Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 3
Finuntudagur 9. scptembcr 1982, ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Þjóðviljinn birtir drög íhaldsins að skipulagi Grafarvogsbyggðarinnar: Dreifð byggð og fámenn Þetta eru drögin aö aðalskipulagi Grafarvogsbyggöarinnar, eða „strandskipulags” Davi&s Oddssonar. Dökku svæöin eru Ibúöabyggð en þau ljósu atvinnusvæöi. Dökka svæöiö lengst til hægri er allt i landi Keldna, og ný af mörkun Keldnalands er afmörkuö meö veröi forsendum ekki breytt, segir Sigurður Haröarson Þetta plagg, sem lagt var fram á fundi skipulagsnefndar sl. mánudag er einungis frumdrög aö breytingum á aðalskipulagi fyrir Grafarvogsbyggö og greini- legt af kortinu aö þessi vinna er mjög stutt á veg komin, sagöi Sig- urður Haröarson, fulltrúi Alþýöu- bandalagsins I skipulagsnefnd Reykjavíkur, i samtali við Þjóö- viljann I gær. A fundinum lögöu fulltrúar meirihlutans fram skipulags- áætlun að byggð með Grafarvogi, þar sem m.a. er gert ráð fyrir yfirtöku stórs hluta Keldnalands undir ibúðabyggð. „Það sem vekur athygli i þessu máli er að ihaldið byggir þessi nýju drög sín á skipulagi sem Borgarskipulag hafði unnið i samræmi við stefnu fyrrverandi meirihluta Borgar- stjórnar Reykjavikur”, sagði Sig- urður. „Sjálfstæðismenn höm- uðust mikið gegn þeirri vinnu, töldu hreinan óþarfa að gera nýtt aðalskipulag Austursvæða og sögðu að þar væri verið að kasta peningum á glæ, — til væri not- hæft skipulag frá 1977, sem hægt væri að byggja strax eftir. Þeir gengu jafnvel svo langt að segja það rangfærslur og blekkingar þegar Borgarskipulag benti á að ekki myndi rúmast 15 þúsund manna byggð á svæðinu og að'eins þess vegna væri nauðsynlegt að endurskoða skipulagið. Nú éta þeir þetta allt ofan i sig og leggja vinnu Borgarskipulags og skipu- lagiö sem við létum vinna á fyrra kjörtimabili til grundvallar”, sagði Sigurður. — Hvernig verður byggðin þarna? „Þetta er allt of stutt á veg komið til þess að hægt sé að svara þvíen ef 85% ibúöa verða I sérbýli verður hún fámenn og dreifð, eins konar Arnarnesbyggð úr tengsl- um við önnur borgarhverfi og án þjónustu allmörg fyrstu árin. Þessar hættur benti Borgarskipu- lag m.a. á þegar svæðið var skoð- að á siðasta kjörtimabili”. „Aðdragandi og undirbúningur allur að þessari skipulagsvinnu hefur lika verið með eindæmum, eins og allir þekkja. Um for- sendur þessa nýja skipulags hefur engfn efnisleg umræða fengist i borgarkerfinu og meiri- hluti skipulagsnefndar hefur hafnað þvi að leita eftir um- sögnum frá Borgarskipulagi og umhverfismálaráði um það. Mér finnst þvi rétt að borgarbúar fái að sjá þessa tillögu svart á hvitu i þeirri von að um hana fari fram opinber umræða. Ihaldið hefur verið sjálfu sér samkvæmt og viljað halda allri umfjöllun i lág- marki. Þaö er hins vegar ekki verjandi þegar um svo stórt mál er að ræða”, sagði Sigurður. mjóum strikum. — En á hvaöa stigi er þessi vinna? Veröur henni lokiö fyrir vorið þannig að hægt veröi aö út- hluta lóðum t.d. á Keldnaland- inu? „Eins og ég sagði og sjá má af Það cr einsdæmi að ósk um aö leita umsagnar umhverfismála- ráðs skuli hundsuð með þeim hætti sem meirihluti skipulags- nefndar gerði sl. mánudag, ekki sist þar sem tillögur aö skipulagi i Grafarvogi eru vægast sagt vafa- samar með tilliti til óska náttúru- verndarráðs um vcrndun leir- unnar þar, sagði Alfheiður Inga- dóttir, fulltrúi Alþýðubandalags- ins i uinhverfismálaráði i gær. kortinu þá eru þetta aðeins drög að aðalskipulagi og talsvert langt i land áður en deiliskipulag verður fullmótað. Breytingar á landnotkun sem þarna er að finna, kalla auk þess á að nýtt A fundi ráðsins i gær var sam- þykkt ósk um að fá Grafarvogs- skipulagið til umsagnar. Var óskað eftir góðu samstarfi við skipulagsnefnd og formanni ráðs- ins, Huldu Valtýsdóttur, falið að ræða við formann skipulags- nefndar um málið. Þá var sam- þykkt að senda skipulagsnefnd reglugerð um starfsemi og hlut- verk umhverfismálaráðs sem er náttúruverndarnefnd Reykja- aðalskipulagskort verði gert, er sýni þróun byggöar næstu 20 ár I staðþeirrar þróunar sem staðfest aðalskipulag gerir ráð fyrir við Rauðavatn. Þá er eftir að ganga frá Keldnamálinu og hafa samráð vikurborgar. Alfheiður sagðist einkum hafa áhyggjur út af þvi að fram- kvæmdir væru hafnar við vegar- lagningu yfir voginn og sæi hún ekki betur en að nú þegar hefðu þar verið framin mikil náttúru- spjöll. Þar hefur uppgröftur verið losaður á breiðu flæmi út i miðjan voginn án þess að vegurinn hafi verið hannaður eða samráð haft við náttúruverndarráð eins og ber við náttúruverndarmenn um svæðið allt. Hvað þetta tekur langan tima vil ég engu spá um, en það er mikil vinna eftir i þessu”, sagði Sigurður að lokum. — v. að gera. Eftir að framkvæmdaráð var lagt niður hafa kjörnir fulltrúar ekki hugmynd um hvar eöa hvernig framkvæmdaaðilar borgarinnar kjósa að losa sig við uppgröft, sagði Alfheiður. Ég lagði þvi fram tillögu um að vegurinn yrði hannaður i samráði við náttúruverndarráð og um- hverfismálaráð og framkvæmdir við fyllinguna nú tækju mið af þvi. Sú tillaga verður afgreidd á næsta fundi ráðsins. — v. Náttúruspjöll í Grafarvogi? Framkvæmdir hafnar án nokkurra samþykkta — umhverfismálaráð vill fá skipulagið til umsagnar BÚNAÐARBANKINN undirbýr gjaldeyrisviðskipti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.