Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júnl 1982 Gísli Framhald af 15. siðu. Mér fannst athyglisvert aö fylgjast með sjónvarpsumræðum af kosningunum I Hafnarfirði. Hafnfirskir Sjálfstæðismenn boðuðu harða og ótviræða hægri- stefnu i flestum málum. Þar var ekki það almenna stefnuleysi eða það „miðju-moð” sem einkenndi áróöur Sjálfstæðisflokksins annarsstaðar i þessum kosn- ingum. Sjálfstæöisflokkurinn vann minna fylgi i Hafnarfirði en annarsstaöar. Hann fékk 37,5% kjósenda 1982, 1978 fékk hann 36,1%. 1 kosningunum 1974 hafði hundraðshluti Sjálfstæðisflokks- ins i Hafnarfirði verið 42,1%. Kosningarnar og klofningur Sjálf- stæðisflokksins Heimskulegt væri að deila um hvort kosningarnar voru van- traust á Gunnar eða Geir. Þær sýndu traust á Sjálfstæðisflokk- inn I heild sinni og þvi traust á báða. Þaö sást greinilega að stjórnarliðar i Sjálfstæðisflokkn- um unnu mjög ötullega að sigri flokksins i kosningunum, engu siður en stjórnarandstæðingar. Kosningarnar sýna hve sierkur Sjálfstæðisflokkurinn i raun og veru er, þótt hér sé um sundur- leitan flokk að ræða. Hér gafst hinum ýmsu öflum, flokksins tækifæri til að vinna heilshugar og sameinaðir að einu ákveðnu verkefni og það tókst óneitanlega vel. Ég held að vaxandi hópur Sjálfstæöismanna telji sig hvorki vera harða stjórnarsinna né stjórnarandstæðinga heldur vilji þeir taka afstöðu eftir málefnum hverju sinni. Umfram allt eru þeir þreyttir á klofningnum og kenna næstum öllum um hann. Nú gefst tækifæri til að vinna saman án tillits til klofningsins og Sjálfstæðisflokksmenn virðast hafa notið þess. Úrslitin i kosningunum segja þvi mjög litið um stöðu núverandi rikisstjórnar, miklu minna en ástand loðnu- og þorskstofna við landið segir um þá stöðu það er mjög hæpið að yfirfæra úrslit þessara kosninga á næstu Al- þingiskosningar. Þá veröur erf- iðara að dylja málefnaágreining i Sjálfstæðisfiokknum en nú var og mjög margt er breytilegt frá mánuði til mánaöar i stjórnmála- þróuninni. Auk þess er stór hluti Sjálf- stæðisflokksins vanur að skemma fyrir sér með hroka og gegndar- lausri bjartsýni i hvert sinn sem vel viðrar fyrir flokknum. Astæðan er sú grundvallartrú margra íhaldsmanna að Sjálf- stæðisflokkurinn sé eini eðlilegi stjórnandinn og allt annað sé óeðlileg aöskotadýr. Enginn ástæða er til að ætla aö ýmsir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafi breytt hér um hugarfar eða vinnubrögð. 1 þessu atriöi felst ein von vinstrimanna. 12. júni 1982 Gisli Gunnarsson Ertþú búinn að faca í I jósa - skoðunar -ferð? U tbreiðslustj óri Þjóðviljinn vill ráða útbreiðslustjóra fyrir blaðið. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir frkvstj. blaðsins. MYNDAVEL Til sölu er lítið notuð Practica myndavél með linsum 50 og 28. Verð kr. 3.000, sem telst gjaf- verð. Uppl. í síma 72465. ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU - VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. VBfk REYKJAVÍKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Þingkjörin nefnd vegna árs aldraðra 1982 hefur nú látið útbúa barmmerki sem sala hefst á i dag, 17. júní. Merkið prýðir einkennismynd heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um öldrun, sem haldin verð- ur i Vínarborg 26.7. - 6.8. i sumar. Einkennismynd ráðstefnunnar er bengalskt fikjutré (Ficus Beng- halensis). Tré þetta vex aðallega i hitabelti Asiu, en afbrigði þess finnast i Afriku og Suður-Amer- iku. Út frá greinum trésins ganga loftrætur sem siðan skjóta rótum og mynda enn frekari stofna. Tréð getur þvi vaxið yfir allt að 50 m svæði, orðið 30 m hátt og að ummáli 600 m þannig að allt að 20000 manns geta skýlst undir greinum þess. 1 sumum samfé- lögum býður tréð upp á skjól fyrir markaði, félagsstarfsemi og samkomur aldraðra; annars staðar hefur það trúarlega merk- ingu. Einkennismynd merkisins táknar þannig langlifi, sjálfs- traust, samfelldan vöxt og tengsl i samfélaginu. Merkið var teikn- Attræður Bandarikjamaður, Oscar Bergei;teiknaöi ffkjutréð sem prvð- aö af áttræðum Bandarikja- ir merkiö. / Merkí Ars aldraðra manni, Oscar Berger. nefndir annast dreifingu á þvi. 1 frá þvi kl. 10.00 þann 17. júni. Góö Merkinu hefur nú verið dreift Heykjavik verður sölubörnum af- sölulaun eru i boði. Merkið kostar viða um land og munu 17. júni hent merkið að Frikirkjuvegi 11 20 kr. Leikræn sagnfræði 17. júní Sambands- lagamálin 1918 „Sambandsmálin á Alþingi 1918” heitir þáttur i samantekt Karls Guðmundssonar og Ey- vindar Erlendssonar sem einnig stjórnar dagskránni. Efnið er unnið upp úr bók Haraldar Jó- hannssonar um sambandsmálin við Dani frá 1918 til 1944. — Sagt verður frá atburðum og leikiö fyrir hlustendur og allt byggt á atburðum ársins 1918 á alþingi. Leikið veröur með laga- bálkinn um sambandið og ræður fluttar. Hlustendur fá aö heyra ræður manna á borð við Einar Arnórsson, Magnús Torfason, Bjarna frá Vogi, Benedikt Sveinsson og Jóhannes bæjarfó- geta Jóhannesson. Fánamálið (bláhviti fáninn islenski) kemur nokkuö við sögu og Ris þú unga lslands merki verður sungiö og spilað. Flytjendur þessa efnis eru auk þeirra Karls og Ey- vindar: Þorsteinn ö. Stephen- sen, Baldvin Halldórsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jón Hjartarson og Siguröur Karlsson. Dag- skráin veröur hin fróölegasta auk þess sem hún verður sjálf- sagt skemmtileg. Þetta voru snjallir stjórnmálamenn og list- fengir i þvi að þæfa mál og flækja sagði Eyvindur Erlends- son er við leitum fregna af þætt- inum hjá honum. Kristilegt stúdentafélag Kaffisala í dag Kristilegt stúdentafélag sem stofnað var 17. júni fyrir 46 árum hefur kaffisölu á þjóðhátiðardag- inn á 3. hæö að Freyjugötu 27. Kl. 14.30 hefur Astráður Sigurstein- dórsson, fyrrverandi skólastjóri, hugleiöingu og hefst kaffisalan að henni lokinni. Allir velunnarar fé- lagsins eru hvattir til að mæta. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisráðstefna á Austurlandi 19.-20. júni Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi heldur Vorráðstefnu á Hallormsstað (Hússtjórnarskólanum) um helgina 19.—20.júni Rædd verða m.a., sveitarstjórnarmál, samgöngumál og önnur hags- munamál kjördæmisins. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á ráð- stefnunni. Fulltrúar i kjördæmisráði, nýkjörnir sveitastjórnarmenn og forystu- menn Alþýðubandalagsfélaganna eru hvattir til að sækja ráðstefnuna. Kjördæmisráð Vopnafjörður Alþýðubandalagið boðar til almenns stjórnmálafundar á Vopnafirði föstudaginn 18. júni kl. 20.30 i Miklagarði. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á fundinum. Fundurinn er öll- um opinn. — Aiþýðubandalagið. Ungir sósialistar — Þórsmerkurferð Æskulýðs- nefndar Alþýðubandalagsins ÆnAb stendur fyrir skemmtiferð i Þórsmörk helgina 25.-27. júni nk. Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er hvatt til að taka þátt i ferð- inni og iáta skrásetja sig hjá ÆnAb á Grettisgötu 3 — Simar: 17504 og 17500 Fyrirhugað er að halda til i Húsadal i tvo sólarhringa við söng, glens og gaman og farið i góða göngutúra undir leiðsögn fróðra manna. — Ferðahópur Æskulýðsnefndar. Suðumesjamenn athugið Jón Böövarsson Alþýöubandaiagið mun efna til fjöl- skylduferðar um Hvalfjörð laugardag- inn 26. júni. Boöið veröur upp á styttri sem lengri gönguferö- ir. Gengið verður upp að Glym og farin verð- ur Sildarmannagata fyrir þá sem vilja lengri gönguferð. Glymur Fjöröurinn verður skoöaöur beggja handa undir öruggri leiðsögn Jóns Böðvarssonar, skóiameistara. Sameiginleg grillveisla verður ef veður leyfir um miðjan dag i Brynjudal, þar sem tóm gefst til leikja og almennrar útiveru. Lagt verður upp frá bið- stöðvum S.B.K. kl. 8.00. Nánari upplýsingar og skráning eru f sima 92-1948 (Sólveig) sima 92-3096 (Bjargey) og 92-3191 (Alma). Pantið timanlega, það auöveldar allan undirbúning. Alþýðubandalagsfélag Keflavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.