Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Skúli Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum: Sneiddu sneið, Bensi Það hefur verið mikill órði á hinum svonefndu vinnumarkaði þar syðra, undanfarnar vikur og mánuði. Við höfum heyrt aila leið norður á Strandir, frásagnir af svo bágri af- komu og kjaraskerðingu fólksins, að það minnir helst á frásagnir í fornum annálum af hungursneyð og hordauða. En í neyð sinni og líkamlegri kröm hafa margir brugðið á það ráð, til þess að forðast hungurdauðann, að ganga út af sínum vinnustöðum og knýja hina vondu stjórnarherra til þess að láta þeim í té fleiri krónur til þess að seðja svanginn. Þetta útgönguæöi byrjaði raun- ar I alvöru hjá læknum, svo sem frægt varö aö endemum. Siöan fylgdu hjúkrunarkonur í slóö læknanna, sjúkraliöar, og enn fleiri munu hafa fylgt og munu fylgja islóöina. Nú, þegar þetta er ritaö, eru tæknimenn útvarpsins gengnir út. Er þaö i sjálfu sér meinlaust fyr- irbæri og ætti ekki aö valda nein- um lif- eöa heilsutjóni. En hvers- vegna ganga þeir ekki allir út, þarna i útvarpinu? Láta þeir sem enn sitja inni, tæknimennina ryöja brautina, svo þeir geti tekiö sinn hlut á þurru, þegar búiö er aö pina eitthvað út úr fjármálaráö- herranum? Fátt er svo meö öllu illt aö ekki fylgi nokkuö gott. Meöan útvarp- iö sefur erum viö þó laus viö hinn hjartaskerandi harmagrát, sem fyllt hefur alla fréttatima út- varpsins og flesta viötalsþætti undanfarnar vikur. Annars minnir athæfi heil- brigöisstéttanna talsvert á flug- vélarán. Þar eru sjúklingar tekn- ir i gíslingu. Sé ekki gengiö um- yröalaust að kröfum þeirra þá ganga þær út. Og auövitað vill fjármálaráöherrann ekki hafa mannslif á samviskunni. Hljótist slys af útgöngunni verður honum um kennt. Engum dettur i hug aö skella skuldinni á útgöngufólkiö. Auövitaö höfum viö heyrt talaö um neyöarþjónustu og neyöar- hjálp. Og enn fleiri falleg orö höf- um viö heyrt. En þaö mætti eins vel kalla þetta Pilatusarþvott. Og ýmis óskiljanleg orö höfum viö heyrt þegar verið er aö renna stoöum undir launaþörf útgöngu- fólksins, svo sem eins og mannár og ævitekjur. Min skoöun á launamála- styrjöld sjúkrahúsanna er i stuttu máli þessi: Þar eiga allir aö sitja viö sama borö, allt frá ræstinga- konunni til prófessorsins. Ástæö- an er einföld: Prófessorinn þarf ekkert meira til fæöis og klæöis en ræstingakonan. En ábyrgöin, segja menn. Abyrgö veröur aldrei mæld i krónum. Sýni ræstingakonan og prófessorinn jafna trúmennsku, áhuga og samviskusemi i starfi, eru þau bæði sömu launa verö. En þaö eru fleiri en útgöngu- fólkiö, sem nú standa i striöi. Allir eru aö reikna út kjaraskeröing- una, sem þeir hafa oröiö fyrir. Allir eru aö bera sig saman viö einhverja aöra, sem hafa getaö hrifsaö til sin stærri hluta af „þjóðarkökunni”. Menn vitna i eitthvert fyrir- bæri, sem nefnist kjararannsókn- arnefnd. Og nefndin hefur reikn- aö út aö kjaraskerðingin sé þetta og þetta mikil. Allt er á fleygiferö og verkföllin veröa vafalaust skollin á þegar þessar hugleiöing- ar komast til Þjóöviljans. En viö getum svo sem fariö nærri um hver framvinda leiksins muni veröa. Eftir langvinn verk- föll og langt samningaþjark verö- ur samiö um einhverjar kaup- hækkanir. Þegar þvi er lokiö koma þrýstihóparnir meö slnar sérkröfur. Og þrýstihóparnir verða þvi haröskeyttari sem þeir standa hærra i launastiganum. Kannski fara opinberir starfs- menn i verkfall, þvi Kristján Thorlacius segir okkur aö þeir séu allir láglaunamenn. Þaö er galli viö verkföllin áö á þeim tapa allir. Verkamenn, at- vinnurekendur, en mestu tapa þeir þó, sem utan þeirra standa og veröa aö bera sinn kross alsak- lausir. Eg hef raunar heyrt impr- aö á þvi, aö nú sé ekki mikiö svig- rúm til kauphækkana. Raunar segja atvinnurekendur þaö lika en viö skulum ekki taka mark á þeim. Sem sagt: Nú setjast allir, sem þvi mega viö koma á „þjóö- arkökuna” eins og hrafnar á hræ. Hver hrafn reynir aö klófesta eins stóran kjaftbita og máttur hans og aflsmunir leyfa. Og eins og ávallt áöur ná stærstu og kraft- mestu hrafnarnir I stærstu bit- ana. I öllu þessu kjaraskeröingar- kjaftæöi er ein stétt, sem aldrei hefur komist á dagskrá og engin hefur spurt um hvort hún hafi orðið fyrir kjaraskeröingu né hve mikilli. Vill nú ekki kjararann- sóknarnefndin taka aö sér aö reikna út kjaraskeröingu bændanna og bera hana saman viö kjaraskeröinguna, sem hann Krstján Thorlacius er aö tala um hjá sinum umbjóöendum? Ég þori aö fullyröa án allrar rannsóknar, aö engin stétt I þessu landi hefur oröiö fyrir slikri kjaraskeröingu og bændur a.m.k. kosti þeir, sem búa noröan heiöa og á Vestfjöröum. Ber þar tvennt til: annarsvegar sölutregöa á framleiðslu bænda og hinsvegar svo harður vetur, aö meö fádæm- um má telja. Þeir, sem eru si og æ að barma sér yfir versnandi lifs- kjörum jafnframt þvi sem þeir lofa og dásama veöurbliöuna syöra, ættu aö reyna aö láta sér skiljast, aö þaö kostar mikla pen- inga og þverrandi tekjur aö fóöra sauöpening i húsi a.m.k. tvo þriöju hluta ársins. Þab er dýrt fyrir bóndann aö biöa eftir vorinu fram I júni, þvi það er fyrst i dag, 5. júni, sem viö gerum okkur von- ir um aö vorið sé nú loksins aö koma, þótt enn geti liöiö langur timi þar til sauöfénaöur hverfur aö fullu af gjöf. Þið verðið þvi aö fyrirgefa herrar minir og frúr, þar syðra, þótt við litum meö takmarkaöri samúö til sérkrafnanna ykkar, þvi þiö vitið vafalaust af eigin reynslu, aö hver er sjálfum sér næstur. Og enginn veit hvernig sá fjárhagsvandi verður leystur, sem liöinn vetur og vor, sem aldrei kom, hefur sett okkur i hér Sumarferð um Arnarfjörð 3. og 4. júli Alþýðubandalagiö á Vest- fjörðum efnir til sumarferðar um Arnarfjörð þann 3. og 4. júli n.k. Farið verður i hópferðar- bilum frá öllum þorpum og kaupstöðum á Vestfjörðum og safnast saman i Trostansfirði fyrir hádegi á laugardag. Þaðan verður ekið sem leið liggur um Suðurfirði og Ketil- dali i Selárdal. A laugardagskvöld veröur tjaldaö i Bakkadal og þar efnt til kvöldvöku en siðan dansað i gamla samkomuhúsinu á Bakka við undirleik harmóniku. A sunnudag verður ekið um Auðkúluhrepp á norðurströnd Kvöldvaka í Ketildölum Arnarfjarðar, allar færar leiðir, og viðastaldraðviðá eyðibýlum og byggðum bólum m.a. skoðað safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. A sunnudagskvöld skilja leiðir og heldur þá hver heim til sin. Með i ferðinni verða sérfróðir menn um staðhætti og sagna- fróðleik úr byggðum Arnar- fjarðar en þar þrýtur seint söguefnin. Þátttakendur i ferðinni hafi með sér viðleguútbúnað, góðan klæðnað og nesti. Þátttökugjald kr. 375,- fyrir fullorðna og kr. 150 fyrir börn 12 ára og yngri. Innjfalinn er flutningur i Arnar- fjörð frá öðrum stöðum á Vest- fjörðum og þátttaka öllum heimil, lika fólki utan Vest- fjarða. Fararstjórn: Aage Steinsson, lsafirði, Guðvarður Kjartans- son, Flateyri, Halldór Jónsson, Bildudal og Kjartan Ólafsson, ritstjóri. Þátttaka tilkynnist sem fyrst einhverjum eftirtalinna manna: Alþýðubandalagið á Vestfjörðum isafjöröur: Aage Steinsson simar 3680 og 3900, Elin Magnfreðsdóttir simi 3938 og Þórunn Gúðmundsdóttir simi 3702 Bolungarvik: Kristinn H. Gunnarsson simi 7437 Inn-djúpiö: Elinborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi Súðavik: Ingibjörg Björnsdóttir, simi 6957 Súgandafjörður : Þóra Þórðardóttir, simi 6167 Flateyri: Agústa Guð- mundsdóttir, simi 7619 Þingeyri: Davið H. Krist- jánsson, simi 8117 Bildudalur: Halldór Jónsson simi 2212 Tálknafjörður: Lúðvik Th. Helgason simi 2587 Patrcksfjörður: Guðbjartur Ólafsson simi 1452 Reykhólasveit: Jón Snæ- björnsson Mýrartungu Strandasýsla: Jóhann Thorarensen, Gjögri Pálmi Sigurðsson, Klúku Bjarnarfirði Hörður Asgeirsson Hólmavík simi 3123 Sigmundur Sigurðsson Óspakseyri Rcykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, simar 20679 og 81333 á Ströndum norður. En þaö hefur veriö lán okkar i óláni, aö þiö, þarna fyrir sunnan, hafiö veriö svo uppteknir af þvi áö þrefa um launamál og kjarabaráttu, aö þiö hafiö ekki gefiö ykkur tima til aö skamma okkur bændurna og á ég þá sérstaklega viö siödegisblööin. Nokkru áöur en útvarpið lokaöi sinum stóra munni átti einhver fréttamaöur þess tal viö sjómann, ónefndan. Sjómaöurinn sagöi: Ef allt á aö fara til andskotans á þjóöarskútunni viljum viö sjó- menn fá pláss á fyrsta farrými. É g viröi þessa hreinskilni. En ætli þaö séu ekki ýmsir fleiri en sjó- maöurinn sem vilja fá far á fyrsta farrými, þó aö þá skorti hrein- skilni til aö játa þaö? Og ætli þeim sé ekki likt farið og sjómanninum aö þeim liggi i léttu rúmi hvort þjóðarskútan flýtur eöa sekkur? Þessi hreinskilni sjóari minnir mig á sögu af öörum sjóara, sem ég heyröi þegar ég var krakki. Hann var svo mikill mathákur aö hann fór aldrei nestislaus á sjó. Svo geröist þaö einu sinni, er Skúli Guðjónsson hann var viö annan mann á sjó, aö yfir reiö bandvitlaust veöur. Þykist hann nú sjá, aö hann muni sigla „beint á drottins fund” eins og Stjáni blái. En þá man hann eftir matnum og segir viö háset- ann: „Sneiddu sneið, Bensi, og legöu á þóftuna. Nóg er samt eftir, ef viö förumst”. Noröurfirði á Ströndum 5. júni 1982, Skúli Guöjónsson frá Ljótunnarstöðum. \l/ skólatannlækningum Keykjavikurborgar Tannlæknastofurnar verða i sumar opnar á eftirtöldum stöðum: íjúni: Heilsuverndarstöð simi: 22417 Laugarnesskóla yy 35545 Fellaskóla yy 75452 Fossvogsskóla > y 31430 Hliðaskóla yy 25266 Hólabrekkuskóla yy 74470 Langhoitsskóla yy 33124 Melaskóla y y 10625 Seljaskóla yy 77411 Vogaskóla y y 84171 1 júli: Heilsuverndarstöð yy 22417 Breiðholtsskóla yy 73003 Fossvogsskóla yy 31430 Hliðaskóla yy 25266 Seljaskóla yy 77411 Melaskóla til 15. júli yy 10625 1 ágúst: Heilsuverndarstöð yy 22417 Laugarnesskóla y y 35545 Alftamýrarskóla f. 18. ágúst yy 86588 Árbæjarskóla f.20. ágúst yy 86977 Breiðholtsskóla yy 73003 Fellaskóla f. 15. ágúst yy 75452 Hliðaskóla yy 25266 Hólabrekkuskóla yy 74470 Langholtsskóla f. 15. ágúst y y 33124 Seljaskóla 1.15. ágúst y y 77411 Athygli er vakin á þvi að tannlæknadeild Heilsuverndarstöðvarinnar er opir i alla virka daga frá kl. 8.30—16 og eru þar gefn- ar upplýsingar i sima 22417. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Yfirskólatannlæknir Staða sveitarstjóra i Vatnsleysustrandarhreppi er laustil um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 25. júni. Umsækjandi þarf að geta hafið störf i ágúst. Umsóknir sendist til oddvita, Kristjáns Einarssonar, Hofgerði 5, Vog- um, simi 92-6259, sem gefur nánari upp- lýsingar. Upplýsingar einnig veittar hjá Guðlaugi R. Guðmundssyni, simi 92-6649.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.