Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1982 Húsaröðin sem allar deilurn- ar stóðu um, dönsku fúaspýt- urnar sem sumir hafa viljað kalla, hin ómetanlegu menning- arverðmæti í hugum annarra; þessi húsaröð er sem óðast að taka á sig sína upprunalegu mynd. Gamla landlæknishúsiö er kom- ið í fullkomið ástand, einnig híbýli bakarans að Bankastræti 2. Á þess- um stöðum eru komnir veitinga- staðir með þeim betri í Reykjavík, Torfan og Lækjarbrekka. Þriðji áfanginn hjá Torfusam- tökunum hófst í sumar þegar Bern- höftsbakaríið var tekið til endur- byggingar og þegar góðir fagmenn fóru að skoða húsið kom í ljós að ástand bakarísins eftir brunann 1977 var mun betra en talið var í fyrstu. Auk bakarísins brann einn- ig hin geysimikla kornhlaða að baki bakarísins og móhúsalengjan sem var meðfram Skólastræti. Sterkar líkur benda til þess að ó- prúttnir náungar hafi lagt eld að húsum þessum því sannað þótti að eldur hafi komið upp á fleirum en einum stað samtímis. Og ekki gat rafmagn hafa valdiö brunanum, rafkerfum og öðru slíku var ein- faldlega ekki til að dreifa. Bakaríið Það kann að vera að sumum finnist það ekki svara kostnaði að leggja í að endurbyggja bakaríið, móhúsaröðina og kornhlöðuna, eftirað miklum peningum hafi ver- ið beint að endurbyggingu land- Hús hakarans að Bankastræti 2. Það var reist 1834 af Thomsen kaupmanni. Þetta sama ár var bakaríið byggt, svo og kornhlaðan og móhúsin. Landlæknishúsið, sem nú er veitingahúsið-Torfan, var að hlúta til byggt 1838. BERNHÖFTSTORFAN Tekið til við að endurbyggja bakaríið læknishússins og híbýli bakarans en í hugum þeirra sem starfa ísam- tökunum lítur málið einfalt út. Á sinni tíð bjó nefnilega bakarinn þar sem nú er veitingastaöurinn Lækj- arbrekka. Hann sótti eldsneyti í móhúsin, korn í kornhlööuna, þessu var síðan ekiö inní bakaríið og með tilheyrandi samsuðu voru búin til brauð; þessi hús mynda eina órofa heild. Nú hefur verið tekið til við að endurreisa bakaríiö og í fyllingu tímans munu kornhla- ðan og móhúsin fá svipaða með- bakarofninn var deigiö látið tútna út við hitann frá bakarofninum. Endurbyggingin miðar að því að byggja bakaríið í sinni uppruna- legu mynd, jafnvel þó engin á- kvörðun hafi verið tekin um til hvaða nota það félli best. Stefán Örn Stefánsson mældi húsið upp, og danskur arkitekt, Peter Ottoson, mun annast teikn- ingar. H;inn hefur undanfarið leit- að gantalla teikninga af svipuðum húsum, bæði hér á landi og erlend- is. Frá brunanum 26. mars 1977. Nær sannað þótti að um íkveikju hafi vcrið að ræða, jafnvel þó í opinberum plöggum standi að kviknað hafi í útfrá rafmagni. Myndin sýnir slökkviliðsmann að störfum. ferð. Þó bruninn 1977 hafi ekki skilið mikið annað eftir en sviðna jörð þá eru altént teikningar til, svo að ef ekkert annað stendur endur- byggingu þessara húsa fyrir þrifum, ættu þau að rísa frá grunni í sinni upprunalegu mynd. Þeir sem tóku tii við að rífa innan úr húsinu eftir því sem ástæða þótti til, komust fljótt að því að þetta var gagnmerk bygging. Greinilegt var að mikið hafði verið lagt í húsið. í timburgrindina voru hlaðnir múr- steinar og kappkostað þannig við að einangrun yrði sem best. Þar var stórogmikill bakarofn, sem kynnt- ur var með kolum og mó. í her- bergi sem var staðsett fyrir ofan Gæti klárast í vetur í samtali sem Þjv. átti við Hjör- leif Stefánsson arkitekt sem á sæti í varastjórn Torfusamtakanna kom fram að vel hugsanlegt væri að bakaríið kláraðist í vetur. Torfu- samtökin stefndu að því að hafa tvo smiði við að gera húsið upp. Sem fyrr miðast allar fram- kvæmdir við Torfuna af því. hversu mikið fjármagn samtökin hafa úr að spila. Til þess að verkinu megi ljúka þarf á aukafjárveitingu að halda, en á næsta þingi kemur til kasta þingmanna hvort endurbygg- ing Bernhöftstorfunnar komist inná sérstakan lið fjárlaga. - hól. Bakaríið kom allvel undan brunanum. Burðarviðirnir reyndust traustari en menn hölðu þorað að vona. Grindin var með þeim hætti að hver biti var 5x5 eða 6x6 metrar að stærð og þar var múrað upp í. Til viðbótar var klætt með 7 tommu listaklæðningu. - Ljósm.: - eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.