Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 10
10 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1982 Jóhann G. Jóhannsson i Galleri Lækjartorg. Hann stendur viö nokkur verk bræðranna Harðar og Hauks Harðarsonar sem sýna skúlptúrverk dagana 4.—19. september. —Ljósm.: -eik. Góð sambúð og þéttskipað prógramm til jóla verða gamla og halda áfram að spila. Hvað hefur þú að segja um segir Jóhann G. Jóhannsson um Gallerí Lækjartorg Það vissu það ekki margir í byrjun, en nú verða þeir æ fleiri sem öðlast þá vitneskju, að í stóra steinsteypta húsinu við hliðina á Útvegshankahúsinu sem hefur m.a. fengið þann tilgang að hýsa farþega SVR, hefur verið komið upp nýju gallerí, Gallerí Lækjartorg. í hjarta höfuðborgarinnar á dýrum stað í bænum getur semsagt og hefur þrifist list og það í u.þ.b. tvö ár. Sá sem fékk þá flugu í höfuðið að koma þarna á fót húsnæði þar sem listin, hvort heldur þar færi málverkið eða tónlistin, fengi athvarf er ekki óþekktur með öllu. Hann hefur um langt árabil verið einn fremsti texta- og lagahöfundur landsins á sviði popptónlistar, auk þess sem hann var í hljómsveit sem fræg má teljast, Óðmönnum; þess utan fengist við myndlist og sett upp sýningar sem vakið hafa athygli. Þjóðviljinn brá undir sig betri fætinum einn dag í síðustu viku og leit inní galleríið þar sent sýning þeirra bræðra Hauks og Harðar Harðarsona var í undirbúningi. Jó- hann G. Jóhannsson gaf sér tíma til að ræða við blaðamann þó tíminn væri knappur.Hann var spurður um hvernig galleríið hefði orðið til, hver hefði átt hugmyndina o.s.frv. Þannig er mál með vexti að fyrir tveim árum síðan gekk ég með þessahugmyndímaganum.þ.e. að setja upp gallerí sem ekki aðeins einskorðaði sig við málaralist, heldur tæki einnig við öðrum við- burðum þó einkum á sviði tónlist- ar. Húsnæði á heppilegum stað og af heppilegri stærð var ekki auð- fundið, en þar kom að mér var bent á þetta húsnæði hér í miðbænum. Ég sló til, jafnvel þó húsnæðið væri á dýrum stað í borginni. Ég hygg að þar hafi farið saman löngun til að breyta út af, því áður þegar maður lagði út í stórfyrirtæki eins og að gefa út plötu, þá var eiginlega allt lagt undir. Ég vildi, þar sem ég hafði nú tekið þá ákvörðun að lifa og hrærast í listinni, starfa við meira öryggi. Ég gerði mér t.d. al- veg grein fyrir því að þetta yrði erf- itt í byrjun, en smátt og smátt þróaðist þetta til betri vegar og nú er svo komið að prógrammið er þéttskipað allt til jóla. Það er ný- hafin sýning þeirra bræðra Hauks og Harðar Harðarsona á skúlptúr- verkum og síðar f mánuðinum mun Erika Stumpf frá V-Þýskalandi sýna hér 40-50 málverk. I október hefjast tvær sýningar, María Jósefsdóttir. þýsk kona sem tekið hefur íslenskan ríkisborgararétt og seinna í sama mánuði sýnir Svava Sigríður Gestsdóttir frá Selfossi olíumálverk. í nóvembermánuði mun hinn þekkti teiknari Ragnar Lár sýna teikningar og þannig mætti lengi telja. Galleríið hefursemsagt tekið hressilega við sér og er áreiðanlega á flestra vitorði sem eitthvað. fást við myndlist." Plötuverslunin Samhliða galleríinu rekur Jóhann plötuverslun og hefur hún þá sér- stöðu að þar eru seldar í miklum meirihluta íslenskar plötur. Jó- hann sagðist einnig vera með erlendar plötur og þá ekki síst gamlar erlendar plötur, oft í fáum cintökum þannig að stundum væri hreinlcga slegist um þær. Hann kveöst vera að ganga frá pöntunar- lista sent síöar yröi sendur út á land. Poppskrifin Fyrir röskum tveimur árum upp- hófst í einu Reykjavíkurblaðanna hörð deila um íslenska plötu sem Jóhann áti stóran þátt í. íslensk kjötsúpa. Platan fékk afleita dóma í blöðunum og það varð til þess að Jóhann sagði poppskrifurum landsins stríð á hendur. Hann var spurður út í þessar deilur: „Já, ég hafði svo sannarlega ýmis- legt að athuga við poppskrifin í dagblöðunum. Sannleikurinn er auðvitað sá að þeir sent standa fyrir þessum skrifum inna af hendi afar ábyrgðarmikið starf. í þessu tilviki með kjötsúpuna var platan rökkuð niður, jafnvel þó svo tónlistarmenn sem ég tel hafa gott skynbragð á tónlist hefðu allt annað um plötuna að segja. Ég get varla séð að popp- skrifin hafi mikið skánað jafnvel þó svo dálksentimetrum hafi ekki fækkað. Poppið fær að sönnu mik- ið pláss, en það vantar málefnalega umfjöllun, ekki aðeins upptaln- ingar á vinsældalistum og eitthvað stjörnurugl o.þ.h. Ég gerði einnig mínar athuga- semdir við popptónlistarþátt sjón- varpsins, Skonrokk. Fannst það skjóta skökku við að plötuútgef- endur hér á landi skyldu fá hálftíma ókeypis auglýsingaþátt í sjónvarp- inu á meðan íslenskt efni og kvnn- ing á íslenskri popptónlist fengi ekki inni. Þarna fannst mér opin- ber stofnun vera að drepa niður innlent framtak." — Nú varst þú á fullu í poppinu hér á árum áður. Sumir virðast ekki geta ímyndað sér poppara það? „Ég held að það sé með þetta eins og annað. Sannir Iistamenn, virki- lega góöir tónlistarmenn; þeir halda áfram að lifa og hrærast í þessu. aðlaga sig kannski nýjum aðstæðum, en halda áfram svo framarlega sem þeir verða ekki búnir að drepa sig á einhverjum ófögnuði eins og eiturlyfjum. Mín skoðun er sú að hvert tímabil í tón- Iistinni og þá ekki síður poppinu, hafi sinn takt. Þaðeru ekki umbúð- irnar sem skipta máli, heldur inni- haldið. Bob Dylan og Eric Clapton svo einhverjir séu nefndir, hætta ekki að vera til þó nýir komi fram á sjónarsviðið. Nú þarna mætti taka inn menn eins og Ray Charles og aðra sem eru ekkert sérstakt augnayndi. Hvaö íslenska poppara áhrærir þá þarf sterk bein til þess að lifa alfariö af list sinni með tilheyrandi ballspilamennsku úti um allar sveitir. Þetta eru seigir strákar eins og t.d. Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson sem eru búnir að halda út í allt að 15 ár. Ég hefði ekki treyst mér í sama úthald. f þessum bransa eru eilífar svipting- ar. Það er kannski búið að vinna upp góða hljómsveit, gera samn- inga o.s.frv. og þá springur allt í loft upp. Sumir sjá ofsjónum yfir því þó menn fái kannski 3 þúsund krónur fyrir að spila í eitt kvöld, en gleyma því svo, að það er verið að fjárfesta í dýrum tækjum, flutn- ingskostnaður og annað er mikill, ríkið tekur sitt og oft á tíðum verð- ur harla lítið eftir. Þá er sú staða komin upp á böllum víða um land, að áhættunni hefur verið velt yfir á hljómsveitina þannig að stundum fara menn slyppir og snauðir út úr öllu saman og kannski gott betur en það. Það er einnig oft talað um að sukk og óráðsiuháttur valdi því hvernig fer fyrir efnilegum hljóm- sveitum, en ég held að þegar menn eru búnir að vera stutta stund í þessu komist þeir að því að þetta er eins og hver önnur vinna og oft á tíðum erfið vinna sem fylgja miklar vökur og alls kyns orkuútlát. Spenningurinn er jú mikill samfara þessu í bvrjun. en nýjabrumið fer fljótlega af. Þetta er erfiði og ég held að eng- inn verði verulega ríkur á því að gerast popptónlistarmaður hér á landi.“ — hól. V erslunarmanna- félag Reykjavíkur: Námskeið um heilsu- rækt og heilsuvemd Verslunarmannafélag Reykja- víkur ætlar í næstu viku að gangast fyrir námskeiði í heilsurækt og heilsuvernd. Hefst námskeiðið 8. september n.k. og er hér um að ræða 4. námskeiðið sem VR gengst fyrir um þetta efni. A námskeiði þessu verður farið yfir starfsstöður og líkamsbeitingu, fjallaö um fyrirbyggingu og með- ferð streitu, kennd leikfimi til iök- unar á vinnustöðum og leiöbeint um næringu og fæðuval. í ágúst á síðasta ári var gerö könnun á vegum VR til að athuga heilsufar félaganna og aðbúnað á. vinnustöðum. 415 einstaklingar ‘ tóku þátt í könnuninni og til dæmis svöruðu 37% aðspuröra því játandi að streita fvlgdi starfi. Helstu sjúk- dómseinkenni voru bakverkir, höf- uðverkir og vöövabólga. 64% liöfðu fundið fyrir bakverk á sl. 12 mánuðum. 61% kvörtuðu um höf- uðverk og 56% um vöðvabólgu. Námskeið Verslunarmannafé- lagsins byrjar sumsé á miðvikudag í húsnæði VR að Hagamel 4 og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta. r Uthlutun úr Kjarnfóð- ursjóði Framleiðsluráði landbúnaðar- ins hefur borist um það ósk frá landbúnaðarráðherra að settar verði reglur um úthlutun fjár úr Kjarnfóðursjóði, til alifugla- og svinabænda. Framleiðsluráð ákvað að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna að þessu með landbúnaðarráðu- neytinu. I nefndina voru til- nefndir þeir Gisli Andrésson, Böðvar Pálsson og Gunnar Guð- bjartsson. — mhg jFrónmeð j nýjar kex- tegundir ,,Við höfum átt I gegndar- lausri samkeppni við inn- | flutningsaðila og segja má I að þetta sé okkar svar við I henni”, sagði Guðmundur ■ Agústsson framkvæmda- | stjóri kexverksmiöjunnar I Frón, sem hefur hafið fram- I leiðslu á fjórum nýjum kex- * tegundum. Hér er um að J ræða kókoskex, hnetukex, I sitrónukex og jarðarberjakex I sem dreift hefur verið I * verslanir i nýjum, og að því J er Guðmundur sagði, betri I umbúðum. I I ■ I Guömundur sagði að það ■ ■ væri hreint ótrúlegt magnið I Isem flutt væri inn af kexi, jafnhliða þvi sem alið væri á | fordómum gagnvart inn- • • lendri framleiðslu. I fyrra | Iheföi sala hjá Frón dottiö mikið niöur, en væri nú að | rétta úr kútnum. ■ — hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.