Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.07.1982, Blaðsíða 16
DIOHVIUINN Föstudagur 30. júli 1982. 1 ...— ........... ..........X. Aba’ fmi ÞjóAviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Uta.i þess tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgrelðslu 81663 I Raforkuverð til al-! j menningsveitna fimmfalt dýrara . en til álversins Nú þann 1. ágúst n.k. hækka gjaldskrár rafveitna að jafnaði um 23% og er þá innifalin heildsöluverðs hækkun Landsvirkjunar um 22%. M.a. hækkar verð á raf- orku til húshitunar um 23%. Gjaldskrár hitaveitna hækka yfirleitt á bilinu 12-20% þann 1. ágúst,t.d. er hcimiluð 20% hækkun á gjaldskra Hita- veitu Reykjavikur og er það um 7% umfram hækkun byggingarvisilölu frá siðustu taxtahækkun fyrir þrem mánuðum. Þetta kemur fram i frétta- tiikynningu, sem iðnaðar- ráðuneytíö sendi fjölmiðlum i gær. Þar er einnig frá þvl greint að iðnaðarráðherra hafi s.l. þriðjudag lagt fram i rlkis- stjórninni tillögu um að verðlagning á raforku til húshitunar veröi miðuð við aö raforkuverð veröi ekki hærra en 60% af óniöur- greiddum oliuhitunarkostn- aði i staö 80% og aö þvi marki verði náð i áföngum fram til l. mai 1983. Einnig veröi svipuðu marki náö varðandi dýrustu hitaveitur meö þvi aö tekiö verði sér- staklega á erfiöleikum hverrar veitu fyrir sig. Rafhitun fimmfalt dýrari Verö á raforku til húshit- unar veröur eftír hækkunina l.ágústum 80% afáætluðum kostnaði viö kyndingu meö óniöurgreiddri oliu. Hitunar- kostnaður ýmissa nýlegra hitaveitna er nú á bilinu 55- 60% af oliuhitunarkostnaði og til eru hitaveitur með óhagstæðara hlutfall. Hjá Hitaveitu Reykjavikur er þessi kostnaður hins vegar aöeins um 16% af oliuverði. Framkvæmd á tillögu iðn- aðarráðherra um að lækka kostnaö viö rafhitun og hjá dýrustuhitaveitunumúr 80% af kostnaði viö óniöurgreidd- a oliukyndingu og i 60% er taiin munu kosta um 80 miljónir króna á ári. Þessi tillaga iðnaöarráð- herra er nú tíl athugunar hjá rikisstjórninnL í frétt ibnarráðuneytisins kemur fram, aö Landsvirkj- un telur sig enn þurfa aö fá verulegar hækkanir á gjald- skrá siðar á þessu ári, en um orsakir þess segir iðnaöar- ráðuneytiö: „Auk hækkandi fjár- magnskostnaöar af er- lendum lánum Landsvirkj- unar er meginástæðan fyrir þessari þröun hlutfatlslega minnkandi tekjur af orku- sölu til stóriöjufyrirtækja, einkum til Isal. Er heildsölu- verð Landsvirkjunar til al- menningsrafveitna frá 1. ágúst um 400% hærra en til álversins og hefur bilið jafnt og þétt fariö breikkandi undanfarin ár.’* , \ ipr* \ * Þau eru mörg handtökin sem liggja aö baki skattseðlunum. Á Aðalpósthúsinu var verið að leggja smiðs- höggið á verkið, áður en glaðningurinn berst mönnum I hendur. Mynd: —gel— V erslunarmanna- helgin: „Nauðsyn- Iegt að búast alltaf víð hinu versta” segir Gunnar Kári hjá Umferðarráði „Þar sem þessi mikla feröahelgi er nú að fara i hönd þá vil ég beina þvi til fólks aö búast alltaf við þvi’ versta, þvi þaö góða skaðar okkur ekki”, sagði Gunnar Kári Magnússon hjá Umferðarráði við Þjóðviljánn I gær. „Afi minn kenndi mér þetta orðatiltæki aö búast alltaf við þvi versta og þó aö þetta sé ákaflega neikvætt oröatiltæki á það vel við varðandi umferðarmál hér á landi. Fólk á aö búast viö vondum vegum þvi aö þá eru meiri likur á aö þaö undirbúi ferðina betur.” Álagningarseðlarnir komnir: Töhir Morgunblaðsins eru ekki réttar segir Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri „Þetta eru ekki réttar tölur sem Morgunblaðiö er með I dag”, sagði Höskuldur Jónsson, ráöuneytisstjóri i fjármáiaráðuneytinu er blm. Þjóðviljans grennslaðist fyrir um skattamálin i gær. „Hitt er svo annað mái að menn geta logiö mis mikið”, sagöi Höskuldur ennfremur „og ég er viss um aö tölur þeirra Morgunblaðsmanna hefðu verið aðrar, ef þeir heföu haft nákvæmar upplýsingar og þvi greinilegt aö þeir hafa ekki fengið þessar tölur frá aðilum sem eru innvigöir i málið.” Morgunblaðið talar um 70% hækkun á milli ára hjá einstak- lingum i Reykjavik og um 65% hækkun milli ára hjá einstakling- um yfir landið allt, en samkvæmt upplýsingum Höskuldar Jónsson- ar munu þessar tölur ekki vera réttar. Þinggjalda- og álagningarseðl- ar voru settir i póst i gær i Reykjavik og samkvæmt upplýs- ingum rikisskattstjói'á á skatt- lagningu að ljúka i dag en engar opinberar tölur verða birtar fyrr en eftir helgina. Græn- lend- íngar halda upp á 1000 ára Rúst norrænnar kirkju á Grænlandi. landnámsafmæli Um þessar mundir halda nágrannar okkar, Grænlendingar, upp á 1000 ára landnámsafmæli Grænlands, en þá sigldi Eirikur rauði þangað og nam land I Bröttuhlið, eins og kunnugt er. Eins og vænta má, verður mikið um dýrðir og hátiðarhöld, og margt stórmenna mætt, þ.á m. Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands, Margrét Danadrottning ásamt föruneyti sinu og ólafur Noregskonungur. Þaö eru einkum sveitarstjórnir Suöur-Grænlands, sem efna til hátlöahaldanna, og hafa þær boðið til sin af þessu tiiefni gestum frá Danmörku, Færeyjum, Noregi, íslandi, Kanada og Alaska, og er það ekki aðeins gert til aö halda upp á liðna tiö: yfirlýst markmið heim- boöanna er einnig að efla tengsl við vini og nágranna og stuðla að samskiptum við þá i framtiöinni. Mánudaginn 2. ágúst n.k. veröur erlendum gestum boöiö til kvöldverðar af sveitarstjörninni i Narssaq, en strax daginn eftir, þriðjudag, verður haldiö á slóöir Eiriks rauöa, til Qagssiarssuk, eins og Brattahliö nefnist á græn- lenskri tungu. Þar veröur messa undir berum himni við Þjóð- hildarkirkju og vigt verður minnismerki um Eirik rauða. Þá munu erlendu gestirnir fara i fjölmargar skoðunarferðir um Narssarssu aq , Qagirtoq (Julianehaab), og Hvalsey, og skoöa grænlenskar stofnanir og einnig staði utan alfarabyggða, þar sem fornir lifshættir eru enn i heiðri hafðir. IslendingunumEinariBraga og Asa I Bæ, rithöfundum, hefur sér- staklega verið bobið til Græn- lands af sveitarstjórnunum i Suður-Grænlandi, vegna þess, sem þeir hafa skrifað frá Græn- landi og þýtt af grænlenskum skáldskap á islensku. Þá skal þess og getíð, að Norræna félagið á Islandi hefur efnt til sérstakrar hálfs mánaöar ferðar i tilefni landnámsafmælis- ins, og fara um 100 manns á þess vegum til Grænlands, og mun sá hópur einnig fara viða um og skoöa Grænland aö fornu og nýju undir leiösögn kunnugra, is- lenskra fararstjóra. jsj- — Hvernig leggst verslunar- mannahelgin i ykkur hjá Umferöarráði? „Hún leggst bara vel i okkur. Við vonum náttúrlega að hún verði slysalaus og allt gangi vel fyrir sig. Við viljum brýna fyrir fólki að þó að ekki séu viðurlög við þvi að nota ekki öry ggisbelti, þá eru það þó lögrog lög eru til þess aöfara eftir þeim en ekki til að brjóta þau. Lögreglan sem mun verða á ferli um allt landið munu gera gangskör að þvi að stoppa þá ökumenn sem ekki nota bQbelti. Svo má minna á það að lögreglubílarnir eru allir með radara til hraðamælinga og þeir eruallaf igangi. Þaö er ekki bara kveikt á þeim þegar lögreglu- mönnum dettur i hug eins og sumir kynnu aö halda. Og aö lokum vil ég minna ökumenn á hið mikilvægasta af öllu, en það er brosið og góða skapið.” kjv ÍMikií jfrjósemi hjá loðdýr- junum Sumir glaösinna menn I hafa haft þaö á orði aö aöal- J vandamálið viö refaræktina ■ séfrjósemin og þá er nú fariö I I að syrta í álinn. Satt er þaö I að visu, að heyrst hefur um I 1 læðu, sem fætt hafi af sér 21 ■ hvolp i einni striklotu og er I ekki nema von að slik ósköp I gangi fram af mönnum. En þó aö afkvæmi séu nú J eitthvað færri þá er hitt vist, I aðgotiðhefur yfirleitt gengið I mjög vel. Munu 6,7 hvolar I 1 hafa fæðst að meðaltali á á- * j setta læðu og er það betra en I I almennt á sér stað erlendis. | Mun tala hvolpa vera um * 10.500 á þessu sumri. • Gotið á minkabúunum I I gekk einnig vel. Þar er með- I alhvolpafjöldi á læðu 4. Þyk- I J ur þaö gott þegar þess er • ■ gætt, aö dýrin eru sýkt af I I plasmacytose ein sú pest | getur valdið miklum og I J skyndilegum skakkaföllum. • — mhg I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.