Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30, júlí 1982. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Frétíastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglysingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson Blaöamcnn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, Olalur Gislason, óskar tfuömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. liandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Vuglýsingar: Hildur Hagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóltir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. liúsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innhcimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, simi K1:133 Prentun: Blaöaprent hf. Morgunblaðiö og kreppan • „Þjóðarbúið hefur vissulega orðið fyrir áföllum, sem stjórnvöld ráða ekki við. En að þessu sinni er ekki hægt að skella skuldinni fyrst og fremst á slfkar að- stæður. í þetta sinn eru það stjórnmálamennirnir sjálfir, sem bera mesta ábyrgð á því, hvernig komið er." • Svo segir í forystugrein Morgunblaðsins í gær. Ekkert blað nema Morgunblaðið gæti leyf t sér að bera á borð svo fráleita fullyrðingu, að sá vandi sem nú steðjar að okkur (slendingum sé bara „stjórnmála- mönnunum" að kenna! • Nú á það sem sagt að vera ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem ber ábyrgð á aflabrestinum og þeirri hrikalegu heimskreppu í efnahagsmálum, sem með margvíslegum hætti teygir anga sína hingað til íslands. • En það skyldi þá ekki líka vera ríkisstjórn Islands að þakka sem sæmilega hefur tekist í veröldinni,svo sem það að ekki skuli enn hafa brotist út stórvelda- styrjöld? — Von er að spurt sé. • „ Kreppa í aðsigi" er naf nið á þessari forystugrein Morgunblaðsins í gær. Það er eins og þeir Morgun- blaðsmenn hafi ekki heyrt um þá djúpstæðu efna- hagskreppu, sem þjakað hefur hin vestrænu iðnríki allt í kringum okkur nú árum saman. Hjá Morgun- blaðinu er engin ef nahagskreppa til, nema hægt sé að kenna Gunnari Thoroddsen, fyrrverandi varafor- manni Sjálfstæðisflokksins, og ríkisstjórn hans um allar hörmungar kreppunnar. • Þótt ástand í ef nahagsmálum okkar haf i á síðustu árum og allt til loka síðasta árs verið mun skárra en víðastannarsstaðar í nálægum löndum, þáhefurmátt ætla af skrifum Morgunblaðsins undanfarin ár, að hvergi væri nú ástandið verra en einmitt hér, og að við byggjum við eina allsherjarkreppu upp á hvurn dag frá því ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hrökklaðist frá völdum. • Það litla sem Morgunblaðið hefur hins vegar haft aðsegja um kreppuna austan hafs og vestan og hrika- lega ef nahagsþróun hinna vestrænu iðnríkja, hef ur að minnsta kosti drukknað í öllu flóðinu af lýsingum á öngþveiti íslenskra efnahagsmála undir ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. • En nú kemur í Ijós að kreppan er þó bara „í að- sigi" hér, þótt allir viti nema þá Morgunblaðið, að þessi sama kreppa hef ur í þrjú til f jögur ár farið sem eyðandi eldur um atvinnu- og efnahagslíf Vestur- landa, og m.a. lagt böl atvinnuleysisins á herðar 30 miljóna vinnufærra manna og f jölskyldna þeirra. • Morgunblaðið hefur bara ekkert viljað af þessari kreppu vita f yrr en nú, þegar það heldur sig geta gert ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen ábyrga fyrir öllum afleiðingum hennar, svo og fyrir af leiðingum minnk- ’ andi þorsk- og loðnuaf la á íslandsmiðum nú í ár! • Það er annars athyglisvert, að eina efnislega atriðið, sem Morgunblaðið hamrar á, bæði í þessari forystugrein og endranær, varðandi atvinnuuppbygg- ingu, sem dugaðgæti til að forða okkur undan kreppu, — það er stóriðja og meiri stóriðja, og þá auðvitað í eigu erlendra auðfélaga. Sök ríkisstjórnarinnar er sú að hafa vanrækt þetta, og þess vegna fáum við kreppu, segir Morgun- blaðið. • En skyldu þeir Morgunblaðsmenn ekki hafa tekið eftir því, að fáar eða engar afurðir, sem hér eru framleiddar hafa fallið svo hrikalega í verði, nú í heimskreppunni, sem einmitt ál og kísiljárn. Eitthvað hefur reyndar sést i Morgunblaðinu um botnlaust tap þessara stóriðjufyrirtækja vegna verðhruns á mörkuð- unum. En fyrst svo er, hvers vegna skyldum við þá hafa verið betur í stakk búin til að mæta af leiðingum kreppunnar með tíu slík fyrirtæki fremur en tvö? • Auðvitað þurfum við smátt og smátt að byggja hér upp orkuf rekan iðnað, en við skulum ekki ímynda okkur, að hann standi eitthvað traustari fótum en sjávarútvegur og almennur iðnaður, þegar klær heimskreppunnar læsast um allt atvinnulíf. Það sýnir reynslan okkur nú þegar. — Allra síster þó sú leið sem Morgunblaðið boðar, að veita erlendum auðfélögum forræði yfir atvinnulífinu hér á landi, líklega til að færa okkur skjól fyrir sviptivindum kreppunnar.-k. j Geir vantar I stílinn j Þeir sem komnir voru til | • vits og ára um 1960 muna . Ivafalaust eftir Kennedy. I brosinu, skóm og skalla Krúsjoffs og nefmæltri rödd | • Bjarna Benediktssonar. Ióli Tynes blaöamaöur fjallar um stil þekktra per- sóna i skemmtilegri grein og j ■ stundum barnalegri i tima- . Iritinu Líf, og látum oss kikja á hana. „Astkæra ylhýra máliö er , • mikilvægt þeim sem vilja ■ Ihafa einhvern stil. Þaö er Ift- I ill still yfir manni sem t.d. I kemur inn á veitingahús og ■ segir: „Mér Iangar I eitthvaö ■ Igott aö éta”. Þaö dugar lítið I þótt sá maöur sé klæddur I handsaumuöum itölskum , ■ fötum frá Sævari, hann er ■ Ieinfaldlega plebbi. Eöa I þannig. (....) Háa einkunn fyrir , ■ framsögn fá til dæmis Bene- ■ Idikt Gröndal og Óiafur Ragn- I ar Grimsson. Þeir tala skýrt, I ákveöiö og látlaust og rekur , • aldrei i vöröurnar. Sömu ■ Isögu er raunar aö segja um I Svavar Gestsson, ráöherra. I Þaö er still yfir þessum , • mönnum, þeir eru svo örugg- ■ Iir meö sig. Geir Hallgrims- I son kemur ekki eins vel út. I Setningar hans eru alltof , 1 langar oghanntalar hikandi, ■ I nánast f skorpum”. Ólafur brosti : IOg siðan er þaö hvernig I megi sigra óvini sina meö I stilnum: • „Þaö þarf töluveröan stil . Itil aö umgangast óvini sina á I réttan hátt. Mundu aö ef ein- I hver vikur aö þér ósvifinni J • athugasemd, þarftu ná- . IkVæmiega engu aö svara til I aö láta hann lita út eins og I kjána. Eins og Bernard J ■ Shaw sagöi: „Þögn er lang- . Ibesta leiöin til aö tjá fyrir- I litningu, sérstaklcga cf henni I fylgir blftt bros”. Viö höfum J ■ ágætt dæmi um þetta úr . Isjónvarpinu, þegar þeir I ræddust viö óttarr Möller, I forstjóri Eimskips, og ólafur J ■ Ragnar Grimsson. óttarr ■ Ivar mjög æstur og lét per- I sónulegar sviviröingar dynja I á Ólafi. Ólafur brosti.” og skorið klippt Við eigum líka bágt I þessum dálki var vikiö aö þvi nokkrum oröum í gær, aö nú þegar framleiösluatvinnuveg- irnir eiga viö mikla erfiöleika aö etja þá heyrist ekkert sultar- hljóö frá verslúninni. Þaö hefur vakiö meö klippara, sem og fleirum, vangaveltur um þaö hvort verslunin væriekkii stakk búin til aö taka á sig einhverja 'skerðingu álagningar, sem hluta af haröri veröstöövun. Þannig myndi hún leggja fram sinn skerf i lausn efnahags- vandans sem við er að glima. En auövitaö áttar kaup- mannavaldiö sig á því fyrr en varir, aö þaö er hættulegt fyrir þá aö sitja einir hjá, þegar annar atvinnurekstur kveinkar sér. Siikt ýtir undir þær kröfur aö verslúnin taki á sig hluta af þeim byröum sem deila þarf út þegar tekist er á viö efnahags- vandann. 1 Morgunblaöinu i gær er heil- mikiö pláss lagt undir viötöl viö stjórnendur fyrirtækja i verslun og þjónustu þar sem sami söngurinn kveöur viö, aö allt sé á fallanda fæti. Gripum niöur i tvö þessara viötala. barlómur búmannsins. í fyrsta lagi má gera þá athugasemd að áriö i fyrra var versluninni ekki erfitt ár. Þaö var góöæri i verslún, og þaö er þaö enn i megindráttum. I ööru lagi þá hefur kreppu- hljóöiö veriö lengi i mönnum i Evrópu, þar hafa menn haft kreppuna i ein tiu ár. Jafnvel bílasalar Úr heimi bilaviöskiptanna ræðir Mogginn viö Þóri Jensen hjá Bilaborg, sem segir um ástandið: „Salan á nýjum bif- reiöum hjá okkur er nokkurn veginn sú sama og á siöastliðnu ári, en viö höfum oröiö varir viö þá breytingu aö viöskiptin ganga hægar fyrir sig en áður.” Þau ganga reyndar ekki hægar fyrir sig en svo, aö um þriöjungi fleiri bilar hafa verið tollafgreíddir þaö sem af er þessu ári en á sama tima i fyrra, og var þaö þó toppár hjá bilasölum. Þaö er ekkert við þvi að segja þótt búmenn berji sér, eins og þessir ágætu herrar, en viö sem horfum á, höldum þvi nú samt fram, aö verslunin sé mun betur stödd efnahagslega en fram- leiðsluatvinnuvegirnir. Heilrœði Hitt er svo allt annaö mál, aö samdráttur i þjóöarframleiöslu, „Hús” verslunarinnar virðist standa á ótryggum grunni. Hæg er leið... „Það má segja að það hafi jafnt og þétt sigið i átt tíl þessa ástands, árið i fyrra var erfitt og það hefur mjög versnað I ár,” hefur Morgunblaðið eftir Pétri Björnssyni i Hljómbæ, og ennfremur: „Það er greinilega minna um peninga nú en veriö hefur, stóraukin ásókn I lengri afborgunarskilmála, en á sama tima þrengja bankarnir að og minnka lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja. Auðvitað eru áhrifin ekki lengi að koma I ljós. Þetta er ekki neitt sem er sérstaklega tengt þessari a tvinnugrein, þessa sjást merki um allt land og úti í Vestur-Evrópu er slæmt hljóð i mönnum og fólk óttast kreppu.” Þetta sýnist klippara vera minnkandi afli, stöönun og jafn- vel samdráttur kaupmáttar og minni lánafyrirgreiösla hlýtur fyrr eða siöar aö koma niöur á versluninni. Hennar hagur ræöst auövitaö töluvert af hag neytendanna. En þaö sem af er hefur verslunin ekki þurft aö heröa sultarólina. Og smá umhugsunarefni varöandi verslunina að lokum: Getur þaö ekki veriö skynsam- legt þegar kaupmáttur minnkar hjá viöskiptavinum, aö draga úr álagninu og reyna þar meö aö halda viöskiptum og veltu i hámarki miöaö viö breyttar aöstæöur? Og er ekki skynsam- legra miöaö viö veröbólgu og lánsfjárvanda i efnahagsllfinu aö leggja frekar áherslu á lægra verö og minni lánsviöskipti, heldurenlánsviöskipti oghærra verö? — eng

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.