Þjóðviljinn - 13.08.1982, Page 9

Þjóðviljinn - 13.08.1982, Page 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. ágúst 1982 Föstudagur 13. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Hvernig á flugstöðin á Keflavlkurflugvelli að vera? ”Þegar flugstöðin yrði fullnýtt væri hún tvöfalt stærri en Hús verslun- arinnar að nýtanlegu rými, en þó sést ekki öll stærð Húss verslunar- innar frá götu þar eð verulegur hluti byggingarinnar er neðanjarð- ar.“ Úr séráliti ÓRG. ”Þessi flugstöð minnir einna helst á bók sem opnuð er og reist á borði á þann hátt að kjölurinn snýr upp. Slíka flugstöð verður að reisa alla í einu, því byggingarlagið myndar samfellda hcild. Það er ekkert áfangaval varð- andi aðalhluta byggingarinnar. Að vísu má reyna að innrétta bygginguna í áföngum, en slík áfangaskipting er þó verulegum erfiðleikum háð, eins og fram hefur komið í athugunum nefndarinnar.“ Úr áliti ÓRG. I þau 14 ár sem flugstöð á Keflavíkurflugvelli hefur verið á döfinni hafa menn verið sammála um að hana skyldi staðsetja í norð-vestur horni flugvallarsvæðisins. Margir erlendir aðilar hafa komið við hönnunarsög- una, svo sem sérfræðingur Alþjóða flugmálastofnunarinnar, Aeroport de Paris, M. Graae Hanesn, og Wilhelm Lauritzens Tegestue A/S, sem skilaði teikningum 1974 er gerðu ráð fyrir 23.700 fermetra flugstöð. Síðar var hún minnkuð um 30% niður í 16.358 fermetra í samræmi við þróun flugsins, og nú er stærðin 13.969 fermetrar án þakrýmis og leiðslukjallara en að þeim meðtöldum 22.382 fermetrar. Nefndínklofín í afstöðu sinni 16. júní skilaði nefnd þriggja manna skýrslu til ut- anríkisráðherra um flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Þetta er ekki fyrsta skýrslan um það mál, því allar götur frá 1968 hefur það verið reifað á ýmsum stigum. Að þessu sinni var um það að ræða að ríkisstjórnin ákvað, að í fjárlögum ársins 1982 skyldi gera ráð fyrir allt að 10 milljóna króna lántöku vegna flugstöðvar í Keflavík. Áðurgreind nefnd átti að gera tillögur um það hvernig fyrrgreind lántaka yrði nýtt og taka flugstöðvarmálið til athugunar, m.a. hönnun byggingarinnar og hugsanlega áfangaskiptingu. í nefndina voru skipaðir Jóhann Einvarðsson, alþm. formaður, Edgar Guðmundsson verkfræð- ingur og Ólafur Ragnar Grímsson alþm. Nefndin skilaði sam- eiginlegu áliti, og auk þess voru lögð fram sérálit. annarsvegar Jó- hanns og Edgars og hinsvegar Ólafs Ragnars Grímssonar. í sameiginlegu áliti kemur fram að nefndin er sammála um að verði slík grundvallarbreyting á flugrek- stri Islendinga, að þátttöku í sam- keppnisfluginu yfir Atlantshafið verði hætt, kunni forsendur fyrir hönnun flugstöðvarinnar að hafa breyst í svo veigamiklum atriðum að endurhönnunar sé þörf. Þeir Jó- hann og Edgar leggja til í séráliti, að með áðurgreindum fyrirvara, verði fylgt núverandi teikningu og flugstöðin byggð í átta áföngum. Ólafur Ragnar Grímsson leggur til ibyggð ri flu og hagkvæmari flugstöð með ”armaformi“ í stað ”bókarforms- ins“, sem á dagskrá hefur verið. Ólafur Jóhannesson ut- utanríkisráðherra hefur tekið upp- lögu Jóhanns og Edgars og flutt hana í ríkisstjórn, en Alþýðu- bandalagið hefur tekið undir sjón- armið Ólafs Ragnars og flutt til- lögu og greinargerð í ríkisstjórn- inni þar að lútandi, ásamt við- bótartillögum sem Þjóðviljinn hef- ur þegar greint frá. Hér verður greint frá helstu at- riðum er fram kom í áliti nefndar- manna. — e.k.h. i hinu sameiginlega nefndar- áliti er m.a. birt yfirlit um far- þegafjölda Flugleióa til og frá is- landi á árunum 1977 til 1981. Alls hefuroröið 25% fækkun hjá fyrir- tækinu á þessu árabili, og far- þegum fækkað úr 363.268 i 272.993. Þótt fækkun liafi orðið á árinu 1981 frá árinu 1980 er engu að siður spáð 6—8% aukningu á yfir- standandi ári, og gætu þær tölur þó liafa breyst Flugleiðum i óhag siðan nefndarálitið var lagt fram. Þessar tölur sýna mjög vcl al- menna þróun i þessum málum að mati nefndarinnar þó að einungis sé stuðst við tölur Flugleiða. Tvisvar sinnum hús versiunarinnar Nefndin lét til íróðleiks gera samanburð á stærð nokkurra þekktra bygginga i Reykjavik og hinnar fyrirhuguðu flugstöðvar. Að rúmmetrafjölda er ílugstöðin nær þrefalt stærri en tollhúsiö, rúmlega tvisvar sinnum stærri en Þjóðarbókhlaðan og Hús versl- unarinnar, og slagar hátt i tvö út- varpshús. aðeins Holtagarðar eru stærri en ílugstöðin að rúmmetrafjölda, en hinsvegar eru þeir nokkru minni talið i fermetrum. Að íermetra f jölda er flugstöðin sem nemur tveimur Húsum verslunarinnar og tveim- ur Þjóðarbókhlöðum. 1 sameiginlega nefndarálitinu Sameiginlegt nefndarálit Endurhönnunar gæti þurft með er einnig upplýst að núverandi flugstöð i Helsinki er 21.700 fermetrar á stærð og er verið að stækka hana um 14.300 fermetra, þannig að hún veröur 36.000 fermetrar. Fyrirhuguð flugstöð á Keflavikurflugvelli er hinsvegar 22.382 íermetrar eða stærri en flugstöðin i Helsinki eins og hún er nú. Farþegaljöldi árið 1981 i Helsinki var alls um 1.7 milljónir og er reiknað með 15% aukningu árlega á næstu árum, en flug- stöðin sinnir bæði millilandaflugi og innanlandsflugi, „Þá má nefna”, segir i álitinu, „að nýt- anlegt rými aðalbyggingar fyrir- hugaðrar flugstöðvar i Keflavik (þakrými og leiðslukjallari þó undanskilin) er helmingur nýtan- legs rýmis aðalbyggingar hinnar nýju de Gaulle flugstöðvar i Faris. Höimunarforsendur I hinu sameiginlega áliti koma einnig fram eftirfarandi viðhorf: „Nefndin vekur athygli á þvi, að i hönnunarforsendum byggingarinnar er miðað við, að þátttaka Islands i samkeppnis- fluginu yfir Atlantshafið haldi áfram og sá farþegaíjöldi sem stærð og hönnun byggingarinnar er miöuð við er grundvallaður á þvi að Atlantshafsflugið verði áfram ein af undirstööum i milli- landaflugi íslendinga. Nelndin hefur ekki talið það verkeíni sitt að endurvinna þessar lorsendur en hefur þó aflað sér upplýsinga þar sem m.a. kemur fram: a ) Farþegaf jöldi Flugleiða á Atlanlshafsleiðinni hefur minnkað úr 220.694 árið 1977 i 93.847 árið 1981 eða um 57.5%. b) lleildarhlutdeild Flugleiða I s a in kepp n isf I ugin u yfir Atlantshafið hefur minnkað úr 3.5% árið 1970 i,0.9% árið 1980. c) Arleg meðalaukning heildar- farþegafjiiUla allra flugfélaga sem fljúga á Atlantshafsleið- inni var aðeins 6.5% á árunum 1974—1980 i samanburði við 17.5% á árabilinu 1947—1974. Það hafa þvi orðið þáttaskil til minnkunar á siðari hluta nýlið- ins áratugs. Kndurhönnunar gæti orðiö þörf Þessi þróun i Atlantshafs- fluginu, sem olangreindar tölur bera með sér eru i beinu sam- hengi við versnandi efnahags- ástand i heiminum og má m.a. rekja það til orkukreppunnar og samdráttar i alþjóðavið- skiptum. Þvi hefur heildartap allra flugfélaga i Atlanlshafsflugi aukist verulega á undanförnum árum. Nefndin vekur athygli á þessum staðreyndum og jafnframt á þvi að ákvörðun um áíramhaldandi þátttöku Flugleiöa i Atlants- hafsfluginu nær aðeins til októ- bermánaðar á þessu ári og ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald þeirrar þátttöku el'tir þann tima. Nefndin er sammála um, að verði slik grundvallar- breyting á flugrekstri Islendinga að þátttöku i samkeppnisfluginu yfir Atlantshafið verði hætt, kunni forsendur fyrir hönnun flugstöðvarbyggingarinnar að hafa breyst i svo veigamikilum atriðum að endurhönnunar verði þörf. —ekh Enginn fjármagnskostnaður er tek- inn með í útreikningum á rekstrar- hagkvæmni flugstöðvarinnar. Rökin eru þau að hér sé um opin- bera byggingu að ræða. Samt verða nær eingöngu viðskiptafyrir- tæki í byggingunni. Sýnt er því að árlcga verður verulegt tap rekstrinum nema að hið opinbcra gefi viðskiptaaðilum eins og bönk- um, verslunum, veitingahúsum, flugfélögum og fl. fyrirtækjum fjármagnskostnaðinn að öllu leyti eða greiði árlega verulegan halla af rekstrinum. ” Bókarlagið“ á hinni fyrirhuguðu flugstöðvarbyggingu hefur einnig í för með sér að verulegt rými í býggingunni nýtist mjög illa. Dæmi er Tollhúsið, sem, ef mælt er í fermetrum nýtaniegs rýmis, er 50% stærra en aðalbygging og landgangar flugstöðvarinnar, en flugstöðin er í heild engu að síður nærri 200% stærri en Tollhúsið, ef mælt er í rúmmetrum.“ Sérálit Jóhanns Einvarðssonar og Edgars Guðmundssonar Allt reist í einu Innréttað í sjö áföngum fram til 1996 i áliti Edgars Guðmundssonar og Jóhanns Einvarðssonar itreka þeir fyrirvara i sameiginlega álitinu um að núverandi liönnun flugstöðvarinnar sc ekki við hæfi ef grundvallarbreytingar vcrða á millilandafluginu. Þeir lialda þvi fram að óvissa sé jafnan svo mikil i flugmálum að um þau sé erfitt aöspá. Málið snúist ekki uin hvort byggja eigi flugstöð heldur hvort stuðst skuli við fyrir- liggjandi teikningar eða aðra til- högun og hve hratt skuli byggja. i uámunda við minnstu stærð Þeir gera talsvert úr þvi að „minnsta stærð flugstööva” geti þjónað frá nokkrum tugum þúsunda upp i hundruð þúsunda. Telja verði aö miðað viö núver- andi forsendur verði l'yrir- liggjandi teikningar ,,að teljast i námunda við heppilega „minnstu stærð”, en að hún hafi jafníramt möguleika á að þjóna mun meiri umferð en verið helur. Þá teija þeir það byggingarlörm sem valið hefur veriö þ.e. „bóka- formið” heppilegra en „arma- formið”. i álitinu kemur lram að mestu möguleikarnir til þess að nýta þann ílugvélakost sem að stol'ni til þarf að vera til staöar svo unnt verði að treysta sjálfstæði Islendinga að þvi er millilanda- flug varðar séu trúlega fólgnir i auknum vöruflutningum sam- hliða larþegaflugi. Svo virðist sem unnt sé að nýta það rými i væntanlegri flugstöð sem ekki er iþörí á vegna íarþegaílugs til vörugeymslu og öfugt. Hér megi einnig benda á að bókarformið sé hentugra sem geymsluhúsnæði en armaformið. Frekari endur- skoðun við grund- vallarbreytingar „Ef að því dregur aö hluti innanlandsflugs fiyst l'rá Reykja- vik til Keílavikur t.d. til að samnýta flugvélakost i utan-og innanlandsflugi þá ætti flugstöðin að geta rúmað þá starlsemi einn- ‘g- Að öllu samanlögðu verður þvi að telja að fyrirliggjandi teikningar hafi nægjanlegan sveigjanleika til aö unnt veröi með takmörkuðum kostnaöi að mæta nokkrum breytingum frá núverandi ástandi i flugmálum okkar lslendinga. Grundvallar- breytingar þar á i náinni framtið kunna þó að kalla á frekari endurskoðun teikninga”, segir i álitinu. Allt víst i einu Þeir Edgar og Jóhann viöur- kenna að fyrirliggjandi teikning geri ráð íyrir allriflegri aukningu á farþega- og vöruflutningum, og verði aö telja það eölilegt þó að það valdi nokkrum kostnaðar- auka. Þeir leggja til aö húsið allt Jóhann Einvarðsson Edgar Guðmundsson verði reist i einum álanga. Siðan verði það innréttaö og tekiö i notkun i sjö álöngum eítir þvi sem fjármagn leyfir. Þeir leggja til að lánsljárheimildin á l'jár- lögunum 1982 verði nýtt til að fjármagna f'yrstu framkvæmdir og standa straum af kostnaði vegna breyttra útboðslýsinga. Þeir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi veröi tekin i notkun 1986, II. sumarið 1987, III. voriö 1989, IV. 1990, V. vorið 1992, VI. i ársbyrjun 1994 og VII. sumarið 1996. — ekh ÍERSÍANI8 i, BBOTTrdB 3 . f stÁur „ f ARANGURSSKÁLI . .4 • i ■■ ..;.T &>■?<* TTuOHÍS , '. I MÍÍTUHtni vk ’ ^ -aJiáiL 1: I U ri /F/ Séráiit Ólafs Ragnars Grímssonar — Sjá næstu síðu M: ■ KOMA A, A, FHRAItfiURSSXAU . j L ,V„.. TFHr.lGt.NGUR Ný byggingarnefnd var sett á laggirnar 1978 og veitti Páll Ásgeir Tryggvason henni forstöðu þar til Helgi Ágústsson tók við. Aðrir í nefndinni eru Pétur Guðmundsson var- aformaður, Jón E. Böðvarsson ritari, Ásgeir Einarsson og Garðar Halldórsson sem vék úr sæti fyrir Leifi Magnússyni, er Húsameistaraembættið hóf afskipti af hönnuninni. Byggingarnefndin frá ’78 hóf störf í samstarfi við fulltrúa bandaríska sjóhersins í Norfolk, cnda bandarískt fjármagn og "tvöfaldur tilgangur“ kominn í spilið. í samráði við byggingarnefndina réði bandaríski sjóherinn í janúar 1979 bandarískan hönnunarhóp undir forystu Shriver and Hol- land Associates og lagði hann fram tillögur í september 1979. í febrúar 1980 var íslenskum hönnunaraðilum hleypt að verkinu og luku þeir (Húsameistaraembættið) við teikningar eins og þær liggja nú fyrir í febrúar 1981 í ”sam- höfundastarfi“ við bandarísku hönnuðina.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.