Þjóðviljinn - 29.06.1982, Síða 5
Þriðjudagur 29. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
Innrásin
í Líbanon:
A hverri stundu mega
menn búast við þvi að
ísraeiski herinn geri loka-
áhlaup á Vestur-Beirút.
Þar með hefðu ráðamenn
þar í landi náð því megin-
markmiði sinu með inn-
rásinni í Líbanon, að
ganga milli bols og höf-
uðs á PLO, Frelsissam-
tökum Palestínumanna —
eða að minnsta kosti eyði-
leggja hernaðarstyrk
þeirra.
En þótt hernaðarlegur sigur
blasi viö er ekki þar með sagt,
að allir Israelar og þaðan af siö-
ur allir Gyðingar séu hrifnir af
þessari styrjöld þeirra Begins
og Sharons hermálaráðherra.
Það er meira að segja haft fyrir
satt, að þessi styrjöld við ara-
biska nágranna sem er nú orðin
íengri en allar aðrar nema sjálf-
stæðisstriðið, hafi komið fleiri
Israelum til að endurskoða hug
sinn til Palestinumálsins en hin-
ar fyrri.
Ýmsar ástæður
Sú gagnrýni sem fram hefur
Beirút er i rústum: og þeim fjölgar sem segja: nú er nóg komið
Gyðíngleg gagnrýni á stjóm
Israels
n
■
>
■
komið i Israel á sér ýmislegar
forsendur. Aðalblökkin i stjórn-
arandstöðu, Verkamannaflokk-
urinn og Mapam, flokkur
vinstrisionista, heldur þvi fram
að logið hafi verið að henni um
tilgang og umfang innrásarinn-
ar — hafi hún verið látin standa
i þeirri meiningu að einungis
ætti að „friða” um 40 km. belti
norðan landamæranna. Þess i
stað heyi Israelsher nú útrým-
ingarstrið gegn PLO og kosti
það bæði mannfórnir miklar og
eyðileggingu libanskra borga og
hafi hvorutveggja gert stöðu Is-
raels i heiminum lakari en
nokkru sinni fyrr.
Þá eru og þeir til sem malda I
móinn þegar þeir eftir sigur-
vimu fyrstu dagana gera sér
grein fyrir þvi að styrjöldin i Li-
banon kostar mikið fé — ekki
minna en miljarð dollara nú
þegar. Begin hefur þegar hækk-
að virðisaukaskatt og boðaðar
eru harkalegar efnahagsráð-
stafanir i þessu mikla verð-
bólgulandi til að hafa upp i
striðskostnaðinn.
Deig andstaða
Stjórnarandstöðublökkin þyk-
ir reyndar hafa staðið sig illa i
afstöðu til striðsins. Hún hefur
verið mjög lin i gagnrýni yfir-
leitt og látið Begin og Sharon
flækja sér æ rækilegar i mark-
mið, sem fóru langt út fyrir það
sem i fyrstu var látið i veðri
vaka að til stæði. Fyrrgreindur
hluti hennar, Mapam, sem og
kibbútshreyfingin, hafa þó
mannað sig uppl að mótmæla á-
hlaupi á Vestur-Beirút, og vilja
að diplómatiskrar lausnir séu
teknar fram yfir hernaðarlegar.
Nóg!
Engu að siður fer gagnrýnin i
Israel sjálfu vaxandi á þá stefnu
sem hægristjórnin fylgir og
Verkamannaflokkurinn styður
að verulegu leyti. 1 frjálslyndari
blöðum, einkum Haarez, hefur
veriö farin mikil auglýsingaher-
ferð, þar sem þekktir og óþekkt-
ir ísraelar setja nöfn sin undir
mótmæli á borð við þetta:
„Nóg er komið! Við undirrit-
uö krefjumst þess að Israels-
stjórn stöðvi styrjöldina og láti
herinn hverfa frá Libanon.
Palestinumálið verður ekki
leyst af Israelsher, hve sterkur
sem hann er. Stefna Israels-
stjórnar leiöir til eilifðarstriðs á
öllu svæðinu: þúsundir manna
munu láta llfið, hundruð þús-
unda veröa flóttamenn.”
Alþjóðleg friðarhreyfing
Þau tiðindi hafa og gerst og
þykja merkileg, að vikuna eftir
innrásina komu fulltrúar ým-
issa Gyðingahópa saman I Par-
Is. Þar stofnuðu Gyðingar frá
Bandarikjunum, Frakklandi,
Bretlandi og Hollandi Alþjóðleg
friðarsamtök Gyðinga. Þar er
tekin sú stefna að sambúðarmál
tsraela og Araba verði þá að-
eins leyst að Palestinumenn fái
tækifæri til að stofna eigið riki á
vesturbakka Jórdanar og á
Gazasvæðinu. Þetta er sú stefna
sem ýmsir minnihlutahópar i
tsrael sjálfu hafa mælt með,
meðal annarra hinn kunni rit-
stjóri Haolam Haze, Ori Avneri.
Tími til kominn
Einn þeirra sem áttu aðild að
stofnun hinna nýju alþjóðlegu
Gyðingasamtaka, blaðamaður-
inn Ori Jaari segir i viðtali við
Information að það sé Iöngu
kominn timi til að Gyðingar og
aðrir vinir ísraels láti til sin
heyra og samþykki ekki hvað
það sem stjórnvöld i Israel vilja
að þeim rétta. Hann viöurkennir
að þaö hafi veriö erfitt tilfinn-
ingamál fyrir ýmsa Gyðinga að
hreyfa þeirri gagnrýni opinber-
lega, sem þeir stundum höfðu
uppi „inn á við” af ótta við að
„óvinurinn notfærði sér það”.
En nú sé komið að þeim þátta-
skilum að margir telji að það
þurfi að koma á samtökum Gyð-
inga viöa um heim, sem geti, ef
þau ná styrk, haft áhrif á stefnu
israelskra stjórnvalda. Menn fá
ekki áhrif, segir Jaari meö þvi
að jánka öllu sem gert er.
Bandarikin
Ýmsir draga það fram, að
samstaða Bandarikjastjórnar
meö ráðamönnum i Israel geri
friðaröflum meðal Gyðinga
sjálfra erfitt fyrir. Ritstjóri
blaðs Mapam, A1 Hamisjmar
Marek Gefen, segir i nýlegri
grein, að áform Begins og Shar-
ons um að útrýma PLO, reka
Sýrlendinga frá Libanon og
koma þar upp hægristjórn, vin-
samlegri Israel hafi verið sam-
ræmd meö stjórn Bandarikj-
anna. „Enda þótt Bandarikin
sýni vissa gagnrýni, segir Gef-
en, hvetja þau Begin og Sharon
til að koma PLO og Sýrlending-
um á brott úr Libanon svo að
hægt sé að koma á þeirri „nýju
skipan” sem Washington ósk-
Haig skellir hurðum
Rcafian forseti kom á skerminn
hálfklökkur og kvaddi trúan þén-
ara sem hann kailaöi svo, Alex-
ander Haig utanrikisráðherra,
sem hafði sagt af sér. Og Haig
kom.á eftir og leit heiminn sinum
alvarlegum augum og sagðist
farinn úrHvita húsinu vegna þess
að ekki hefði verið fylgt eftir
þeirri „mannúðlegu og sjálfri sér
samkvæmu stefnu” i utanrikis-
málum, sem þeir forsetinn hefðu
komið sér saman um i upphafi.
Siðan hefur ekki linnt athuga-
semdum við þessi óvæntu tiðindi
og véfréttarlegu útskýringar. Tvö
islensk dagblöð eru búin að skrifa
leiðara um afsögn Haigs. Og þar
er sem óg viða annarsstaðar,
minnt á ýmisleg ágreiningsmál
innan þess hóps sem fer með
æöstu vöid I Bandarikjunum. Það
er tekið fram, að Haig hafi með
þvi að taka eftir nokkra bið ein-
dregna afstöðu með Bretum i
Falklandseyjadeilunni, spillt
sambúð við áhrifaaðila eins og
Jeane Kirkpatrick sendiherra
Bandarikjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum. En hún hafði fundið
upp formúlu sem Reagan var
mjög hrifinn af: formúlu sem
réttlætti vinsamleg samskipti við
„hefðbundnar einræðisstjórnir”
eins og stjórnir á borð við herfor-
ingjaklikur Rómönsku Ameriku
voru kallaðar. Það er tekið fram,
að Haig hafi viljað veita Israels-
mönnum skilmálalausari stuðn-
ing i Libanon en kappinautur
hans um að ná eyrum forsetans,
Weinberger landvarnarráðherra.
' Og svo er sagt að Haig hafi skilið
Evrópumenn betur en ýmsir aðr-
ir i stjórn Reagans.
Allt má þetta vel vera rétt. Það
er til dæmis ljóst, að sú ákvörðun
stjórnar Reagans, að herða á við-
leitni sinni til að koma i veg fyrir
lagningu gasleiðslu frá Sovétrikj-
unum til Vestur-Evrópu vakti upp
mikla gremju I Þýskalandi.
Lambsdorf efnahagsmálaráö-
herra Bonnstjórnarinnar lýsti þvi
m.a. yfir að hér væri um að ræða
svik við samkomulag það sem
æðstu menn Vestur-Evrópurikja
töldu sig hafa náð á nýlegum
fundum i Versölum og Bonn. Það
má vel hugsa sér að einmitt utan-
rikisráðherrann telji sig i
klemmu staddaan við slika uppá-
komu.
Betri eða verri?
En þegar menn velta þessum
dæmum fyrir sér fram og aftur er
erfitt að sjá, að Haig hafi verið
,betri” eöa „verri” en aörir á-
hrifamenn stjórnar Reagans. Þar
á bæ skiptast menn ekki i dúfur
eða hauka sem svo eru nefndir —
þar virðast allir herskáir haukar.
Munurinná þeim getur hinsvegar
verið sá að þeir raða verkefnum i
heimsmálum hver með sinum
hætti. Haig studdi Breta ekki af
ást til lýðræðis i Argentinu, held-
ur vegna þess að hann setur Nató-
sambandið öðru ofar. Sama
ástæða fær hann til að skilja að
þótt hann sjálfur sé þess mjög
hvetjandi að beita Sovétrikin ým-
islegum refsiaðgerðum, þá er það
ekki viturlegt fyrir þann sem vill
veg Nató mikinn, að reyna aö
skipa Vestur-Evrópu fyrir um
það i stóru og smáu hvernig hún
hagar sér i viðskiptum við aust-
urblökkina. Kannski er munurinn
fyrst og fremst sá að Haig er,
vegna fyrri ferils, lífsreyndari
maöur en ýmsir þeir græningjar
sem Reagan hefur leitt inn I Hvita
húsið og láta eins og pólitisk stór-
mál séu privatmál þeirra fyrir-
tækja sem þeir hafa átt eöa ráöið.
Haig sem yfirmaður herafla
Nató; liklega var hann heimsvan-
ari en hinir.
Afsögn Haigs er að einu leyti
skyld afsögn Williams Rodgers
sem vék i tið Nixons fyrir Kiss-
inger þáverandi öryggismálaráð-
gjafa. I þeim tilfellum og reyndar
fleiri var um að ræða átök milli
hinna ýmsu stofnana utanrikis-
ráðuneytis, varnarmálaráöu-
neytis og öryggismálaráðs eða
réttara sagt milli æðstu manna
þeirra, um mótun utanrikisstefn-
unnar. Hitt getur svo reynst erfið-
ara að skýra hverju mannaskipti
ráða svo i raun um bandariska ut-
anrikisstefnu. Að minnsta kosti
sýnist ekki feitan gölt að flá til
valkosta þar sem lið Reagans er.
Það væri helst hjá foringjum
demókrata og I sambandi þeirra
við bandariska friðarhreyfingu
að einhverra nýrra leiða væri að
leita.
áb.
FRÁ FLÓRIDA
feeröu í
mjólkurkælinum!
Floridana safar og þykkni
bestu kaupin!