Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN F'mmtudagur 23. september 1982 ,Heilsuvika á Húsavík’ lOOOhitaeiningarfyrir konur, 1500 fyrir karla, og meö hreyfingu og útivist gefur þetta ótrúlega góöan árangur. En sem betur fer þurfa ekki allir á megrun aö halda. Þvi verða einnig vikur fyrir þá, sem leggja vilja áherslu á hvild, likamsrækt og útivist. Og hvað kostar svo dvölin? Eins manns herbergi með baði kostarkr. 5.450 en 2ja manna með baði kr. 4.950. En þetta er ekki bara húsaskjólið og möguleikar á að fá að skvampa i baðkeri, heldur er innifalið i verðinu: allar máltiðir, læknisskoðun, sund, gufa, heitur pottur, leikfimi, nudd, gönguferðir með farar- stjórn, fráeðileg erindi, flug og transfer: flugvöllur-hótel-flug- völlur. Hámarksfjöldi i hóp er 20 manns. Askilinn er réttur til breytinga á ofangreindu verði. Nú eru vetrarorlof stöðugt að færast i vöxt. Þarna gefst kostur á að losna frá amstri hversdags- ins og njóta hvildar og hressingar i glöðum hópi á Húsavik. Já, við hjá Þjóðviljanum vitum hvað hann Sigurdór sagði um dvölina þarna i fyrra. Um skeið óttuðumst við ekki annað meir en hann mundi drifa sig alfarinn til Húsavikur. — mhg Ton de Leeuw: Frumflytur verk eftir sjálfan sig. Raftónlist í Nor- ræna húsinu í dag: Fyrirlestur og frumflutt tónverk Ton de Leeuw Hollenska tónskáldið Ton de Leeuw heldur fyrirlestur í Norræna húsinu klukkan 5 síðdegis í dag um raftónlist. Þar mun hann líka frumflytja nýtt verk eftir sig er nefnist Clair Obscur. Aðgangur öll- um heimill og ókeypis. t fyrra var gerð tilraun meö „Heilsuviku á Húsavlk” og var boðið þangað nokkrum þátttak- endum til að „prufukeyra” dag- skrána, eins og það var orðað. Likaði gestum vistin i alla staði vel og einróma álit þeirra að þetta væri lofsvert framtak. Nú hefur verið ákveðið að taka á ný upp HEILSUVIKU A HÚSA- VIK. Verður boðið upp á 6 vikur fyrir áramót og aðrar 6 eftir ára- mót. A HEILSUVIKU er boðið upp á gistingu i vistlegum 2ja manna herbergjum, gott fæði, leikfimi, sund, heitan pott, gufubað, nudd, skipulagðar gönguferðir, fræðileg erindi o.fl. Vikurnar verða allar með svip- uðu sniði, en þó verður eina vik- una lögð sérstök áhersla á megrun og snyrtingu, og aöra á sérmeðferð fyrir þá, sem vilja hætta að reykja, o.s.frv., Ýmis- legt stendur til boöa utan dag- skrár, svo sem sjóstangaveiði, hestaleiga o.fl. Agæt aðstaða er til þess að bregða sér á skiði. Ef óskað er eftir verður megrunin á dagskrá flestar vik- urnar. Þá eru steikurnar vigtaöar og skammtaðar á hvern mann, Hér er efnt til „Heilsuviku”. Nýja kjötið í verslanir Slátursala hefst eftir helgina „Við erum að gera allt klárt fyrir slátursöluna, sem hefst hér á mánu- daginn. Það kæmi mér ekki á óvart þótt við ættum eftir að selja um 50 þúsund slátur hér á þessum 4 vik- um sem slátursalan stendur yfir,” sagði ■ Gunnar Hannesson hjá Sparimarkaði Sláturfélags Suður- lands, í Austurveri, en þar verður slátursalan í ár. Verðið á slátrinu verður 65.70 og er í einu slátri haus- inn, vömb og keppur. „Þó að þetta sé nokkur verð- hækkun frá því í fyrra eru samt mjög góð kaup í slátrinu og mest er jafnan að gera aðra vikuna sem selt er. Við erum viðbúnir mikilli ös. í fyrra var slátrið selt niðri á Skúla- götu, en núna verður þetta hérna í kjallaranum og einnig í SS verslun- inni í Iðufelli,” sagði Gunnar. Þess má geta að nýja kjötið er komið í verslanir og kostar kílóið af lærinu 72.90, en gamla kjötið kost- ar 56.90. 0 Auglýsið í Þjóðviljanum Starfsréttindi við landhúnað Eitt þeirra mála, sem til meðferðar var á síðasta aðal- fundi Stéttarsambands bænda laut að atvinnuréttindum í landbúnaði. Var sérstök nefnd kosin á fundinum til að fjalla um það mál. Fundurinn samþykkti að fela stjórn Stéttarsambandsins að leita eftir samstarfi við landbúnaðar- ráðuneytið og Búnaðarfélag ís- lands um samningu frumvarps um starfsréttindi í atvinnugreininni. Frumvarpið yrði síðan kynnt á kjörmannafundum að ári og tekið til umfjöllunar á aðalfundi Stéttar- sambandsins 1983. Lagði fundur- inn til að eftirgreind meginatriði yrðu lögð til grundvallar við samn- ingu frumvarpsins: A. Starfsréttindi og réttur til atvinnurekstrar (sjá lið B) veita m.a. aðgang að eftirfarandi: 1. Fyrir bændur 1.1. Aðgang að lánasjóðum landbún- aðarins. 1.2. Aðgang að opinberum fram- lögum til atvinnuvegarins. 1.3. Rétt til aðildar að félagasam- tökum landbúnaðarins og þeim réttindum og fyrirgreiðslu, sem þessi félög veita, enda uppfylli við- komandi önnur þau skilyrði, sem sett eru um aðild. 1.4. Aðgang til að framleiða til sölu búsafurðir hverju nafni sem nefn- ast innan þeirra framleiðslutak- markana, sem í gildi eru hverju sinni. 1.5. Aðgang að ábúð á ríkisjörðum svo og öðrum jörðum og jarðar- pörtum.semætlaðirerutil búvöru- framleiðslu. 2. Fyrir launþega. 2.1. Rétt til að starfa sem launþegi í landbúnaði og njóta réttinda sem slíkir. 2.2. Aðgang að störfum við afleys- ingaþjónustu landbúnaðarins. 2.3. Forgang að vinnu við landbúnað á ríkisbúum og búum, sem rekin eru af búnaðarsamtökum. B. Starfandi bændur, sem þurfa ekki að sækja um starfsréttindi í þcim greinum, scm þeir hafa stund- að, eftir að þessar reglur taka gildi. Þeir, sem uppfylla eftirtalin skil- yrði geta sótt um atvinnuréttindi: 1. Bændur 1.1. Þeir, sem lokið hafa námi frá landbúnaðarskólum hér á landi, eða sambærilegu námi erlendis. 1.2. Þeir, sem lokið hafa háskóla- námi í landbúnaði. 1.3. Þeir, sem lokið hafa annarri starfsmenntun en ílandbúnaði, svo sem iðnnámi eða verslunarnámi, sem að gagni kemur við landbún- aðarstörf, (minnst 2ja ára nám) eða stúdentsprófi og auk þess starf- að við landbúnað minnst tvö ár á öllum tímum árs eftir 16 ára aldur og lokið þriggja mánaða námskeiði á vegum landbúnaðarskóla. 1.4. Heimilt er, ef sérstakar ástæður mæla með, að þeir, sem alist hafa upp á sveitabæ, (lögbýli), frá barnsaldri, átt þar heimili og unnið að bústörfum ásamt skólagöngu til 20 ára aldurs eða lengur en ekki hlotið fullgilda starfsmenntun, (sbr. framanskráð), öðlist réttindi til búrekstrar í þeim greinum land- búnaðarins sem voru (eru) á býlinu með því að ljúka þriggja mánaða námskeiði í landbúnaðarskóla. 1.5. Þeim, sem sækja um að hefja bú- rekstur eftir að 15 ár eru liðin frá því að þeir öfluðu sér starfsmennt- unar, skal gert að ljúka þriggja mánaða framhaldsnámskeiði við landbúnaðarskóla. 1.6. Við sérstakar aðstæður, svo sem fráfall bónda, skal veita nauðsyn- legan frest til að einhver aðstand- enda geti aflað sér starfsréttinda. 2. Launþegar 2.1. Þeir, sem öðlast hafa rét til atvinnurekstrar í landbúnaði, skulu einnig njóta starfsréttinda sem launþegar. 2.2. Þeir, sem lokið hafa prófi frá landbúnaðarskólum hérlendis eða frá sambærilegum skólum erlendis. 3. Réttur til atvinnurekstrar: 3.1. í vissum greinum landbúnaðar þarf að setja sérákvæði. 3.2. Stéttarsamband bænda tekur á- kvörðun um hverjum skuli veita rétt til atvinnurekstrar. Stéttar- sambandið leitar umsagnar þeirra, sem geta gefið nauðsynlegar upp- lýsingar þar að lútandi. — mhg AUÐVELDUM VIÐ UMFERÐ \ FATLAÐRA?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.