Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 1
ÞJOÐVIUINN Föstudagur 30. júli 1982 —171. tbl. — 47. árg. Radarmálið Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra og Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra ræddust við í fyrradag um rad- armálið og i framhaldi af þeim viðraeðum hafa þeir orðið sam- mála um aðgang starfsmanna úr Reykjavik að radartækjum Keflavikurflugvallar, Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að radarmerkin verði flutt til Reykjavikurflugvallar, þannig að hægt verði aö stjórna radaraðfluginu i Reykjavik frá Reykjavikurflugvelli en ekki frá Keflavikurflugvelli eins og til stóð i fyrstu. En þangað til nauðsynleg tæki hafa veriö sett upp i Reykjavik, munu menn i frá Reykjavik fara til Keflavik- urflugvallar þar sem þeir vinna við skjáinn margumtalaða og stjórna þaðan radaraðflugi i Reykjavik. —kjv aukn ing i / la ! verð- |tryggð- um j lánum l / ■ I heild dregur úr innlánum í banka AAiki I breyting hefur lorðið á samsetningu inn- 'lána almennings í banka- ikerf inu á þessu ári miðað Ivið árið í fyrra. I Mjög hefur aukist að •fólk leggi fé sitt inn á Ivísitölureikninga, og hef- |ur innistæða á þeim auk- .ist um 78% frá áramót- |um, eða úr ca. 1 miljarði í |l,7 miljarða. 1 Til samanburðar má nefna að Iheildarspariinnlán i bankakerf- linu hafa aukist um 18.5% frá láramótum, sem er i raun tölu- 'verður samdráttur ef verðlags- Ihækkanir eru teknar til greina. I Þrátt fyrir mikla aukningu • visitölureikninga eru almennu Isparifjárreikningarnir þó enn |sá flokkur innlána, þar sem Imest fé er geymt. A þeim stóðu >á miðju þessu ári liðlega 3 mil- I jarðar króna, og hafði innistæða |á þeim aukist um 176 miljónir á |fyrstu6mánuðum þessa árs. Til • samanburðar má nefna að Ifyrstu sex mánuðina i' fyrra Jjókst innistæða á almennum Ibókum um 504 miljónir. Ásóknin ■ i almennu bækurnar hefur þvi Jminnkað mjög mikið, og i raun |er um mikinn samdrátt að ræða |á slikum innlánsreikningum. I Athyglisvert er að litil aukn- |ing verður á innistæðum á 3 og 112 mánaða vaxtaaukareikning- ium. Virðast verðtryggðu reikn- lingarnir og vel ávöxtuð skulda- | bréf á borð við rikisskuldabréfin |koma i þeirra stað. Á meðan verslunarmannahelgin rennur sitt skeið á enda bíður Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum þess að árleg þjóðhátíð Eyjaskeggja hef jist. Hún er á dagskrá um aðra helgi, hefst 6. ágúst og stendur til mánudagsmorguns þess níunda. Með- fylgjandi mynd Ijósmyndara Þjóðviljans, —eik., var tekin í gær í Herjólfsdal þeg- ar blaðamenn og Ijósmyndarar stöldruðu þar við. Nánar verður sagt frá þjóðhátíð í Eyjum síðar. Sjómenn eru öskuillir / — segir Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins ,,Ég veit ekki til þess aö það hafi á innan við sólarhring til- en margt annað hvert hljóöið er i hafi skeð áður i sögu Sjómanna- kynnt uppsögn samninga hingað sjómönnum þessa stundina”, sambandsins að öll aðildarfélögin á skrifstofuna. Þetta sýnir betur sagöi óskar Vigfússon formaður I Elli- og örorkulífeyririnn hækkar i IHeilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið hef- * ur tekið ákvörðun um Ihækkun elli- og örorkulíf- eyris frá 1. júli sl. Almennur lifeyrir hækkar úr • kr. 1.992 i kr. 2.072 á mánuði eða | um 4%. Tekjutrygging hækkar þó meira eða um 8.8%, þ.e. úr kr. 2.121 á mánuði i kr. 2.308 á mánuði. Þeir sem hafa elli- eða örorkulifeyri auk tekjutrygg- ingar höföu i júni kr. 4.113 á mánuði, en hafa nú i júli og ágúst kr. 4.380 hvorn mánuðinn. Hækkunin nemur 6.5%. Þá hef- ur svonefnt fritekjumark verið hækkað um 60% eða i kr. 17.280,- fyrir einstaklinga og í kr. 24.190.- fyrir hjón. Fritekju- markið segir til um, hvaða árs- tekjur, viðkomandi má hafa án þess aö til skeröingar tekju- tryggingar komi. A þessu ári hafa ofangreindar bætur hækkað tvivegis auk þeirrar hækkunar sem nú hefur I veriö ákveöin, en það var 1. | mars um 7.51% og 1. júni um | 10.33%. Heildar útgjöld lifeyris- • trygginga fyrri hluta þessa árs voru kr. 486.237.000.- en kr.. 1.072.585.000.- eru áætlaðar á fjárlögum yfirstandandi árs fyrir þennan málaflokk. —-kjv ■ r Ohemju- legt úr- felli og skemmdir á vegum í öræfum Óhemjulegt úrfelli var austur í Oræfasveit í fyrradag og fyrrinótt. Var úrkoman á Kvískerjum rúmlega 193 millimetrar yfir sólarhringinn. Slíkt hef ur að visu áður hent þar i sveit, að því er Guðrún Björnsdóttir á Kvískerjum sagði blaðinu, en heyrir þó til hreinna undantekninga. Afleiðingar þessa synda- flóðs urðu auðvitað stór- felldir vatnavextir og verulegar skemmdir á Austurvegi í Oræfum. Og þótt vinna sé þegar hafin við viðgerðir á veginum mun hann þó verða lokaður í nokkra daga, að því er starfsmenn Vegagerðar- innar tjáðu okkur. Mestu vegaskemmdirnar urðu við brúna yfir Kviá en þar reif vatnsfiaumurinn undan land- stöpli. Þá er vegurinn einnig sundur bæði við Stigá og Kotá. Svinafellsá braust úr farvegi sin- um og ruddi sér nýja leið vestan brúarinnar. Brúin sjálf er þó talin vera óskemmd. Einn stöpull af þremur er undan brúnni á Skafta- fellsá. Viða annarsstaðar rann úr veginum og gróf frá ræsum. Sem fyrr segir er vinna hafin við viðgeröir en þótt upp hafi nú stytt er mikið vatn i ánum ennþá og sumsstaðar litiö hægt aö að- hafast fyrr en úr þeim dregur meira. Þráttfyrir þetta er þó fært austur i Skaftafell héðan ,,aö sunnan” en ekki nema að Kviá að austan. Vegagerðin taldi að annars- staðar á landinu hefðu engar telj- andi vegaskemmdir orðið og hún mun kosta kapps um að halda vegunum i eins góðu lagi og unnt er nú yfir þessa þriggja daga helgi, sem framundan er, — eins og jafnan endranær. -—mhg. Sjómannasambandsins i samtali við Þjóðviijann i gær. „Það hefur ekki stoppað hjá mér siminn siðustu sólarhringa frá sjómönnum á hafi úti sem krefjast aðgerða. Við erum ekki farnirút ineina kröfugerð ennþá, við erum að biða eftir aðgeröum stjórnvalda. En verði hið minnsta hróflað viðokkar kjörum og reynt að leysa vanda útgerðarinnar á kostnað sjómanna þá geta menn alveg sagt sér hvað tekur við.” Samningar sjómanna gilda til 1. september en uppsagnar- frestur rennur út á laugardaginn. „Sjómenn hafa oröið fyrir gifurlegum tekjumissi, á fyrri hluta þessa árs,” sagði Óskar, ,,og það er ekki nema eðlilegt að menn veröi öskuillir þegar það fréttist að til standi að skera enn frekar af launum sjómanna, ekki sist þegar fyrir liggja loforð um aðlétta af þeim álögum sem fyrir hendi eru, varðandi skiptagerð.” —lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.