Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1982 ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalismaT verkalýds hreyfingar og þjódfrelsis Litgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Sigurðardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttjf. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ólafsson Maanús H. Gislason, olafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. Vaiþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson. t tlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. l,jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prnfarkalestur: Elias Mar. Auglvsingar: llildur ltagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson. Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. l tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Hœgristjórn í Danmörku • Minnihlutastjórn dariskra sósíaldemókrata er fallin og borgaraleg stjórn tekin við, samsteypa tveggja hægriflokka, íhaldsflokksins og flokks sem heitir Vinstri þótt hann sé óralangt frá því að rísa undir nafni. Þar með eru borgarlegar stjórnir við völd í öllum þrem vir- kjum sósíaldemókrata á Norðurlöndum - en reyndar er búist við að borgarastjórnin sænska falli í kosningum innan nokkurra daga. • Ástæðurnar fyrir þessum stjórnarskiptum eru fyrst og fremst tvær. í fyrsta lagi hafa hinir gömlu borgaraflokk- ar í fyrsta skipti sætt sig við það að reikna hið óhreina barn stéttarinnar Framfaraflokk Glistrups inn í stjórnar- dæmið - sá flokkur verður einn þeirra sem stuðst verð- ur við, þótt ekki hafi verið látið undan ágirnd hans í ráðherrastóla. • ( annan stað gátu dæmi minnihlutastjórnar Ankers Jörgensens ekki gengið upp lengur. Hann hafði um skeið stutt sig við samstarf eða samráð við helsta keppinaut sinn til vinstri, SF, en tók nú síðast æ meira tillit til viðhorfa borgaraflokkanna til hægri við undirbún- ing fjárlaga og efnahagsráðstafana. Niðurstaðan varð svo sú, að enginn flokkur var lengur reiðubúinn tilað styðja sósíaldemókrata. • Borgaraflokkarnir vildu styðja um 10 miljarða króna niðurskurð á ríkisútgjöldum, en þeir voru ekki reiðubún- ir til að styðja nýja tekjuöflun sem átti að koma fram í skattlagningu á tekjur lífeyrissjóða. Sósíalíski alþýðu- flokkurinn, SF, gat hinsvegar ekki fallist á niðurskurð útgjalda til félagslegra þarfa - en stjórn Ankers Jörg- ensens ætlaði m.a. að skera niður um 710 miljónir í sjúkradagpeninga. Fjölskyldubætur, ellilífeyri og at- vinnuleysisbætur um röskan miljarð. • Sem fyrr segir hafði dregið saman með sósíaldem- ókrötum og íhaldsmönnum í viðræðum síðustu daga fyrir stjórnarkreppu. En sú staðreynd að ekki varð af samkomulagi verður fyrst og fremst skýrð með vist- kreppu flokks Ankers Jörgensens. Flokkurinn mun hafa talið að hann hefði ekki efni á því að láta niður- skurð á hinu félagslega sviði efla helsta keppinaut sinn til vinstri, SF. Sósíalíski alþýðuflokkurinn vann í desem- ber mikinn kosningasigur, hefur 21 mann á þingi, og gæti bætt verulega við sig ef að kosið yrði nú. í annan stað er danska Alþýðusambandið, sem flokksbræður Ankers Jörgensens stjórna ekki lengur reiðubúið til að leggja blessun sína yfir kreppustjórn hans. Hardy Hansen, formaður Verkamannasambandsins, sem Anker Jörgensen ólst sjálfur upp í, hefur kallað niður- skurðarstefnuna „borgaralega11 og tekið þátt í því að hvetja Anker til að segja af sér. • Ráðleysi hefðbundinna krataflokka, sem ekki geta lengur flotið á hagvexti uppgangstíma hefur sameinast óttanum við vinstrisveiflu í að koma minnihlutastjórn Ankers Jörgensens frá völdum. Það er auk þess vert að gefa því gaum, að þótt verkalýðshreyfingin dánska megi eiga von á enn verri niðurskurðarráðstöfunum af hálfu borgaralegrar stjórnar, þá kýs hún heldur að taka við þeim skelli frá pólitískum andstæðingum en eitt- hvað milduðum kreppuráðstöfunum úr hendi flokks- bræðra. - áb. Hvaö eru kratarnir? A vinstra væng stjórnmál- anna hefur mönnum oröiö tiö- rætt um þaö hvort Alþýöu- flokkurinn sé verkalýösflokkur eða ekki. Þeir sem eru þeirrar skoðunar að flokkinn hafi dagaö uppi sem litill borgara- legur flokkur telja aö hann sæki fylgi sitt og hugmyndafræöi til smáborgara i þéttbýli. Þetta hafi gerst eftir áratuga hórdóm i ihaldssænginni og natódaður og andsósialismi hafi upplitaö þetta flokkskrili þannig aö engin von sé um að braggist i náinni framtið. Þeir hinir bjartsýnu á vinstra kantinum telja að skilnaðurinn við ihaldiö hafi gefið Alþýðu- flokknum nýtt lif. Ýmis teikn séu um aö Alþýöuflokkurinn sé að verða sósialdemókratiskur að nýju. Þessir bjartsýnismenn benda þá á að flokkurinn hafi gerst viðsýnni meö nánara sam- bandi við alþjóðasamband jafn- aðarmanna, þar sem margir ágætis sósialistaflokkar gefa tóninn á köflum. Þannig hafi margar hugmyndir orðið til að hressa uppá hrygðarmyndina sem Alþýðuflokkurinn var orð- inn. í þessu sambandi er bent á hugmyndir krata um atvinnu- lýðræði, stuðning þeirra við friöarhreyfingar og andóf gegn leiftursókn borgaralegra flokka. Upphlaup Að hvaða niðurstöðu sem menn komast i þessu efni er hitt ljóst aö Alþýöuflokkurinn sjálfur gerir tilkall til þess að kallast verkalýösflokkur. Að visu kunna ekki nema fáir krataforingjar á þessa nýju linu sem lýsir sér ma. i þvi að óþoliö og pirringurinn vegna þess hve hægt gengur að koma ihaldinu til forræðis að nýju veldur allra handa vanhugs- uðum upphlaupum. klippt Ó\)\\ÖW M\ \. .mhuní sag>&' ft»<' N;»rp ,»h • ,o< v\U\»oS v nrt' »*<>' :l.\\n" .„ué" •' f ______it* Karvel og Karl Steinar. En þeir hafa ekki ennþá fengið heiðurs- nefnbótina „vindhanar” i Al- þýðublaðinu. Nær daglega fáum við i starfshópnum sem les Alþýðu- blaðið að sjá kraftbirtingu þess- ara upphlaupa. Jón Baldvin, sem enn er pólitiskt staddur á sviðinu i Tónabió, skrifar frjáls- hyggjuleiðara á milli þess sem hann heldur áfram að hefna fyrir listasætið sem hann hlaut ekki fylgi til á Tónabiósfund- inum. En i samanburði við gaura- ganginn i verkalýösmálum eru þessar siðbúnu hefndaraðgerðir Jóns' Baldvins bara sniðugar. Þegar Alþýöublaöið fjallar um verkalýðsmál þá er það með þeirri lágkúrulegu forskrift, að allir forystumenn i verkalýös- hreyfingunni sem jafnframt eru i Alþýðubandalaginu, séu örg- ustu óvinir verkafólksins.t þess- um skrifum er verkalýðsfor- ystan gjörvöll gerð að ómerkum handbendum Alþýöubandalags- ins. Og ákvarðanir og úrslit samninga eru þannig túlkaðar sem verk Alþýðubandalagsins i verkalýðshreyfingunni. Skiptir þá engu hvort viðkomandi ákvarðanir og samningar séu undirritaðar og þeim framfylgt af mönnum úr Alþýöuflokknum sjálfum. Máske Alþýðublaöið noti á slikum stundum Al- baniu/KIna-aöferöina til að koma höggi á þingmennina Hið frjálsa imyndunarafl Tilgangurinn helgar meðalið á Alþýðublaðinu. Og þegar ekki er einusinni flugufótur fyrir árásum og áburði á forystu- menn i verkalýðshreyfingunni og Alþýðubandalagsmenn, þá er bara að búa hann til. Þannig var „fabúleruð” frétt” 1. september að um að Guðmundi J. hefði „verið varpað á dyr” á vinnu- staðafundi i Eimskip. 1 „frétt- inni” segir orðrétt: „Alþýðu- blaðið reyndi að afla sér frekari staðfestingar á sannleiksgildi máls þessa, en enginn þeirra verkamanna sem haft var sam- band við kannaðist við það”. En þegar Alþýöublaðið er komiö af stað með frétt fær enginn stööv- að hana. Og þannig kom óstað- festa „fréttin” samt! Ekki virðast rannsóknar- blaðamennirnir á Alþýðublað- inu heldur hafa lært á sima. Það verður nú að fyrirgefast þeim sem staddir eru I miöju póli- tisku skitkasti aldamótaáranna. En vegna þessarar vankunnáttu koma fréttir einsog sú sem birt- ist á forsiðu Alþýðublaðsins 7. september sl. um að „Alþýðu- bandalagið hafi nú gefist upp á vinnustaðafundunum”. Allt talar þetta sinu máli. — óg Sjaldan hefur nokkur stjórn- málamaöur á seinni timum látiö út úr sér jafn spakleg ummæli og formaður Sjálfstæðisflokks- ins Geir Hallgrimsson i Varðar- feröinni frægu I sumar, þegar hann sagði i heyranda hljóði: Nató er öflugasta friðarhreyf- ingin. Morgunblaðinu þótti svo vænt um þessi ummæli for- mannsins, að þau komu hvað eftir annað i blaðinu frameftir sumri. I sömu ferð sátu þeir saman i túninu Geir og Eggert Haukdal — og það urðu sögu- legar sættir. Reyndar kom mynd af þeim pólitiska viðburði i Morgunblaðinu, en féll alger- lega i skuggann fyrir hinum merku tiöindum: Nató er öflug- asta friðarhreyfingin. Hreyfingin mikla Mönnum varö þá fljótlega ljóst i Sjálfstæðisflokknum að nú haföi formaöurinn látið frá sér fara sögulegt framlag til frjálshyggjunnar i heiminum. Það þótti einnig ljóst, að nú væri vegur að segja þjóöinni að fleiri gætu nú verið hugmyndafræð- ingar hins borgaralega forræðis en Hannes Hólmsteinn. Sjálfur formaöurinn stæði nú fyrir sinu i hinum hugmyndafræðilegu efnum: vopnaður friöur er bestur. Heimdallur gefur út límmióa: „Nato — stærsta friðarhreyfmgin“ NATO HKIMDALLIJR, samtök ungra sjálfsta'öismanna í Keykjavík, hefur gefið út Itmmiða með áletruninni „NATO — SUersta friðarhreyfing- in“. Aletrun límmiðans er hvit á rauðum grunni. Limmiðinn er fáan- legur í Valhöll, Háaleitisbraut 1. f fréttatilkynningu frá Heimdalli, kemur fram að tilgangurinn með út- gáfunni sé að minna á hið mikilvæga hlutvcrk Atlantshafsbandalagsins sem friðarbandalags. Jafnframt útgáfunni hefur Heimdallur ályktað eftirfarandi: „í hinum hugmyndafræðilegu kenningum ráðamanna í Sovét- ríkjunum, er stefnt að heimsyfir- ráðum kommúnismans og bent er á að slík heimsyfirráð séu aðeins „eðlilegt" framlag ráðamanna í Sovétríkjunum til hinnar „sögu- legu þróunar". Þessar staðreyndir, ásamt sýnilegri útþenslustefnu STÆRSTA FRIÐARHREYFINGIN Arangur hefur verið ágætur á sumum sviðum en lítill á öðrum. Hins vegar er ljóst, að án sam- stöðu lýðræöisríkjanna hefðu mál við Heim- Strætó dall? Það þótti þvi veröugt verkefni fyrir hina herskáu ihaidsæsku i landinu að koma þessum boö- skap á framfæri viö almenning. Almenningur hefur nefnilega heyrt minnst á Nató i sam- bandi við striö og her. Og al- menningur i öðrum löndum hefur meir að segja fengið aö kenna á vopnabúnaöi Nató. Þarf ekki annað en minna á striðs- rekstur Nató-hersins breska við Falklandseyjar i sumar. En með oröum formannsins i iðja- grænu túninu i sumar eru slikar staðreyndir týndar og tröllum gefnar. Þvi hefur Ihaldsæskunni verið falið að minna á stærstu friðarhreyfinguna með lim- miðum. Limmiðarnir eru þegar farnir að sjást á fjölmennum stöðum, einsog t.d. á strætis- vagnaskýlum. Heyrst hefur að Eirikur As- geirsson forstjóri Strætisvagna Reykjavikur hafi orðiö æfur vegna þessa og ætli að höföa mál gegn Heimdalli sem er skráður útgefandi þessa boð- skapar formanns Sjálfstæöis- flokksins, en sá orörómur hefur ekki fengist staðfestur. — óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.