Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Nehei, þeir eru sko ekkert likir.” Anna Maria Skúladóttir eignaöist ekki aldeilis einnbróöur áriö 1980, heldur tvo! Eins klæddir tvíburar rugla menn í ríminu Anna Maria Skúladóttir, nlu ára Reykjavlkurmær, var aö passa bræöur sina úti viö þegar okkur Ijósmyndarann bar aö garöi. Þótt ung sé aö árum virtist henni fara pössunin vel úr hendi, allavega kvörtuöu bræöurnir ekki. Reyndar eru þeir tviburar og heita Óskar og Ólafur. Anna María sagöi þá tveggja ára og ósköp góöa. Henni fundust þeir ekkert llkir, en sagöi aö fólki fyndist þaö oft. „En þaö er bara af þvl aö þeir eru eins klæddir”, sagöi Anna María 9 ára, og ýtti tviburakerrunni rösklega á undan sér. ast áölhiaupiö. —(Ljósm.—kv —) Bjarnheiður passar Gumma og Ilrafnhildur (yst t.h.) passar Kristlnu. Meö þeim á myndinni er ónafn- greind vinkona. Stelpur passa og strákar hjóla Um leið og skólanum sleppir á vorin fyllast stræti og torg af ungmenn- um. Börnin eru fegin að sleppa úr prístundinni og una sér daglangt úti við, f jarri þurrum skræðum og vetrarveðrum. Þá er þetta algeng sjón: stelpur á aldrinum 9—13 ára eru nær allar með litil börn einhvers staðar á sér, strákarnir á sama aldri hjóla. Hvað ungur nemur gamall temur, ekki rétt? Viö hittum barnapiurnar Hrafnhildi og Bjarnheiöi uppi i Breiöholti, en þær eru 11 ára gamlar (Hrafnhildur aö veröa 12) Þær sögöust passa frá 10—12 og siöan frá 2—6. Mömmur krakk- anna eru heinavinnandi en þær sögöu nokkuö algegnt aö stelpur á þeirra aldri pössuöu allan daginn fyrir konur, sem ynnu úti. — Hvaö fáiö þiö svo i kaup? „Við vitum þaö ekki”, svara þær aö bragöi. „Okkur er llka alveg sama. Viö viljum bara vinna. — Finnst ykkur ekkert leiöin- legt aö vera aö passa allan dag- inn? Nei nei, svöruöu þær. „Þetta er ágætt”. — En getiði nokkuö hjólaö eöa leikiöykkur? „Jú, jú, milli 12 og 2”, segir Bjarnheiöur. „Mitt hjól er alltaf sprungiö”, segir Hrafnhildur. Svo fara þær i sund á þessum tima og gera sér ýmislegt sér til gamans. ast '17.JÚNI 1982 i Reykjavfk I. DAGSKRAlN HEFST: Kl. 09.55 Samhljómur klrkjuklukkna I Reykjavik. Kl. 10.00 Forseti borgarstjórnar, Albert Guömundsson, leggur blómsveig frá Reykvikingum á leiói Jóns Sigurðs- sonar i kirkjugarðinum v/Suðurgötu. Lúðrasveit verkalýðsins leikur: Sjá roöann á hnjúkunum háu. Stjórn- andi: Ellert Karlsson. II. VIÐ AUSTURVÖLL: Lúðrasveit verkalýðsins leikur ættjarðarlög á Austurvelli. Kl. 10.40 Hátiðin sett: Guðriður Þorsteins- dóttir, formaöur Þjóðhátiðarnefndar. Karlakórinn Fóstbræöur syngur: Yfir voru ættarlandi. Söngstjóri: Ragnar Björnsson. Forseti fslands, Vigdis Finnboga- dóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvaröa Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóðsönginn. Avarp forsætisráðherra, dr. Gunnars Thoroddsens. Karlakórinn Fóstbræður syngur: Island ögrum skorið. Ávarp Fjallkonunnar. Lúðrasveit verkalýðsins leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Guðrún Guðlaugsdóttir. Kl. 11.15 Guösþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir fslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, predikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Einsöngvari: Kristinn Sigmundsson. DAGSKRÁ III. TRÚÐALEIKUR: Kl. 11.15-13.00 . Heimsóknir á barnadeildir sjúkra- húsanna. Tóti trúður og félagar. (Ketill Larsen). IV. BIFREIÐAAKSTUR: Kl. 14.00 Félagar úr Fornbílaklúbbi fslands aka bifreiðum sínum frá Elliöaám vestur Miklubraut og Hringbraut, norður Tjarnargötu, austur Vonar- stræti, suður Frikirkjuveg og Sóleyj- argötu og austur Hringbraut aö Reykjanesbraut. V. HLJÓMSKÁLAGARÐUR: Kl. 14.00 Lúörasveit Reykjavlkur leikur. Stjórnandi: Ernest Majo. Kl. 14.00-18.00 Félagar úr skátahreyfingunni sýna tjaldbúöar- og útistörf. Barna- og fjölskyldulejkir. VI. LYFTINGAR Á LÆKJARTORGI: Kl. 14.00-17.00 Lyftingamenn lyfta lóðum og aðstoða áhorfendur við lyftingar. VIII. NORSKIR GESTIR VIÐ MENNTASKÓLANN f REYKJAVlK. Kl. 14.30 Lúðrasveit barna og unglinga frá Alta í Noregi leikur. Kl. 15.15 Stúlknakór frá Gloppen í Noregi syngur. VII. Á LÆKJARTORGI: Kl. 15.00 Jasshljómsveit leikur á Lækjartorgi. IX. LAUGARDALSSUNDLAUG: Kl. 15.00 Reykjavikurmótiö í sundi. X. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN: Kl. 15.00 Safnast saman við Hlemmtorg. Kl. 15.20 Skrúðganga frá Hlemmtorgi, gengið niður Laugaveg, Bankastræti og Ingólfsstræti á Arnarhól. Lúörasveit- in Svanur leikur undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. Skátar ganga undir fánum og stjórna göngunni. Kl. 16.00 Dagskrá á Arnarhóli: Umsjón: Sigmundur Örn Arngrims- son. Kynning: Glsli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir. Jafnvægislist: Walter Wasil. Atriði úr Gosa: Sigurður Sigurjóns- son, Árni Blandon, Margrét Ákadótt- ir, Hákon Waage, Anna Kristin Arn- grimsdóttir. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Atriði úr Litla krítarhringnum: Soffia Jakobsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttlr, Aðalsteinn Bergdal. Leikstjóri: Þórunn Siguröardóttir. Skemmtiþáttur: Sigurður $igurjóns- son og Randver Þorláksson. Barnavísur: Bessi Bjarnason. „Hálft i hvoru": Gísli Helgason, Aðaisteinn Ásberg Sigurðsson, Bergþóra Árnadóttir, örvar Aðal- steinsson, Ingi Gunnar Jóhannsson, Eyjólfur Kristjánsson. XI. KVÖLDSKEMMTUN: Kl. 21.00 Hljómsveitin Pónik leikur á Lækjar- torgi og hljómsveitin Egó leikur i Austurstræti. Dagskránni lýkur kl. 01.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.