Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. september 1982
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvaemdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri
Thorsson.
Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Á kveðjustund
• í dag kveður íslenska þjóðin fyrrum forseta sinn Kristján Eld-
járn. I hugum okkgr ríkir tregi eftir góðan dreng og sæmdarmann,
sem við flest eigum margt að þakka.
• Við íslendingar erum fámenn þjóð og hér veltur því oft meira á
hverjum einstökum heldur en títt er með stórþjóðum.
• Þótt Kristján Eldjárn helgaði líf sitt frá ungum aldri íslenskri
menningu og þjóðararfi, þá var það ekki hans ráðagerð að stefna á
sæti þjóðhöfðingja á Bessastöðum. Eitt af aðalsmerkjum Kristjáns
Eldjárns var hógværð hans og lítillæti.
• En frá kyrrlátri önn fræðistarfa á Þjóðminjasafni var hann
kallaður þúsund röddum úr þjóðardjúpinu til starfa á Bessastöð-
um í sæti forseta íslands. Kristján hlýddi því kalli. Það var gæfu-
spor fyrir íslenska þjóð.
• Við vissum engan betur til þess fallinn að minna okkur á hvaðan
við kæmum og hvert skyldi stefna, á skyldurnar við land og þjóð og
sóma okkar frammi fyrir heiminum.
• Við vissum að á hverfulum tímum var og er þörf fyrir einingar-
tákn, rödd sem kalli okkur hvert og eitt til dáða og sameiginlegra
átaka fyrir framtíðarheill. Nóg er hitj, sem skilur í sundur og nagar
ræturnar.
• Kristján sat á Bessastöum í 12 ár og brást engum vonum. Þegar
hann kaus að hverfa úr sæti forseta lýðveldisins fyrir rösklega
tveimur árum átti hann allra lof.
• „Vér verðum að treysta landinu og trúa á möguleika þess.“ Sá
var boðskapur Kristjáns Eldjárns í fyrsta áramótaávarpinu, sem
hann fiutti okkur sem forseti íslands. Og skyldi það ekki vera hollt
okkur öllum að minnast þeirra orða, þótt náttúra íslands bjóði
okkur nú sem fyrr ýmist strítt eða biítt.
• í síðasta áramótaávarpinu, sem Kristján flutti sem forseti sagði
hann m.a.:
• „Lífið má aldrei verða brauðstritið eintómt og orðaskak um
það, og landið er ekki eingöngu auðsuppspretta til þess að fæða og
klæða þjóðina svo sem best má verða. Það er einnig ættjörð,
móðurmoid, föðurland, það eina sem vér munum nokkru sinni
eignast. Landið og erfðirnar hafa mótað oss og eru samgrónar
tilfinningalífi voru og eiga að vera það. Og þjóðfélagið, sem vér
höfum komið upp, er ekki sambærilegt við fyrirtæki, vel eða illa
rekið eftir atvikum. Það er samfélag um íslenska menningu, gaml-
an arf og nýja sköpun, ætlunarverk íslensku þjóðarinnar. Þetta má
aldrei úr minni líða, hvort sem árar betur eða verr á sviði hinna
daglegu veraldiegu þarfa.“
• Heyrið þau orð og gleymið þeim ekki: - Okkar ætlunarverk skal
vera það, að byggja hér „samféiag um ísienska menningu, gamlan
arf og nýja sköpun.“
• Eigi vel að fara þarf hvort tveggja að haldast í hendur sá gamli
arfur og hin nýja sköpun.
• Kristján Eldjárn lauk háskólanámi árið sem íslenska lýðveldið
var stofnað. Þá var vorhugur, nú ríkir tregi á hausti. En hér mun
aftur vora, og nýjar raddir kalla fram nýja menn þegar mest liggur
við. Þannig er lífsins lögmál. En stundum mælir sterkast hinn forni
kór, raddir þúsund ára sögu. Örlögin hafa nú skipað Kristjáni
Eldjárn sæti innarlega á þeim kórbekk.
• Dalir Norðurlands eru djúpir og bláir. Það yrði fríður flokkur,
ef þeir söfnuðust nú allir saman í eina sveit, sem þaðan hafa komið
um aídirnar.
• Kristján Eldjárn var barn eins þessara dala. Úr Svarfaðardal má
líta bæði Kaldbak og Sælufjall. Þaðan hefur margur lagt upp á
Heljardalsheiði fyrr og síðar, og sé vegarnestið gott, þá er heiðin
jafnan fær.
• Þjóðviljinn vottar frú Halldóru Eldjárn og öllum ættingjum
Kristjáns samúð sína nú á útfarardegi hans.
-k.
Hin ósýnilega
hönd
Stundum tala menn um efna-
hagsmál eins og umdularfullt astr-
alplan sé aö ræöa: Kreppan er
eins og vindurinn, enginn veit
hvaðan hún kemur eða hvert hún
fer, var sagt upp úr kauphallar-
hruninu mikla fyrir rösklega
fimmtíu árum. Svo koma þeir
tímar, að menn tala um stýringu
efnahagsmála eins og þeir sem
valdið hafa; lengi vel hafa vinstri-
sinnar með sinn áætlanabúskap
látið sem heimurinn væri þeim
kálfskinn eitt. En vegna þess að
oftrú á sterkri miðstýringu í fram-
leiðslumálum hefur orðið fyrir
verulegum skakkaföllum, hefur
brautin reynst fremur greið fyrir
hægrisveiflu í þessum málum nú
um skeið.
Svonefndir frjálshyggjumenn
hafa því gengið fram glaðir og
reifir, vopnaðir dæmum um mis-
tök í áætlanagerð hjá kommum
og krötum, þungbær skrif-
finnskubákn og vondar fjárfest-
ingar, sem ekki fóru að réttum
vísindum þeirra sem láta stjórn-
ast af gróðavon - en þeir eru,
samkvæmt kenningu, fingur
hinnar „ósýnilegu handar" sem
stýrir mörkuðum. Og er höndin í
þessum fræðum talin vera angi af
einhverskonar guðdómi sem sé
tiltölulega velviljaður mann-
kyninu.
Timburmenn
En því miður; fagnaðarstundir
eru heldur sjaldgæfar í heimi hér
og eftir því skammvinnar. Eftir
fagnaðarríkan söng um að aura-
leysi þegna heimsins og skulda-
súpa sé um flest að kenna misvitr-
um stjórnmálamönnum, sem
með allskonar óþarfa opinberum
afskiptum séu að koma sjálfs-
bjargarviðleitni út á kaldan
klaka, skjóta ljótir og leiðir timb-
urmenn upp kollinum hér og þar.
Einn slíkur timburkarl kemur
fram í skemmtilegri grein sem
birtist í Newsweek á dögunum og
heitir „Stóru bankarnir iðrast
synda sinna“ eða eitthvað á þá
leið.
Þar fjallar sérfróður maður að
nafni Juan de Onis um þau
merkilegu tíðindi, að ekki aðeins
séu Argentínumenn eða Pólverj-
ar sekir um að hafa slegið sér - í
von um framfarir - lán, sem þeir
síðan ekki geti borgað, heldur
einnig olíurisar eins og Mexíkan-
ar og virðulegir Evrópumenn úr
Efnahagsbandalaginu eins og
Danir. Um þetta segir í fyrr-
nefndri grein:
Sekur er ég
„Jafnvel forstjórar einkabanka
viðurkenna nú, að þeir eigi sína
sök á því, að alþjóðlegt fjármála-
kerfi er komið í þann háska sem
birtist í skuldavandræðum Mex-
íkó, Argentínu, Costa Rica,
Danmerkur, Póllands, Kúbu og
margra annarra landa. Það eru
einkabankarnir sem eiga meira
en 60% af þeim 550 miljörðum
dollara sem þau þróunarlönd
skulda nú, sem ekki eiga olíu til
útflutnings. Þetta er rösklega
helmingi meira en árið 1978, og
þessi aukning hefur ekki aðeins
orðið vegna þess að lántakendur
vildu fleyta sér yfir greiðslur á ol-
íureikningum og yfir halla á fjár-
lögum, heldur og vegna þess að
bankarnir héldu sig geta gengið
að tryggum gróða“.
Skriðið undir
pilsfaldinn
Síðan er það rakið hvernig vitr-
ingar einkaframtaksins hleyptu
sér inn í hvert lánaævintýrið á
fætur öðru, en - eins og í
greininni stendur - stundum
beinlínis þröngvuðu þeir við-
skiptaaðilum til meiri lántöku -
éf þeir áttu sér baktryggingu í ol-
íu. En hvernig sem það er, þá er
nú svo komið, segir í fyrrnefndri
grein, að:
„Þótt forstjórar einkabanka
játi nú opinskátt sekt sína, þá
vilja þeir að alþjóðleg hjálp sé
veitt til að hreinsa upp eftir þá“.
Þeir vilja nú fá alþjóðabanka og
ríkisbanka til að hjálpa sér, - eins
og í greininni segir:
„Þeir voru ekki alltaf svo hrifn-
ir af opinberum afskiptum. Þegar
peningaveltukerfið þýddi að
lánastarfsemi með góðum hagn-
aði jókst, þá vildu einkabankarn-
ir helst að opinber afskipti af
þessum málum væru sem allra
minnst".
Og nú kalla þeir á ríkisstjórnir
sér til aðstoðar. Og dettur nokk-
rum í hug hliðstæða við það leik-
rit sem útgerðarmenn fslands
hafa flutt fyrir þjóðina á undan-
förnum dögum og vikum?
- áb.
og skoriö
Barbarí
í auglýsingum
A íslandi eru margskonar lög
og reglugerðir í gildi sem eiga að
verja neytendur fyrir auglýsinga-
skrumi og niðurlægingu af ýmsu
tagi. En stofnanir sem eiga, sam-
kvæmt Iögum, að fara með þessi
mál, geta ekki sinnt verkefnum
sínum vegna fjárskorts. Auk þess
er almenningsálitið dauft í þess-
um málum og einatt hallt undir
skrumið.
A undanförnum misserum
hafa mörg mál sem varða
neytendur komið upp á yfirborð-
ið, mál sem lúta að því að
auglýsendur hafa farið yfir mörk-
in. I þessu sambandi nægir að
nefna ítrekuð brot á jafnréttis-
lögum. Eins mætti nefna að á
alþingi þjóðarinnar urðu þing-
menn beinlfnis til að verja umsvif
fyrirtækisins Videosón, sem
starfaði beint og óbeint í trássi við
margra lagabálka.
Þá eru ýmsar reglugerðir sem
varða neytendur þverbrotnar
með þegjandi samþykki yfir-
valda. Þjóðviljinn hefur marg-
sinnis vakið athygli á slíkum mál-
um - en má sín því miður ekki
mikils í öllum þeim gauragangi
sem yfir dynur. Verst er að ríkis-
reknu fjölmiðlarnir ganga á
undan í reglugerðarbrotum eins
og t.d. sjónvarpið, sem á að hafa
til hliðsjónar reglugerð um sjón-
varpsauglýsingar. Sem er svo for-
sómuð hvað eftir annað. Hér má
til dæmis taka bann við að höfða
með auglýsingum til barna og
ákvæði um fjöldatakmörkun
auglýsinga.
Ótœkt ástand
Það þarf því ekki að koma á
óvart þótt í Morgunblaðinu á
föstudaginn birtist endemisaug-
lýsing eins og sú sem við gerðum
að umfjöllunarefni í fréttum gær-
dagsins, Tommaborgaraauglýs-
ingin, þar sem skotið er yfir öll
mörk velsæmis og reglur uin jafn-
réttismál, barnavernd og fleira
kvistaðar út í veður og vind.
Fjölmiðlarnir - og verða víst
fáir með öllu saklausir - munu að
líkindum afsaka deyfð sína og
gagnrýnisleysi með því, að þeir
þurfi að halda sér á floti m.a. með
tekjum frá misjafnlega smekk-
legum eða heiðarlegum auglýs-
endum. Hér er komið að ástandi
sem er auðvitað ótækt: því tang-
arhaldi sem auglýsendur geta
haft á fjölmiðlunum. Og þarf að
bregðast við.
-óg.