphafið. 1 þingkosningunum I nóvember i haust verður þetta aðalumræðu- efnið, og þegar er þvi spáð að i forsetakosningunum að tveimur árum liðnum muni friðar- hreyfingarnar veröa eitt megin- aflið. Allar sjónvarpsstöövarnar i New York og helstu sjónvarps- stöövar i Bandarikjunum helguðu fundinum og göngunni meginefni fréttatima sinna á laugardaginn. Sumar sjónvörpuðu beint frá göngunni klukkustundum saman á meðan á henni stóð. A næstu dögum og vikum verður mikill fjöldi áframhald- andi aðgerða á vegum friðar- hreyfingar hér I Bandarikjunum til þess að fylgja eftir árangrinum i New York. Mikill áhugi rikir á þvi meðal forsvarsmanna hreyf- inganna hér I Bandarikjunum að tengja baráttuna við hreyfinguna i Evrópu og mynda meö fólki úr öllum heimsálfum sameinaða sveit sem knýr á um raunveru- legar afvopnunarviðræður. Dapurleg örlög Það var tilkomumikið en jafn- framt dapurlegt að sjá fórnar- lömbin frá Hiroshima og Naga- saki mæta i þessari göngu og Afvopnunarráðstefna Það var áberandi á afvopn- unarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna i dag að þessi fundur og hin mikla ganga hafa haft gifurleg áhrif á fulltrúana hér. 1 ræðu for- seta Panama sem var fyrstur ræðumanna á fundinum i dag gerði hann atburði laugardagsins i New York að aðalumræðuefni. Og það sem var kannski enn athyglisverðara var það að Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýskalands lauk ræðu sinni með löngum kafla þar sem hann lýsti yfir stuðningi við mál- stað friðarhreyfingarinnr og hvatti þjóðarleiðtoga um heim allan til að reyna að skilja þann boðskap sem þessar miljónir manna væru að reyna að flytja. Hann minnti á að fundurinn i Central Park væri ekki sá eini heldur hefðu verið á undan- förnum dögum gifurlega miklir mótmælafundir i helstu borgum Evrópu. Þessir fundir lýstu ótta almennings i þessum löndum öllum við að veröldinni yrði tor- tímt i kjarnorkustriði. Og hann minnti einnig á að visindamenn og ábyrgir rannsóknaraðilar á sviði vigbúnaðar væru margir hverjir á sömu skoðun og almenningur. Friðarhreyfing- arnar fælu þessvegna i sér mikil- vægan siðferðilegan boðskap sem leiðtogar veraldarinnar hlytu að taka mark á. „Fólkið i löndum okkar mun ekki liða það að afvopnunarviðræöur dragist á langinn og skili ekki neinu”, sagði Schmidt. Þegar maður hefur i huga þær deilur sem Helmut Schmidt hefur á siðasta ári átt viö forsvarsmenn friðarhreyfingar- innar i eigin landi þá var það merkilegt að sitja hér I morgun og hlusta á lokakafla ræðu hans, þar sem hann túlkaöi á áhrifa- mikinn hátt boðskap hinna miklu fjöldafunda siðustu vikna austan hafs og vestan. Og það var greini- legt á hinum gifurlegu undir- tektum sem ræða Schmidt fékk hér i fundarsal Sameinuðu þjóö- anna að mikill þorri fulltrúa þeirra rikja sem hér eru mætt voru sama sinnis. i dag hafa svo verið hér áfram- haldandi aðgerðir friðarhreyf- inga fyrir framan aðsetur sendi- nefnda kjarnorkuveldanna hjá Sameinuðu þjóðunum svo það er ljóst að baráttan heldur áfram. Það er Ijóst að sá sem hefur upp- lifað atburði siðustu daga hér i Bandarikjunum mun aldrei gleyma þvi meðan hann lifir. Að horfa yfir miljón manns i Central Park sem þangað er kominn til þess að lýsa stuðningi við málstað friðarhreyfinga um aiian heim er stund sem herstöðvaandstæðingi af tslandi mun aldrei úr minni falla. Pianósnillingurinn ZOLTAN KOCSIS heldur tónleika í Háskólabíói miðvikudaginn 16. júní kl. 21.00 Efnisskrá: Zoltán Kodály: 3 af 7 verkum fyrir pianó óp. 11. Liszt: Sedrustrén i Villa d’este Gosbrunnarnir I Villa d’este Wagner-Kocsis: Atriði blómastúlkunnar og lokaatriðið úr Parsifal Chopin: Polonaise Phantasie óp. 61 Hlé Chopin: 12 valsar. Miðasala i Gimli Lækjargötu. Opin alla daga frá ki. 14 - 19.30. Simi 29055 Ólafur Ragnar Grímsson símar frá New York segja sögu sina. En það var ekki siður átakanlegt að sjá það sem minna hefur verið rætt um — fjöl- mörg fórnarlömb kjarnorku- vopnatilraunanna hér i Banda- rikjunum, sem urðu fyrir barðinu á geislavirkni frá kjarnorku- vopnatilraununum I Nebraska eyðimörkinni. Þegar skipta þeir þúsundum sem beðið hafa varan- legt tjón i Bandarikjunum vegna tilrauna með kjarnorku- sprengjur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.