Þjóðviljinn - 29.06.1982, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 29. júni 1982
Frá sýslufundi A-Skaftf.:
Elli- og hjúkrunar-
heimili höfuð
viðfangsefnið
Aftalfundur sýslunefndar Aust-
ur-Skaftafellssýslu var haldinn
dagana 10. og 11. júni. Aft venju
voru tekin til umfjöllunar og af-
greiftslu fjölinörg erindi sem
nefndinni bárust á milli funda.
Þannig hagar til i sýslunni, aft
samstarf hreppanna er mikift á
ýmsum sviðum, svo og hafa þeir,
með sýsluféiaginu, sameinast um
mörg stærri mál, sem þannig
hai'a verift alfarið i höndum
sýsiunefndar. Þar ber einkum aft
nefna:
Elli- og hjúkrunarheim-
iii
Elli- og hjúkrunarheimilift á
Höfn hefur á sl. 2 árum
verið stórlega stækkað með ný-
byggingum, gerðar hafa verið
miklar brey tingar á innréttingum
eldra húsnæðis og tækjabúnaöur
stóraukinn. Vistrými á heimilinu
er nú fyrir 40, auk fæðingarað-
stöðu. Langmestur hluti af fjár-
magni þvi, sem sýslusjóður hefur
til ráðstöfunar á þessu ári, rennur
til uppbyggingar þessarar þörfu
stofnunar, eða kr. 758 þús.
Útgáfustarfsemi,
byggðasafn o.fl.
Sýslurilið Skaítfellingur, 3. árg.
1982, kom út 11. þ.m. Kitiö er
vandað og mjög Ijölbreytt. Stærð
þess er 254 siður. 1 ritinu er að
finna greinar og ljóö eftir 22 höf-
unda, en alls eru titlar 29. Af-
greiösla ritsins er á sýsluskrif-
stolunni á Höín.
Sýslan rekur byggöasaln og var
það opnaö 1980. Gestir arlega eru
um 1700—2000. Safniö er einnig fé-
lags- og fundamiðstöö vegna
Starlsemi sýslunelnda, undir-
nefnda hennar og tyrir sameigin-
legt starf hreppanna og sýsluíé-
lagsins.
Náttúruverndarnelnd sýslunn-
ar heíur unnið mikið og árangurs-
rikt starf undanlarin ár, enda fer
áhugi fólks i héraði mjög vaxandi
á umhverfis- og skipulagsmálum.
Skapast hefur samstaða um þessi
málisýslunni.
Sýslunefnd styrkir ýmsa menn-
ingarstarísemi i héraöinu með
fjáríramlögum. Sýslan er stuðn-
ings- og samstarfsaöili Sal'na-
stofnunar Austanlands.
Greiöslur úr sýslusjóði
Á þessu ári munu greiðslur úr
sýslusjóöi nema kr. 1.268.000.Ber
þar langhæst framlag til Elli- og
hjúkrunarheimilisins, sem sýslan
hefurrekiðsiðan 1974.
Svsluvegaáætiun 1982 stefnir að
framkvæmdum viða 1 sveitum A-
Skaft. A þessu ári er þó aöallega
unnið að vegagerö i Suöursveit.
Alls verða greiddar úr sjóðnum
738þús. kr. þetta árið.
Sýsluneínd samþykkti einróma
að sækja um aðild aö Sambandi
sveitarfélaga á Auslurlandi
(S.S.A.) og skorar á stjórn og að-
alfund þeirra stoínunar að greiöa
íyrir inngöngu sýsluiélaganna i
S.S.A. m.a. meö breytlum lögum
sambandsins á aöalfundi 1982.
Til liðinda veröur talið að á
sýsluíundi var algreidd skipun
konu sem hreppsstjóra á Höfn i
Hornaforði. Sú er þetta virðulega
embætti skipar, heitir Svava Kr.
Guðmundsdóttir, aöalbókari.
Safnahús — sýsluhús
Sýsluneínd vill heíja undirbún-
ing i samstarfi viö Halnarhrepp
og jafnvel aöra hreppa, um bygg-
ingu safnahúss, en hér vantar
m.a. húsnæöi fyrir bókasafn, lista-
safn, sýningarsali þá einnig til
tónleikahalds ofl. er lýtur aö
menningarmálum innan héraðs-
ins.
Meðal ályktana, sem sýsiu-
nefndin samþykkti, má neína:
aðskorað var á yíirstjórn vega-
mála að helja nú þegar undirbún-
ing að lagningu bundins slitlags á
Skeiðarársandsveg. — Slitlag á
þessum vegi er ekkert nú og
ásland vegarins slikt, aö ekki
verður við unað. Oll rök, þar á
meðal orö starlsmanna Vega-
gerðarinnar, mæla meö lagningu
bundins slitlags i staö malarlags
að eftirlit meö ferðum erlendra
manna, sem koma á eigin tor-
iærubifreiðum til landsins, sé
ófullnægjandi og bjóöi upp á stör-
felld landsspjöll. — Bæta þarf
stórlega eftirlit meö komu ferj-
unnar Smyrils m.a. til að komið
verði i veg íyrir sýkingu búfjár og
fiskistofna i ám og vötnum.Eftir-
liti út um landiö og við brottför
íerjunnar er þannig larið, að það
býður upp á stórfelldan útflutn-
ing náttúrugripa. Vá er íyrir dyr-
um verði ekkert aö gert i þessum
malum.
Oddvili sýslunelndar A-Skaft.
er Friðjón Guöröðrarson, sýslu-
maður.
—mhg
Sveitaheimíli,
sumargestir
Eftirtalin sveitaheimili eru
undir það búin, að veita viðtöku
sumardvalargestum,
Húsafell/ Hálsahreppi/
Borg.
Húsráöendur, Sigrún Berg-
þórsdóttir og Kristleifur
Þorsteinsson. Simi um Reykholt.
Gisting i sumarhúsum, 2-5
manna. 1 húsunum er snyrting,
rennandi vatn, rafmagnshitun,
eldunartæki og rúm með dýnum.
Svefnpokapláss i smáhýsum, 2-3
manna, meö eldunaraðstöðu og
sameiginlegum skála.
Verslun á staðnum, sundlaug
og hestaleiga i næsta nágrenni,
veiðileyfi útveguð i vötnum á
Arnarvatnsheiði. Skiðaaðstaða og
snjósleðaferðir á Langjökli. Flug-
völlur á staðnum, leiguflug og út-
sýnisflug. Mikil náttúrufegurö,
hentugt til gönguferða og
náttúruskoðunar. Opið allt árið.
Fljótstunga/ Hvítársíðu/
Mýr.
Húsráðendur, Ingibjörg Berg-
þórsdóttir og Arni Þorsteinsson.
Simi um Siðumúla. — 189 km. frá
Reykjavik, 65 km. frá Borgar-
nesi.
Gisting fyrir 5 manns i 1- 2
manna herbergjum með morgun-
verði eða fullt/hálft fæði, eftir þvi
þvi sem óskað er. Fagurt um-
hverfi og hentugt tíl gönguferða
og náttúruskoðunar. Surtshellir
og Viðgelmir i næsta nágrenni.
Silungsveiði i Norðlingafljóti og i
Hólmavatni. Hestaleiga. Sund-
aðstaða á Húsafelli i 11 km. fjar-
lægð og i Reykholti i 28 km. fjar-
lægð.
Bjarnastaðir í HvítársíðU/
Mýr.
Húsráðendur, Guðmundur
Jónsson og Margrét Július-
dóttir. Simi um Siðumúla.
Hestaleiga hefur staöið til boða
sl. 10 ár vanur fylgdarmaður. Al-
gengast er a'ð farið sé i 1-2 klst,
ferðir um fagurt iandsiag: slétta
árbakka, hraunlendi og skóg. —
Bærinn stendur við þjóðveginn
um Hvitársiðu, 55 km frá Borgar-
nesi, 7 km frá Húsafelli.
Garðar i Staðarsveit,
Snæf.
Húsráðendur: Svava
Guðmundsdóttir og Simon Sigur-
monsson. Simi um Furubrekku.
Næsta þéttbýli er Ólafsvik i 33
km. fjarlægð. Fjarlægð I verslun
er 23 km.
Gisting i heimahúsi, 1-2 manna
herbergi gisting fyrir allt að 6
manns i tveim herbergjum i sér-
húsi. Morgunveröur og fullt/hálft
fæði, eftir samkomulagi. Fagurt
umhverfi og góð aðstaða til útilifs
og náttúruskoðunar. Laxveiði-
leyfi, gott berjaland, sundlaug i 5
km. fjarlægð. Hestaleiga og báta-
leiga, (á sjó), i næsta nágrenni.
Ytri-Tunga í Staðarsveit,
Snæf.
Húsráðendur: Jónina
Þorgrimsdóttir og Guömundur
Sigurmonsson. Simi um Furu-
brekku. Næsta þéttbýli er ólafs-
vik i 32 km. fjarlægð. Fjarlægð i
verslun er 23 km.
Gisting i heimahúsi, 1 tveggja
manna og 1 eins manns herbergi
með morgunverði eða hálfu/fullu
fæði eftir samkomulagi. Fagurt
umhverfi og góð aðstaða til
náttúruskoðunar, m.a. er mikið
um sel. Fjallgöngumöguleikar,
silungsveiði, sjóstangaveiði,
ágætt berjaland. Bátaleiga, sund-
laug i 8 km. fjarlægð. Flugvöllur
á Rifi i 40 km. fjarlægð.
Kverná i Grundarfirði
Snæf.
Húráðandi: Ragnar R.
Jóhannsson. Simi 93-88814.
Skammt austan við þorpið i
Grundarfirði, 29 km. frá Ólafsvik,
49 km. frá Stykkishólmi .
Tjaldstæði, lax- og silungsveiði,
hestaleiga. Gott haglendi,
aðstaöa til að taka á móti hópum
hestamanna. Fagurt og friösælt
umhverfi. Sundlaug og öll algeng
þjónusta á Grundarfirði, Sumar-
hús fyrir 7-10 manns, rúm með
dýnum.
Arnarfell,
Arnarstapa,
Snæf.
Húsraðandi: Kristin Bergvins-
dóttir, Simi um Arnarstapa. Gist-
ing fyrir allt að 7 manns i 2-3
manna herbergjum. Fæði eftir
samkomulagi. Næsta þéttbýli
Hellissandur i 35 km. fjarlægð.
Einstök friðsæld og náttúru-
fegurð. Akjósanlegur staður til
gönguferða og náttúruskoðunar.
Mikið fuglalif. — Opið frá 1. júni
til ágústloka.