Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. júli 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Enn einu sinni höfum viö boriö gæfu til aö feröast saman um fögur héruö. Sumarferöalög Alþýöubandalagsins eru skemmtileg hefö — og þau eru okkur og starfi okkar nauösyn- leg og holl, kannski ekki sist eftir annasamt kosningavor. Eftir amstur og erfiöi i hvers- dagsgaröi stjórnmálanna er gott aö lita upp og leita á vit náttúru landsins og sögu þjóöar- innar; um byggöir og óbyggöir. Fjallahringur opnast — hugur- inn nemur viddir sem erill dag- legra anna skyggöi á — hvaö er meira freistandi i sliku um- hverfi en viöra örlitiö þá hug- sjón sem starf okkar byggir á? Til hvers er veriö aö rækta þennan garö? Fátt eöa ekkert hefur oröiö mönnum jafnstórbrotinn inn- blástur til dáöa og hugsjónin um betra lif og fátt eöa ekkert hefur steypt mönnum i jafndjúpa ör- væntingu og þegar þeim hefur fundizt sú hugsjón bregöast. Mannkyniö hefur gegnum ald- irnar gert sér ákveönar myndir af þessari draumsýn sinni. For- feöur ofckar sáu gullnar töflur i grasi, ósána akra vaxa og böls alls batna; þeir sáu sal standa sólu fegra og gulli þaktan, þar sem dyggvar dróttir áttu um aldurdaga aö njóta yndis. t framtiöarriki þvi er einn spá- manna tsraelsþjóöar lýsti, bjó úlfurinn hjá lambinu og pardus- dýriö lá hjá kiöiingnum; kálfar, ung ljón og alifé gengu saman og brjóstmylkingurinn lék sér viö holudyr nöörunnar. „Og þá”,segir spámaöurinn, „munu þjóöirnar smiöa plógjárn úr sverðum sinum og sniöla úr spjótum sinum”, — en þau vis- dómsorö standa letruö á stein- vegg hjá Sameinuðu þjóöunum til áminningar þeim sem þar ganga um dyr. Svo er hægt aö halda á málum Ræða Svövu Jakobsdóttur í Sumarferð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík Svava Jakobsdóttir flytur ræöuna við Brúarhlöö. Ljósm —eik— „Til hvers er verið að rækta þennan garð?” aö hugsjónir veröi loftkastalar einir; skýjaborgir, er eingöngu draumóramenn hafa efni á að reisa. Þá veröur hugsjónin aöeins máttlitil huggun dauö- legum mönnum. En þaö er lika vandi að glutra ekki niður hug- sjón sinni i höröum og striðs- óöum heimi. — Nýlega bar fyrir augu mér málverk frá 1830 eftir ameriskan kvekara. baö er málaö i naiviskum stil sem sumir kalla frumstæðan; sýn listamannsins er miölaö beint og milliliöalaust á léreftiö án viökomu i læröum akademium. öðrum megin á málverkinu bvila úlfurinn og lambiö, br jóst- mylkingurinn og naöran hliö viö hliö undir gróskumiklum trjá- krónum á bökkum Delaware- fljóts i Noröur-Ameriku, — hinum megin á málverkinu er sýnd sáttargerö milli Indiána- ættflokks og hvita mannsins. Meö þvi aö stilla þessu tvennu saman á einum og sama fletin- um, sýnir listamaöurinn okkur hvernig má skyggna lifandi sögu i ljósi hugsjónarinnar þannig aö hvort um sig öölist lif og merkingu af hinu. Lista- maöurinn sýnir okkur aö sátta- gerö milli kynþátta er i raun einn skikinn i landi hugsjónar- innar. Hugsjón okkar sósialista er engin draumsýn sem þvi aöeins getur ræst að fariö sé yfir ein- hver óljós landamæri. Hún er sprottin upp úr áþreifanlegum veruleika okkar daglega lifs. Viö sjáum fyrir okkur þjóðfélag jafnaðar og réttlætis þar sem þekkist hvorki arörán né kúgun; viö trúum þvi aö frjáls þróun einstaklingsins sé skilyröi fyrir frjálsri þróun heildarinnar; framtiðarsýn okkar er ekki kyrrstæö endanleg mynd heldur fjölbreytilegt iöandi samfélag manna þar sem allt er á hreyf- ingu og i sifelldri þróun — og þar sem alltaf þarf aö vera á varö- bergi. Kjarni sóslalismans er i eöli sinu trú á manninn, — trú á það aö maöurinn sé fær um aö breyta svo umhverfi sinu aö hann verði heill og ófirrtur. Heill og ófirrtur maöur er i fullri sátt viö umhverfi sitt og meö- bræöur. Verknaöur hans og af- rakstur vinnu hans eru hluti af honum sjálfum. Umhverfiö er hvorki framandi né fjandsam- legt. Jöröin er heimkynni hans. t einu rita sinna lýsir Karl Marx á mjög skemmtilegan hátt hugmynd sinni um fram- tiöarþjóðfélagið. 1 þessu fram- * tiöarriki er einhæfni og ein- angruð sérhæfni ekki lengur til og enginn klofningur milli hugar og handar. Manninum er ekki þröngvaö til aö stunda sama starfiö allt sitt lif til þess aö hafa i sig og á, hann fær tækifæri til að öölast færni i hvaöa grein sem hann óskar sjálfur eftir-, framleiöslunni er stjórnaö af heildinni, og þess vegna segir Karl Marx orörétt: „Þess vegna er mér gert kleift aö gera eitt i dag og annaö á morgun, ég get fariö á veiöar á morgnana fiskaö um hádaginn, stundaö nautgriparækt siödegis og bók- menntagagnrýni eftir kvöld- verö, allt eftir þvi sem hugur minn stendur til, án þess aö veröa nokkurn tima veiöi- maöur, sjómaöur, kúasmali eöa bókmenntagagnrýnandi”. Mér hefur alltaf fundist þessi framtiöarsýn aölaöandi og áreiöanlega talar hún til fleiri en min. Sjálf gæti ég vel hugsaö mér aö skrifa á veturna og stunda garöyrkju á sumrin. — Mig hefur lika alltaf langaö til aö vera loftskeytamaöur. — Hvaö mættu þeir þá segja sem standa viö færiband alla daga ævinnar? Og skólayfirvöld sem leggja áherslu á aö hver ein- staklingur taki á unglingsaldri ákvörðun um framtiöarstarf og hefji sérhæfingu strax i fram- haldsskóla, mættu hugleiða vandlega þessi orö. Sannleikur- inn er auövitaö sá aö hver maður hefur þörf fyrir aö leysa hæfileika sina úr læöingi og ná alhliöa þroska. Af þessari sömu rót er sprott- in öll mannréttindabarátta. Menn risa gegn þvi, þegar þeim er markaöur bás, hvort sem þaö er á grundvelli stéttaskiptingar, kynþáttar eöa kynferöis. I slikri baráttu á sósialiskur stjórn- málaflokkuraövera brjóstvörn. Sósialisk stjórnmálahreyfing veröur aö vera nægilega sveigjanleg og viösýn til að rúma alla þá sem leitast við aö varpa af sér kúgun — hvort sem þaö eru heilar þjóöir eöa þjóöar- brot, arörænt launafólk eöa konur. I slfku grundvallarstarfi dugir ekki fyrir stjórnmálaflokk . aö velta vöngum yfir þvi hvort einn hópurinn sé kúgaöri en annar eöa jafnvel hvort einhver hópurinn sé nú nægilega mikið kúgaöur til aö rétt sé aö sinna honum. Þaö er eins og aö deila um hvort lambiö eigi aö liggja hægra eöa vinstra megin viö úlfinn, svo ég vitni til framtiöar- sýnar spámannsins. Þaö er skoöun min aö það sé okkur sósialistum höfuönauösyn aö rifja upp, miklu oftar en viö gerum, hver tilgangurinn er með starfi okkar — ef sá til- gangur gleymist rofnar sam- staöan; hver hópur berst fyrir sig og jafnvel hver viö annan — og ef ég má halda áfram liking- unni um framtiöarriki spámannsins: ætli megi ekki segja sem svo, aö helviti okkar sósialista sé þaö, þegar lömbin stanga hvert annaö og úlfurinn liggur makindalega hjá og slipar vigtennurnar óáreittur. Vonin um friö ber uppi allar göfugar hugsjónir. Um þessar mundir er okkur kannski meiri þörf en oft endranær aö sækja styrk til hugsjónarinnar. Slik ógn stafar af vigbúnaöi kjarn- orkuveldanna aö sú spurning veröur áleitin hvort maðurinn veröi eina tegund jaröar sem út- rýmir sjálfri sér. Ýtrustu afleiö- ingar þeirrar helstefnu sem stórveldin hafa rekið undan- farna áratugi gætu blasaö viö ef ekki er aö gert. Og viö erum i eldlinunni vegna herstöövar- innar og aöildarinnar aö NATO. Þaö ber aö fagna þeirri friöar- hreyfingu sem risiö hefur viöa um lönd i þvi skyni aö þrýsta á stórveldin til aö draga úr vig- búnaöi. Viö, islenzkir sósíal istar, eigum samleiö meö þessari friöarhreyfingu en jafn- framtber okkur aö gæta þess aö sú barátta standi i órofatengsl- um við áratugabaráttu okkar gegn erlendum her i landinu og gegn aöild Islands aö Nató. Viö hljótum aö taka mið af islenzkum veruleika og Islenzkum aöstæöum — og sýna frumkvæði. Þaö eru um þaö bil sex ár siðan Alþýöubandalagiö flutti I fyrsta sinn tillögu á Al- þingi um bann við kjarnorku- vopnum á islenzku yfirráöa- svæöi, hvort sem væri á láði, legi eöa i lofti. Siöan hefur sama tillagan veriö flutt á tveim þingum nú siöast meö meöflutn- ingsmönnum úr Framsóknar- flokki og Alþýöuflokki. Væri ekki athugandi aö afla þessari tillögu fylgis á næsta þingi — ef til vill næst meiri samstaöa um hana núna en áöur reyndist unnt. Sllk löggjöf mundi vissu- lega ekki tryggja okkur gegn árás; slika tryggingu fengjum viö ekki fremur en aörir sem hafa herstöö viö bæjardyrnar, en hugsanleg nálægö slikra vopna er svo mikil ógnun viö lif og öryggi landsmanna og lif- rikiö allt aö einskis má iáta ófreistaö aö bægja henni frá. Slfkt frumkvæöi af okkar hálfu múndi enduróma i nálægum löndum og veröa okkar framlag til k jarnorkuvopnalausra Noröurlanda. Okkur hefur veriö trúaö fyrir þessu landi. Hér á saga okkar og menning heima. Náttúran hefur ekki alltaf veriö bliö né mann- lifiö sælureitur fyrir alþýöu þessa lands. En hún hefur meira en þraukaö. Mér er minnisstæð •sjón sem ég sá fyrir nokkrum árum viö Kröflu. Landiö var flakandi i sárum; þéttir gufu- mekkir stóöu upp af rjúkandi hrauninu en I hraunjaörinum svartar sprungur og dauöir hraunsteinar. Mér var litiö niöur I eina sprunguna og þar á syllu hafði eitt blóm fest rætur og teygöi sig upp i birtuna. — Þannig er þetta land. Þessu landi ber okkur aö skila komandi kynslóöum upp- græddu, ómenguöu og herlausu. Svava Jakobsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.