Þjóðviljinn - 01.07.1982, Side 15

Þjóðviljinn - 01.07.1982, Side 15
Fimmtudagur 1. júlí 1982 ÞJóÐVILjINN — SIÐA 15 Hringið í síma 81333 kl. 9-5 qlla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Teiknimynd úr pönk- blaðinu Neista Halldór Sigurðsson skrifar i Þjv. 11. júni s.l. Þar kvartar hann undan auglýsingu frd hljómplötuversluninni STUÐI. „Kond’i STUД heitir auglýs- ingin og hún hefur tvisvar birst i Þjv. 1 auglýsingunni er teiknimynd af dæmigerðum viðskiptavini STUÐs. Þetta er hress anarki- pönkari i ætt við Sigga Pönkara og Bjarna Móhikana. Halldór fullyrðir að þessi dæmigerði viðskiptavinur STUÐs sé i raun Lenin sálugi! Svona „afskræm- ing” á „virtasta leiötoga sósial- isma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis” finnst Halldóri af- spyrnu vond. Það finnst fleir- um. M.a. hélt ónefndum marx-lenin-stalin-hoxha-isti þvi fram á dögunum að umrædd mynd sé ihaldssöm. Hún sé „lágkúrulegur stuðningur við afturhaldsöflin i landinu”. Gott ef ekki bara fasistisk, boðberi einræðis, heimsvaldastefnu og kynþáttakúgunar. Til að forðast ennþá langsótt- ari bollaleggingar finnst mér sjálfsagt að upplýsa tilurð myndarinnar. Þannig er að mér var falið að finna symbol fyrir nýbylgjuverslunina STUÐ. Þá var auðvitað nærtækast að fletta upp i pönkblaðinu Neista. Og viti menn: Þar blasir við Marx-Lenin-Sta- lín-Hoxa-isti segir myndina íhaldssama teiknimynd af anarkipönkara með nælu i gegnum skallann. Undir myndinni stóð nafnið Vladimir Rotten. Með smávægi- legri snyrtingu tókst mér að gera Vladimir Rotten að þess- um dæmigerða viðskiptavini STUÐs. Einar Karl ritstj. Þjv. hafði þvi margt til sins máls þegar hann sagði að ekki væri ljóst að myndin sé af Lenin. En Halldór finnur fleira að auglýsingunni frá STUÐi. Hann efast t.d. um að STUÐi sé stætt á að auglýsa að verslunin selji bcstu kassetturnar. Og mikið rétt: Þaö er nánast smekksatr- iði hvort bestu kassetturnar heita Sony eða TDK. Þess vegna selur STUÐ bæði Sony og TDK. Þá segir Halldor það skrum að Last-vökvinn geri plötuna betri en nýja. Fátt er auðveld- ara en að ganga úr skugga um þetta, t.d. með þvi að bera vökv- ann aðeins á annan helming plötuhliðarinnar og heyra mun- inn. Það er ekki aðeins aö Last- vökvinn styrki hljóminn og dragi úr bjögun, heldur hindrar hann einig rykmyndun, eykur endingu nálarinnar og verndar plötuna svo vel að Halldór getur spilað söngvana hans Roberts Wyatt um Stalin 200 sinnum án þess að greina slit á plötunni. Last-vökvinn er þvi prýðisgott framlag til sósialismans, verka- lýðshreyfingarinnar og þjóð- frelsisins þegar öllu er á botninn hvolft. Jens Kr. Guð, auglýsingateiknari Aróður gegn forstjórum Segir Kristófer og vill að almenningur sætti sig við rýrnandi kaupmátt Kristófer forstjóri skrifar: „Ekki finnst mér lengur hægt að sitja þegjandi undir þeim gengdarlausa áróðri sem er gegn okkur forstjórum og for- svarsmönnum fyrirtækja. Það er sama hvert litið er i öll blöð og aðra fjölmiðla, alltaf skal ráðistá okkur sem stöndum fyr- ir atvinnuvegunum. Ljóst er að á þessu ári dregst þjóðarfram- leiðslan saman og allir veröa að axla byrðarnar. Þetta þýðir að launþegar verða að draga sam- an seglin — og lækka i launum (kaupmætti). Þáð er ljóst að á slikum tim- um þljóta forstjórar að vera lif- ankeri atvinnulifsins með frjóu hugarflugi og athafnasemi sinni. Það má ekki þrengja kost fyrirtækjanna. Þvi hlýt ég að skora á fjöimiðlana að sýna nú örlitinn skilning á mikilvægi okkar i atvinnulifinu — og hætta stöðugum árásum á okkur. Að- eins einn leiðarahöfundur dag- blaða virðist skilja mikilvægi okkar — það er i Alþýðublaðinu, en það sé ég stundum á elli- heimilinu þarsem konan min dvelur. Fólk verður að sætta sig við þau hin mögru ár. Almenningi hefði verið nær að fara eftir bibliusögunum og fordæmi okk- ar hjóna við undirbúning mögru áranna þegar beturgekk á und- anförnum árum. Þetta höfum við hjónin t.d. gert með þvi aö byggja þrjú einbýlishús. Eitt þarsem ég bý ásamt vinnukonu og annað sem ég leigi ónefndu sendiráði en hið þriðja stendur autt af þvi ég treysti ekki leigj- endum einsog málin standa. Þetta gátum við af þvi við spör- uðum og fórum ekki i alltof margar sólarlandaferðir á hverju ári — einsog almenning- ur gerir. Nóg að sinni i komma- blaðið. Ykkar Kristófer forstjóri” Brandarar Brandari: llvaö geröi lillinn þegar hann var búinn aö klil'ra upp i hæsta tré skógarins? V! SVAR: Hann beiö eftir vorinu og lét sig svila niöur á laufblaöi. Hvað sagöi Tarsan þegar hann sá lilana koma úl úr skóginum'! SVAR: Hann sagöi „þarna koma íilarnir” En hvað sagði Tarsan þegar hannsá lilana koma út úr skóg- inum meösólgleraugu ' SVAR: Hann sagöi ekkert þvi hann þekkti þá ekki. (Bangsi) ANNAR: Einu sinni voru lilarn- irog skordýrin aö keppa vináttu leik i fótbolta og i hálfleik var staðan 103:0 íyrir lilunum en eftir hallleik var þúsundfætlan sett inn á og hun skoraöi 3058 mörk og úrslitin uröu 103:3858 fyrir skordýrunum. En svo sagði þjállari filanna viö þjáll- ara skordýranna, þvi settirðu ekki þúsundfætluna ekki strax inná? Þá svaraði þjálfari skor- dýranna: sko hún var svo lengi að klæða sig i skóna. Vitiö þiö al hverju tilarnir ganga á lánum þegar þeir ganga f ram hjá apótekum ? SVAR: Svo aö þeir veki ekki svelnpillurnar. Vitið þið af hverju þaö er bann- aö aö fara inn i skóginn milli klukkan 6og 6? SVAR: Þvi þá æfa íilarnir l'all- hlifarstökk. En vitið þið al hverju krókódil- arnirerp flatir? SVAR: Þaö er vegna þess að þeir fóru inn i skóginn milli kl. 5 og 6. ■ Skólinn er byr jaóur KENNARI: Hvernig likar þér við skólann, væni minn ? DRENGURINN: Ágætlega á sumrin, þegar skólinn er lokaö- ur. Uiigi niaðurinn á myndinni gcngur undir skáldanafninu Bangsi og er aöalbrandara smiður Barnahornsins þessa dagana. Barnahornið Leikrit vikunnar TONASPIL í KVÖLD Bjarni Ingvarsson, leikari hjá Alþýðuleikhúsinu, leikur vininn sem keniur i heimsókn. Arni Blandon og Tinna Gunnlaugsdóttir i hlutverkum sínum i Snialastúlkunni. Þau lcika bæði i lcikriti vikunnar i kvöld. 1 kvöld 1. júli kl. 20.30 veröur flutt leikritiö „Tónaspil” eítir Peter Shalfer. Þýðandi er Kristin Magnúss en leikstjórn annast Herdis Þorvaldsdóttir. Með hlutverkin iara Árni Blandon, Bjarni Ingvarsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Flutningur leiksins tekur rúma klukkuslund. Tækni- maður: Hreinn Valdimarsson. Bob býr i leiguherbergi i Lundúnum. Hann hefur boöið stúlku i kvöldmal, og Ted vin- ur hans kemur til aö matreiöa fyrir þau. Ted er veraldarvan- ur, ekki sist þegar kvennamál eru annars vegar og er alltaf tilbúinn aö gela góö ráö og leiðbeiningar. Peter Shaffer fæddist i Liverpool 1926 og er tvibura- bróðir leikritahöíundarins Anthonys Shaffers. Hann skrifaði lyrst sjónvarpsleikrit, en fór siðan aö skrifa fyrir leiksvið. „Tónaspil” (The Private Ear) er annar ai tveimur ein- þáttungum, sem hann skriíaði 1962. Hann var „Einkaspæjar- inn” sem útvarpið flutti 1978. Af öðrum leikritum Peters Shaffers má nefna „The Royal Hunt og the Sun” (um Pizarro), „Black Comedy”, sem Leikfélag Reykjavikur sýndi 1973—74 undir nafninu „Svörtkómedia” og „Equus”, einnig tekið til sýningar hjá Leikfélaginu. Ilerdis Þorvaldsdóttir Útvarp kl. 20.30 Sjónvarpið í sumarleyfi Sjónvarpið er komiö i fri. Sumarleyli helst hjá sjónvarp- inu i dagogeru margir sjálfsagt hvildinni fegnir. Sumarleyfi hefst i dagog þvi lýkur 1. ágúst. Einhver starfsemi fer þó fram hjá sjónvarpinu þrátt fyrir aö útsendingarnar hætti.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.