Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. júli 1982 Nákvæmnin er i fyrirrúmi hjá þeim sem byggja úr múrsteini. Hver múrsteinn veröur aö vera á réttum staö. Annar útveggurinn var nær fullkláraöur, Fyrsta verksmiðju- húsið úr múrsteini Danir fengnir til að byggja húsið „Þetta er svo sem eftir ööru. Þaö er veriö aö flytja allt inn i landiö, múrverk sem annaö,” sagöi maöur hjá Múrarameist- arafélagi islands I spjalli viö Þjööviljann eigi ails fyrir löngu. Tilefni samtaisins var aö nú ris hrööum skrefum dt viö Sund 500 fermetra múrsteinshús sem þjóna skal fyrirtækinu Trausti h.f. Aö iangstærstum hluta á byggingin aö hýsa verkstæöi fyr- irtækisins en einnig veröur komiö fyrir skrifstofum og verkfræöi- stofu. Þetta mun vera fyrsta verkstæðiö sem byggt er úr múr- steinl. 'Þaö eru danskir verktakar, Drejer o.co. sem taka aö sér aö koma húsinu upp og þaö veröur næstum þvi gert I einum grænum hvelli. 16. júni var platan undir húsiö steypt og upp úr þvi hófust framkvæmdir. 1 ágúst ætla Dan- irnir aö skila húsinu fullkláruöu. Þess má geta aö islenskur arki- tekt hefur teiknaö mannvirkiö, Gunnar Friöbjörnsson. Hjá Sveini Sigurössyni fjár- málastjóra Trausts h.f. fengust þær upplýsingar aö hagkvæmnis- sjónarmiö heföu ráöiö þvi aö er- lendir heföu veriö fengnir til aö reisa þetta hús. Húsiö er meö tvö- falda veggi, eiuangraö á milli og aö sögn Sveins mun viöhalds- kostnaöur ekki hafa veriö neinn aö ráöi. Hann gat ekki gefiö upp heildarfjármagnskostnaö, þvi inn i hann væri reiknuö tækjakaup, en Traust h.f. sér um samsetn- ingu og framleiöslu á fiskvinnslu- tækjum. Sveinn sagöi aö kostnaö- ur yröi áreiöanlega ekki meiri en ef islenskir aöilar heföu veriö fengnir til aö reisa húsiö. Sjö Danir vinna viö byggingu þess. Voru meöfylgjandi myndir tekn- ar er undirritaöur ásamt ljós- myndara Þjóöviljans, — gel, röltu um svæöiö. — hól. Jámgrindur bera uppi veggi hússins. „Jaröskjálfti veldur ekki meiri skaöa en á öörum hlöönum hús- um”, sagöi Sveinn Sigurösson hjá Trausti h.f. Stjórnkerfisnefndin endurvakin? Fyrir borgarráöi liggur nú til- laga um aö skipuö skuli ný stjórnkerfisnefnd sem hafi aö markmiöi aö einfaida stj<k-n- kerfiö og tryggja betur frum- kvæöi og aöild borgarbúa aö á- kvöröunum um borgarmálefni. Flutningsmaöur tillögunnar er Guörún Jónsdóttir Kvenna- framboöi og gerir hún ráö fyrir aö i nefndinni sitji fulltrúar allra flokka og aö henni beri aö leita til starfandi hverfasam- taka i borginni um tillögur aö hugsanlegri aöild þeirra aö stjórnkerfi borgarinnar. Þaö var seint i vetur aö stjórnkerfisnefnd sem skipuö var aö frumkvæöi þáverandi meirihluta gafst upp á tillögu- gerö um endurskipulagningu á stjórnkerfi Reykjavikur. Haföi fulltrúi Alþýöuflokksins i nefnd- inni reynst ófáanlegur til aö mæta á fundi hennar og varö niöurstaöan sú aö Alþýöubanda- lag og Framsóknarflokkur fluttu sinar tillögurnar hvor i þessum efnum. Endurflutti Geröur Steinþórsdóttir nokkrar tiliögur Framsóknar á siöasta borgarstjórnarfundi, m.a. um allsherjaratkvæöagreiöslur meöal borgarbúa og fasta viö- talstima allra borgarfulltrúa. Sjálfstæöisflokkurinn brást ó- kvæöa viö . tillögum Geröar og samþykkti aö visa þeim til borgarráös, þrátt fyrir mótmæli hennar sem byggöust á þvi aö Framsókn á ekki fulltrúa i borg- arráöi. Spunnust af þessu deiiur um hvort Guörún Jónsdóttir væri fulltrúi miöflokkabanda- lagsins i borgarráöi eöa ekki.en Sjálfstæöisflokkurinn taldi aö svo væri. Mótmæltu fulltrúar miöflokkanna þeim skilningi og lét Siguröur E. Guömundsson m.a. færa til bókar aö Guörún væri ekki fulltrúi Alþýöuflokks- ins i borgarráöi. —AI Urgur ÍBHM „1 siöustu kjarasamningum dæmdi Kjaradómur okkur engar grunnkaupshækkanir, og Banda- lag Háskólamanna á endurskoö- unarrétt á sinum kjarasamningi, og sá réttur veröur vissulega nýttur”, sagöi Asthildur Erlings- dóttir, formaöur Launamálaráös BHM I samtali viö Þjóöviljann, en BHM er langþreytt oröiö á þvi aö fá ekki fram leiöréttingu á laun- um sinum, sem Asthildur sagöi, aö væru nú um 30-40% lægri en laun sambærilegra stétta á hinum almenna vinnumarkaöi. Meöal- laun félaga i BHM eru nú um 12.000 krónur, en lægstu laun um 9.000 krónur. „Viö endurskoðun aöalkjara- samnings okkar um áramótin 1980-81 fengum viö heldur ekki réttláta lausn okkar mála”, sagði Asthildur, ,,en þá hækkuöu laun okkar aöeins tii helminga á viö önnur laun. . Viö munum fara fram á aö fá þennan aöalsamning endurskoö- aöan, enda er mikill urgur i okkur kominn yfir þvi aö vera alltaf hlunnfarin á þennan hátt”, sagði Asthildur og gat þess jafnframt, ab aðildarfélög innan BHM væru nú aö byrja aö stofna vinnudeilu- sjóði og aö Hiö Islenska Kennara- félag, sem er stærsta aöildarfélag innan BHM, væri þegar búiö aö stofna slikan sjóö. „Viö i stjórn Launamálaráös BHM höfum fariö fram á fund meö fjármálaráðherra I næstu viku, enda fengum viö vilyrði fyr- ir fundi um leiö og linur færu aö skýrast á hinum almenna vinnu- markaöi”, sagði Ásthildur Er- lingsdóttir, formaöur Launa- málaráös BHM aö lokum. —jsj. Guömundur Arni Stefánsson var meöal ræöumanna á friöarfund inum. Leiðréttingar Nokkur mistök urðu i vinnslu opnunnar frá friöarfundinum á Klambratúni. Niður féll nafn eins ræöumanns. Guðmundar Arna Stefánssonar. Þá brengluöust myndatextar þannig aö mynda- texiá, þarsem átti aö standa Arni Gunnarsson, Hrefna Filippus- dóttir og Guömundur G. Þórar- insson féll niöur en i staöinn var rangur texti. Þá féll úr fyrirsögn nafn ljósmyndarans Gunnars Elissonar, sem tók myndimar (Gel). Hlutaðeigendur eru beönir velvirðingar á þessu. Unglingareglan Fræðslu- yerkefni Ungiingaregla Stórstúku Is- lands hefúr gefiö út smárit sem nefnist „Fræðsluverkefni um áfengi og önnur fikniefhi”. Er þar, i máli og myndum, fjallað um áhrif áfengis, tóbaks og eitr- aöra gufa, (leysiefna), á einstök liffæri mannsins og raunar lik- amann i heild. Vel mættu kennarar afla sér þesa ritlings og kynna efni hans nemendum þegar skólar taka til starfa meö haustinu. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.