Þjóðviljinn - 30.07.1982, Side 15

Þjóðviljinn - 30.07.1982, Side 15
Föstudagur 30. júli 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 |53^| Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla ^ "^J virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Dómari, án línu- varða Baldur Þóröarson dómari hafði samband við blaðið og gerði athugasemd við frásögn af leik Vals og Vikings i kvenna- knattspyrnu. Klausan sem hann vildi gera athugasemd við var þessi: „Dómgæslan i leiknum var fyrir neðan allar hellur og fylgdist dómarinn ekki nógu mikið með þvi sem um var að vera. Stund- um var knötturinn kominn langt út fyrir hliöarlinu án þess að flautað væri og ef einhver tók hann upp þar til að taka innkast var dæmd hendi”. Sagði Baldur að fyrir leikinn hefði komið i ljós að engir linu- verðir væru til staðar og linur að auki óskýrar á vellinum. Hann hefði samt ákveðið að láta leik- inn fara fram, þar sem annan tima hefði ekki verið að finna og stúlkurnar auk þess komnar til leiks. Hefði hann sagt þeim að halda áfram að leika þar til hann hefði flautað innkast. Hann kvaðst enga hendi hafa dæmd i þessum leik, þar sem um innkast hefði veriö að ræða. Miðað viö vonlausar aðstæður taldi hann að leikurinn hefði verið fremur vel dæmdur. Kvennaknattspyrna er tu umræðu I lesendadálkinum I dag. Þessi mynd er ekki frá umræddum leik. Ljósm.: — gei frá lesendum Athugasemd t tilfellum eins og þessum, þ.e. umræddum leik Vals og Vikings i bikarkeppni kvenna i knattspyrnu, þar sem frétta- menn blaðsins eru ekki sjálfir til staðar, verður að styðjast við heimildir frá þeim sem á staðn- um eru og verða vitni að atburð- unura. Upplýsingarþær sem um getur og Baldur Þórðarson dómari er óánægður með eru frá slikum heimildamanni komnar og telur blaðið ekki ástæðu til að rengja vitnisburð hans. Undirritaður telur óforsvar- anlegt af Baldri Þórðarsyni að láta leikinn fara fram á illa merktum velli og án linuvarða. Þetta sýnir algert virðingaleysi gagnvart kvenfólkinu og er kominn timi til að þvi linni. Hefðir þú, Baldur Þórðarson, látið leik i undanúrslitum i bik- arkeppni karla hef jast við þess- ar aðstæður? Það er mér stór- lega til efs og i sliku tilfelli hefðu örugglega verið hægt að finna annan tima fyrir leikinn. Þegar dómararnir sjálfir sýna knatt- spyrnu kvenna þessa litilsvirð- ingu, og fara svo með það i fjöl- miðla kinnroðalaust, er kominn timi til að sporna við fótum. —VS m 5W/‘ m V777TT7 ‘U i N w w m W((i mm y Æll » Krossgáta Karitas Kjartans- dóttir sem á heima i Reykjavik sendi Barnahorninu þessa krossgátu sem hún bjó til sjálf. Karitas er niu ára gömul og er i ís- aksskóla. Hún segir að það haf i ekki verið neitt erfitt að búa til þessa krossgátu og hún ætlar jafnvel að búa til aðra fyrir Barnahornið. 2 fcj seg‘‘ t/M' (a/kk 3 Hér býr 'i’ % 'í^' <cust. 6 gátur 1. Hvaö er það fyrsta sem Arabi gerir þegar hann dettur i Rauða hafiö? 2. Ef ég stend frammi fy rir þér, borðarðu mig. Ef þú stendur frammi fyrir mér, verðu þig. Hver er ég? 3. Hvaða slag getur maður feng- ið án sársauka? 4. Hvaða mánuöur er lengsti mánuður ársins? 5. Hvaða hestur hefur aldrei veriö folald? 6. Hvaða stéttir eru fyrirferðar- mestar i Reykjavfk? •jbujijwsSubo •9 • jnjsaqnSSna 'S 'uinuoq j jijbjs Jijsajj nja qbiJ ‘jaquiojdas •\ uinjids j Sbjs So Sejsuifi •g uuijnn^H Z ' Jeujojq uubh l uin;n§ qia joa§ L'oðreit k. &ú» St&rior árípr Barnahornið „Þátturinn fær af- ganginn ef einhver er” „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Ég er búin að vera i þessu i tvö ár.’ sagði Hildur Eiriks- dóttir umsjónarmaður Laga unga fólksins. Hildur hefur um- sjón þáttarins sem aukastarf en vinnur annars sem dagskrár- fulltrúi i léttri tónlist á tónlistar- deild Rikisútvarpsins. En hvað er mikill timi i undirbúning hvers þáttar? „Það fara svona fimm timar i undirbúning. Það eru geysi- mörg bréf sem berast, þó eru þau i færra lagi núna, um 60 bréf fyrir hvern þátt. Annars fara þau upp i 100 bréf þegar mest er.” — Hvernig velurðu kveðj- urnar og lögin i þættina? „Ég hef það fyrir reglu að velja helst nýjustu lögin. Og varðandi kveðjurnar þá læt ég að sjálfsögðu þær kveðjur ganga fyrir sem eru skemmti- legar og vel skrifaðar. En kveðjurnar eru yfirieitt allar mjög svipaðar eins og fólk hefur vafalaust tekið eftir. Svo er eitt prinsipp i kveðjuvali að það er að lesa ekki kveðjur sem inni- halda persónulegt skitkast eða eitthvað sem getur sært ein- Rothenberger og Gedda syngja saman Sumarvaka: Heyskapur í algleymingi Hlustendur fá i kvöld að kynn- ast heyskap frá ýmsum hliðum. Þá verður i útvarpinu samfelld dagskrá um heyskap i ljóðum og lausu máli úr ýmsum ritum og heimildum. Meðalhöfunda efnis verða Bergsveinn Skúlason, Halldór Laxness, Hallgrimur Pétursson, Jón Þorláksson og Jónas Hallgrimsson. Eins og sjá má af höfundaupptalningunni er um mikla breidd að ræða. Höf- undarnir eru frá sautjándu öld og til okkar daga. Verður fróð- legt að heyra hvað kemur út úr þessum dagskrárliö. Siguröur Óskar Pálsson tók efnið saman og lesarar með honum eru Jón- björg Eyjólfsdóttir, Þorsteinn Hannesson og Baldur Pálma- son. ýtvarp kl. 20.00 MB| Útvarp kl. 20.40 Hallgrimur Pétursson og Halldór Laxness eru meðal höfunda efnis á sumarvökunni i kvöld. Hildur Eiriksdóttir. hvern s.s. „Finnur feiti fær kveðjur” eða annað I þessum dúr. Það er lika sumt i þessum kveðjum sem fulloröið fólk gætil tekið sem meiðandi s.s. „Jón fúli” o.s.frv. en krakkar taka Islikt ekki alvarlega.” — Nú eru þessar kveðjur yfir- leitt staðlaðar, þær eru eigin- lega allar eins? ,iJá, það eru viss oröatiltæki sem ganga i bylgjum, s.s. „frá- bærar, mergjaðar kveðjur” sem er i tisku núna.„Prósentu- kveðjurnar” eru að minnka og þá tekur sennilega eitthvað annað við með haustinu.” Eitthvað var Nikolai Gedda, sænsk-rússneski söngvarinn að syngja i útvarpið um daginn og nú er hann byrjaður aftur ásamt söngkonunni Anneliese Rothen- berger. Þau ætla að syngja saman dúetta úr vinsælum óperettum sem þau hafa sungið saman inn á hljómplötu. Greun- ke-sinfóniuhljómsveitin leikur með undir stjórn þeirra Willy Mattes og Robert Stota. •ýtvarp kl. 10.30 Nikolai Gedda og Anneliese Rothenberger.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.