Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. júnl 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 15 Hvað gerðist í s v eitarst j órnar kosningunum? Fyrst skal rifjaö upp hver staöa stjórnmálaflokkanna raunveru- legavar eftir kosningarnar miöaö viö fyrri kosningar. Alþýöuflokkurinn fékk i þessum kosningum betri stööu en var 1974, ef litiö er á landiö i heild, en þá 1974, var fylgi flokksins I al- gjöru lágmarki. Framsóknarflokkurinn fékk núna talsvert minna fylgi en hann haföi i sveitarstjórnarkosning- unum 1974. Hann aftur á móti græddi miöaö viö kosningarnar 1978, en tapaöi hinsvegar miöaö viö Alþingiskosningarnar 1979. Sjálfstæöisflokkurinn var nú meö 45% i staö 40% 1978 og 50% 1974. Alþýöubandalagiö fékk i heild á öllu landinu talsvert minna fylgi en flokkurinn fékk 1978 en hins vegar aöeins meira fylgi en þaö fékk 1974. Þetta er misjafnt eftir kjördæmum, þannig er besta út- koma Alþýöubandalagsins á Austurlandi en verst á Reykja- nesi. Innan sama kjördæmis er útkoman einnig oft misjöfn: Al- þýöubandalagiö fékk góöa út- komu á Reyöarfiröi, en slæma á Eskifiröi, góöa á Grundarfiröi, en slæma á Hellissandi og Stykkis- hólmi. Ef úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna núna væru beint um- reiknuö, fyrir Alþingiskonsingar, þá fengi Alþýöubandalagiö 10 þingmenn i staö 11 núna, og er þá ekki gert ráö fyrir þvi aö Alþýöu- bandalagiö fengi neitt fylgi frá kjósendum, sem nú kusu Kvenna- -framboöin. En hæpiö er aö gera ráö fyrir sliku. Yfirleitt er hæpiö aö draga viötækar afleiöingar um úrslit væntanlegra alþingiskosn- inga á grundvelli sveitarstjórnar- kosninganna eins og betur veröur vikiö aö siöar. Þótt þessi úrslitséu óneitanlega ósigur fyrir Alþýöubandalagiö eru þau ekki afhroö. Viö skulum ekki nota sterkari hugtök en þörf er á. Reykjavík Og þaö er almennur misskiln- ingur, sem hefur leitt af sér margan annan, ab fylgistap Al- þýöubandalagsins og framgangur Sjálfstæöisflokksins séu tvö fyrir- bæri sem hljóti aö fylgjast aö. Astæöan fyrir þessum misskiln- ingi eru úrslitin 1978 þegar 5. maöur G-listans felldi 8. mann O-listans, en þetta var nánast til- viljun. Þaö er fátt sem bendir til markverbs streymis á kjörfylgi milli Sjálfstæöisflokks og Alþýöu- bandalags. Ef litiö er til langs tima sést aö oft hefur fylgi Sjálfstæöisflokks- ins og Alþýöubandalagsins breyst i sömu átt samtímis. Báöir sækja oft á um leiö. Þeir sækja einfald- lega fylgi til mismunandi kjós- endahópa. Sú staöa gæti vel komiö upp aö Sjálfstæöisflokkur- inn héldi góöum meirihluta i Reykjavik og Alþýöubandalagiö fengi allt aö 30% atkvæöa aftur. Þessvegna er best aö halda þessuvelaögreindu, annarsvegar gróöa Sjálfstæöisflokks, hins vegar tapi Alþýöubandalags. Gróöi Sjálfstæöisflokksins er fyrst og fremst á kostnaö Alþýöu- flokksins. Hér var um 5% sveiflu aö ræöa frá Alþýöuflokki til Sjálf- stæöisflokks. Satt aö segja var þessi 5% sveifla fullkomlega veröskulduö. Alþýöuflokkurinn hefur haldiö þvi fram I nokkur á aö Gunnar Thoroddsen sé hálf- geröur óbótamaöur I islenskum stjórnmálum vegna stjórnarsam- vinnu viö „kommana” og hefur Alþýöuflokkurinn jafnvel gengiö hér oft lengra en hinn svo kallaöi Geirsarmur i Sjálfstæbisflokkn- um. Samtimis hefur Alþýöu- flokkurinn gagnrýnt Alþýðu- bandalagiö fyrir undirgefni við „ihaldiö” með þvi að sitja i stjórn með þessum Gunnari Thorodd- sen. Jafnframt öllu þessu hefur Alþýöuflokkurinn veriö i sam- vinnu viö þetta alræmda Alþýöu- bandalag i borgarstjórn Reykja- vikur en hefur verið þar veiki hlekkurinn og hvaö eftir annaö hlaupið burt frá geröu samkomu- lagi. Eftir öll þessi afrek koma frambjóöendur Alþýöuflokksins og biöja stuöningsmenn Gunnars Thoroddsens aö kjósa Alþýðu- flokkinn til þess aö klekkja á stjórnarandstöðuarmi Sjálf- stæðisflokksins. En samtimis biöja frambjóöendur Alþýöu- flokksins óánægöa vinstri menn aö kjósa Alþýðuflokkinn til þess aö refsa Alþýöubandalaginu fyrir þaö að sitja i stjórn meö þessum sama Gunnari Thoroddsen. An þess aö leggja neinn sér- stakan dóm á Alþýðuflokkinn i heild þá veröur samt að teljast þroskamerki fyrir kjósendur aö þeir höfnuöu heimskulegum og mótsagnakenndum tilboöum flokksins I þessum kosningum. Hlutverk Morgun* blaðsins og annarra f jölmiðla Umfram allt einkenrdist áróöur hægri aflanna i þessum kosningum af hatursáróöri á Al- þýöubandalagiö, sem hefur haft lélega aöstööu til þess aö svara fyrir sig. Einkum á þetta viö Kosningarnar sýna hve sterkur Sjálfstæöisflokkurinn i raun og veru er þótt hér sé um sundurleitan flokkaöræða... en þaö er almennur mis- skilningur, sem hefur leitt af sér margan annan, aö fylgistap AI þýöu- bandalagsins og framgangur Sjálfstæöisfiokksins séu tvö fyrirbæri sem hijóta aö fyigjast aö. Flokkarnir sækja fylgi til mismunandi kjósendahópa, segir GIsli Gunnarsson f þessari grein. Morgunblaöiö. Ósanngirnin og of- stækiö I garð Alþýöubandalagsins hefur haft tvær mótsagnakenndar afleiöingar. Annars vegar hafa árásirnar skapaö gagnsefjun meðal fjölmargra vinstrimanna og þjappaö þeim um Alþýðu- bandalagiö. Hins vegar hafa árásirnar hrætt óákveöna kjós- endur nálægt miöju stjórnmál- anna frá Alþýðubandalaginu. En umfram allt hefur árás- unum I raun og veru veriö beint á samstarfsaöila Alþýöubanda- lagsins. Alþýðubandalagiö er lýst óalandi og óferjandi, smitunar- fyrirbæri sem verður aö einangra i islensku þjóöfélagi. Þessu næst ræöst Sjálfstæöisflokkurinn á samstarfsaöila Alþýöubanda- lagsins og segir: Hvert atkvæöi greitt þeim (Framsóknarflokki eöa Alþýöuflokki) er atkvæöi greitt kommum. Þótt þessi áróöur taki fá atkvæöi frá Al- þýöubandalaginu hefur hann mjög oft viötæk áhrif á sam- starfsflokka Alþýðubandalagsins, einkum á þann mikla fjölda kjós- enda sem er hikandi hvort greiöa eigi atkvæöi Alþýöuflokki eba Sjálfstæöisflokki. Arásir Morgun- blaösins á Alþýöubandalagiö voru þvi i reynd fyrst og fremst árásir á Alþýðuflokkinn og aö nokkru leyti á Framsóknarflokkinn. Al- þýöuflokkurinn svarabi þessu meö þvi aö reyna á köflum aö ganga lengra en Sjálfstæöis- flokkurinn i árásum á Alþýöu- bandalagiö meö þeim árangri i trúveröugheitum Alþýöuflokksins sem þegar hefur veriö lýst. Kvennairamboðið Ég tel það nokkuð öruggt aö mikill meirihluti kjósenda Kvennaframboösins i Reykjavik núna hafi kosiö Alþýöubandalagiö i borgarstjórnarkosningunum 1978, en það þýöir alls ekki aö Al- þýöubandalagiö hafi „átt” þessa kjósendur eöa aö þeir heföu flestir núna i þessum kosningum kosiö Alþýöubandalagiö heföi Kvennaframbobið ekki séö dags- ins ljós. Skoöun min er sú aö kjarninn i fylgi Kvennaframboðs- ins i Reykjavik hafi verib nokkurs konar lausafylgi á vinstra kanti stjórnmálanna sem undanfarin ár hefur skipst milli Fram- sóknarflokksins, Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna og Al- þýöubandalagsins. Alþýöubanda- lagið fékk nokkurn veginn allt þetta lausafylgi i borgarstjórnar- kosningunum 1978, i Alþingis- kosningunum sama ár skiptist þaö milli Alþýöubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna, i haustkosningunum 1979, fór stór hluti þessa lausafylgis á Framsóknarflokkinn. Þaö er nefnilega þannig aö vinstrisinnuöu fólki fannst Kvennaframboðið vera ótviræöur vinstri valkostur meö skýrri vinstristefnu og hægra fólki fannst þaö sama og kaus þaö þvi yfirleitt ekki. Kvennaframboös- konur geta siðan ásakaö þetta vinstri og hægra fólk af báðum kynjum fyrir karlrembingshátt fyrir aö finnast þetta, en þaö breytir engu um staöreynd máls- ins . Ef Kvennaframboöið heföi ekki komiö fram núna, er sennilegt aö stór hluti kjósenda þess heföu þá kosiö Alþýöubandalagið, jafnvel enn þá stærri hluti Framsóknar- flokkinn og sumir heföu þá setiö heima. Annaö mál er aö Kvennafram- boöiö veikti almennt stööu and- stæöinga Sjálfstæöisflokksins. Ljóst var aö valkosturinn viö meirihluta þess flokks var nú samstarf fjögurra aöila. Kvenna- framboöiö gaf engar yfirlýsingar um vinstra samstarf I framtiöinni og allt stuölaöi þetta aö umtals- veröum ruglingi hjá vinstri flokk- unum, einkum þó Alþýöuflokk og Gísli Gunnarsson skrifar Framsóknarflokk. Var þetta ein ástæöa þess aö þessir tveir flokkar fóru báöir aö biðla til Sjálfstæöisflokksins um samstarf eftir kosningar meöan á kosn- ingabaráttunni sjálfri stóð. Framsóknarflokkurinn fór aö taka upp nokkur baráttumál Sjálfstæöisflokksins I kosning- unum og afneita sumum verkum sinum I borgarstjórnarmeirihluta fjögur árin á undan. Fyrir Fram- sóknarflokkinn, sem aldrei hefur haft nein atkvæði aö sækja til Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik, var þetta furðuleg skammsýni. Ef meta á framboö Kvenna- framboösins aöeins út frá þvi sjónarmiöi hvort þaö stuölaöi aö meirihluta Sjálfstæöisflokksins eöa ekki er þvi margt ab athuga, bæöi plúsa og mlnusa og erfitt er aö segja hvorir vógu meira. Ég held þó aö Kvennaframboðið hafi i raun og veru litlu breytt hér um. Úrslit utan Reykjavíkur Orslit utan Reykjavikur veröa abeins mjög stuttlega rædd hér. Aö dómi minum er þróun kjós- endafylgis Alþýðubandalagsins i Kópavogi alvarlegasta útkoman fyrir Alþýðubandalagið á öllu landinu. Þar hefur smásaman verið að hverfa gamalt Alþýöu- bandalagsvigi. Fylgiö annars- staöar I Reykjaneskjördæmi var hinsvegar mest nýtilkomiö og hvarf viöa skjótt eftir að þaö kom. Aö sjálfsögöu ber aö harma þaö lika. Athyglisvert er aö Sjálfstæðis- flokkurinn vann góða sigra á þeim stööum þar sem hann starf- aöi bæöi meö Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu, meöan sam- starfsflokkarnir tveir á sömu stöðum stórtöpuöu. Hér er um aö ræöa Akranes og Siglufjörö. Sjálfstæðisflokknum fer augsýni- lega vel á þvi aö starfa sem frjálslyndur miðflokkur, en illa á þvi aö marka sér stööu sem haröur hægriflokkur. Samstarf viö Sjálfstæbisflokkinn viröist hinsvegar vera öörum flokkum hættulegt meö tilliti til kjósenda- fylgis. Framhald á 22. siðu Poul Nielson, orkuráðherra Dana í Norræna húsinu V indmyllur annist 10% raforkufmmleiðslu um næstu aldamót Gert er ráö fyrir aö vindorka sjái fyrir um 10% af raforku- framleiöslu Dana um næstu aldamót. 800 - 1000 vindmyllur eru nú þegar risnar í Dan- mörku, sem framleiða frá 55 og upp I 1000 kw hver. Frá þessu skýröi Poul Niels- on, orkuráöherra Dana i erindi, sem hann flutti hér i Norræna húsinu á mánudagskvöld i þess- ari viku. Hjörleifur Guttormsson gat þess i inngangsoröum aö Danir heföu náö mjög góöum árangri á sviöi orkusparnaðar hin siö- ustu ár, og þvi heföi hann óskaö eftir þvi aö Poul Nielson kynnti þau mál meö fyrirlestri hér. t máli danska orkuráðherrans kom fram, aö fyrir skömmu var allt aö 95% af orkubúskap Dana byggður á oliu, en i þeim efnum hefur átt sér staö mikil breyting á siöustu árum og notkun ann- arra orkugjafa, ekki sist kola farið vaxandi. 52% af húsnæöi er nú hitaö upp meö oliu I Dan- Poul Nielson, orkuráöherra Dana, talar á fundi I Norræna húsinu á mánudagskvöld. mörku, en gert er ráö fyrir að sú tala lækki i 10 - 12% fyrir alda- mót. Ollunotkun Dana var um 12 miljónir tonn á siöasta ári, en þar af voru um 300 þús. tonn eig- in framleiösla úr Noröursjón- um, þar sem oliuvinnsla Dana er á byrjunarstigi. Danir leggja mikla áherslu á orkusparnaö og hagkvæma orkunotkun. Aöur fór orkunotk- un á hvern fermetra ibúöarhús- næöis vaxandi, en nú hefur þeirri þróun veriö snúiö viö. Geröar eru strangar kröfur um einangrun húsnæöis, og stefnt aö þvi að 2/3 ibúöarhúsnæðis veröi hitaö upp meö orku frá fjarvarmaveitum er nýti af- gangsvarma, m.a. frá kola- og oliukyntum raforkuverum. Hlutur sveitarfélaga I orku- sparnaöaraögeröum er mikill og þaö er að veröa keppnismál fyrirtækja aö sýna fram á lækk- andi orkunotkun. Sérstakir orkusparnaöarfulltrúar eru ábyrgir fyrir orkureikningum i stofnunum og fyrirtækjum og tekist hefur aö fá almenning til viötækrar þátttöku i aögeröum á sviöi orkusparnaöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.