Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. september 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Leikfélag Reykjavíkur: Tvö íslensk leikrit frumflutt á leikárinu Tvö íslensk leikrit verða frum- flutt á nvbvrjuðu leikári Leikfélags Reykjavíkur. Það er leikrit Kjart- ans Ragnarssonar, Skilnaður, og leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, Guðrún, sem byggir á Laxdæla- sögu og fjallar að meginhluta til um Guðrúnu Ósvífursdóttur og þá fóstbræður, Kjartan Ólafsson og Bolla Þorleiksson. Á blaðamannafundi sem leikhússtjórar í Iðnó, þeir Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnars- son. héldu í gær kom fram aö alls verða frumflutt 5 leikrit í Iðnó á starfsárinu. Auk leikrita Kjartans og Þórunnar verða tekin til flutn- ings þrjú erlend leikrit. Ein var sú borg, leikrit írska leikritahöfundarins Brian Friel, Forsetaheimsóknin. verður tekið til flutnings um jólin, en það er franskur ganranleikur og að lokum leikritið, Úr lífi ánamaðks, senr er eftir sænskt leikritaskáld. Per Olov Enquist. Frá fvrra leikári verður leikritið Jói, eftir Kjartan Ragnarsson tekið upp aftur, en þess ntá geta að sýn- ingar á Jóa eru nú orönar næstum 100 talsins. Hassið hennar ömmu, eftir Dario Fo heldur áfrant, einnig Salka Valka, en sýningar á Sölku hefjast aftur um næstu áramót. Hassið hennar ömmu verður flutt í Austurbæjarbíói og hefjast sýning- ar á því 2. október. Öll önnur verk verða í Iðnó. Iðnó bvrjar leikár sitt með því að flytjaverk Kjartans Ragnarssonar. Skilnaður og veröur það eina leikritið sem sýnt verður í septem- bermánuði. Með aðalhlutverk fara Guðrún Ásmundsdóttir. Jón Hjartarson, Valgerður Dan, Soffía Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Edda Björnsdóttir. Ein var sú borg, leikrit Irans Brian Friel sem kemur á fjalirnar í október vakti mikla athvgli í leikhúslífi Lundúna í fyrra og var kjörið besta erlenda leikritið af gagnrýnendum. Það hefur verið sett upp í háborg leikhússlífsins á Broadway. Forsetaheimsóknin, leikrit Frakk- anna Bruno og Rego, verður frurn- flutt um jólaleytið. Það fjallar unr daglegt líf verkamannafjölskyldu og húsbóndans á heimilinu sem er atvinnulaus. Inni í málið spilar svo óvænt heimsókn forseta Frakk- lands. Úr lífi ánamaðks, eftir Per Olof Enquist, fjallar um samskipti hjón- anna Louise Heiberg og manns hennar við H.C. Andersen. Kjartan Ragnarsson kemur enn með nvtt leikrit, Skilnað. Það var forsýnt á Listahátíð í vor. Guðrún, leikrit Þórunnar Sigurð- ardóttur er unnið uppúr Laxdæla- sögu. Það verður frumsýnt cftir áramótin. Leikurinn gerist eina nótt á heimili þeirra hjóna. en I i.C. Andersen er þar staddur og er í öngum sínum. því sá hroðalegi atburður hafði gerst í veislu hjá konungi að þegar skáldið var að flytja ræðu missti hann út úr sér gervitennurnar við lítinn fögnuð gesta. Leikstjóri kemur frá Svíþjóð og heitir hann Ernst Gúnther, en hann hefur sett þetta leikrit upp áður viö góðan orðstír. Guðrún, leikrit Þórunnar Sigurð- ardóttur, hefur ekki verið dagsett hvaö varöar trumsynmgu. en æfingar munu væntanlega hefjast í febrúar. Þórunn leikstýrir verkinu, en leikmynd og búninga teiknar Messíana Tómasdóttir. Gífurleg aðsókn á síðasta starfsári Á síðasta leikári Leikfélags Revkjavíkur var aðsókn með ein- dæmum góð. Varð sætanýting eitthvað um 94% og einstök leikrit náðu allt uppí 98% sætanýtingu.. Nokkrar breytingar verða gerðar á salarkvnnum Iðnó og er. það gert vegna uppfærslunnar á leikriti Kjartans Ragnarssonar, Skiln- aður, en leikurinn fer að einhverju leyti fram í sal. Á fundinum í gær hafði ekki verið gengið frá verði á aögöngumiöum, en búist var við að þeir kostuðu 110 kr á hvern fullorð- inn. Ellilífeyrisþegar og námsfólk fær að venju afslátt á sýningar. Til viðbótar við 15 fastráðna leikara við Leikfélag Reykjavíkur hefur cinn bæst við í hópinn. Þar er um að ræða Jóhann Sigurðsson, en á síðasta vetri fór hann með stór hlutverk í Jóa og Sölku Völku. -hól Stórfellt at- vinnuleysi ef flotinn stöðvast Framkvæmdastjórn Verka- mannasanihands Islands vakti at- hygli á því í gær aö cf hótun LÍÚ um afí stöðva fiskiskipailotann kæmi til framkvæmda myndi slíkt hafa í för með sér stórfelldara atvinnulcysi verkafólks en hér hel'Ur þekkst um árahil. UMSÍ skorar því á alla aðila sem málið snertir að gera allt sem í þeirra valdi stcndur til þess að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist. Jón Hnefill Aðalsteinsson. Þór Magnússon, Hafsteinn Guðmundson og Haraldur Ólafsson: fornsögur og mataræði, þjóðsögur og hcilsutar. — (Ljósm. eik). Stórt ritverk um íslenska þjóðmenningu Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur ákveðið að gefa út fimm eða sex binda verk um íslenska þjóð- menningu sem 20-30 fræði- menn rita. í ritstjórn verksins verða Haraldur Ólafsson dós- ent, dr. Jón Hnefill Aðalsteins- son og Þór Magnússon þjóð- minjavörður. Reynt verður að koma verkinu út á fimm árum. Á blaðamannafundi á dögunum kom það á daginn, að forstjóri Þjóðsögu, Hafsteinn Guðmunds- son, hafði á sínum tíma handsett fslenska þjóðhætti Jónasar frá Hrafnagili, það verk sem mest er vitnað til um lífshætti íslenska bændasamfélagsins. Og kvað hann sér oft síðan hafa verið hugsað til þess hve margt er að glatast og til skyldu okkar til að varðveita eins mikið og hægt er. Mikil vinna Ritstjórarnir sögðu, að þegar hefði verið rætt við ýmsa menn um framlag til ritsins. Áðstaða þeirra til að skrifa 40-100 síðna kafla um sín svið væri mjög misjöfn — á sumum sviðum væri geysimikið efni til en á öðrum þyrfti að leggja í ýmsar frumrannsóknir. Þeir vildu stefna að því að ritið gæti byrjað að koma út sem fyrst — en varla gæti fyrsta bindið séð dagsins ljós fyrr en um þarnæstu jól í fyrsta lagi. Lögð verður áhersla á að ritið standist vísindalegar kröfur og verði um leið aðgengilegt almenn- ingi. Myndaefni verður mikið, bæði verða gerðar skýringarmynd- ir og fundnar til gamlar myndir og ekki ofnotaðar. Um einstaka þætti þjóðmenn- ingar verður fjallað frá upphafi byggðar í landinu eftir því sem hei- mildir leyfa. Ekki er ákveðið hve nálægt okkur verður farið í tíma, en líklegt. að tekið verði mið af hinum stórfelldu breytingum sem yfir þjóðina ganga upp úr 1940. I mörg horn að líta í frumdrögum efnisyfirlits eru m.a. þessi kaflaheiti: Landið og lífsskilyrðin. Mannfræði og upphaf menningar. Dagleg störf til sjávar og sveita. Skepnurnar. Fatnaður. Utsaumur. Hagleiksverk. Miðalda list. Handritaskreytingar. Alþýðu- list. Flúsagerð. Samfélagsgerð. Bændafjölskyldan. Æviskeiðin. Samgöngur og verslun. Mataræði. Heilsufar. Fornsögur. Sagnadans- ar. Skemmtanir. Tónmenntir. Alþ- ýðuskáld. Leikir og íþróttir. Þjóð- sögur og sagnir. Hátíðir. Trú og kirkja. Þjóðtrú. Alþýðleg vísindi. Alþýðulækningar. Alþýðleg veð- urvísindi. Alþýðlegir tímatalsút- reikningar. Þéttbýlismvndun. Kvennamenning. Leitað hefur verið til milli tut- tugu og þrjátíu manna til að rita í verkið eða vera til ráðuneytis um gerð einstakra kafla. Eftirtaldir menn eru í hópi þeirra sem þegar hefur náðst til: Agúst Georgsson fil.kand., Dr. Alda Möller, Árni Björnsson safnvörður, Elsa E. Guðjónsson safnvörður, Frosti F. Jóhannsson fil.kand., Dr. Gísli Pálsson, Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur, Flallfreður Örn Eiríksson cand.mag., Hall- gerður Gísladóttir safnvörður, Jón Samsonarson handritafræðingur, Jón Steffensen prófessor, Jón Þór- arinsson tónlistarmaður, Kristján Eldjárn prófessor, Lúðvík Kristj- ánsson rithöfundur, Óskar Hall- dórsson dósent, Páll Jónsson bóka- vörður, Páll Bergþórsson veður- fræðingur, Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir forstöðumaður, Dr. Selma Jónsdóttir forstjóri, Sigurð- ur Þórarinsson prófessor, Dr. Stef- án Aðalsteinsson, Sveinbjörn Rafnsson prófessor, Vésteinn Ola- son dósent, Þórður Tómasson safnvörður, Dr. Þorsteinn Sæm- undsson stjarnfræðingur. IAMfrá BORGAR SIG AÐ SPARA? SVAR: Þarfir nútímamanna eru margvíslegar allt frá húsnæði og klæðum,til bíla, vídeótækja og skíða- útbúnaðar. Sumar þessar þarfir eru manninum lífsnauðsynlegar, aðrar ekki. Islendingar hafa búið við það undarlega ástand í yfir 40 ár, að þeir sem veittu sér allt sem hugurinn girntist þurftu ekki að greiða fyrir það fullu verði, heldur voru hinir. sem neituðu sér um munaðinn, látnirgreiða fyrir þá að hluta með rýrnun á sparifé sínu. Er ekki að furða þó að svo löng reynsla hafi sett svip sinn á afstöðu mannatil sparnaðar. En nú hefur verið snúið við blaði. Sparifjáreigandanum hefur verið tryggt að hann fái verðgildi aura sinna til baka og reyndar örlitla vexti að auki. Þetta er gjörbreyting. Nú ættu allir að hugleiða, hvort þeir geti ekki frestað einhverjum þörfum sínum um smátíma og keypt sér hlutina síðar og þá fyrir eigið sparifé í stað þess að taka mjög dýr lán til kaupanna. Eigið sparifé er auk þess hluti af sjálfstæði manna. Maður sem á t.d. sex mánaða laun á sparisjóðsbók er miklum mun frjálsari en hinn, sem er búinn með mánaðarlaunin um miðjan mánuðinn og á ekkert upp á að hlaupa. Þetta ættu menn að hugleiða vel áður en þeir steypa sér í miklar fjárfestingar. LANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRA LÍFEVRISSJÖÐA LÍFEYRISSJÓÐA ItílA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.