Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 íslenskt fyrirtseki fékk tækifæri til aö spreyta sig á gerð rafeSrsda- búnaðar i Hitaveitu Suðurnesja og stóð sig meö prýöi. Átak í uppbyggingu rafeindaiðnaðar: Gætl aukið framleiðni í fiskiðnaði um 15-20% Undirbúningsfélag rafeindaiðn- aðarins fullvrti á biaðamannafundi að hægt væri að ná 600 miljón króna framleiðniaukningu í hrað- frystiiðnaðinum mcð aukinni notkun ýmiss konar rafeindatækja og með þess konar útbúnaði væri einnig hægt að spara um 160 milj- ónir króna í olíukostnaði fiskiskip- anna’ Það eru fyrirtæki í Samtökum raftækjaframleiðenda sem stofnað hafa með sér félag sem hefur gert drög að tillögum um 5 ára áætlun 9g aðstoð við rafeindaiðnaðinn á íslandi. Eru meginmarkmið þeirra tillagna að stuðla að markvissri uppbyggingu sameiginlegs fram- leiðslufyrirtækis og þjónustumið- stöðvar. Sögðu forráðamenn undir búningsfélagsins á fundi með frétt- amönnum að það væri nánast eins- dæmi á Islandi að mörg fyrirtæki í sömu grein gerðu framleiðsluátak á sameiginlegum grundvelli og væri röng fjárfesting á mörgum sviðum besta staðfestingin á því að slík sameiginleg ákvarðanatekt heyröi til undantekninga. Jón Hjaltalín Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og ráðgjafi Undirbúningsfélags raf- eindaiðnaðarins og hann kvað helstu atriðin í skýrslunni vera þau að sett verði á stofn þjónustumiö- stööfyrir íslensk rafeindafyrirtæki. sem yröu í nánu samstarfi við nor- rænar miðstöðvar á rafeindasviö- inu og að þar verði starfandi vel menntaðir sérfræöingar á ýmsum sviðum rafeindatækninnar. I’á verði eitt framleiðslufyrirtæki eflt til þess að geta sinnt þörfum allra fyrirtækjanna fyrir samsetningu og framleiðslu tækja sem þau heföu hannaö og þróað. A fundinum kom fram að fram- tíðarmöguleikar íslensks rafeinda- iðnaðar væru miklir. Auk sjávarút- vegs eru fjölmörg verkefni mögu- leg í sambandi við uppbyggingu ís- lenskra orkuvera og þegar er feng- inn nokkur reynsla af islenskri framleiðslu á þvísviði i búnaði Hit- aveitu Suöurnesja. Þar gerðu ís- lenskir aðilar tilboð í rafeindabún- að ásamt fjölmörgum erlendum stórfyrirtækjum og íslenski bún- aðurinn var valinn þar sem hann stóð fremst tæknilega séð og einnig var hann fyllilega samkeppnisfær í veröi. Með aukinni notkun rafeinda- tækja, framleiddum hérlendis, í fiskiðnaði mætti auka framleiöni í greininni um 15 - 20% en við það m u n d u f ra m leiösl u ve rðmæt i aukast um 600 milljónir auk þess sem gífurlegur gjaldeyrissparnaður yrði ef hér væri framleiddur í stór- um stíl alls kyns fjarskipta-, síma- og stjórnbúnaöur, byggöur á raf- eindatækni. -v. Hver á aö baka brauðið? í framhaldi af því að lög um aðstoð viö þroskahefta tóku gildi 1. janúar 1980 er nú verið að byggja upp nýtt þjónustukerfi fyrir þroskahefta. Landinu hefur verið skipt niður í átta svæði (þau sömu og fræðsluumdæmin) og á hverju svæði skal veita mestan part þeirrar þjónustu sem þroskaheftir þarfnast. Þessi þjón- usta skal ekki einvörðungu veitt á sérstofnunum, heldur kveða lögin svo á um að veita skuli þroskaheftum þjónustu á almennum stofnunum, að svo miklu leyti sem unnt er og þannig skuli búið að þessum stofnunum að þeim sé kleift að annast slíka þjónustu. Þetta er gerbreyting frá þvi sem áður var þegar þroska- heftum var safnað saman á einangraðar sérstofnanir á Reykjavíkursvæðinu. Lagasetningar duga skammt Markmið hinna nýju laga er að tryggja þroskaheftum jafnrétti á við aðra þegna þjóðfélagsins og skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi í samfélaginu. Þetta er allt saman gott og bless- að og allirgeta verið sammála um að það hafi verið tími til kominn að þroskaheftum væru tryggð sjálfsögð mannréttindi og sorg- legt að það skyldi ekki hafast í gegn fyrr en velferðarsjúkdómar voru orðnir verulegt vandamál fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Lagasetningar einar og sér duga þó skammt, lög eru dauður bókstafur þar til þau korriast í framkvæmd og hægt gengur að koma jafnréttinu á og uppbygg- ingin á liinu nýja þjónustukerfi gengur seint. Kemur þar margt til, m.a. gamlir fordómar, peningaleysi, þekkingarleysi og síðast en ekki síst skortur á menntuðu fólki til að framkvæma lögin. Það segir sig sjálft að þegar þroskaheftir fá þjónustu sína á almennum stofnunum og um allt land, þá þarf mun fleiri starfs- menn en þegar þeir voru saman komnir á sérstofnunum á suð- vesturhorni landsins. Þarviðbæt- ist að eðli þjónustunnar hefur breyst, auknar kröfur eru gerðar um markvissa kennslu, þjálfun og meðferð, í stað „gæslu og umönnunar" eins og þaö hét áður. Þetta þýðir að mun fleira starfsfólk þarf til starfa innan hins nýja þjónustukcrfis og að fjöldi þeirra starfsstétta sem starfa að málefnum þroskaheftra hefur aukist til muna. Þessi aukna starfsmannaþörf var auðvitað fyrirsjáanleg þegar Rannveig Traustadóttir skrifar. lagasetningin var í undirbúningi, en samt sem áður var ekkert gert til að tryggja nægilega margt og vel menntað starfsfólk. Af- leiðingin er sú að nú er mjög alvarlegur skortur á menntuðu fólki til starfa með þroska- heftum. Þetta vandamál er f raun tví- þætt, annars vegar er nauðsyn- legt að fjölga í þeim starfsstéttum sem sérmenntaðar eru til starfa með þroskaheftum, hins vegar að endurskoða námsefni þessara stétta með tilliti til nýrra þjón- ustuleiða. Hið síðarnefnda á ekki síst við um menntun þeirra starfs- stétta sem ekki hafa áður starfað með þroskaheftum, en starfa á almennum stofnunum sem nú veita þroskaheftum þjónustu, t.d. almennir kennarar sem fá þroskaheft börn inní bekkina. Vantar sérmenntað fólk f dag er ástandið víða þannig „ Við eigum ekki nægilega margt sérmenntað fólk til að annast framkvæmd þeirrar þjónustu sem þroskaheftum hefur verið tryggð með lögum ” aö ekki er unnt aö veita þá þjón- ustu sem lögin um aðstoö við þroskahefta kveða á um, ein- vörðungu vegna skorts á mennt- uðum starfsmönnum. Allt annað er fyrir hcndi, þjónustuleiðir hafa veriö skilgreindar, fjármagn tryggt og aðstaða sköpuð, en ekkert gerist, það finnst enginn starfsmaður til að vinna verkið, hann er hreinlega ekki til. Við eigum ekki nægilega margt sér- menntað fólk til að annast fram- kvæmd þeirrar þjónustu sem þroskaheftum hefur verið tryggð með lögum. Uppskriftin er feng- in, búið að útvega efnið og hræra deigið, en enginn finnst sem get- ur bakað brauðið. Rannveig Traustadóttir Rannveig Traustadóttir er þroska- þjálfi og bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.