Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Undirskriftalistar til Verslunar- mannafélagsins: Einkaritarinn efst á blaði! Greinileg tilraun stjómenda fyrirtækjanna til að hafa áhrif á launamenn í kjarabaráttunni, segir Magnús L. Sveinsson formaður V.R. „Mér finnst mjög miöur að svona undirskriftir skuli fara af stað þegar kjaradeila stendur yfir og hún er á mjög viðkvæmu stigi. Það sem er hvað alvarlegast við þetta er að eftir þvi sem mér er tjáð hafa einkaritarar æðstu ráðamanna isumum þessara fyr- irtækja staðið fyrir undirskriftun- um”, sagöi Magnús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavikur i samtali viö blaðið i gær. Siðastliðið mánudagskvöld barst Verslunarmannafélaginu á- skorun sem undirrituð var af fjölda starfsmanna Flugleiða þar sem skorað var á félagið að boða til félagsfundar þar sem flutt verði tillaga um að fresta verk- falli félagsins sem átti að hefjast 18. júní. Daginn eftir kom ná- kvæmlega eins orðuð áskorun frá nokkrum starfsmönnum Eim- skips og siðar þann dag einnig frá Heklu h.f., O. Johnson og Kaaber og Lýsi h.f. Undir þessi skjöl hafa ritað á 3ja hundruð manns og er ekki vafi á þvi að starfsmenn þessir hafa verið undir gifurleg- um þrýstingiyfirmanna sinna um að taka ekki þátt i aðgerðum al- þýðusamtakanna. Kom enda i ljós að i 2ja daga verkfallinu 10. og 11. júni, reyndust ákveðnir Flugleiðastarfsmenn einna erfiö- astir ljáir i þúfu. Athygli vekur einnig að mótmælaskjöl Flug- leiða og Eimskips eru orörétt ná- kvæmlega ein^ og litið vantar á að skjalið frá starfsfólki 0. John- sen og Kaaber sé það einnig. Eins og allir vita eru afar náin tengsl milli stjórnenda þessara fyrir- tækja og sömu menn þar herrar i mörgum tilfellum. En gefum for- manni Verslunarmannafélags Reykjavikur aftur orðið: „Það er rétt að það komi fram hér að þeir sem stóðu fyrir undir- skriftunum höföu ekkert sam- band við forystumenn V.R. Ég vil ekki á nokkurn hátt áfellast það fólk sem varð við beiðni einkarit- aranna um að skrifa undir þessi plögg. 1 fyrsta lagi vilja auövitað allir komast hjá þvi að fara i verkfall og i öðru lagi verður þvi ekki mótmælt að það fylgir þvi á- kveðinn þrýstingur að einkaritari forstjóra fyrirtækis, eins og hjá Flugleiðum, gengur milli manna og safnar undirskriftum.” Þið V.R/-menn Iitið þetta mál aivarlegum augum? „Það fer ekkert á milli mála að þessar undirskriftir gátu sett Verslunarmannafélagiö i mjög erfiða stöðu i samningunum á mjög viðkvæmu augnabiiki. Það er nú oftast svo, að þegar til úr- slita dregur i kjarabaráttunni, ræðst árangurinn jafnan af þvi hvort tekst að sýna samstöðu og festu. Ef V.R. hefði eitt félaga frestað verkfalli i þessu tilfelli vegna undirskriftanna, hefði það jafngilt þvi að félagið hefði ekki ætlað að fylgja kröfunum eftir til jafns við önnur félög. Ég efast hins vegar ekki um að sú krafa hefði eftir á verið gerð að félagið tryggði sömu launahækkun og aðrir koma til með að fá. Þá hefð- um við beitt öðrum fyrir plóginn en siðan hirt afraksturinn án þess að leggja á okkur fórnir til jafns við aðra”, sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Reykjavikur að endingu. —v. Þetta er texti undirskriftalistanna sem bárust til Verslunarmannafé- lagsins. Sá efri kom frá Eimskip og sá neðri frá Flugleiðum. Báöir ná- kvæmlega ein^ og skyldi það vera tilviljun að mikil tengsl eru á milli yfirstjórna beggja fyrirtækjanna? „Menn eru of þægir” — sagði Ingólfur Ingólfsson á fundi sjómanna í gær „Það er alveg ljóst að sjómenn fá engan hlut af þeirri dúsu sem stungiö veröur upp I útgerðina á næstu dögum. Það er ekkert afl til að rétta hlut okkar sjómanna nema við sjálfir. Einhverra hluta vegna hafa menn verið það þægir, að þcir hafa til þessa gengið undir vöndinn, en ég ætla sjómönnum það ekki til frambúðar”, sagði Ingólfur Ingólfsson fulltrúi sjó- manna i yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvcgsins á fundi sem Far- nianna- og fiskimannasambandiö og Sjómannasambandið efndu til mcð sjómönnum i Reykjavik i gær. A fundinum voru samþykkt haröorð mótmæli vegna siðustu fiskverðsákvörðunar, og bent á að ekkert tillit hafi verið tekið til stórfelldrar kjararýrnunar sjó- Ingótfur Ingólfsson manna, vegna minnkandi afla, og sifellt stærri flota. Um 40 sjómenn sátu fundinn i gær, og létu margir fundarmenn þá skoðun sina i ljós að efla þyrfti samstöðu innan sjómannastéttar- innar og brýna menn til átaka fyrir haustiö. „Ljóst er að það sem tapast hefur á þessu ári, vinnst ekki upp i auknu aflamagni á siðari helm- ingi ársins, og átakalaust veröur ekkert af þvi sem tapast hefur fengið aftur”, sagöi Ingólf- ur Ingólfsson. ->g- 189,4 klló af marihuana takk! Bjarki EHasson yfirlögregluþjónn stendur viö mesta magn af flkniefnum sem flutt hefur verið hingað til lands. Ljósm.: —k.v. Greinargerð embætta um marihuana-málið V iðkomustaður eða endastöð? „Hefðum kosið meiri tíma til þess að kanna málið í kyrrþey” í skýrslu sakadóms I ávana- og fikniefnamálum, lögrcglustjóra- embættisins og embættitollgæslu- stjóra sem birt var á fundi með blaðamönnum I tilefni Þjóðvilja- fréttar I gær segir að upphaf málsins megi rekja til þess er bandariska sendiráðið tilkynnti 30. april sl„ að daginn áður heföi fundist I New York rúmlega 450 amerisk pund af marihuana i fjórum trékössum merktum til- teknu fyrirtæki hér á landi. 4. mai var ákveðiö að kassarnir yrðu sendir til Islands ef það mætti verða til þess að upplýsa máliö. Erlendir rannsóknaraöilar gátu ekki upplýst hvort fikniefn- um þessum væri ætlað að fara á markað hér, eða tsland væri að- eins viðkomustaöur, sem þó var talið heldur liklegra. Kassarnir fjórir komu til Keflavikurflug- vallar kl. 6 5. mai og var fjórum lögregluþjónum falið að fylgjast úr fjarlægð meö þeim og flutningi þeirra til Reykjavikur. Oheppi- legt var talið að láta starfsmenn rannsóknardeildar, sem vinna að fikniefnamálum, vera nærri þess- um þætti aögeröanna. Kassarnir voru fluttir I vörugeymslu Flug- leiða aö Bildshöföa 20 i Reykjavik og fylgdist lögreglan með öllu álengdar. „Airway bill” fylgdi kössunum sem farmskjal og var sending- unni lýst sem varahlutum i skip frá nafngreindu skipafélagi i Jamaica og haföi farmgjald verið greitt alla leið þaöan til tslands um Bandarikin. Enn var fylgst með hvort ein- hver kynni að fá sendinguna af- henta úr vörugeymslunni meö framvisun tilskyldra pappira og koma henni i skip tiltekið áleiðis til Bandarikjanna i svokölluðum „transitvarningi”. Bandariska sendiráöið lagðist gegn þvi aö sendingin yrði látin óáreitt ef hún kæmist i skip til Bandarikjanna. En af þvi varð eigi og skipið fór marihuanalaust. Kassarnir voru opnaðir þennan sama dag og fikniefnin fjarlægð, en kassarnir fluttir aftur i vörugeymsluna. Lögð er áhersla á þaö i greinar- gerðinni sem er ýtarleg meö ná- kvæmum timasetningum að i allri meðferð málsins hafi verið náin samvinna meö sakadómar- anum I ávana- og fikniefnamál- um, lögreglustjóra og tollgæslu- stjóra um aðgerðir, en einnig hafi veriö haft samstarf við rannsókn- arstofnunina DEA og alþjóðalög- regluna Interpol. Allir þessir aðil- ar hefðu kosiö meira svigrúm til athugunar i kyrrþey, en „sérstæð umfjöllun” Þjóöviljans hafi nú girt fyrir þann möguleika. RLR kemur aldrei nálægt fíkniefnamálum Vantar meiri samvinnu V Dómsmálaráðherra hefur ekki sinnt tillögum um breytingu á reglu- gerð um samskipti lögregludeilda og rannsóknarlögreglu rikisins t upphaflegum tillögum um Rannsóknarlögreglu rikisins sem stofnuð var 1. júli 1977 gerði rétt- arfarsnefnd ráö fyrir því að Rannsóknarlögregla ríkisins ann- aðist fikniefnamáí. t reynd hefur þó ekki af þvi orðið og það er rannsóknardeild lögreglunnar I Reykjavik og sérstakur fikni- efnadómstóil sem um þau mál annast. Hallvarður Einarsson, rann- sóknarlögreglustjóri sagði i sam- tali við Þjóðviljann i gær að RLR kæmi þvi aldrei nálægt fikniefna- málum og gæti hann þvi ekkert um þetta tiltekna mál sagt. Þessi skipan mála hefur alla tiö veriö mjög umdeild og hefur rannsóknarlögreglustjóri aldrei legið á þeirri skoðun sinni að hana þyrfti aö endurskoða, nú siðast á dómarafundi ibyrjun júni. Ég hef itrekað beint þeim tilmælum til dómsmálaráðherra aö reglugerö um samskipti lögregludeildanna og RLR veröi tekin til endurskoð- unar, þ.á m. staöa fikniefnamála, sagði Hallvarður. Hann sagði ljóst aö ávana- og fikniefnabrot væru ekki aðeins brot á lögum og reglugerðum þar Æ algengara að stórskuldir og skjalafals tengist ávana- og fikni- efnamálum, segir Hallvarður Einarsson. um, heldur einnig brot á hegning- arlögum. Auk þess tengdust þau i æ rikari mæli alvarlegri hegning- arlagabrotum svo sem stórskuld- um og skjalafalsi og dæmi væru um aö slik brot væru framin bein- linis til þess að verða sér úti um ávana- og fikniefni. Þessi brot gerast æ algengari og alvarlegri hér á landi, sagði Hallvarður, og þvi er brýnt aö sameina þá krafta sem að þeim málum vinna. Hallvarður sagði ennfremur að RLR gæti aðeins haft frumkvæði að rannsókn þeirra mála sem undir hennar starfssvið heyra, nema til kæmu fyrirmæli frá rik- issaksóknara um annað, en RLR hefur aldrei verið falin rannsókn fikniefnabrota. Hallvarður sagö- ist að lokum harma að ekki hefði orðið úr þeim ráðagerðum réttarfarsnefndar að RLR annað- ist þessi mál og ennfremur aö ekki hefði orðið meiri samvinna og tengsl milli fikniefnadeildar- innarog RLR meðan málum væri háttað eins og nú er. Rannsóknar- lögregla rikisins hefur að sögn hans Itrekað óskað eftir nánari samvinnu i þessum málum, m.a. boðið fikniefnadeildinni upp á þátttöku i námskeiðum og viku- legum vinnufundum RLR, en af þvi hefur ekki orðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.