Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 1
UOWIUINN
Þriðjudagur 29. júni — 144. tbl. 47. árg.
Aðalfundur ísals:
,Ótvíræður
stuðnlngur4
segir Sigurjón á Tindum um
kosningaúrslitin í Svínavatnshreppi
Slæm afkoma
svart
Alusuisse setur enn skilyrði fyrir
endurskoðun á orkusamningum
A aðalfundi tslenska álfélags-
ins, sem haldinn var s.l. föstudag
kom fram að rekstrartap félags-
ins nam 208 miljónum króna á
siðasta ári en til samanburðar má
geta þess að á árinu 1980 varð 14
miljóna króna hagnaður af
rekstrinum. I frétt frá ísal segir
að ástæður fyrir þessu tapi sé að
finna i bágri stöðu áliðnaðar i
heiminum og hinni djúpu efna-
hagskreppu sem nú riki. Verð á
áli er nú lægra en nokkru sinni
fyrr og hefur það lækkað um
meira en 30% á siðustu 18 mánuð-
um. Þó álbirgðir séu nú hættar að
hlaðast upp eru ekki talin merki
um skjótan bata i sjónmáli.
A aðalfundinum gerðu fulltrúar
Alusuissei stjórn ísals grein fyrir
stöðunni i deilu auðhringsins við
islensk stjórnvöld. Segir i frétt Is-
als að Alusuisse virðist sem aðil-
ar hafi um þrjár leiðir að velja, en
allar eru þær háðar einu og sama
skilyrði auðhringsins, — ,,að iðn-
aðarráðherra dragi fyrst til baka
hinar skaðlegu ásakanir á hendur
Alusuisse, þ.e. um sviksamlegt
athæfi og vanefndir á samning-
um.”
Svo sem kunnugt er hefur gerð-
ardómsleið verið rædd i þessu
sambandi en um hana segir i f rétt
Isalsað gerðardómur taki mikinn
tima og „muni óhjákvæmilega
tefja efnislegar viðræður aðila,
einnig varðandi endurskoðun á
orkusamningnum, nema þvi að-
eins að iðnaðarráðherra sé reiðu-
búinn aö draga til baka ásakanir
á Alusuisse.”
Hvergi örlar á þvi að Alusuisse
viljikoma til móts við sanngjarn-
ar kröfur Islendinga um hækkað
raforkuverð. Meira að segja
gerðardómsleiðin er i frétt tsals
afgreidd sem aðrar „leiðir” auð-
hringsins. Má skilja fréttina á þá
leið að ekki verði rætt um endur-
skoðun á orkusamningum fyrr en
gerðardómsúrskurður liggi fyrir,
verði sú leið valin.
Stjórn tsals var endurkjörin á
aðalfundinum.
— At
Þótt ekki verði sagt að útifrá
hafi ainiennt verið fylgst með úr-
slitum i sveitastjórnarkosningum
þeim, sem nú eru nýafstaðnar i
hreppsfélögum út um land, þá
gegndi þó nokkuð öðru máli með
kosningarnar I Svinavatns-
hreppnum. Þar hefur verið heitt i
kolunum vegna Blönduvirkjunar
og afstaðan tii hennar skipt
mönnum i tvo flokka.
Kapp var mikið i kosningunum
enda munu atkvæði hafa koll-
heimst. A kjörskrá voru 107 kjós-
endur. H-listinn hlaut 60 atkv. og
þrjá menn kjörna: Þorsteinn
Þorsteinsson, Geithömrum, Sig-
urgeir Hannesson, Stekkjardal og
Sigurjón Lárusson, Tindum. — I-
listinn fékk 45 atkv. og tvo menn
kjörna: Ingvar Þorleifsson, Sól-
heimum og Jóhann Guðmunds-
son, Holti. Einn seðill var auður
og annar ógildur.
— Við þorðum nú ekki að reikna
með svona miklum mun, sagði
Sigurjón á Tindum við blaðið i
gær. Hann er meiri en fram kom
við atkvæðagreiðsluna i desem-
ber. Úrslitin eru ótviræður stuðn-
ingur meiri hluta hreppsbúa við
það sjónarmið, að draga sem
mest úr landsspjöllum af völdum
virkjunarinnar.
En mér finnst fjölmiðlar, og á
ég þá bæði við blöð og útvarp,
fara nokkuð frjálslega með stað-
reyndir, —svoekki sémeira sagt,
— þegar þeir skýra frá kosninga-
úrslitunum hér. Otvarpið talaði
um andstæðinga Blönduvirkjunar
ogfyrirsögn i Dagblaðinu hljóðar
svo: „Andstæðingar Blöndu sigr-
uðu”. Hvar eru þessir „andstæð-
ingar Blönduvirkjunar”? Eru
þeirhjá útvarpinu? Eða Dagblað-
inu? Ég veit ekki til þess að þeir
finnisthér i hreppi. Hitt er annað
mál, að meiri hluti hreppsbúa hér
vill að valin sé sú virkjunarleið,
sem veldur minni landsspjöllum.
Og þar erum við Svinvetningar
siður en svo einir á báti, sagði
Sigurjón á Tindum.
Blaðinu tókst ekki að ná tali af
forystumönnum I-listans.
— mhg
Stöðugir fundir
ASÍ og VMSÍ
Samningafundurinn með
fulltrúum ASl og Vinnu-
málasambands Samvinnufé-
laga, sem hófst kl. 14 i gær,
stóö aðeins yfir i 2 klukku-
stundir. Nýr fundur var
strax ákveöinn kl. 10 i dag.
Tiðindalaust mun vera af
deilumálum ASt og VSt. Þó
taldi einn samningarnefnd-
armanna ASt að ekki væri
langt þar til viðræöur hæfust
á ný. — v.
Kjaradeila á virkjanasvæðum:
Sérkröfur til
umræðu áfram
Fyrir forgöngu Verka-
lýösfélagsins Rangæings
og Verkalýðsfélagsins
Þórs hófust i gær viðræður
þessara félaga við fulltrúa
Landsvirkjunar og Hag-
virkiS/ sem er stærsta
verktakaf yrirtækið á
virkjanasvæðunum við
Sultartanga. Var rætt um
kjaramálin og var ákveðið
að vísa öllum kröfum um
hækkun kaupliða til ríkis-
sáttasemjara en taka upp
formlegar viðræður við
þessa tvo aðila um vakta-
skiptafyrirkomulag og
ákvæðisvinnu. Hef jast þær
viðræður i Sultartanga og
Hrauneyjarfossvirkjun í
dag.
Sigurður Óskarsson hjá Verka-
lýösfélaginu Rangæingi kvað
kröfur verkalýðsfélaganna varö-
andi kaupliöina vera þær sömu og
hjá Alþýðusambandinu. Hins
vegar væru þau með ýmsar sér-
kröfur vegna vaktareglna, bónus-
vinnunnar og auk þess yrðu rædd
ákveðin atriði hins svokallaða
Tungnaár samnings, sem verka-
lýðsfélögin hefðu á sinum tima
gert við verktaka á virkjana-
svæðunum og Landsvirkjun. Sig-
urður sagði allt að 300 manns
vinna við virkjanirnar i Þjórsá og
hér væri verið að semja fyrir.
Auk Hagvirkis kæmu og aörir
verktakar inn i dæmiö innan tið-
ar. Hann kvaðst vera vongóöur
um að samningar gætu fljótlega
tekist að þvi er varðar vakta-
skiptamálin og bónusinn en eins
og áður sagði hafa aðrar kjara-
kröfur verið sendar rikissátta-
semjara til umfjöllunar. ____v.
Erlendur Paturson í Færeyjum:
Leggur tíl að stofnuð verði
friðamefnd Norðurlandaráðs
„Mér hefur lengi fundist að
Norðuriandaráð geti lagt meira
af mörkum tii umræðunnar um
frið og afvopnun i þessari vit-
skertu veröld sem viö lifum i.
Þess vegna ákvað ég að leggja
fram þessa tiliögu sem væntan-
lega kemur til umræðu á fundi
Norðurlandaráösins i Osló á
næsta ári”, sagði Erlendur Pét-
ursson i samtali við Þjóðviljann i
gær.
Erlendur hefur lagt fram til-
lögu þess efnis að sérstök nefnd
verði skipuð til að gera athugun á
þvi með hvaða hætti friðar- og af-
vopnunarmál geti komist til um-
ræðu i auknum mæli á vettvangi
norrænnar samvinnu.
,,Ég hafði samband við friðar-
rannsóknarmanninn Johan Galt-
ung, sem mér skilst að hafi ný-
lega verið á tslandi, og bar undir
hann þessa hugmynd mina. Hon-
um leist vel á og hvatti mig ein-
dregið til að leggja tillöguna
fram. Ég er þess fullviss að okkur
hér á Norðurlöndum ber skyldu
til að vera virkari i allri þeirri
baráttu sem fer nú fram fyrir
friði og mér finnst að Norður-
landaráðsfundirnir hafi á stund-
um sloppið nokkuð ódýrt frá þvi
að taka afstöðu i þessum málum.
Menn hafa jú rætt nauðsyn þess
að eitthvað beri að gera til að
stöðva allan vigbúnaöinn en mál-
ið hins vegar stöðvast á umræðu-
stigi innan samstarfsins”, sagði
Erlendur ennfremur.
„Við Norðurlandabúar eigum á
að skipa fjölmörgum fræðimönn-
um sem hafa um árabil barist
fyrir þvi aö ráðamenn heimsins
bindu enda á vigbúnaðarkapp-
hlaupiö. Viögetum nefnt þar ölvu
Myrdal, Olof Palme og Johan
Galtung. Þetta fólk yrði okkur ef-
laust innan handar við að gera
friðarumræðuna gilda á vett-
vangi norrænnar samvinnu.”
En hvaða undirtektir heldurðu
að tiiiaga þin fái?
„Um það er erfitt að spá á
þessu stigi. Tillaga eins og þessi
fer fyrst fyrir einhverjar af fasta-
nefndum Norðurlandaráðs til að
byrja með þar sem hún verður
meöhöndluð en siðan kemur hún
til umræðu á fundi ráðsins i Oslo i
mars á næsta ári. Nú reynir á
friðarviljann og það verður bara
að koma i ljós hverjir styðja við
bakið á eflingu baráttunnar fyrir
raunverulegum friði og hverjir
kjósa að vera utan gátta áfram”,
sagöi Erlendur Paturson i Fær-
eyjum að lokum.
— v.
Getur lyft
allt að 950
tonnum
Ný skipalyfta var vigð i Vest-
mannaeyjum á sunnudaginn að
viðstöddu fjölmenni. Formaöur
stjórnar hins nýja fyrirtækis,
Njáll Andcrsen tók viö lyklavöld-
um að Skipalyftunni h.f. úr hendi
Jóns I. Sigurðssonar frá hafnar-
stjórn Vestmannaeyjahafnar.
I ræöu sem Jón I. Sigurösson
flutti við þetta tækifæri kom fram
aö fyrst var hreyft hugmyndum
um byggingu skipalyftu i Eyjum
árið 1954 og hreyfing komst fyrst
á máliö skömmu fyrir eldgos
1973. Af þeim sökum var þetta
mál drepiö i dróma og ekki fyrr
en áriö 1980 var fyrst veitt fjár-
magn úr rikissjóði til smiöi og
uppsetningar lyftunnar.
Skipalyftan i Vestmannaeyjum
getur tekið á land allt að 950 tonna
skip, en 10 spil eru notuð til að
draga skipin á land.
70 manns koma til með að
starfa hjá fyrirtækinu og munu
verkefni vera næg framundan.
Sjá bls. 14.
Fyrsta skipinu lyft upp. Sindri VE 60 kominn á þurrt og mannfjöldinn
horfir á. Ljósm óli Pétur.
Erlendur Paturson f Færeyjum:
mér hefur iengi fundist að við
norrænir menn ættum að geta
lagt meira af mörkum til barátt-
unnar fyrir friði og afvopnun.
Skipalyfta
tekin
í notkun
I Eyjum: