Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. júli 1982 UOÐVIUINN Máigagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. t'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson Blaöainenn: Auöur Styrkársdó'tir. Helgi Ólafsson Maanús H. Gislason, Ólafur Gisiason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson. ttlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. l,jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Keykjavik, simi 8133J Prentun: Blaðaprent hf. Vígbúnaður eða friðarstefna • A sama tíma og milljónir manna í Evrópu fylkja liði í nafni f riðar gegn kjarnorkuvígbúnaði stórveldanna, í sömu andrá og fulltrúar kirkju, félagasamtaka og flokkaá (slandi, utan Sjálfstæðisflokksins, taka hönd- um saman til að kynna málstað f riðarhreyf ingarinn- ar, heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grímsson, ræðu í Varðarferð og boðar það blákalt, að Atlantshafsbandalagið sé öflugasta friðarhreyfing veraldarinnar. • Orðrétt segir Geir í ræðu sinni: • „En hvað veldur því, að þjóðir Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku hafa búið viðfrið frá árinu 1945 eða í 37 ár? • Skýringin er afar einföld. Þessar þjóðir hafa bund- ist varnarsamtökum, svo að útþensluhneigð einræðis- ríki hafa ekki treyst sér til að rjúfa friðinn, sem ríkt hef ur með þessum þjóðum undanfarna áratugi, gagn- stætt því sem átti sér stað þegar andvaraleysi þeirra opnaði Hitler og Stalín leiðina til skiptingar Póllands og eftirfarandi heimstyrjaldar. • Til sanns vegar má því færa, að Atlantshafsbanda- lagið sé öflugasta friðarhreyfing og friðarafl okkar tíma." • Veit Geir Hallgrímsson ekki, að Bretar, Frakkar, Portúgalir og Bandaríkjamenn hafa allir átt í blóðug- um styrjöldum eftir 1945? Veit hann ekki að hel- sprengjur Bandaríkjanna og Nato murkuðu lífið úr fátæku alþýðufólki þúsundum saman í algjöru til- gangsleysi?Væri ekki rétt að Geir liti við í Arlington - kirkjugarðinum í Washington og virti fyrir sér leiði bandarískra hermanna, sem fallið hafa í þessum stríðsátökum, næst þegar hann heimsækir Natobræð- ur í vestri. • Veit Geir Hallgrimsson ekki að friðarhreyfingin í Evrópu er sprottin upp sem andsvar við vígbúnaðar- stefnu Atlantshafsbandalagsins?Meginstefna friðar- hreyf ingarinnar í Evrópu er barátta gegn ákvörðun Nato f rá því í desember 1979 um að Bandaríkjamönn- um skuli leyftaðkoma fyrir 574 Persing II eldflaug- um og stýrieldf laugum í Evrópuríkjum Nato, ákvörð- un sem Geir Hallgrimsson og Morgunblaðið studdu dyggilega. • Veit Geir Hallgrímsson ekki að kjarninn í tillögum Kennedys öldungardeildarþingmanns og friðarhreyf- ingarinnar í Bandaríkjunum er barátta gegn stefnu Reagans og Nato í vígbúnaðarmálum, stefnu sem Morgunblaðið og Geir hampar og styður. Kennedy haf nar kenningum Reaganstjórnarinnar um yf irburði Sovétmanna á sviði kjarnorkuvopna og vill frystingu kjarnorkuvopna á núverandi stigi, þrátt fyrir SS-20 eldflaugar Sovétmanna, og koma þannig í veg fyrir enn einn hringinn í vígbúnaðarkapphlaupinu. Reagan og Geir Hallgrímsson heimta aftur á mótistóraukinn fjölda kjarnorkuvopna handa Nato, vígbúnað sem ógnar öllu lífi á jörðinni. —BÓ Kjarnorku vopna- laus landhelgi • Flestir ræóumenn sem töluðu á Miklatúni á laug- ardaginn var vöktu sérstaka athygli á þeirri hættu sem Islendingum stafaði af þeim áformum stórveld- anna að færa kjarnorkuvopnin í æ ríkara mæli út á höfin. Barátta fyrir kjarnorkuafvopnun úthafanna væri því mál sem íslendingar ættu að sameinast um og boða á alþjóðavettvangi. Á afvopnunarráðstefnu SÞ og ráðstefnu friðarhreyfinganna í Brussel um helgina lýstu menn einnig miklum áhyggjum vegna þessarar þróunar. • Nú er spurningin sú hvort Morgunblaðið og Geir Hallgrímsson vilja taka höndum saman við aðra (slendinga, lýsa f iskveiðilandhelgi íslands kjarnorku- vopnalaust svæði og berjast fyrir brottflutningi allra kjarnorkukafbáta úr landhelgi íslands. • Eða er það skoðun Geirs og Morgunblaðsins að kjarnorkukafbátar Nato eigi heima í íslenskri fisk- veiðilandhelgi? : Og nýju fötin | hans klippt Innansveitar- krónika Morgunblaðið birti á laugar- daginn frétt um aö Eggert Haukdal hafi sent forsætisráð- herra bréf, þar sem hann afneiti stuðningi sfnum við rikisstjórn- ina. Ekki vildi Eggert upplýsa arferöinni en leggur áherslu á nálægð Eggerts og Gunnars. Hvorki hross né hrútur Aftur á móti túlkar Morgun- blaðið Varðarferðina sem tima- mótaatburð og birtir af þvf til- Davíð keisari sveitinni? Hún féll i góðan jaröveg Isamlikingin sem Þorbjörn Broddason gerði á Davíð Oddssyni borgarstjóra og Hirohito Japanskeisara á Isiðasta borgarstjórnarfundi. Sagði hann að keisarinn heföi um sig 12 manna her borgarfulltrúa en einhverjir Iþrfr skipuöu sjálfsmorðs- sveit hans: Sveit þeirra sem ekki ná kjöri næst þegar fækkaö verður i borgarstjóm ■ úr21i 15. ur að Gunnar horfir fránum augum á Eggert sem lftur und- an. Sennilega er hann að huga að Geir. Ekki sér Dagblaðið ástæðu til aö geta þess að Geir eða aðrir hafi tekið þátt i Varð- stæðisflokksins, þegar Morgun- blaöið birtir á einni sömu mynd- inni, bréfiö, bóndann og for- manninn i hrælausu túninu á Bergþórshvoli. BÓ •g skerið Hverjum keisara er nauð- syn aö hafa um sig óvigan her og Davið hefur nú 12 i sinum. Hann hefur þó ákveð- iö aö 3 skuli falla viö næstu kosningar. Einn hinna þriggja mun þó farinn aö ef- ast um ágæti þessarar nýju tilskipunar en ekki er ljóst ennþá hvort sá borgarfull- trúi, Katrin Fjeldsted lækn- ir, mun snúast gegn keisara sinum og greiöa atkvæði gegn fækkuninni 15. þessa mánaðar. Á sfðasta borgar- stjórnarfundi lét hún sér nægja að sitja hjá. Að hætti keisara hefur Davið orðið sér úti um ný föt: og birtist hann á siðasta borgarstjórnarfundi i gervi umvandarans og læriföður- ins. Siguröur E. Guðmunds- son borgarfulltrúi sagði viö það tækifæriað þvi væri likt farið með þessi föt og önnur sem annar keisari hefði bor- ið —þaösæistígegnum þau! Fœkkar í sjálfsmorðs- Þjóöviljann um efni bréfsins, en staðfesti að frásögn Morgun- blaðsins um málið væri rétt i stórum dráttum. Nú hefur þaö borist út frá Morgunblaðshöllinni að hið dul- arfulla bréf fjalli ekki aðeins um hinn fræga Sovétsamning, held- ur sé þar einnig vikiö að við- kvæmum innansveitarmálum i Vestur-Landeyjahreppi. Segja þeir sem fengið hafa að sjá skjaliö að þar geti til að mynda að lfta kröfur á hendur kirkju- málaráðherra vegna kirkju- jarðar og klerksins sem hana situr. Gildi nálægðar- innar við Eggert Eins og fram kemur f frétt á forsíðu Þjóöviljans f dag hafa myndbirtingar málgagna Sjálf- stæðisflokksins af foringjum sinum ótvirætt pólitiskt gildi. Dagblaðið, sem var talið fremur hlynnt Gunnari, meðan það var óháð og frjálst, birtir þannig mynd úr Varöarferðinni á út- siðu á mánudaginn en þar sjást forsætisráðherra, Eggert Hauk- dal honum til vinstri handar, en frú Vala til hægri handar. öll eru þau standandi. Athygli vek- efni mynd úr túninu á Bergþórs- hvoli. Þar kemur f ljós að einir átta menn hafa tekið þátt f Varöarferðinni. Þaö merkilega við þessa myndbirtingu Morg- unblaðsins er það, aö ekki að- eins er Eggert hið næsta Geir Hallgrimssyni, til hægri hand- ar, en frú Erna til vinstri, held- ur eru þau sitjandi f túninu. Það er greinilega heldur illa sprottiö enda ýmsu öðru brýnna að sinna á Bergþórshvoli siðustu misser- in en að bera vel á. Hvergi getur þó aö lita hrosshræ eöa hrút i túninu, sem sýnir glöggt hvaða afstöðu Morgunblaöið hefur i þeim málaferlum sem nú ber hæst ilandinu. Með bréfið í barminum En þegar betur er að gáð hef- ur Morgunblaðsmyndin ekki að- eins táknrænt gildi fyrir nálægð Eggerts og Geirs, heldur getur þar einnig að lita bréf i hægri jakkavasa bóndans á Bergþórs- hvoli. Með þvi gefur Morgun- blaðið til kynna aö formannin- um sé velkunnugt um efni þess og hafi velþóknun á þvf. Þaö er þvi ekki að undra þótt ýmsir telji nú að mikilla tfðinda sé að vænta úr innsta hring Sjálf-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.