Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJ6ÐV1LJINN Miðyilfudagur 7. .júli 1982 S.A.T.T. samband alþýðutón- skálda og tónlistarmanna, er að fara af stað á nýjan leik með svo- nefnd SATT-kvöld og veröa fyrstu tónleikarnir í Klúbbnum i kvöld kl. 10.00 og koma þar fram ýmsar þekktar rokk-hljómsveitir og pop- tónlistarmcnn Baraflokkurinn frá Akureyri verður meðal þeirra, en þeir eru nýbúnir að gefa út hljómplötu og þykja frábærir tónlistamenn. Þrumuvagninn verður með þrumu rokk sem svikur engan, ásamt Tappa Tikarrass sem skjóta öllum ref fyrir rass. Allir sem hafa áhuga fyrir lif- andi tónlist og tónlistarflutningi eru velkomnir, og ættu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Y f irlýsiitg frá’78 Samtökin ’78 félag lesbia og homma á Islandi, hafa beðið blaðið fyrir yfirlýsingu vegna myndbirtinga og frásagnar i sið- asta tölublaði Samúels, en þar er sagt frá mannfagnaði samtak- anna i Manhattan i des. sl. Yfir- lýsingin er eftirfarandi: Þaö skal upplýst, að þeir Guð- mundur Sveinbjörnsson, Efsta- sundi 75, og Veturliði Guðnason, Blönduhlið 25, sem hafa með óheimilli, opinberri myndbirtingu vegið á svivirðilegan hátt að starfsgrundvelli félagsins, hafa ekki tekið annan þátt i störfum þess, en að sækja dansleik i desember 1981, og annar þeirra aðalfund i janúar 1982. Félagsmenn, aðrir sem sækja fundi og samkomur hjá félaginu, og þeir sem hafa samband við það i simatima eða á annan hátt, mega treysta þvi, að trúnaður við þá verður ekki rofinn af hálfu neins, sem er virkur i starfi félagsins. Undir rita: Guðni Baldursson og Lára Martin f.h. stjórnar sam- takanna, og Helgi Magnússon, umsjónarmaður simatima. Námskeið í skyndihjálp M Itauða-krossdcild Kópavogs gefur bæjarbdum og öðrum sem hafa áhuga kost á námskeiði f al- mennri skyndihjálp. Námskeiðið verður i Vfghóla- skóla og hefst miðvikudaginn 7, júlí kl. 20.00 Þaö verður 5 kvöld samtals 12 timar. Þátttaka til- kynnist I sima 41382 kl. 19—21 .þann 6. júli. A námskeiöinu verður reynt að veita sem mesta verklega þjálfun með raunhæfum verkefnum. Einnig verða sýndar kvikmyndir um blástursaðferðina og áhrif kulda á mannslikamann. Þess má geta, að námskeiðinu lýkur meö verkefni, sem hægt er aðfá metiö i fjölbrautaskólum og iðnskólum. — mhg S.A.T.T.,hefurþaðmarkmið að efla lifandi tónlistarflutning og hefur f þvi sambandi farið af stað með byggingarhappdrætti til öfl- unar fjár til þess að koma upp stað i höfuðborginni fyrir lifandi tónlist. Happdrættismiðar verða þvi boðnir áhugafólki sem sækja tónleikana i kvöld. en kynnir kvöldsins verður Þorgeir Ast- valdsson. Kaupf élagsstj óri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Ár- nesinga er laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 31. þessa mánaðar. Starfið veitist frá hausti komanda eða siðar eftir nánara samkomulagi við stjórn félagsins. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist for- manni félagsins Þórarni Sigurjónssyni, Laugardældum eða Baldvini Einarssyni, starfsmannastjóra Sambandsins, er veita nánari upplýsingar. @ Kaupfélag Árnesinga Selfossi Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Bifvélavlrkjar öskum eftir að ráða nú þegar bifvélavirkja á vörubila- og tækjaverkstæði vort að Höfðabakka 9. Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum. @ VÉLADEILD SAMBANDSINS Starf ráðunauts í fóðurverkun og fóðrun Búnaðarfélag íslands óskar að ráða til sin raáðunaut i fóðurverkun og fóðrun. Umsóknir um starfið sendist til búnaðar- málastjóra, sem veitir nánari upplýsingar varðandi starfið ef óskaðer. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1982. Swiiarferö Alþýðubandalagsins á Austurlandi 24. og 25. júli 1982 að Eyjabökkum og SnæfeUi Ferðaáætiun: Farið verður frá Neskaupstað á laugardagsmorgun 24. júli kl.8.30. Viðkoma á Eskifiröi og Reyöarfiröi. Þar slást þátttakendur af Suðurfjörðunum I hópinn. Brottför frá Egilsstöðum um kl.10.30. Hádegisnesti snætt á Hallorms- Gist I Snæfellsskála (i svefnpokum). Gengið á fjalliö. Skoðunarferð um Eyjabakka og umhverfis Snæfell. Heimkoma seinnipart sunnudags. Nauðsynlegur útbúnaður: Nesti og nýir skór, hlýr göngufatnaður, svefnpoki og fGröðskflp Þátttökugjald áætlað 300 kr. fyrir fullorna en 100 kr. fyrir börn. Þátttaka tilkynnist til: Einars Más .Sigurðarsonar, Neskaupstað s. 7625 Sveins Jónssonar, Egilsstöðum s.1622 Kjördæmisráö AB Austurlandi Af Biskupstungnaafrétti. Sumarferð Alþýðubandalagsins i Kópavogi Sumarferð Alþýðubandalagsins I Kópavogi verður farin dagana 17. og 18. júlí nk. Farin verður ný leið, svokallaöur „linuvegur”. Liggur hann að Kjalvegi, sunnan Sandvatns og Langjökuls, en norðan Hlöðu- fells, niöur i Borgarfjarðardali. Nánar auglýst siðar. Upplýsingar veita Lovisa i sima 41279 og Þórunn i sima 41962. Ráðstefna um skólamál, Hallormsstað 6.-8. ágúst. Tilefni ráðstefnunnar: Þörfin fyrir mótun skólastefnu AB i kjördæm- um, sveitarstjórnum og á landsmælikvarða. Markmiö ráðstefnunnar: ,,að taka eittlitið skref fram á viö”. I. Upplýsingamiðlun til félaga um skólakerfið og stöðu skólamála. II. Umræður: hver/hvað mótar skólastarfið? III. Undirbúningur að frekara starfi að stefnumótun i skólamálum. Framsöguerindi: „Valdsvið skólastjóra, fræöslustjóra og ráðuneyt- is”, „Kjaramál kennara”, „Skipan framhaldsskólans”, „Sálfræðideild skóla”, „Starfssvið og valdssvið kennarans, nemenda, foreldra”, „Hin dulda námsskrá”, „Tengsl menntunar og atvinnuuppbyggingar”. Höpstarf, umræöur, kvöldvaka fyrir alla fjöiskylduna. Þáttaka tilkynnist til: Gerðar óskarsdóttur, Neskaupstað, s. 7616/7285, Berit Johnsen, Hallormsstað, s. um Hallormsstað. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Keflvikingar — Suðurnesjamenn Fimmtudagskvöldið 8. júli verður haldinn fundur i Tjarnarlundi um baráttuna gegn gereyðingárvopnum og um utanrikismál. Framsögu- maður Dr. Ólafur Ragnar Grimsson. ' Fundurinn hefst stundvislega kl. 20.30 Alþýðubandalagsmenn eru ein- dregið kvattir til að mæta og taka með sér gesti. Aiþýöubandalagsfélag Keflavikur. Þrumuvagninn á fullri ferð SATT tekur upp þráðinn að nýju AL^VÐUBANDALAGIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.