Þjóðviljinn - 13.08.1982, Page 10

Þjóðviljinn - 13.08.1982, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. ágúst 1982 / Sérálit Olafs Ragnars Grímssonar Hagkvæmari, minni og hentugri flugstöð í séráliti sinu gengur Ólafur Ragnar Grimsson út frá þvi að nauðsynlegt sé að reisa nýja flugstöð á Keflavikurflugvelli. Hann dregur hinsvegar i efa að þær forsendur sem núverandi hönnun hvilir á séu traustar og leggur til aðra leið. „Hin hannaða flugstöð yrði bæði risavaxin bygging á islenskan mælikvarða og einnig mjög stór á alþjóðlegan mælikvarða.” ... „Þegar ákvörðun um slikt mannvirki, eins og nýja flugstöð á Keflavikurflugvelli, er tekin er nauðsynlegt að þær forsendur sem ráða stærð og gerð byggingar- innar, séu traustar og ótviræðar.” „Komi i ljós að ein þessara meginforsendna reynist röng, er sjálfur grundvöllurinn að stærð og gerð byggingarinnar brostinn. Komi i ljós, innan fárra ára, að þær hafi allar verið rangar, yrði hin fyrirhugaða flugstöðvarbygging á Keflavikurflug- velli, eins og hún er skv. fyrirliggjandi teikningum, einungis minnisvarði um hrikaleg mistök i skipu- lagsþróun islenskra flugmála.” Til skýringar skal getið samanburftar vlft stærft flugstöftvarinnar i Helsinki. Sú flugstöft er 21.700 ferm. á stærft, en þjónaði á siftastliftnu ári einni milljón og sjö hundruft þúsund farþegum. Nýja flugstööin á Keflavikurflugvelli á aft vera um 14.000 ferm. i byrjun og alls um 22.000 ferm., þegar allt rými verftur nýtt þótt farþegafjöldinn á siftastliftnu ári hafi afteins verift 273.000. Flugstöftin I llelsinki er aðeins 50% stærri en hin nýja flugstöð i Keflavík á aft vera i fyrstu aft nýtanlegu rými, og báðar eru þær álika stórar þegar flugstöðin á Keflavikurflugvelli verður fullnýtt, en engu að siðurer farþegafjöldinn i Helsinki rúmlega 600% meiriefta 1.700.000 á móti 273.000 (hérlendar töl- ur Flugleiða). Þrjár meginforsendur Siðan vikur Ólafur Ragnar að þeim þremur meginl'orsendum sem stærð og gerð iyrirhugaðrar flugstöðvar byggir á: 1) Flugleiðir hf., haldi áfram að taka þátt í samkeppnisfluginu yfir Atlantshaf og haldi a.m.k. óbreyttri stöðu sinni á Atlantshafsflugmarkaðinum. 2) Farþegaf jöldinn i fluginu til og frá íslandi aukist á næstu árum. 3) Miðstöft millilandaflugs tslendinga verði áfram á Keflavíkurfiugveili. Auk þessara þriggja megin- forsendna er miðað við að stærð og gerð byggingarinnar sé hag- kvæm bæði byggingarlega og eins i rekstri, eftir að byggingin hefur verið tekin i notkun. / Islendingar ættu að forðast slík mistök Um fyrstu meginforsenduna — Flugleiðir h.f. haldi áfram aft taka þátt i samkeppnisfluginu yfir Atlantshafið og haldi amk. óbreyttri stöðu sinni á Atlants- hafsflugsmarkaðnum — segir i séráliti Ólafs Ragnars m.a.: „Það er alkunna að framtiðar- horfur varöandi þátttöku Flug- leiða i samkeppnisfluginu yfir Atlantshafið eru mikilli óvissu háðar. i tvö ár heíur íyrirtækið gert það að skilyrði i'yrir rekstri Atlantshafsflugsins, að rikis- styrkir lrá islandi og Luxemburg komi á móti hallanum af þátttöku i þessu samkeppnisfiugi.” „Núverandi vélakostur Flug- leiða gerir stööu íélagsins i sam- keppnisfluginu yfir ALlantshaíið mjög veika. Þótt nýta megi þessar vélar i láein ár til við- bótar, er ljóst að eigi Flugleiðir með árangri aö taka þátt i Atlantshafsfluginu eltir miöjan þennan áratug, þarí lélagið að ráðast i stórlelld kaup á nýjum flugvélakosti. Stjórn íélagsins hefur ekki treyst sér til þess að taka slika ákvöröun.” — „Mörg flugfélög berjast viö risavaxið tap á Atlantshafsflug markaðinum. Eitt hiö stærsta er nýlega orðið gjaldþrota. Heildar- tap flugfélaga á þessari leið var ein billjón dollara árið 1980 og ár- leg meðalaukning heíur lalliö úr 17.5% á árabilinu 1947 til 1973 niður i 6.5% á árabilinu 1974—1980.” — „Hlutdeild Flugleiöa i Atlantshafslluginu heíur fariö hriðminnkandi á undanlörnum árum. Árið 1970 var hún 3,5% af heildinni, en 1980 var hún komin niður i 0,9%.” 1 niöurlagsorðum þessa kafla segir orðrétt: Þótt svo afgerandi óvissa riki um framtiðarhlutdeild islendinga i samkeppnisílugi ylir Atlants- hafið, er þátttaka Flugleiða i þvi samkeppnisílugi engu aö siður meginforsenda fyrir stærð og gerð þeirrar ílugstöðva- byggingar, sem teiknuð hefur verið á Keflavikurflugvelli. Reynist sú försenda röng, vegna þess, að Islendingar hætti þátt- töku i þessum samkeppnis- markaði, — jafnvel strax á l'yrstu byggingarárum flugstöðvarinnar — er ljóst, að engin skynsemi er i þvi, að ætla aö reisa og reka slikt mannvirki, eins og fyrirhuguö flugstöð er. Allir nefndarmenn eru sammála um, aö verði hætt við Atlantshafsflugið verði að endurskoða öll byggingaráform um flugstöð á Keflavikurflug- velli. Ef þátttöku íslendinga i samkeppnisfluginu yfir Atlants- hafið lyki á næstu árum, yrði hin Reisum ekki minnisvarða um hrikaleg mistök / í skipulags- þróun íslenskra flugmála fyrirhugaða flugstöð einungis risavaxin umgjörð um afgerandi farþegafækkun — eyðilegur minnisvarði um blómaskeið tslendinga, i samkeppnisfluginu. Auðar og stórar flugstöðvar eru til viða um heim og bera vott um skipulagsmistök í flugmálum, sem grundvölluðust á röngum forsendum — farþegaspám sem reyndust draumórar, en ekki veruleiki. Islendingar ættu að forðast slik mistök.” Spáin um farþega- fjölgun er algjörlega óraunhæf Um aðra meginforsenduna — Farþegafjöldi I fluginu til og frá ísiandi aukist á næstu árum — segir m.a. — „Siðan farþegaspáin, sem hönnun byggingarinnar miðast við, var gerð, (1977), hefur oröið veruleg fækkuná farþegum i l'lugi til og lrá Islandi. Á árunum 1977—'78 var farþegafjöldi Flug leiða á bilinu 360.000— 400.000, en á tveimur siðustu árum á bilinu 291.000 — 272.000, eða rúmlega 27% minnkun sé miðað við meðal- tal beggja timabilanna.” A árinu 1980 var einnig nokkur minnkun á farþegafjölda Flug- leiða til og frá Keflavik i Evrópu- fluginu frá árinu 1979. Engin veruleg fjölgun hefur orðið á farþega i Evrópufluginu til og frá tslandi á undanförnum árum og má þvi ljóst vera að ekki eru i vændum neinar stórbreytingar á heildaríarþegafjölda nema etv. til fækkunar t.d. ef Atlantshafs- flugið fellur niöur eöa heldur áfram að dragast saman. — „Spáin um farþegafjölgun hefur þvi miður reynst algerlega óraunhæf. 1 stað aukningar hefur á siðustu árum orðið afgerandi fækkun.” 1 þessu sambandi rekur Ólafur Ragnar það að f'arþegar h já Flug- leiðum sem fara um flugstöðina á Reykjavikurflugvelli er nú urn 230 þúsund á ári, eða mun fleiri en sá fjöldi farþega sem farið hefur um Keflavikurflugvöll á undanf'örnum árum ef Atlants- hafsflugið er meðtalið. Og þó það sé taliö með miðað viö árið 1981, fóru aðeins 40 þúsund fleiri far- þegar um Keflavikurflugvöil en Reykjavikurflugvöll á vegum Flugleiða. „Flugstööin á Reykjavikur- flugvelli er þó nánast eins og litill kofi i samanburði viö þá flugstöð sem teiknuð hefur verið á Kefla- vikurflugvelli. Stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til þess að setja fram neina áætlun um byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykja- vikurflugvelli, þótt byggingin þar sé engu betur úr garöi gerð en núverandi flugstöðvarbygging á Keílavikurílugvelli.” — „Greining á farþegafjölda sýnir, að farþegaforsendur hönn- unarinnar á fyrirhugaðri flug- stöövarbyggingu samrýmast ekki þróuninni á sl. árum, og spár um aukningu hafa á engan hátt ræst. Þvert á móti hefúr orðið veruleg fækkun á farþegum. Þvi miöur erulitlar likur á aukningu á næstu áru, Fækkunin getur á hinn bóginn haldið áfram.” Miðstöð millilandaflugs? Um þriðju meginforsenduna — Miftstöft millilandaflugs tslend- inga verði áfram á Kefiavikur- flugvelli — hefur Ólafur Ragnar Grimsson einnig efasemdir. Hann bendir á að á siðustu misserum hafi ýmsir ábyrgir aðilar i skipu- lagsmálum á höfuðborgar- svæðinu vakið athygli á nauðsyn þess að endurskoða framtið Reykjavikurflugvallar á núver- andi stað. Minna má einnig á bréf slökkviliðsstjórans i Reykjavik til borgarráðs nýverið um slysa- hættu vegna nálægðar byggðar við völlinn. Ólafur Ragnar bendir á að ef tekin yröi ákvörðun um flutning Reykjavikurflugvallar á næstu tiuárum væriliklegtaðhann væri hannaður með það fyrir augum að vélar sem væru bæði i Evrópu- og innanlandsflugi gætu nýtt hann, en slik nýting hefði sýnt sig að vera hagkvæm. Þar þyrfti á nýjum stað aðreisa nýja flugstöð. Ef Atlantshafsflugið legðist niður á sama timabili væri flugstöðin á Keflavikurflugvelli, sem þá yrði ekki nema hálfbyggð, nánast orðin óþörf. Hinsvegar telur ÓRG óraunhæft að flytja innanlands- flugið til Keflavikurflugvallar. Smærri flugstöðvar 1 álitinu eru niðurstöður um forsendurnar þrjár teknar saman á þennan hátt: „Þótt millilandaflug Islendinga verði á næstu árum áfram á Keflavikurflugvelli, er ekki hægt að slá þvi föstu, aö svo verði áfram næstu áratugi. Koma þar bæði til fjölmargar spurningar sem bornar hafa veriö fram um f'ramtið Reykjaflugvallar, og al- menn greining á áhrilum þess flutnings á samtengingu innan- landsflugsins og Evrópuflugsins. Meðan þessi skipulagsmál flugsins eru i deiglunni væri skyn- samlegra að reisa smærri flug- stöðvar bæði á Keflavikurflug- velli og á Reykjavikurflugvelli, og hefjast þá fyrst handa um varanlega framtiðarflugstöð, þegar ljóst verður innan nokk- urra ára, a) hvort við tökum þátt i sam- keppnisfluginu yfir Atlants- hafift, b) hvort farþegafjöldinn hefur aukist eða minnkað, og c) hvort Ueykjavikurflugvöllur verftur næstu 20—40árin áfram á sama stað, eða hvort hann verftur fluttur.” / Oafturkallanlegar ákvarðanir rangar á slíku óvissutímabili Þær þrjár meginforsendur, sem hér hafa veriö ræddar, eru mismunandi að eðli, þótt allar hafi þær grundvallaráhrif á það mat, hvort stærð og gerö þeirrar flugstöðvar, sem teiknuð hefur verið á Keflavikurflugvelli sé rétt. Reynist aðeins ein af þessum forsendum röng, eru röksemdir fyrir réttmæti þeirrar tegundar af byggingu, sem nú er teiknuð, um leið hrundar. Reynist þær allar rangar, mun bygging slikrar flugstöðvar flokkast undir einhver stærstu mistök i skipu- lagsmálum opinberra mann- virkja og stjórnun flugmála á lslandi. 14

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.