Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. júnl 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 Byrjað var aö reisa húsiö árið 1843 og þaö var fullgert þegar Al- þingi kom saman 1845 eöa tveim- ur árum siöar. Þaö var norskur múrari, sem haföi eftirlit meö byggingunni, og allur efniviður kom tilhöggvinn hingað frá Kristjánssandi. ,,Þaö var bara um þaö aö ræöa aö setja húsiö saman,” segir Heimir. „Kannski mætti kalla þaö fyrsta eininga- húsiö hér á landi.” Litlar heimildir um þinghald í húsinu A veggjunum i hátiöasal M.R. hanga myndir af ýmsum konung- um tslands og þar er stórt mál- verk af Jóni Sigurössyni, sem Þórarinn B. Þorláksson málaði. Nemendur og kennarar skólans gáfu M.R. þaö málverk áriö 1911. „Veggirnir eru frá þeim tima sem Jón Sigurösson var hér,” segir Heimir. „Annars er fátt sem minnir á þessa tima. Hér er nýtt gólf — parkett var lagt hér eftir striösárin þegar skólinn var tekinn i gegn og þá voru einnig settar þessar ljósakrónur hér i salnum.” Raunar segir Heimir, að litlar heimildir séu til um þinghaldið i húsnæöi M.R. Sú saga biði betri tima. t skólanum er gömul klukka i anddyri hans þaö eina sem eftir er af lausamunum frá þess- ari tiö. En hún er frá árinu 1848. Heimir segir hana ganga „eins og klukku”. Hún hafi verið hreinsuð eitthvað, en þetta sé einfalt verk og engin stórtiðindi þótt hún gangi enn. Húsfriðunarmál og M.R. I kringum 1950 voru uppi önnur viðhorf i „ellihúsamálum” en nú. Þá geröi húsameistari rikisins til- lögu um aö flytja skólahúsnæöi M.R. upp meö Bókhlöðustignum á aðra lóð, en á lóð M.R. skyldi risa stórhýsi eitt mikið. Og upp komu raddir um aö rifa jafnvel þennan ljóta kumbald segir Heimir. En margt hefur breyst á ekki lengri tima. „Vonandi á skólahald hér langa lifdaga fyrir höndum. Það er ekk- ert þvi til fyrirstööu, þótt nokkuð dýrt sé að halda þessu viö,” seg- ir Heimir aö lokum. — ast Klukkan góöa frá A. Funch, Köb- enhavn, frá árinu 1848, —þaö eina af lausamunum frá tiö þinghalds I húsakynnum M.R., sem eftir er á staönum. (Ljósm. — eik —) Árið 1982 virðist aetla að verða ár nokkurra átaka fyrir Islendinga. AAerkja má ýmis hnignunarmerki á þjóðarafkomunni og augljóst, að við getum ekki spennt bogann jafn- hátt og árin á undan (eða svo segja spekingarnir og hafa sagt eins lengi og ég man eftir). En hvernig skyldi hafa verið umhorf s hér á landi fyrir eitthundrað árum? Hvernig lifðu menn í landinu á þessum tíma? Vesturfarir iblóma Við gripum hér niður i eigin- legri miðju Vesturheimsfar- anna. Eins og sjá má á linurit- inu hér aö ofan er timabilið frá um 1870 til 1890 mikiö brottflutn- ingstimabil. Þannig fluttu 1143 úr landi umfram þá sem hingað fluttu árið 1876. Arin áður geis- uðu Skaftáreldar og Móöuharö- indin hér á landi og voru fljót að skila sér i miklum brottflutn- ingi. Fólki fækkaði um rúm 9 þúsund á árunum 1783—85 eftir þvi sem næst verður komist. Hér bættist svo viö óskaplegt tjón á kvikfénaöi, en taliö er aö þessi ár félli 28 þúsund hross, Linuritiöhér aö ofan sýnir brottflutta umfram aöflutta af tslandi árin 1872—1890. Þá stóöu Vesturferöir með blóma. A þessu árabili töpuöust 9.385 tslendingar úr landi en þaö lætur nærri aö vera 15% af fólks- fjöldanum. Vart þarf aö fjölyröa um félagsleg áhrif svo umfangsmikils brottflutnings af einulandi. „Allt er dapurt og beygjandi ” 11461 nautgripur og 190 488 sauðkindur (Þorkell Jóhannes- son: Lýöir og landshagir). Næsta fólksflóttahrina kom svo áriö 1883. Árin 1881 og 1882 voru meö eindæmum hörð — hafis lagðist aö landi 1882, sumariö lét ekki sjá sig og þar viö bættist mannskæð mislinga- sótt. Var nema von að fólk fýsti annað? En gefum samtimaheimild orði. AAatarlaust i kaupstöðum „Ég vil allra fyrst minnast á hinn grimma, vist flestum ógleymanlega, vetur, sem yfir oss hefur gengið. Hörkugaddar, fjarskalegt snjókynngi og stöö- ugir stormar hafa ætlaö aö kreista úr mönnum lifið meö allt slag', og þó eru menn lifandi enn... Snemma i vetur var orðiö matarlaust i kaupstöðum á Norður- og Vesturlandi, og þó eru enn ókomin skip til Noröur- lands fyrir is, þrjú liggja hér og biða...” Bréf þetta skrifaði Lára Bjarnason vinkonu sinni Torf- hildi Hólm skáldkonu 22. mai 1881, en Torfhildur dvaldi um þessar mundir vestanhafs. Lára var gift sira Jóni Bjarnasyni og fluttust þau vestur um haf árið 1873. Þau hurfu heim aftur haustið 1880, og bjuggu á Seyðisfiröi, en alfarin héldu þau vestur sumariö 1884. Bréf Láru Bjarnason eru góð heimild um árferðið á Islandi á þessum árum; þaö var mjög óhagstætt og ýmiskonar öröug- leikar steöjuðu aö. Þaö leynir sér ekki af bréfum Láru, aö kjör almennings eru afar bágborin og þvl skiljanlegt, aö vestur- fararhugur grlpi fólkiö. Viö skulum glugga i fleiri bréf. 17.júní fyrir lOOárum I bréfinu frá 1881 segir Lára, aö menn séu lifandi enn. Árið 1882 var ekki þvl að heilsa: „Ef aö þiö Ameríku-lslend- ingar vissuö, hvaö hér gengur á Fróni, þá munduð þiö vorkenna okkur. Hafis meö versta og mesta móti — hann kom hér inn á sumardaginn fyrsta — fjár- og hestafellir um meiri hluta landsins, mislingar og kvefsótt rétt eins og pest i Reykjavlk, þvl þar lágu i einu um 1000 manns og 20 lik stóöu uppi. Eiga menn nú von á mislingunum dag hvern, en kvefsótt er aö byrja bæöi hjá okkur og öörum.” Þetta bréf var skrifað hinn 20. júni 1882, eða I kringum 17. júni. Þegar Lára skrifar sitt næsta bréf er pestin lögst meö fullum þunga á heimamenn og öllu hefur mjög hrakaö. 50 dóu á Isafirði „Það gildir einu um hvaö svo bréf mitt ætti aö höndla, ég hlýt að byrja meö þaö, sem hugur og hjarta hvers manns er fullt með, isinn og ótiöina, og svo nú siðustu hörmungina, veikindin, pestina, sem geisar um allt land og skapar ótal tár og mergð af móöurlausum börnum. Hvaöan sem maöur fréttir, þá er það um dauöa og sorg, og þó fær maöur ekkert nema i smástúf- Lára Bjarnason, sú sem bréfin ritar til Vesturhcims. um og eins og i gegnum þoku... 1 Reykjavik hafa dáið 120, og á Isafiröi (meö ca. 600 manns) 50, þegar seinast fréttist. Voöalegt Epidemi!” (18. ágúst 1882) Bundnir böndum fátækt- ar, Patriotisme etc. 1 sama bréfi getur Lára þess, að hörmungar þessar veröi til aö auka Vesturfarirnar. Af Héraöi segir hún 41 hafa farið og úr Vopnafiröi 66. Mislingasóttin hafi þó kyrrsett marga, sem ætluðu út. Hún endar bréf sitt svona: „Æ, það er svo uhyggeligt, ég heyri alltaf dauða-hiksta bless- aðrar konunnar úr hinum fjærsta enda hússins. Klukkan er tvö um nótt, ástvinir þrir liggja I sætum svefni hér hjá, höndin er orðin köld, þvi I dag var þriggja gráöa hiti og snjór niöur á miö fjöll, norövestan stormur I tilbót. Þvlllk tíö! — Nú er sú nýlunda komin upp meöal sjómanna, aö golfstraumurinn sé aö breyta rás sinni Islandi I óhag. Eftir þvl á Hklega aö verða Isöld hér, — það er betra aö hypja sig. En hversu margir þeir sem vilja, en eru bundnir böndum fátæktar, sumir böndum Patriotisme etc.” Eintóm ,/Skuf felsi" Lára Bjarnason á tvö ung börn og vonar hún I lengstu lög að þau muni sleppa við pestina. En þau taka hana eins og nær allir aðrir og sonur hennar, fimmtán mánaða gamall, dó úr veikinni. Henni féll þetta að vonum mjög þungt og I næsta bréfi frá 28. sept. 1882 er tónninn þungur: „Það eru mörg og djúp sár, sem þessi sjúkdómur hefir sleg- iö á Islandi i sumar. Ekki koma oftar fréttir en að mestmegnið er um sorg og missi, eða þá bág- indi af öllu tagi öðru, og „Skuff- elser”. Mér finnst ekkert hafa heyrzt eða skeð, sem geti glatt hjartað eða lyft huganum, allt er dapurt og beygjandi, og náttúran gjörir sitt slóra til. Ofan á þetta óttalega sumar, sem bókstaflega ekkert sumar var, kemur nú eins mótstæðilegt haust, að nokkrum fáum dögum undanteknum. Stórrigningar dag eftir dág renna yfir jöröina nú, en þar á undan voru hörð frost og snjókoma frá septem- berbyrjun. Heyskapur varð endasleppur með þessu, eins og skilja má, og byrjaði þó 3—4 vikum seinna en vant er. Hey eru þvi hjá sumum nærri engin nema töðuhárið, og þá sjáiö þér framtlðarútlitið. Það eru undurin öll af fé, sem menn verða að lóga, og nú vill margur selja hesta og getur ekki.” Þannig var semsé umhorfs hér á landi fyrir eitthundrað árum. (Heimild: Konur skrifa bréf. Sendibréf 1797—1907. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan. Rvk. 1961.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.