Þjóðviljinn - 29.06.1982, Síða 7

Þjóðviljinn - 29.06.1982, Síða 7
Þriöjudagur 29. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 HREPPSNEFNDARKOSNINGARNAR 1982 Bessastaðahreppur: Konur i sveitarstjóra- og oddvitastöðum Nýkjörin hreppsnefnd Bessa- staðahrepps fundaði strax á sunnudaginn var i Bjarnastaða- skóla og kaus þá Erlu Sigurjóns- dóttur oddvita og Þorgeir Bergs- son varaoddvita. Auk þess var Anna S. Snæbjörnsdóttir ráðin sveitarstjóri, og mun hún vera fyrsta konan á öllu landinu sem gegnir sveitarstjóraembætti. Þá eru kosningar i sveitahreppunum afstaönar, og getur að líta hér sýnishorn af úrslitum í fáum hreppum. Það verður þó að skoðast sem fremur handahófskennt úrval, enda var kosið i vel yfir 160 hreppum alls. Kjörsókn var viðast hvar ágæt. Líklega hefur hún orðið einna minnsta i Skorra- dalshreppi, þar sem kusu 21 af 41, sem var á kjörskrá, eða 51,2%, en mest varð hún i Svínavatnshreppi, 100%. En meðaltalið ferðtrúlega nálægt70%. Víðast hvar var kosið óbundinni kosningu, þ.e.a.s. einstaklingar voru í kjöri en ekki listar. A fimm stöðum kom aðeins fram einn listi, og varð þar sjálfkjörið, og í tveimur hreppum var i fyrsta skipti kosið listakosningu. —jsj. I hreppsnefnd Bessastaða- hrepps eiga sæti, auk Erlu og Þorgeirs, Anna i>. Snæojornsaott- ir, sveitarstjóri, Ólafur E. Stef- ánsson og Þorgeir J. Andrésson. —jsj. Kjalarneshreppur: Fjórir listar i framboði t Kjalarneshreppi í Kjósarsýslu voru fjórir listar i kjöri til hrepps- nefndar og þrir listar til sýslu- nefndar. Á kjörskrá voru 173 en 161 neytti atkvæðisréttar sem þýðir að kjörsókn hafi verið um 93%. Úrslit urðu þau að D-listi sjálf- stæðismanna hlaut flest atkvæði, eða 71 og tvo menn kjörna, Jón Ólafsson i Brautarholti og Jón Sverri Jónsson á Varmalandi. H - listi óháðra borgara hlaut 27 at- kvæði og einn mann kjörinn, Björn Björnsson i Horni, I-listi frjálslyndra hlaut 28 atkvæði og einn mann, Guðmund Benedikts- son, Esjugrund 39 og S-listi á- hugamanna um sveitarstjórnar- mál hlaut 35 atkvæði og einn mann, Stefán Tryggvason á Skrauthólum. Sjálfstæðismenn hlutu sýslu- nefndarmanninn, og er hann Páll Ólafsson i Brautarholti. —jsj. Alftaneshreppur: Fyrsta skipti kona i hreppsnefnd t Alftaneshreppi i Mýrasýslu var kosning óbundin, og hlutu kosningu þessir menn: Páll Þorsteinsson, Alftártungu, Skúli Jónsson, Lambastöðum, Jó- hannes M. Þórðarson Krossnesi, Ólafur Sigurðsson, Laugarfossi og Steinunn Guðjónsdóttir, Alfta- nesi. Þetta þætti vart i frásögur fær- andi nema af þvi að Steinunn er fyrsta konan sem sæti á i hrepps- nefnd Alftaneshrepps og hlaut hún 22 atkvæði i kosningunni. Á kjörskrá i Álftaneshreppi eru 76, en 57 neyttu atkvæðisréttar sins. — jsj. Búðardalur: Framsókn tapaði nokkru atkvæðamagni 1 Laxárdalshreppi i Dalasýslu eða Búðardal eins og oftast er sagt, voru þrir listar i kjöri til hreppsnefndar, Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks og Sjálf- stæöisflokks. A kjörskrá voru 257 en alls kusu 206. Skipting hreppsnefndarfulltrúa eftir flokkum hélst hin sama og áður en þó tapaði framsókn nokkru atkvæðamagni til sjálf- stæöismanna. B-listi framsóknar hlaut 73 at- kvæöi og tvo menn kjörna, þá Kristinn Jónsson og Svavar Jens- son. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 92 atkvæði og tvo menn, þá Sigurö Rúnar Friðjónsson og Jó- hannes Benediktsson og G-listi Alþýðubandalags hlaut 38 at- kvæði og einn mann, Gisla Gunn- laugsson. Fylgi Alþýöubanda- lagsins stóð að heita má i stað. —jsj. Grímsey: Óhlutbundin kosning Ekki má fjalla um kosning- ar á landinu öðruvisi en að Grimseyinga sé þar getiö. Þar var kosið óhlutbundinni kosn- ingu i þriggja manna hrepps- nefnd, og hlaut Gylfi Gunnarsson 49 atkvæði, Þorlákur Sigurðsson 48 atkvæði, og Hafliði Guömunds- son 41 atkvæði. Þeir skipa þvi hreppsnefnd Grimseyjar til næstu fjögurra ára, en Þorlákur var jafnframtkosinn f sýslunefnd fyr- ir Grímseyinga. — jsj. Norðfjarðar- og Mýrahreppur: Listakosningar i fyrsta sinn 1 Norðfjarðhreppi i Suður - Múlasýslu og i Mýrarhreppi i Vestur-lsafjarðarsýslu var i fyrsta skipti kosið bundinni lista- kosningu, og voru tveir listar i kjöri i hvorum hreppi. I Norðfjarðarhreppi var kosið á milli H-lista umbótasinna, og 0 - lista óháðra. O-listinn hlaut 45 at- kvæði og þrjá menn kjörna: Há- kon Guðröðarson, Miðbæ, Jón Þór Aðalsteinsson, Ormsstöðum og Hálfdán Haraldsson, Kirkjumel, en H-listinn hlaut 24 atkvæði og tvo menn, þá Þórð Júliusson Skorrastað og Björn Björnsson, Hofi. A kjörskrá i Norðfjarðarhreppi voru 74, en 69 kusu sem þýðir að kjörsókn hafi verið rúm 93%. 1 Mýrahreppi voru 89 á kjor- skrá og kusu þar 84 eða 94%. Þar hlaut mikinn yfirburðasigur J • listi framfarasinnaðra 57 atkvæði og fjóra menn: Asvald Guð- mundsson, Astúni Valdimar Gislason, Mýrum, Dreng Guð- jónsson, Fremstu-Húsum og Berg Torfason, Felli. Z-listi áhuga- manna um framtið Mýrarhrepps hlauthins vegar 27 atkvæði og að- eins einn mann, Zófanias á Læk. —jsj. Vopnafjarðarhr.: Framsókn fékk meirihluta I Vopnafjarðarhreppi i Norður- Múlasýslu eru 581 á kjörskrá og kusu 498, eða 85,7%. Fóru kosn- ingarnar þannig að B-listi Fram- sóknarflokks hlaut hreinan meiri- hluta i sjö manna hreppsnefnd, 237 atkvæði og f jóra menn kjörna, D-listi Sjálfstæðisflokks 134 at- kvæði og tvo menn kjörna, og G-- listi Alþýðubandalags 109atkvæði og einn mann kjörinn. 1 siðustu kosningum voru þessir sömu listar i framboði, auk óháðs framboðs sem hlaut þá einn mann kjörinn, en framsókn fékk þá þrjá menn. —jsj. Geithellnahreppur: Margir kallaðir, en aðeíns þrir útvaldir 1 Geithellnahreppi i Suður - Múlasýslu voru 49 á kjörskrá og kusu 46 manns. 1 hreppsnefnd hlutu kosningu Flosi Ingólfsson, Flugustöðum, Astriður Baldurs- dóttir, Hofi, Snorri Guðlaugsson, Starmýri, Ragnar Eiðsson, Bragðavöllum og Karl Sigur- geirsson, Melrakkanesi. Þeir Snorri, Ragnar og Karl urðu jafn- ir að atkvæðum ásamt þremur öðrum sveitungum sinum, og var þvi hlutköst látinn ráða — og þeir hrepptu hreppsnefndarsætin. —jsj. Breiðdalshreppur: L-listinn hlaut mikinn meirihluta atkvæða 126, og fjóra menn kjörna: Baldur Pálsson, Guðnýju Gunnþórsdóttur, Guðjón Sveins- sonogStefán Niels Stefánsson, en K-listi fékk 49 atkvæði og einn mann, Lárus Sigurðsson. Sigmar Pétursson hlaut kosn- ingu af L-lista til sýslunefndar. A kjörskrá voru 233 og neyttu 186 atkvæðisréttar eða rúm 70%. — jsj. Stórsigur félags- hyggjumanna Tveir listar voru i kjöri i Breið- dalshreppi, K-listi lýðræðissinn- aðra kjósenda og L-listi félags- hyggjumanna. Svo fóru leikar, að Hella: Sjálfstæðismenn í meirihluta Á Hellu i Rangárvallasýslu voru 472 á kjörskrá og greiddu 395 atkvæði, en kosið var um tvo lista, E-lista sjálfstæðismanna og óháðra, og I-lista frjálslyndra kjósenda. E-listinn hlaut 283 atkvæði og fjóra menn, þá Pál G. Björnsson, Jón Thorarensen, Gunnar Magn- ússon og Arna Hannesson, en I - listi 90 atkvæði og einn mann, Guðmund J. Albertsson. Einn listi var i kjöri til sýslu- nefndar E-listi sjálfstæðismanna, og var Bogi Thorarensen þvi sjálfkjörinn. V-Landeyjahreppur: Eggert Haukdal i hreppsnefnd og sýslunefnd 1 Vestur-Landeyjahrepp eru 129 manns á kjörskrá og kusu alls 127, eða 98,4% og verður vart ann- að sagt en þar sé rússnesk kjör- sókn! H-listi óháðra hlaut 45 atkvæði og tvo menn, þá Snorra Þorvalds- son, Akurey og Brynjólf Bjarna- son i Lindartúni. K-listi fráfar- andi hreppsnefndar hlaut 78 at- kvæði og þrjá menn kjörna: Egg- ert Haukdal á Bergþórshvoli, Guðjón Sigurjónsson á Grims- stöðum og Asdisi Kristinsdóttur i Miðkoti. Eggert Haukdal hiaut einnig kosningu til sýslunefndar. —jsj. Fjallahreppur: Frúin féll á hlutkesti Margt getur skondið skeð, ekki sist i kosningum, og það fengu þau að reyna, hjónin i Hólsseli i Fjallahreppi i Norður-Þingeyjar- sýslu. Þar var kosið óbundinni kosn- ingu og kusu 12 af 17 á kjörskrá. ölöf Bjarnadóttir i Grimstungu hlaut 12 atkvæði og Bragi Bene- diktsson i Grimstungu hlaut 10 at- kvæði, en svo urðu þau jöfn, Hóls- selshjónin með 6 atkvæði hvort um sig. Það varð þvi að ráðast af hlutkesti.hvortþeirra skyldi taka sætiðí hreppsnefndinni til þess að allt færi nú lögum samkvæmt. Og þannig fór að Sigurður Leós- son vann hreppsnefndarsætið á hlutkesti frá konu sinni, Guðrúnu Jóhannsdóttur! Benedikt Sigurðsson i Grims- tungu var kjörinn i sýslunefnd. — jsj Útlaginn og Land og synir endur- sýndar i byrjun júlimánaðar verða báðar kvikmyndir isfilm, Land og synir og Útlaginn,endursýndar á Norðurlandi og er ætlunin að hafa endursýningar um allt land. Sýningar á báðum myndunum hefjast á Akureyri nú um helgina og á Sauðárkróki hefjast um sama leyti sýningar á Landi og sonum. 1 frétt frá lsfilm segir að marg- ir aðilar hafi óskað eftir þvi að fá Land og syni enn til sýningar en hún sló öll aðsóknarmet á sinum tima. Útlaginn var sýndur seint á siðasta ári og þrátt fyrir jólaund- irbúning sáu hana um 52 þúsund manns i Reykjavik einni. Báðar hafa þessar myndir farið víös vegar um heim og hlotið góða dóma og ágætar undirtektir. t júli verður Útlaginn sýndur á kvikmyndahátið i Karlovy Vary i Tékkóslóvakiu og er nú verið að ganga frá samningum við Crown International Inc. i Los Angeles um sölu og dreifingu á myndinni i Bandarikjunum. Þá hefur hún # verið selt til Noregs, Sviþjóðar, Þýskalands og Bretlands. Leikstjóri beggja myndanna er Agúst Guðmundsson, kvik- myndaleikstjóri, en framleiðandi er Jón Hermannsson, tæknifræð- ingur. tsfilm hefur ákveðið að gera i ágústmánuði heimildarmynd um Daniel Bruun og Kjalveg en i frétt frá fyrirtækinu segir að nú séu siðustu forvöð að ná Kjalvegi óbreyttum vegna Blönduvirkjun ar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.