Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júni 1982 fFóstrur — þroskaþjálfar Fóstrur og þroskaþjálfa vantar til starfa á dagheimili og leikskóla i Hafnarfirði. Um er að ræða hálfar og heilar stöður. Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. gr. laga nr. 27 1970. Upplýsingar um störfin veitir dagvistarfulltrúi i sima 53444. Félagsmálastjórinn i Hafnarfirði Akranes Akraneskaupstaður Starf bæjarstjóra hjá Akraneskaupstað er hér með auglýst laust til umsóknar. Upp- lýsingar veita Valdimar Indriðason, for- seti bæjarstjórnar, og Magnús Oddsson, bæjarstjóri. Umsóknir skulu hafa borist fyrrnefndum fyrir 1. júlin.k. Bæjarstjórn Akraness Auglýsið í Þjóðviljanum I V______________________J Undirbúningsnefnd iðnkynningarinnar og reiðhjólaferðalagsins með auglýsingaplakat kynningarher- ferðarinnar. Talið frá v. Pálmi Gislason, Finnur Ingólfsson, Þórarinn Gunnarsson, Halldór Einarsson, Skúli Oddsson og Sigurður Geirdal. Mynd — eik. Um 6000 félagar 1 Ungmennafélagshreyfingunni Hjóla í þágu íslensks iðnaðar 17 daga ferðalag á þremur hjólum hringinn í kringum landið Ungmennafélagshreyfingin hefur f tilefni 75 ára afmælis slns á árinu, tekið upp samstarf við Félag islenskra iðnrekenda um að koma á fót kynningarherferð fyrir islenskri framleiöslu undir kjörorðinu Eflum islenskt. Til að ná athygli landans verður hjólað umhverfis landið á þremur hjólum, og munu nærri 6000 félagar u n g m e n n a h r e y f - ingarinnar stíga reiöskjóta dag- ana 25. júni til 11 júll, en alls verða hjólaðir um 3300 km. Pálmi Gislason formaður UMFÍ sagði að tilefni þessa fram- taks hreyfingarinnar væri að minna á upprunalega þjóðræknis- hugsjón Ungniennafélaganna sem væri jafn sterk i dag og fyrrum. Hreyfingin vildi með þessu benda á að atvinnuhorfur unga fólksins yrðu ekki tryggðar nema með öflugum iðnaði, og til að svo tækist, yrðu Islendingar að velja i frekari mæli en nú er, islenskar vörur. Atvinnuleysi ungs fólks i nágrannalöndum okkar hefði haft hörmulegar af- leiðingar og þvi væri hér um nauðsynlegt verk að ræða. Iðnaðarráðuneytið, Félag is- lenskra iðnrekenda, SIS og fleiri aðilar hafa styrkt þessa kynn- ingaherferð, auk þess sem Fálk- inn Jeggur til reiðskjótana sem ferðast verður á umhverfis landið, en fyrirtækið hefur nýlega hafið samsetningu á reiðhjólum hérlendis og má þvi að vissu marki þar ræða um islenskan iðnað. Lagt verður upp i reiðhjóla- feröalagið frá Lækjartorgi sið- degis 25. júni og hjólað suður á Reykjanes og þaðan austur og siðan vestur um aftur til Reykja- vikur þar sem endað verður 17 dögum siðar. Hvilt verður um nætur, en suma dagana hjólað i allt að 20 klumkustundir. Samhliða reiðhjólaferðalaginu verður efnt til iðnkynninga viða um land og annara uppákoma til að vekja athygli á islenskum iðn- varningi. _ jg. Kynnisferðir búnaðarfélaga Búnaðarsamband Suðurlands hefur ákveðið að gefa búnaðar- félögum á Suðurlandi kost á að fara eins dags kynnisferðir um Itangárvallasýslu, með viðkomu ogleiðsögn á nokkrum þeim stöð- um i sýslunni, sem hvað mest gildi hafa i ræktunarlegu tilliti. Þessir staðir eru: Þykkvibær, þar sem gerð verður grein fyrir kartöfluframleiðslunni. Gunn- arsholt, þar sem kynnt verður starf Landgræðslunnar og Fóður- og fræframleiðslunnar. Tilrauna- stöðin á Sámsstöðum, þar sem kynnt verður tilraunastarfsemi og frærækt. Skógrækt rikisins á Tumastöðum, þar sem kynnt verður ræktun trjáplantna. Þá verður þeim ferðahópum, sem koma austan úr Skaftafellssýslu, gefinn kostur á að skoða Fjalla- fóður og Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. A öllum þessum stöðum fer fram fjölþætt og merkileg starf- semi, sem gagnlegt og skemmti- legt er að kynnast og er vonast til að þátttaka i þessum ferðum meðal búaliðs á Suðurlandi verði sem almennust. Hér er um dagsferðir að ræða og verður ferðalöngum séð fyrir aðstöðu til að kaupa sér mat og kaffi, þannig að ekki er ætlast til að þeir hafi með sér nesti. Þar sem gert er ráð fyrír að fleiri ferðahópar verði á ferð samtimis, er um nokkrar mismunandi ferðaáætlanir að ræða. A töfl- unum hér á eftir má sjá, hvernig einstökum búnaðarfélögum hefur verið raðað saman i ferðahópa, sem ætlast er til að standi saman að undirbúningi ferðarinnar, svo sem útvegun á farkosti og þvi um liku. Þar má einnig sjá hvaða ferðadagur hefur verið ákveðinn og hvaða ferðaleið er boðið upp á. Búnaðarsambandið mun leggja til fararstjóra i hvern ferðahóp, en sérstakir leiðsögumenn verða á hverjum skoðunarstað. Ahersla er lögð á að þær áætlanir, sem hér eru kynntar, standist, en i sér- stökum undantekningartilvikum verður þó hægt að koma við breytingum. Leið A. Kl. 10.00 Þjórsárbrú. Kl. 10.15 Þykkvibær. Kl. 12.00 Maturi Þykkvabæ. Kl. 13.30 Gunnarsholt. Kl. 16.00 Hvolsvöllur, kaffi. Kl. 16.45 Sámsstaðir. Kl. 18.00 Tumastaðir. Leið B. Kl. 10.00 Gunnarsholt. Kl. 12.30 Hvolsvöllur, matur. Kl. 14.00 Sámsstaðir. Kl. 15.00 Tumastaðir. Kl. 16.30 Helia, kaffi. Kl. 17.30 Þykkvibær. LeiðS. Kl. 11.00 Þorvaldseyri. Kl. 12.30 Gunnarshólmi, matur. Kl. 14.00 Tumastaðir. Kl. 15.00 Sámsstáðir. Kl. 16.30 Gunnarsholt, kaffi. Kl. 19.30 Þykkvibær. Kl. 21.00Þykkvibær, matur. LeiðC. Kl. 10.00 Tumastaðir. Kl. 11.00 Sámsstaðir. Kl. 12.30 Hella, matur. Kl. 14.00 Þykkvibær, kaffi. Kl. 16.30 Gunnarsholt. Sveitir Dagur Áætlun Olfushr., Selvogshr., Grafningshr..................... 21/6 A Þingvallahr., Grimsneshr., Laugardalshr............... 24/6 A Biskupstungnahreppur.................................. 24/6 B Hrunamannahreppur .................................... 22/6 B Gnúpverjahreppur...................................... 24/6 C Skeiðahreppur......................................... 23/6 A Villingaholtshr., Hraungerðishr., Selfoss ............ 23/6 B Sandvikurhr., Eyrarbakkahr., Stokkseyrarhr. Gaulverjabæjarhreppur ................................ 25/6 A A-Eyjafjallahr., V-Eyjafjallahr....................... 25/6 S A-Landeyjarhr. V-Landeyjahr........................... 23/6 C Fljótshliðahr., Hvolhr., Rangárvallahr................ 22/6 A Landmannahr., Holtahreppur............................ 21/6 B Asahreppur, Djúpárhreppur ............................ 25/6 D Hörglandshr., Kirkjubæjarhr............................21/6 S Leiðvallahr., Skaftártunguhr., Alftavershr.............22/6 S Hvammshreppur, Dyrhólahreppur .........................23/6 S Allar nánari upplýsingar veitir Búnaðarsamband Suðurlands á Sel- fossi. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.