Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 17. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Tveir sentimetrar
enn hjá Guðrúnu
Guðrún Ingólf sdóttir/
KR/ bættienn Islandsmetið
í kúluvarpi kvenna i síðari
hluta Meistaramóts
Reykjavikur i frjálsum
iþróttum i fyrrakvöld.
Guðrún varpaði kúlunni
15/40 m og bætti metið um
tvo sentimetra.
Onnur úrslit i fyrrakvöld uröu
þau aö i langstökki sigraöi Kristj-
án Haröarson, Armanni, meö 7,23
m, Egill Eiösson, UtA, i 400 m
hlaupi á 49,81 sek., Siguröur T.
Sigurösson, Armanni, i stangar-
stökki með 5,00 m, Elias Sveins-
son i spjótkasti með 52,79 m, Er-
lendur Valdimarsson, IR, i
sleggjukasti meö 52,30 m, Jónas
Egilsson, IR, i 400 m grindahlaupi
á 60,6 sek, Oddur Sigurösson, KR,
i 100 m hlaupi á 11,02 sek, og
Gunnar Páll Jóakimsson i 1500 m
hlaupi á 4:09,5 min.
bórdis Gisladóttir sigraöi i há-
stökki kvenna meö 1,75 m, Oddný
Arnadóttir, 1R, i 200 m hlaupi á
24,69 sek, og Aðalbjörg Hafsteins-
dóttir, HSK, i 800 m hlaupi á
2:21,1 min. — VS
1. deild....1. deild....1. deild
/
Góður sigur IA
á Breiðabliki
Sakgamenn unnu veröskuldaö-
an sigur á Breiöabliki á Akranesi
i gærkvöldi i 1. deild lslandsmóts-
ins i knattspyrnu, 3:1. ÍA var
betri aðilinn alian timann og iiö
Breiöabliks olli nokkrum von-
brigöum. Þaö er þvi ekki hægt aö
segja annaö en deildin sé öli i
hnút, Breiðablik og Valur eru efst
meö 7 stig, Vikingur, 1A og KA
hafa 6 stig, IBl, IBV og KR 5 stig,
Fram 4 og IBK 3 stig.
Guðbjörn Tryggvason kom 1A
yfir á 12. min. meö skoti af stuttu
færi. Siguröur Grétarsson jafnaöi
fyrir Breiöablik á 27. min. meö
stórglæsilegu marki beint úr
aukaspyrnu af 20 m færi. A 55.
min. kom Júiius Ingólfsson 1A yf-
ir á ný, 2:1, eftir sendingu frá
Guðbirni og 7 min fyrir leikslok
tryggöi Guðbjörn IA sigur eftir að
hafa komist einn inn fyrir vörn
Breiöabliks.
Arni Sveinsson var besti maður
IA og vallarins og Guöbjörn lék
einnig vel. Liö Breiöabliks sýndi
litiö og enginn reif sig upp úr
meðalmennskunni.
KA-Valur 1:2
Þaö voru KA-menn sem voru
fyrri til aö skora á mölinni á Ak-
ureyri i gærkvöldi. Gunnar Gisla-
son einlék i gegnum vörn Vals og
skoraöi glæsilega, 1:0. Skömmu
siöar bjargaöi Jón Gunnar Bergs
á linu hjá Val og hinum megin
björguöu KA-menn einnig á linu.
Þá átti Njáll Eiösson skot i stöng-
ina á KA-markinu. Mark var
dæmt af KA fyrir brot á mark-
verði eftir mikla þvögu i vítateig
Vals. Rétt fyrir leikhlé komst
Þorsteinn Sigurösson upp aö
endamörkum, sendi fyrir mark
KA og Albert Guömundsson skor-
aöi meö viöstööulausu þrumu-
skoti, 1:1.
KA sótti mjög i siöari hálfleik
en fékk fá góö færi. Þaö voru
Valsmenn sem skoruöu, eftir
þvögu i vitateig KA var bjargaö á
linu meö hendi og vitaspyrna
dæmd sem Njáll Eiösson skoraöi
úr sigurmark Vals, 1:2, og fyrsta
tap KA i deildinn var staöreynd.
Jón Gunnar Bergs var besti
maöur Vals. Njáll var einnig
sprækur, svo og Aibert og Þor-
grimur bráinsson. Hjá KA var
Gunnar Gislason góður og miö-
veröirnir, Erlingur Kristjánsson
og Haraldur Haraldsson áttu á-
gætan leik ásamt Aöalsteini
markverði.
Enn elnn sigur
Reyðfirðinganna
Valur Reyðarfiröi heldur áfram
sigurgöngu sinni i F-riöli 4. deild-
ar i knattspyrnu. 1 gærkvöldi
vann Valur Súluna 5:3 á Reyöar-
firöi og hefur ekki tapaö stigi. Á
Fáskrúösfiröi léku Leiknir og
Höttur og sigraöi Leiknir örugg-
lega, 4:0: ö™ Aöalsteinsson og
Kjartan Reynisson skoruðu
mörkin. A Borgarfiröi sigraöi
UMFB Egil rauöa 7:2. Þorbjörn
Björnsson 4, Andrés Hjaltason,
Andrés Skúlason og Jón Bragi As-
grimsson skoruðu fyrir UMFB.
Staöan i F-riöli:
Valur.............5 5 0 0 22:8 10
Leiknir...........4301 9:4 6
Hrafnkell.........3 2 1 0 9:4 5
Súlan.............4 2 1 1 13:11 5
UMFB..............4 1 0 3 11:15 2
Höttur............4004 4:14 0
Egillrauði........4 0 0 4 5:17 0
—VS
HM 1 knattspyrnu:
V-Þjóðverjar réðu
ekki við Belloumi!
— og Alsír sigraði V-Þýskaland mjög óvænt 2-1 í Gijon
í gær. Englendingar unnu góðan sigur á Frökkum,
Hondúras tók stig af gestgjöfunum!
LAKHDAR BELLOUMI — maö-
urinn á bak viö sigur Aisir.
Alsirbúar mörkuðu sig
rækilega inn á landabréf
knattspyrnunnar i gær er
þeir sigruðu sjálfa Vest-
ur-Þjóðverja 2-1 i 2. riðli
heimsmeistarakeppninnar
á Spáni. Gífurlega óvænt
úrslit, en alls ekki ósann-
gjörn, og greinilegt er að
afrisk knattspyrna er i
mikilli framför.
Þaö var augljóst strax i upphafi
aö Alsirbúar báru enga viröingu
fyrir heimsmeisturunum frá 1974.
Strax á fyrstu minútunum fengu
þeir tvö góö færi, Djamel Zidane
skaut rétt framhjá og Hans-Peter
Briegel bjargaöi naumlega i horn
þegarhinn stórhættulegi Lakhdar
Belloumi, knattspyrnumaöur
ársins I Afrlku, haföi brotist i
gegnum vestur-þýsku vörnina.
Vestur-Þjóöverjar fengu þrjú
ágæt færi i fyrri hálfleik, knatt-
spyrnumaöur ársins i Evrópu,
Karl-Heinz Rumenigge, i öll
skiptin, en skot hans höfnuöu öll
öfugu megin við marksúlur als-
irska marksins.
Eftir markalausan fyrri hálf-
leik héldu menn að Vestur-Þjóö-
verjar væru búnir aö áttá sig á
Afrikubúunum. ööru nær, á 53.
min. náöi Alsir forystunni. Bell-
oumi brunaöi inn i vitateig Þjóð-
verjanna og skaut aö marki.
Knötturinn fór i varnarmann og
til Rabah Madjer sem afgreiddi
hann i netiö, 1-0 fyrir Alsir.
Rumenigge jafnaöi á 67. min.,
1- 1, eftir fyrirgjöf Felix Magath
en sú dýrö stóö ekki lengi. Minútu
siöar braust Salah Assad upp
vinstri kantinn og sendi á sjálfan
Belloumi sem skoraði af öryggi,
2- 1, og Afrikuliöiö haföi sannaö aö
fyrra markiö var engin tilviljun.
Vestur-Þjóöverjar geröust æ
grófari i leik sinum en allt kom
fyrir ekki, þeir réöu ekkert viö
Belloumi, Assad og félaga og
óvæntustu úrslit i lokakeppni HM
siöan Noröur-Kórea vann Italiu
1966 litu dagsins ljós i Gijon.
óskabyrjun Englendinga
Englendingar eiga aila mögu-
leika á aö komast i milliriöil i
keppninni eftir góöan sigur á
Frökkum i 4. riðlinum i Bilbao i
gær, 3-1. Þeir fengu lika óska-
byrjun i leiknum, strax á fyrstu
minútunni skoraöi Bryan Robson
eftir varnarmistök Frakka.
En þaö voru Frakkar sem voru
sterkari aöilinn i fyrri hálfleik.
Gerard Soler og Patrick Battiston
áttu báöir góö skot aö enska
markinu og þaö var Soler sem
jafnaöi á 24. min. eftir sendingu
frá Alain Giresse. Rétt fyrir leik-
hlé fengu Maxime Bossis og
Michel Platini góö færi til aö
koma Frökkum yfir en hinum
megin skaut Steve Coppell naum-
lega framhjá.
I siöari hálfleiknum voru Eng-
lendingar hins vegar öllu sókn-
djarfari og Ray Wilkins, Trevor
Francis og Steve Coppell áttu all-
ir góö færi. A 65. min. náöu Eng-
lendingar aftur forystu. Bryan
Robson skallaöi glæsilega I netiö
eftir fyrirgjöf frá Francis, annaö
mark hans og staöan 2-1. Og á 82.
BRYAN ROBSON — tvö mörk
gegn Frökkum.
min. kom rothöggiö fyrir Frakka.
Paul Mariner kom Englendingum
i 3-1 og sigurinn var 1 höfn.
Fyrirfram var búist viö hinu
versta af ensku áhorfendunum en
allt var tiltölulega rólegt allan
timann.
Dagur smáþjóðanna
Já, gærdagurinn var dagur
smáþjóöanna á HM. 1 gærkvöldi
léku gestgjafarnir, Spánverjar,
viö Miö-Amerikurikiö Hondúras
og eftir útreiö E1 Salvador i fyrra-
dag var reiknaö meö aö nágrann-
ar þeirra væru á svipuöu plani.
En þaö sló þögn á áhorfendurna 1
Vaiencia i gærkvöldi þegar Hect-
or Zelaya skoraöi fyrir Hondúras
strax á 7. min. eftir sendingu frá
Betancourt. Spánverjar sóttu og
sóttu en vörn Hondúras gaf engin
færi á sér. Þeir þurftu vitaspyrnu
til aö jafna metin, Lopez Ufarte
sá um aö framkvæmda hana á 66.
min. Lokatölurnar uröu þvi 1-1,
mikill sigur fyrir liö Hondúras en
gifurleg vonbrigöi fyrir Spánverj-
ana sem höföu vonast eftir stór-
sigri. Hvaö er svo veriö aö fetta
fingur út i aö smáþjóöirnar fái aö
taka þátt I lokakeppni HM??????
— VS
Þaö cr örvæntingarsvipur á hinum leikreynda markveröi IBV, Páli Pálmasyni, er hann horfir bjarg-
arlaus á cftir skoti frá Ómari Torfasyni i meistarakeppni KSÍ i gærkvöldi en þar mættust lslandsmeist-
arar Vikings og bikarmeistarar ÍBV á Laugardalsvelii. Páll og IBV sluppu i þetta sinn, skot ómars
hafnaði i stönginni en Vikingar sigruöu samt sem áöur, 2:0, meö mörkum frá Gunnari Gunnarssyni og
Heimi Karlssyni.