Þjóðviljinn - 05.08.1982, Page 12

Þjóðviljinn - 05.08.1982, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. ágúst 1982 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í ágústmánuði 1982. Mánudagur 9. ágúst R-42401 til R-43000 Þriðjudagur 10. ágúst R-43001 til R-43500 Miðvikudagur 11. ágúst R-43501 til R-44000 Fimmtudagur 12. ágúst R-44001 til R-44500 Föstudagur 13. ágúst R-44501 til R-45000 Mánudagur 16. ágúst R-45001 til R-45500 Þriðjudagur 17. ágúst R45501 tii R-46000 Miðvikudagur 18. ágúst R-46001 til R-46500 Fimmtudagur 19. ágúst R-46501 til R-47000 Föstudagur 20. ágúst R-47001 til R-47500 Mánudagur 23. ágúst R-47501 til R-48000 Þriðjudagur 24. ágúst R-48001 til R-48500 Miðvikudagur 25. ágúst R-48501 til R-49000 Fimmtudagur 26. ágúst R-49001 til R-49500 Föstudagur 27. ágúst R-49501 til R-50000 Mánudagur 30. ágúst R-50001 til R-50500 Þriðjudagur 31. ágúst R-50501 til R-51000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bílds- höfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.00 til 16.00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greidd- ur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. I skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðarinnar hafl verið stillt eftir 31. júlí 1981. Lögreglustjórinn I Reykjavík, 3. ágúst 1982. • SPENNUM gá BELTIN ... alltaf Salmonellu- sýklng ávallt varhugaverð Saimonella sýkilinn getur viða verið að finna, t.d. i saur manna og gæludýra, í matvælum, sér- stakiega hráu kjöti, ennfremur 1 frárennsli, I fjörunni I grennd viö frárennslisop, I máfum og rottum svo nokkuö sé nefnt. Stundumheyristspurt: Er sýk- ing af salmonella ndckuð annað en magakveisasem svo tilallir fá i sólarlandaferðum og engum verður meint af? Þvi miður er það ekki svo. Salmonellu sýking er ávallt varhugaverð, jafnvel hættuleg. Þeir sem sýkjast verða oft smitberar vikum saman, þvi salmonella sest að I þörmum og berst þaðan með saur. Eitt sýk- ingartilfelli þarf e.t.v. ekki að vera mjög alvarlegt, nema fyrir þann einstakling sem fyrir þvi verður. En komist salmonella i matvæli ogfái þar hagstæð vaxt- arskilyrði, geta hundruð eða jafn- vel þUsundir manna sýkst eins og dæmi sanna. Það er því ekki a ð ástæðulausu, að það valdi jafnan áhyggjum fyrir þá sem vinna við fram- leiðslu og dreifingu matvæla eða eftirlitsaðilum þeirrar varu, þeg- ar fréttist af salmonella i neyslu- vörum eða sýkingu af hennar völdum. Er skemmst að minnast fregna af stórfelldri salmonella sýkingu i Noregi nií fýrir nokkru og ennfremur upplýsinga um að salmonella hafi orðiö vart I kjUk- lingum hér á landi nýlega. Sam- kvæmt rannsóknum undanfar- inna ára bendir allt til þess að sýkill þessi sé orðinn landlægur hér á landi. Það er þvi nauðsyn- legt að ofangreindir aðilar og einnig neytendur taki tillit til þessarar vitneskju og hagi sér samkvæmt þvi. En hvað er þaö sem menn geta gert til aö draga Ur smithættu af völdum salmonella? Fyrsta boðorðiöer hreinlæti og aftur hreinlæti, ekki sist persónu- legt hreinlæti. Framleiðendur og dreifingar- aöilar bera ábyrgi á þvi að öll meðferð hrávöru sé vönduð við slátrun, við vinnslu, við geymslu o.s.frv. Ennfremur að gildandi lög og reglugeröarákvæði hér að lútandi séu i heiðri höfð. Þá þurfa opinberir eftirlitsaðil- ar að sjálfsögðu einnig að vera vel á verði. Hvað varðar neytandann sjálf- an þá getur hann spillt góðri vöru með rangri meðferö á sama hátt oghann getur vemdaðheilsu sina og sinna nánustu með réttri geymslu matvæla og matreiðslu. Hafið þvi hugfast: Ilaldiö viðkvæmum matvælum vel kældum. Látið ekki sósur, salöt, kjötálegg, mjólk o.þ.h. vöru standa á eld- húsborðinu nema sem allra styst- an tíma. Geymiðhrávörur I isskápnum vel pakkaðar og aöskildar fráannarri vöru. Notið ekki sömu tæki og áhöld jöfnum höndum viðósoðinog soð- inmatvæli, nema eftir vandlegan þvott, strax að lokinni notkun. Forðist að nota sprungin kjöt- bretti eða gallaða hnífa og notið pappirsþurrkur sem mest I stað borðtuskunnar. Látið bióðvatn frá kjöti við þiðnun ekki menga aðrar vörur. Þiðið kjötvörur, einkum fugla-og svinakjöt, við lágt hitastig (t.d. I isskáp) og hefjiö ekki matseld fyrr en kjötið er orðið vel þitt. Gjaldskráin 1 Reykjavík: Barnabætur nema röskum 100 mfljónum Alls nemur frádráttur vegna barna innan við 16 ára aldur rösk- um 100 milljónum króna. Alls njóta 22.003 barnabóta sam- kvæmt nýútkominni gjaldskrá. Persónuafsláttur til greiðslu út- svars er i kringum 32 miljónir og persónuafsláttur til greiðslu eign- arskatts er um 12 miljónir. Þau börn sem greiða opinber gjöld eru 2509 og skiptast greiðsl- ur þeirra i tekjuskatt, útsvar og kirkjugarðsgjald. Tekjuskattur vegur þyngst á metunum, alls um 1.4 miljónir króna, en alls nemur álagningin tæpum tveimur miljónum króna, eða 1.851.479. Er það eilitið meira en Ingólfi i tJt- sýn er gert að greiða i opinber gjöld. —hól. Ingvar Gíslason tíl Kanada Menntamálaráöherra Alberta- fylkis i Kanada, frú Mary Le Messurier hefur boðið mennta- inálaráðherra, Ingvari Gislasyni, og konu hans, ólöfu Auði Erlings- dóttur, að vera heiöursgestir við hátlðahöld er fram eiga að fara i Markcrville i Albertafylki 7. þ.m., þegar vigt verður minning- arsafn um Stephan G. Stephans- son skáld i húsi hans, sem nú hef- ur verið endurnýjað og fært i upp- runalegt horf. Þá hefur menntamálaráðherra þegið boð Kanadastjórnar i Ott- awa að heimsækja höfuðborgina i þessari ferð og mun eiga viðræð- ur við Francis Fox, menningar- málaráðherra Kanadastjórnar. Með ráðherra i för þessari verður Bjarni Gunnarsson, stjórnarráðsfulltrúi. Mennta- málaráðherra er væntanlegur ■heirn 13. þ.m. BLAÐBERI Blaðberi óskast í miðbæ. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans WMMk Síðumúla 6 s. 81333 erlendar bækur Philip Thompson & Peter Davenport: The Diction- ary of Visual Language. Penguin Books 1982. Höfundar þessarar bókar, tóku að safna efni i hana fyrir átta árum. Þeir þóttust sjá gap milli þeirra „symbóla”, sem notuð hafa verið i myndmáli aldanna og þess „lifandi sjónræna máls”, sem listamenn nútfmans og aug- lýsingateiknarar hafa þróað með sér á rúmri hálfri öld. Ef til vill er þörf á riti sem þessu og hentar hún likast til þeim sem vinna á einhvern hátt við uppsetningu og/eða útlit alls- lags plagga. Bókin er i stóru broti og um 250 siður, þær eru þriggja dálka og er ógrynni mynda i bókinni. Lokuð bók, segja höfundar, hefur sömu sálfræði- áhrif og lokuð askja, þ.e.a.s. gefur til kynna ókunna auðlegð og furður. Þvi hæfir að ljúka upp leyndar- 'dómnum. j Anatoli Rybakov: . Heavy Sand j Penguin Books 1982. Saga þessi birtist fyrst i tima- • ritinu „Oktober” i Moskvu, 1978. J Seinna var sagan gefin út i einu | lagi og hlaut fádæma góðar j undirtektir. Höfundurinn, Anatoli Rybakov, J fæddist i Chernigov 1911. Hann | flutti til Moskvu 1919 og starfaði j þar við flutninga. 1 seinna striði 1 var hann i Rauða hernum og gat J sér góðan orðstir þar. Fyrstu sögu sina birti hann 1948 | og siðan þá, hefur hann skrifað J allmargar bækur og flestar ■ þeirra verið kvikmyndaðar. | Heavy Sand er saga gyðingafjöl- | skyldu nokkurrar i Okrainu frá I aldamótum fram til seinni heims- ■ styrjaldar. Titill bókarinnar er sóttur i | Jobsbók 6:2-3. I Persónulýsingar i bókinni eru • glettilegar og tragik og drama | skemmtilega fléttað. I G.B. Edwards: J The Book of Ebenezer Le | page | Penguin Books 1982. • í formála, að þessari skemmti- I legu bók segir John Fowles, að | breytingar á eynni Guernsey, | eftir seinni heimsstyrjöld, hafi ■ verið með þvilikum ósköpum, að I hefðir hafi meö öllu týnst og i stað | rólegheitanna, hafi eyjan orðið | miðstöð fyrir miklum ágangi túr- ista. Er það vel sennilegt. Ef til vill er þaö skritið en á sið- | ast liðnu sumri, skaut einum I merkishöfundi upp i Banda- ■ rikjunum. Sá var þá þegar I safnaður til feöra sinna. Hann | haföi ekki annaö skilið eftir sig en I hroðvirknislega frágengið hand- ■ rit þeirrar bókar, sem olli miklu | fjaðrafoki i bókmennta- | heiminum. Bók, þessa höfundar I er Concederacy of Dunces. ■ Og nú er sagan um Ebenezer Le | Page lesin um viða veröld. G.B. Edwards er látinn fyrir I sex árum. Hann skildi ekkert • annað eftir sig i rituðu máli en | þessa kostulegu sögu einfara og | einbúa á Guernsey. Þó er sagan I ekki einasta saga hans, heldur - • „siðmenningarinnar” sem fylgdi | i kjölfar striðanna tveggja sem | hryggt hafa jarðarbúa á þessari I öld. • Höfundurinn hafði skrifað fleiri | bækur, en vegna þess hve illa j honum gekk að fá gef nar út eftir I sig bækur, þá tók hann til bragðs, 1 að láta vini sina eyðileggja öll | bréf og önnur skjöl, hann sjálfur | kastaði handritum á eldinn. • Handrit sögunnar um Le Page, I' hafði Edvards gefið góðkunningja sinum eftir að hann sjálfur hafði fengið synjun hjá forlagi nokkru. En þó Edwards sé horfinn, geta J eftirlifendur glaðst yfir þvi, að ] eldinum varð ekki allt að bráð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.