Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Miðvikudagur 7. júli 1982 viðtalið Gísli Gunnlaugsson í Búðardal „Bjartsýni og samstarf besta leiðin til framfara” Gisli Gunnlaugsson i Búöar- dal er viötalsmaöur dagsins. Hann er fulltrúi Alþýöubanda- lagsins i hreppsnefnd Laxár- hrepps og vinnur sem deildar- stjóri I byggingarvörudeild kaupfélagsins. Viö siöustu kosn- ingar jókst fylgi Alþýöubanda- lagsins um 1% en fulltrúahlut- falliö er hiö sama og á siöasta kjörtimabili, Sjálfstæöisflokkur hefur tvo menn, Framsókn tvo og Alþýðubandalag einn. ,,Ég held aö þessar kosningar marki ekki neina breytingu; viö erum sömu fulltrúarnir og á siö- asta kjörtimabili og viö munum halda þvi starfi áfram sem byrjað var á. Viö erum ungir og friskir og ég held aö ég ljúgi þvi ekki aö á siöasta kjörtimabili vorum viö yngsta hreppsnefnd landsins. Nú erum viö fjórum árum eldri og reyndari. Nei, þaö hefur ekki veriö starfandi neinn meirihluti hér. Viö kjósum okkar oddvita og svo förum viö aö vinna. Þaö hefur veriö góö samstaöa i hreppsnefndinni. Þaö má segja aö ef klofningur komi upp, þá klofna menn frekar eftir mál- efnum en eftir flokkum. Þetta er eitt séreinkenni landsbyggöar- innar”. — Hver veröa meginverkefni nýrrar hreppsnefndar? „Eins og ég sagöi áöan þá munum viö leggja áherslu á aö ljúka þvi sem viö vorum byrj- aöir á. Viö munum halda áfram undirbyggingu vega og vinna aö varanlegri gatnagerö. Annar áfangi skólans er vel á veg kominn og fyrirhugaöar eru framkvæmdir viö elliheimili. Fyrirhuguö er bygging Sýslu- húss og dagvistarheimilis. Þörfin á dagvist hefur veriö aö koma i ljós á allra siöustu árum; konur hér hafa fariö i auknum mæli út á vinnumarkaöinn. Viö vinnum aö holræsagerö sam- fara gatnageröinni en við munum ljúka viö tvær götur i sumar. Viö höfum lokiö viö aö leggja vatnslögn frá Svinadal i Búðardal og þaö mun vera önnur mesta vatnsveita lands- ins, miöaö viö fólksfjölda”. — Eru fyrirhugaöar ein- hverjar framkvæmdir i orku- málum? „Þetta er eitt af stærstu vandamálum okkar sem ann- arra sem búa i dreifbýli. Viö búum viö eitt dýrasta orkuverö i landinu. Viö hitum upp meö raf- magni og oliu og þótt undarlegt sé þá er verðmunur á bvi sára- litill. Viö létum verkfræöistofu gera úttekt á þvi hvort væri hagkvæmara aö leiöa heitt vatn hingaö frá Laugum I Hvamms- sveit eöa frá Reykjadal i Miö- dölum og útkoman varö sú aö hagkvæmara væri aö leiöa þaö frá Reykjadal. Viö munum væntanlega hefja tilraunarbor- anir i sumar, viö höfum fengið heimild til borunar i formi láns- fjármagns sem greiðist þegar nýting byrjar. Þetta veröa gifurlegar framkvæmdir. Þaö segir sig sjálft aö ef þessi mál komast ekki i lag, þá getum viö búist viö miklum fólksflótta i framtiöinni”. — Hvernig standa atvinnu- málin hjá ykkur? „Þaö er ljóst aö þaö þarf aö skapa fleiri atvinnutækifæri. Hér hefur öll atvinna byggst upp á þjónustu viö bændur og fram- Gisli Gunnlaugsson. Ljósm. -kjv leiöslu úr landbúnaöarfuröum. Það er einnig staöreynd aö hér hafa veriö lægstar meöaltekjur á landinu i fjölda ára. Viö munum neyta allra tækifæra til aö skapa aukna atvinnu. 1 þvi sambandi eru fyrirhugaðar hér svokallaöir iöngaröar þar sem ætlunin er aö hafa aöstööu fyrir smáiönaö. Eins og allir vita þá er hér i Búöardal óhemju magn af leir og viö bindum miklar vonir viö hann. Hér eru þegar hafnar tilraunir meö vinnslu hans og þær hafa allar gefiö mjög jákvæöar niöurstööur. Þessu fylgir aö auka þarf hús- næöi, bæöi fyrir iönaöinn og fyrir fólk. Það hefur ekki veriö næg fjölbreytni i húsnæðisvali hér. Þaö er veriö aö vinna aö byggingu verkamannabústaöa og ég vona aö þaö veröi hægt aö byrja á byggingu þeirra innan ekki langs tima”. — Hvaö meö umhverfis- málin? „Hér vinna unglingar á sumrin viö snyrtingu og upp- græöslu ógróins lands. Hér hefur ekkert útivistarsvæöi veriö en viö höfum ráöiö lands- lagsarkitekt til aö gera tillögur um skipulagningu hins eigin- lega „Búöardals” undir úti- vistar- og Iþróttasvæöi. Dalur- inn býöur upp á gifurlega skemmtilega aöstööu. Þaö er ljóst aö þaö hefur ekki veriö gert nóg i þessum efnum en viö erum á réttri leið, þetta er framtiöar- verkefni”. — Þannig aö þ,ú ert bjartsýnn á framtiöina? „Já, það er ég. Viö hér i Búöardal horfum björtum augum til framtiðarinnar. Hér býr duglegt fólk og ef bjartsýni og samstarf veröa ríkjandi hér eins og áöur, þá kviöi ég ekki framtiöinni”. KÆRLEIKSHEIMILIÐ Mér er sama, þótt þú segist vilja prófa að vera litill ónamaðkur. Settu baunirnar á diskinn! Aögát skal höfö... A blómaskeiöi Viktórfutima bilsins, var bók nokkur bóka fremst i útlistingu siöareglna fyrir fólk aö fara eftir. Hét sú Lady Goughs Book of Etiquette, eöa Siöakver laföi Gough, og má nærri geta, hvort ekki hafi veriö þar ýmislegt gott fyrir fólk á Viktóriutimabilinu að moöa úr. Meöal þess, sem þar segir, er aö ekki megi setja bækur eftir karlrithöfunda viö hliöina á bókum kvenrithöfunda i bóka- hillum. Með einni undantekn- ingu þó: Bækur rithöfunda af mismunandi kynjum mátti setja hlið viö hiiö i bókahilluna, ef svo vildi_til, aö höfundarnir væru hjón...’ Rugl dagsins Við viljum ekki blanda saman viöskiptum og pólitik. Geir Hallgrimsson. Gætum tungunnar Sagt var: Ég ræö hvað ég geri við sjálfs mins eignir. Rétt væri: Ég ræö hvaö ég geri viö sjálfs mfn eignir. (Ath.: ég sjálfur er I eignarfalli: min sjálfs.) Smælki Á sjúkrahúsinu „Ertu giftur?”, spurði hjúkrun- arkonan. „Nei, nei, þetta var bara bil- slys”, sagöi sá slasaöi. Feðga i millum „Pabbi, þaö var strákur i skól- anum, sem sagöi aö ég liktist þér”. „Jæja, vinur.þaö var gaman aö heyra. Og hvaö sagöir þii?” „Ekkert, hann var svo miklu stærri en ég.” Karlatal „Ég kýs aö vera stuttorður”. „Já, ég skil. Ég er lika giftur”. Viðskiptalif Jón og Haraldur stofnuðu fyrir- tæki. Jón haföi reynsluna, en Haraldur peningana. Tveimur árum siöar slitu þeir fyrirtæk- inu. Þá haföi Jdn peningana og Haraldur reynsluna. Úr leikhús- lífinu „Endaöi leikritiö vel?” „Já, já, þaö voru allir glaöir yfir þvi aö þaö var búiö”. Stjórnmála- raunir „Jæja, kona”, sagöi hann hreykinn, „ég vann kosningarn- ar! ” „Segirðu satt?” „Hm...má þaö ekki liggja milli hluta?” í hita kosn- ingabaráttunnar „Góöir fundarmenn, þessar töl- ur og staðreyndir eru ekki frá mér komnar! Þetta eru tölur og staöreyndir manns, sem veit sinu viti!” Heyrt á fundi iðnjöfra „Trúir þú á tilvist Helvitis?” „Nei, ertu frá þér, maður?” „Nú? Og hvert er þá iðnaðurinn farinn?” Úr kristni- boðsstarfinu „Af hverju starirðu svona mikiö á mig?” spuröi kristniboðinn afrikunegrann. „Ég er i matvælaeftirlitinu”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.