Þjóðviljinn - 22.07.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júll 1982 Alþýðu- banda- Upphaf kvöldvöku á þriðjudag. Baldur Óskarsson leiöir söng. Ljósm.: eik. lagsins Sumarbúðir á Laugarvatni Þátttakendur eru á öllum aidri. Hér má m.a. sjá Gisla Svanbergsson, Margréti Frimannsdóttur, Margréti Hákonardóttur og Halldór Þor steinsson. Litlu strákarnir heita Frimann og Hlynur. Ljósm. :eik. Fyrri vikan I sumarbúðum Alþýðubandalagsins stendur nú yfir á Laugarvatni og dvelur þar fólk á öllum aldri víðs vegar að af landinu. Yngsti þátttak- andinn er 30 daga gamall en sá elsti verður áttræður á þessu ári. Er blaðamaður og ljós- myndari Þjóðviljans renndu þar við á þriðjudagskvöld stóö yfir kvöldvaka þar sem m.a. Svavar Gestsson formaður flokksins var og talaði við fólk og svaraöi fyrirspurnum. Fagnaði hann þessari nýjung i flokksstarfinu og taldi að sú vinátta og kunningsskapur sem gæti myndast i svona samveru væri mikilvægt fyrir féiagsstarfið. Annars unir fólk þarna við spil og söng og farnar eru skipulagð- ar göngu- og bilferðir og haldn- ar kvöldvökur. Einnig sækir fólk gufubað og sundlaug og börnin una sér við leiki. Brytinn á staðnum er Rúnar Jökull Hjaltason en Þórdis Þórðardótt- ir sér um barnagæslu. Baldur Öskarsson stjórnar fyrri viku sumarbúöanna. Mjög léttur og góður andi var rikjandi þarna og fólk óðum að kynnast og bræöast saman. —GFr Aldursforsetinn I hópnum, Guð- finna Gisladóttir frá Kambsnesi i Laxárdal. Hún verður áttræö á þessu ári og er á Laugarvatni með manni sinum, Asmundi Guðnasyni frá Djúpavogi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.