Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.06.1982, Blaðsíða 16
DWDVIUINN Þriðjudagur 15. júni 1982 AbaUtmi ÞjóBviIjans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiöslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Deilt um íslensku grásleppuhrogna- verksmiðjuna í Frakklandi Hvað hefur Lagmetið gert s.l. tíu ár? spyr Guðmundur B. Lýðsson f ramk væmdast j óri „Hvað hefur Lagmetið verið að gera sl. 10 ár. Það er búið að eyða óhemju upphæð til sölustarfsemi á grásleppuhrognum en við höfum ekki séð árangur að neinu marki ennþá. Vandamálið fyrir okkur hefur verið að komast á markað. Við höfum þvf ákveðið að prófa þessa leið að opna eigin verksmiðju I Frakklandi; hún er kannski ekki sú hárétta, en við sjáum þá til hvað verður i fram- tiðinni”, sagði Guðmundur B. Lýðsson framkvæmdastjóri Sam- taka grásleppuhrognaframleið- enda i samtali við Þjóðviljann. Samtökin hafa mótmælt ályktun aðalfundar Sölustofnunar Lagmetisins sem haldinn var nýverið, en fundurinn fordæmdi stofnun og rekstur á niður- lagningarverksmiöju fyrir is- lensk grásleppuhrogn i Frakk- landi er Samtök grásleppu- hrognaframleiðenda standa að. Grásleppusjómenn benda á, að I á fyrsta heila ári sem Sölustofn- unin starfaði 1973, hafi verið flutt út 118tonn af íslenskum kaviar og á siðasta ári 126 tonn. „Þessar tölur tala sinu máli um árangur S.L. á þessu sviði svo ekki verður um villst”, segir i fréttatil- kynningu frá S.G.H.F. „Ef islenskar lagmetisverk- smiðjur skila ekki betra hráefnis- verði til grásleppusjómanna en erlendir kaupendur grásleppu- hrogna, þjónar það i engu hags- munum islenskra grásleppusjó- manna.” Þaö sé meginmarkmið samtaka grásleppuhrognafram- leiðenda að skila grásleppusjó- mönnum sem bestu hráefnisverði og stofnun lagmetisverksmiöju i Frakklandi sé ein þeirra aðgerða. Málm- og skipasmiðir að semja? „AUs ekki tilefni til að halda það” segir Guðjón Jónsson „Það hefur ekki verið um það stóra hluti að ræða I þeim viðræð- um sem við höfum átt við okkar viðsemjendur, að eyðandi væri mörgum dögum I verkfall til að berjast fyrir þeim”, sagði Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambandsins I gær. Athygli vakti fyrir helgi að fé- lög Málm- og skipasmiða hafa ekki boðað til allsherjarverkfalls frá og með 18. júni, til að knýja á um samningana. Kviksögur hafa verið í gangi um að járniðnaðar- menn væru þegar búnir að semja og við spurðum Guðjón Jónsson hvort þetta væri rétt: „Alls ekki tilefni til að halda það. Við höfum ekki fengið nema Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiða: Ekki svo stórir hlutir verið I boði að eyðandi væri mörgum dögum i verkfall fyrir þá. 3 viðræðufundi við fulltrúa samn- ingaráðs Vinnuveitendasam- bands Islands og þar af hafa full- trúar Málm- og skipasmiðja verið með á tveimur þeirra funda. Um aðrar viðræður hefur ekki verið að ræða af okkar hálfu”. En hefur samkomulag bygg- ingarmanna ekki áhrif á gang mála? „Vissulega hlýtur það sam- komulag að hafa áhrif á heildar- samningsgerðina en hvort þaö verða jákvæð eða neikvæð áhrif þori ég ekki að dæma um”, sagði Guðjón Jónsson að lokum. —v. Silkitrommunni var boðið til Venesuela Þjóðleikhúsinu hefur boðist formlegt boð um að senda Silkitromm- una, hina nýju óperu Atla Heimis Sveinssonar og örnólfs Árnasonar, á leiklistarhátið i Caracas i Venesúelu næsta vor. Þetta er þekktasta leiklistarhá- tið I Ameriku, sagði Sveinn Ein- arsson þjóðleikhússtjóri og leik- stjóri sýningarinnar á Silki- trommunni, og það er okkur þvi mikill heiður að fá slikt boð. Við vitum aöeins af einum leikflokki öðrum erlendum sem hefur feng- ið boð um að mæta I Caracas næsta vor, en þar er um að ræða sýningu Peters Brooks á Carmen. Leiklistarhátiðin i Caracas er ekki ný af nálinni, sýningin á tnúk hefur komið þar við sögu. En næsta vor verður hún óvenju stór I sniðum vegna þess að hún teng- ist vigslu menningarhallar sem kennd er við Simon Bolivar. Næstu daga munum við huga að þvi, sagði Sveinn Einarsson enn- fremur, hvernig hægt er að standa að þessu boði, hvernig á stendur hjá söngvurunum og öðr- um aðstandendum sýningarinn- ar. En að sjálfsögðu munum við gera það sem við getum til að af þessu geti orðið. Þess má og geta, að fyrirspurn- ir um Silkitrommuna hafa þegar borist frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Óperan verður sýnd tvisvar að listahátið lokinni, þann 22. og 24. júni. —áb i Þegar við upphaf göngunnar safnaðist margt fólk saman við gamla Bryggjuhúsið við Vesturgötu 2, en alls tóku rúmlega tvö hundruð manns þátt i göngunni. Gönguferðin var liður I yfirstandandi Listahátíð. Ljósm.: —jsj. Fróðleg miðbæjarganga í fylgd með arkitekt A sunnudagsmorguninn nutu árrisulir góðrar leiðsagnar Guð- rúnar Jónsdóttur, arkitekts, um miðbæ Reykjavíkur og Skóla- vörðuholt. Var mikið fjölmenni mætt við upphaf göngunnar við gamla Bryggjuhúsið að Vesturgötu 2, og siðan smábættist við hópinn eftir þvi sem leið á morguninn, en gangan varð alls rúmlega tveggja stundalöng.Hennilauká Holtinu, og þar var fólki boðið að skoða sýningu Arkitektafélags Reykja- vikur á náttúruformum. Ekki var annað að heyra á þátt- takendum göngunnar en að þeir væru hinir ánægðustu með leið- sögn Guðrúnar, og miðlaði húii miklum fróðleik um bæði einstak- ar byggingar, sem á vegi hópsins urðu og skipulag þessa hluta Reykjavikurborgar. Varð einum viðstaddra að orði, svo tiðinda- maður Þjóðviljans heyrði, að hann ætti eftir að ganga með allt öðru hugarfari eftir en áður— jsj. piHIMIMilHilHiia jMiklar j jhækkaniri I bensín um 13,2% I ■ og kjötvörur | ■ um 13-16% I Verðlagsráð heimilaði I ■ fyrir helgi 13,2% hækkun á ■ ■ bensinifrá og með deginum i | J g*r og kostar þvi hver litri ■ • af bensini nú 10.70 krónur. ■ I 15.07% hækkun var einnig ■ Iheimiluð á gasoliu og veldur g þar mestu gengissig og meiri ■ _ dreifingarkostnaður innan- ■ I lands. Þá var heimiluð ■ ■ 19.84% hækkun á svartoliu. á | Eru þvi þessar hækkanir á I ■ bilinu 10—20% en Verölags- ■ ■ ráð tók siöast ákvörðun um | ■ hækkun á oliuvörum I fe- ■ Ibrúar sl. og hefur banda- ■ rikjadollar hækkað um J ■ 16.30% siðan þá. | Verðlagsráð heimilaði I ■ fleiri hækkanir og má nefna ■ ■ 10.5% hækkun á neyslufiski | ■ og 13—16.7% hækkun á unn- ■ Ium kjötvörum og kemur sú ■ hækkun i kjölfar hækkunar á J ■ verðlagsgrundvelli landbún- ■ | aðarvara um sl. mánaöa - ■ ■ mót. Til dæmis hækkar kilóiö “ ■ af kjötfarsi um 16% og kilóið | J af vinarpylsum um tæp 13%. ■ —_.J Rommí í lelkferð A meðfylgjandi mynd, sem -jsj. tók i gærmorgun, eru þeir Þor- lákur Karlsson og Guðmundur Pálsson að leggja siðustu hönd á undirbúning leikferðar Leik- félags Reykjavikur um Suður- og Austurlandið meö Rommí, en eins og flestum er kunnugt, fara þau Gisli Halldórsson og Sigriður Hagalin með hlutverkin i þeim ágæta leik. í gærkvöldi léku þau i Leik- skálum i Vik i Mýrdal, en i kvöld verða þau á Kirkjubæjarklaustri, á miðvikudag i Sindrabæ i Höfn á fimmtudag i Skrúð á Fáskrúðs- firði, föstudag Valhöll á Eskifirði, laugardag i Egilsbúð á Neskaup- stað, sunnudag I Félagslundi á Reyðarfirði, mánudag i Herðu- breið á Seyðisfirði en leikferðinni lýkur eftir rétta viku i Valaskjálf á Egilsstöðum. Allar hefjast sýn- ingarnar kl. 21.00. Og Leikfélags- fólki óskum við góðrar ferðar og Austfirðingum góðrar skemmt- unar. Baráttudansleikur í Lindarbæ E1 Salvadornefndin heldur dansleik í Lindarbæ miðvikudaginn 16. júní kl. 9-02. Skemmtiatriði: Hljómsveit leikur fyrir dansi. Mætum öll! E1 Salvadornefndin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.