Þjóðviljinn - 22.07.1982, Side 12

Þjóðviljinn - 22.07.1982, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. júli 1982 S.I.N.E. Sumarþing SINE verður haldið i Félagsstofnun stúdenta laugardaginn 24. júli kl. 14. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar og fulltrúa SINE i LÍN. 2. Stjórnarskipti. 3. Fréttir úr deildum. 4. Kosning fulltrúa SÍNE i stjórn LÍN og samband ÆSÍ. 5. Önnur mál. Félagar fjölmennið Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu Norðurlandabókmennta Siðari úthlutun 1982 á styrkjum til útgáfu norrænna bök- mennta i þýðingu af einu Norðuriandamáli á annað fer fram á fundi Uthlutunarnefndar i Jiailst.Frestur.il að skila umsóknum er til 1. október n.k.Tilskilin umsóknareyðu- blöð og nánari upplýsingar fást i menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir ber að senda til Nabolandslitteraturgruppen, Sekrateriatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, 20. júli 1982. Styrkur til háskólanáms i Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til háskólanáms i Japan námsárið 1983—84 en til greina kemur að styrktimabil verði framlengt til 1985. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis i háskólanámi. Þar sem kennsla við jap- anska áskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina meðmælum og heilbrigðisvottorði skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. ágUst n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. MENNTAM ALARAÐUNEYTIÐ, 20. júli 1982. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnimánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. Fjármálaráðuneytið, 19. júlí 1982. Siglaugur Brynleifsson: Þróunarkenningin? Fred Hoyle og Chandra Wick- ramasinghe: Evolution from Space. J.M. Dent & Sons 1981. Höfundarnir eru kunnir vis- indamenn og höfundar rita um stjörnufræöi og bókanna Lifeclo- ud og Diseases from Space. Sir Fred Hoyle er félagi I the Roval Society og var aðlaður 1972 fyrir rannsóknir sinar i stjömufræði. Chandra Wickramashinge er pró- fessor við háskólann í Cardiff og er kunnur stjörnufræðingur. 1 bók þeirra Diseases from Space fjalla þeir um þá kenningu sína að ýms- irsjUkdómar hafi borist til jarð- arinnar utan Ur geimnum og i þessari bdk er kenning þeirra sU aðþróun lifsins á jörðinni sé ekki bundin jörðinni, heldur sé i tenglsum við utanaðkomandi d- hrif Ur alheimi. Loftsteinar berast utan úr geimnum og höfundarnir telja sig hafa sannað að bakteriur geti boristþaðan, sbr. „Diseases from Space”. Samkvæmt kenningum þeirra er lifið ekki bundið við jörðina, það gæti eins hafa borist hingað. Höfundarnir reka inntak ritsins i inngangi eitthvað á þessa leið: „Einu sinni var álitið að jörðin væri miðpunktur alheimsins, allt fram á miöja 17du öld var jörðin talin miðpunkturinn. Kopernikus (1473-1543) var á annarri skoðun, en kenningar hans áttu ekki upp á pallboröið hjá visindamönnum og stjarnfræðingum þeirra tima. Þaö liðu hundraö ár og hefðu liðið önnur hundrað i viðbót, hefði ekki komið til röskun á heimsmynd miðaldanna meö prótestantism- anum. Deilumar um stöðu jarð- arinnar i alheimi voru ekki aðeins bundnar stjörnufræði og stjörnu- fræðingum, þær snertu ekki siður trúarbrögð og stjórnmál þeirra tima. Við vitum nú á dögum að jörðin er á engan hátt sá miðpunktur al- heimsins sem hún áður var talin, þaö má velja hvaða stað sem er fyrir „miðpunkt”, ef þörf krefst. Heimurinn vikkaöi við kenningar Kópernikusar, en jörðin hélt á- fram að vera upphafsheimkynni lifsins, og enn er allt miðað við það, að annað hafi ekki komið til. Hugmyndir manna um lifheim- inn eru á svipuðu stigi og hug- myndir miðaldamanna voru um alheiminn. Eins og miðaldamenn töldu jörðina miðdepilinn, þá telja visindamenn nútimans lif- heim jaröar miðpunkt alls lifs og miöa rannsóknir sinar við það. Eins og fyrrum er heimsmyndin Charles Darwin. mótuð af samfélagslegum for- sendum og trúarbrögðum eða öllu heldur trú á afneitun allra trúar- bragða. Með iðnbyitingunni og vélvæðingu atvinnugreinanna fylltist maðurinn sjálfsöryggi, hann taldi sér alla vegi færa, hann réð sjálfur örlögum sinum. Og hvaðan var þetta dýrðar fyrirbrigði, maðurinn? Hvernig stóð á honum? Visindin þverneit- uðu kenningum Bibliunnar. Eng- inn hörgull var á kenningum um uppruna lifsins og mannsins, maðurinn var tengdur öðrum dýrategundum. Lifið kviknaði á jöröinni við vissar efnafræðilegar aðstæður og þróaðist stig af stigi Kópernikus gerir uppgötvanir sínar á gangi himintungla. eins og fyrstu vélknúnu verk- smiðjurnar voru smáfyrirtæki i fyrstu, en þau hæfustu jukust og margfölduöust og urðu með tið og tima risabákn, margbrotin að gerð og þrælskipulögð. Saman- burðurinn við fyrstu gerð þeirra minnti á fyrstu frumuna og kór- ónu sköpunarverksins, manninn. Rit A.I. Oparins frá 1924 taldist endanlegt uppgjör viö öll trúar- brögö. Allt llf og dauði átti sér „náttúrlegar orsakir”. En þá kom babb I bátinn. Liffræðin reyndist þessum auðveldu út- skýringum skeinuhætt, lifið var margbrotnara en svo að hægt væri að skýra margbreytileika þess, aukin þekking varð til þess að vekja upp spurningar i sliku magni, að suma sundlaði og sum- ir hverjir tóku að átta sig á þvi að jarðlegur skilningur náði skammt. Hinn öruggi heimur grófrar og barnalegrar efnis- hyggju 19. aldar og aldamótanna var hruninn.” margvisleg rök gegn þróunar- kenningunni. Þeir benda á glopp- urnar, og benda á að Urvalið geti einnig þróast i neikvæöa átt. Leitin að „milliliöunum” hefur einnig oft gengið erfiðlega, og hugtakið „stökkbreyting” sem gripið er til skýringar á undarleg- um fyrirbrigðum sem koma fyrir i þróunarsögunni, er oftast að þeirra dómi óþekkt X. Höfund- arnir styöjast mjög við nýjustu kenningar i atómfræðum og lif- fræði. Fyrsti kafli ritsins fjallar um samsetningu blóðsins i hinum ýmsu dýrategundum. Þeir telja að lífið hafi þegar verið háþróað I alheimi löngu áður en jörðin varð til, og kenningin um uppruna teg- undanna, hina blindu náttúru- og tilviljunarkennda þróun standist ekki. Ein litil mús er þúsund sinnum merkilegri i allri sinni marg- slungnu gerð en fullkomnasta tölva. Með þessu riti svara þeir ekki spurningunni um uppruna Höfundarnir láta liggja að þvi að iönbyltingin og sú samkeppni um markaði og hráefni, sem hún jók mjög i kapitaliskum samfé- lögum á 19. öld, hafi verið kveikj- an að kenningu Darwins, ómeð- vitað, paradigma timanna, rikj- andi meðvitund og framfara- bröltið hafi hlotið sina réttlætingu með Darwinskenningunni, sá hæfasti hlaut að sigra. Sam- keppni tegundanna er sett i stað hins litt skýranlega jafnvægis, sem virðist einkenna hina svo- kölluðu „baráttu” tegundanna. Krafa nýrikrar borgarastéttar um auð og völd þegar i frönsku stjórnarbyltingunni átti eftir að stóraukast eftir að iðnbyltingin umhverfði samfélögunum. Allar þær kenningar, sem stönguðust á við kapitaliska samkeppni, og sem leituðust við að hefta græðg- ina og valdniðsluna voru hættu- legar. Þvi var ekki að undra að Darwinskenningunni væri vei tekið bæði af visindamönnum, sem flest-allir voru þjónar þeirra beint eða óbeint. Höfundarnir færa hér fram lifsins, en þeir neita þvi að jörðin sé hiö upprunalega heimkynni lifsins og afneita goði visindanna, Darwinskenningunni. Þeir telja að lifsundrið sé þess eðlis, að bak við þaö hljóti aö vera afl og yfir- skilvitleg sköpun, sem sé að leita I þeim viddum alheimsins sem menn geti ekki skynjaö. Báðir þessir menn eru heims- frægir visindamenn og segja i eft- irmála að fjölmargir stéttar- bræður þeirra hafi varað þá á- kveðið við að bera fram þær kenningar sem hér eru fram sett- ar, en þeir eiga það sammerkt Kópernikusi og fleirum að þeir ganga I berhögg við paradigma tiðarinnar og það verður þeim aldrei fyrirgefið. Þetta er mjög nýstárleg bók i þessum greinum, og vænta má fleiri slikra um þessi efni. Ef kenningar þeirra reynast stað- reyndir, þá má likja þeim við Kópernikus; þá hafa þeir vikkað vitund mannsins og skekið undir- stöður hinnar þröngu heims- myndar nútima visinda. Til sjós og lands Hinar landsþekktu Sóló eldavélar eru framleiddar í ýmsum stærð- um og gerðum, með og án mið- stöðvarkerf is. Eldið á meðan þið hitið upp húsið eða bátinn og fjölnýtið orkuna. Kynnið ykkur verð og gæði. Eidavélaverkstæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar hf. Kleppsvegi 62. — Simi 33069 Box 996 Reykjavík Heimasimi 20073

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.