Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. júli 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
„Á hverju ári fara ógnvænlegar peningaupphæðir til vopnafram-
leiðslu. Nær væri að setja þessa fjármuni i matvælaframleiðslu til
þeirra miljóna sem svelta i heiminum i dag”.
Sjónarhorn
Haraldur Jónsson:
Fordæmi Þorgeirs Ljós-
vetningagoða
Nú á dögum þegar umræðu
um frið ber hátt i heiminum er
vert að lita til þeirra tima er
tslendingar voru vopnvædd
þjóð. Við getum til dæmis litið á
þann atburð sem hvað mestum
straumhvörfum hefur valdið i
islensku þjóðlifi fyrr og siðar,
nefnilega kristitökuna á Al-
þingi. Þegar hún á sér stað eru
tslendingar ófriðsamir menn, i
sifelldum erjum hverir við aðra
út af öllu og engu og létu engan
troða sér um tær. Stoltir afkom-
endur hraustra vikinga.
Arið 1000 (eða 999 eins og
sumir vilja halda fram) hefur
verið rekið hér trúboð um
nokkurra ára skeið og allmargir
orðnir kristnir. Eins og öllum er
kunnugt var það fyrst og fremst
fyrir atbeina Þorgeirs Ljósvetn-
ingagoða að kristni komst á hér
á landi. Þó var Þorgeir heiðinn
maður. Hversvegna var hann
þá að koma á kristni? t tslend-
ingabók Ara fróða, sem er
helsta heimildin um það sem
gerðist þetta örlagarika Al-
þingi, er orðum og gerðum
Þorgeirs og fleiri manna lýst af
allnokkurri nákvæmni. Eftir
dvöl sina undir feldinum gekk
Þorgeir til Lögbergs og flutti
þar þingheimi boðskap sinn.
Þorgeir er sagður hafa sagt:
,,En nú þykir mér það ráð að
UNDIR FRH)ARFELDI
vér látum og eigi þá ráöa, er
mest vilja i gegn gangast, og
miðlum svo mál i milli þeirra að
hvorir tveggju hafi nokkið sins
máls, og höfum allir ein lög og
einn sið. Það mun vera satt, er
vér slitum i sundur lögin, að vér
munum slita og friðinn.”
Það er ljóst af þessum orðum
að Þorgeiri var mest i mun að
halda friðinn og enn fremur var
hann reiðubúinn aö fórna tölu-
verðu til þess að ná fram frið-
samlegri lausn á þessu máli.
Hann fórnaði meira aö segja trú
sinni fyrir þjóðarfriðinn.
Það er ljóst að nú til dags þarf
eitthvað annað og meira en Þor-
geir hafði til að koma á friði i
þessum heimi. Hvert sem litið
er blasir við ófriður og strið.
ófremdarástand rikir viða um
heim, daglega eru menn og
konur, börn og gamalmenni
drepin eða deyja af hörmungum
strlðanna. Allir vilja fá frið en
enginn er til i að fórna neinu
fyrir þennan frið. Hvað þá að
fórna trú sinni Ifkt og Þorgeir
forðum!
Án vopna — ekkert stríð
Stórveldin vilja ekki fórna
sinum dýrmætu gereyðingar-
vopnum sem þau hafa sankað
að sér undanfarin 30-40 ár og eru
engum til gagns og verða aldrei.
Það ber vott um skynsemisskort
þessara forystuþjóða hversu
tregar þær eru til að viðurkenna
að það skipti ekki máli hvað
mikið er til af vopnum, þau
tryggja ekki friðinn frekar en
bensin tryggir brunavarnir. A
ári hverju fara ógnvænlegar
peningaupphæðir til vopna-
framleiðslu. Nær væri að setja
þessa fjármuni i matvælafram-
leiðslu til þeirra miljóna sem
svelta i heiminum i dag. Ef eng-
in vopn væru til væri heldur
ekkert strið. Krafa hvers heil-
vita manns hlýtur þvi að vera
alhliða afvopnun allra þjóða.
Friðarhreyfingar sem þjóta nú
upp eins og gorkúlur eru merki
þess að þjóðir heimsins eru að I
verða sér meðvitaðar um hvað I
er að gerast og krafan um frið •
er nú farin að heyrast oftar og J
hærra en áöur. Okkar framlag I
til friðarbaráttunnar ætti að I
vera þaö aö losa okkur við am- '
eriska herinn burt af Islandi J
sem fyrst. Meðan þaö er látið I
viðgangast aö erlendur her hafi I
hér bækistöðvar sinar geta ■
tslendingar ekki með góöri J
samvisku sagt að þeir vilji frið. I
Hvað erum við aö gera með her I
i landinu ef viö þykjumst •
berjast fyri'r fri'ði?
Sveppalaga ský
En það er ekki allt fengið með J
friði. Þó hann bæti margt, lag- .
færir hann vart efnahags- I
ástandið jafn slæmt og það er nú I
orðið. Friður færir okkur ekki J
aftur fiskinn sem við erum aö ,
veröa búin að hreinsa úr J
sjónum, bætir varla sam- ■
keppnisaðstöðu iönaðarins eða
afkomu bænda.
Það er vissa min að þörf er á ,
samhentu átaki landsmanna ■
allra til aö vinna bug á vand-
anum sem að steðjar: ef við
getum ekki staöið saman eins og I
forfeður okkar gerðu við '
kristnitökuna er hætt vib þvi ab I
þetta ljóð sem heitir Framtiðar-
sýn komi til með að rætast.
A tslandi býr sjálfumglöð
verðbólguþjóð
i gerilsneyddu velferðarriki.
Hin forna frægð er fallin •
i skuggann I
af aumingjaskap þeirra sem I
erfa landið. |
Fiskimiðin fengsælu ■
sem forðum sáu landsmönnum I
fyrir gjaldeyrisforða sinum.
eru nú Sahara sjávarins.
Landbúnaðarhérúðin frjósömu •
eru horfin i reykjarkóf
stóriðjunnar.
Jöklarnir, hverirnir, eldfjöllin |
orðin hluti af skemmtigörðum ■
borgarinnar I
og frá Miönesheiði liður sveppa- |
laga ský ■
upp til himna.
Með vinarkveðju,
Halli Jóns.
Öldrunarþing Sþ í Vín:
Kjör aldraðra
hafa versnað
Fyrir nokkrum árum var álitið
að það sem yrði þessum beimi aö
aldurtila væri mannfjölgunar-
sprenging, — þe. að jarðarbúar
yrðu á skömmum tima svo
margir að hungur og styrjaldir
gengju af þeim dauðum. Nú hefur
eitthvað rofað til i þessum efnum
og mannfjölgunarsprengingin er
ekki eins oftá vörum fólks og áð-
ur var. NU stendur hinsvegar ný
vá fyrir dyrum og enn er talað um
sprengingu, — þ.e. öldrunar-
sprenginguna.
Samkvæmt útreikningum sér-
fræðinga Sameinuöu þjóð-
anna mun áður en lagt um liður
fjórði hver jarðarbúi verða gam-
almenni þ.e. einstaklingur sem
náð hefur 65 ára aldri. Það sem
fær sérfræöinga til að tala um
sprengingu i þessu sambandi er
að við rikjandi aðstæður er gam-
alt fólk eða ellilifeyrisþegar við-
astundir tiu prósentum ibúafjöld-
ans. Hlutfall ellilífeyrisþega af
heildarmannfjölda mun marg-
faldast á komandi árum.
Gamalt fólk og fram-
leiðsla
Einsog framleiösluhættir hafa
þróastá síöustuárum, — bæði hér
á Vesturlöndum og annarsstaðar,
verður það æ algengaraað ekkier
reiknað með gömlu fólki i fram-
leiðsluferlinum. Bæði er það að
tæknivæðing og sjálfvirkni gerir
þörfina fyrir vinnuafl yfirleitt si-
fellt minni og það vinnuafl sem
þörf er fyrir í framleiðslunni
verður að hafa ákveðna þekkingu
og viöhorf sem ungt fólk á auð-
veldara með aö tileinka sér en
gamalt fólk.
Viðbrögð opinberra aðila við
þeirri staðreynd aö eldra fólk er i
æ rikara mæli „gagnslaust” i
framleiðslUnni hafa lengst af
verið — einsog reyndar i öðrum
hliðstæðum dæmum, að byggja
stórar geymslustöðvar yfir þetta
fólk sem ekkertgat framleitt. Má
viða um heim sjá næsta nöturleg
dæmi um það hvernig stjórnvöld
hafa hugsað sér að leysa þetta
vandamál á ódýran og árangurs-
rikan hátt. Steinsteypt ferliki
hafa risiö, — hús með kannski
mörghundruð herbergjum þar
sem gömlu fólki hefur verið
„plantað” niður. „Geymsluheim-
ili” er betra nafn á slika stofnun
en „dvalarheimili”.
Þess ber þó að geta, að á
siðustu árum hafa orðið veruleg-
ar breytingar til batnaðar i
þessum efnum og þessum málum
Dæmigerðir amerlskir öldungar?
er mismunandi farið eftir
löndum. Þannig á þetta ekki
nema að takmörkuðu leyti við um
tsland.
Öldrunarþing SÞ i Vin
Þessa dagana er haldin i Vin
ráðstefna þar sem þessi vanda-
mál og önnur sem tengjast elli
eru til umfjöllunar. Sem fyrr
segir staöhæfa sérfræöingar
Sameinuöu þjóöanna aö hér sé al-
varlegt vandamál á ferðinni. t
fyrsta lagi er þaö hið aukna hlut-
fall ellilifeyrisþega og gamals
fólks af heildarmannfjölda sem
veldur sérfræöingum SÞ
áhyggjum. 1 ööru lagi er það
óvirkni þessa fólks i framleiðsl-
unni.
Aukin hlutdeild ellilifeyrisþega
og gamals fólks i heildarfjölda
jarðarbúa, stafar af tiltölulegri
fækkun fæöinga og almennt bættu
heilsufari. Þetta á náttúrlega
fyrst og fremst við um hinn iðn-
vædda heim sem i flestum tilfell-
um þýðir aö gamalt fólk er ekki
bara gamalt heldur lika ellilifeyr-
isþegar, — það hefur væntanlega
eitthvaö að gera með þann áhuga
sem félagsmálaráðherrar viða
um heim hafa sýnt ráðstefnunni i
Vin. Eru þar saman komnir u.þ.b.
40 félagsmálaráöherrar, — þar á
meðal félagsmálaráðherrar allra
Norðurlanda.
A ráðstefnunni hefur komið i
ljós að á sfðustu árum, samfara
versnandi árferði, hafa kjör og
aðbúnaður gamals fólks viða
versnað til muna. Ekki sist á
þetta við um þau lönd þar sem
rlkisstjórnir sitja sem hafa
markaðslögmálin að trúar-
brögöum. Þannig hafa bæði
stjórn Reagans og Thatcers sætt
mikilli gagnrýni fyrir það hvernig
búið er að gömlu fólíd i löndum
þeirra. Sérstaklega var gagnrýn-
inni beint gegn stjórnvöldum i
Bandarikjunum sem farið hafa af
stað með auglýsingaherferð þar
sem lá tiö er i það skina að hvergi i
veröldinni llöi öldruðum eins vel
og i Bandarikjunum. Var i þessu
sambandi sýnd auglýsingarkvik-
mynd sem gerð hefur veriö i
Bandarikjunum, þar sem fyrir
koma nokkrir fullkomlega ham-
ingjusamir gamlingjar i Am-
eriku. Þar sást m.a. einn 72 ára á
hestbaki,i' tennis, viö skrifborðið
allan timann skælbrosandi, — þar
var kominn forsetinn. 1 myndinni
sáust hinsvegar hvorki svertingi i
Bronx né Mexikani i Los Angeles.
— bv
~N\
Blaðberar
óskast
Nökkvavog — Karfavog
Snekkjuvog — Ferjuvog
Til afleysinga í ágúst:
Laugavegur—Grettisgata
Barónsstigur—Njálsgata
MÐVUMN
Siðumúla 6/ s. 81333
v______________