Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. september 1982 ari sem mótframbjóðandinn var löngu landskunnur stjórnmála- maður með' sterkan bakhjarl. Þar kepptu tvö prúðmenni um stöðu þjóðhöfðingja og samskipti þeirra síðar í æðstu embættum eiga ef- laust eftir að verða lengi í minnum höfð. Ég var svo lánsamur að kynnast Kristjáni nokkuð persónulega, áð- ur en stjómmálaafskipti leiddu til samfunda. Fyrst sá ég hann sem prófdómara þegar ég gekk upp í stúdentsprófi í íslensku í Mennta- skólanum á Akureyri 1955, en frá þeim skóla hafði hann útskrifast 19 árum áður. Kristján var hið besta til þess fallinn að meta íslenskt mál. Hann var flestum mönnum betur mæltur á íslenska tungu og snilldarbragð yfir máli og stíl á öll- um hans ritverkum. Skáldgáfan leyndi sér heldurekki, og hún hef- ur skilað sér með ótvíræðum hætti yfir til niðja hans. Kristján og Halldóra heimsóttu Neskaupstað á ferð forsetans um Austurland í ágúst 1971. Það var með hálfum huga að ég tók á móti forsetanum og fyrrverandi þjóð- minjaverði sem fyrsta gesti á sýn- ingu í náttúrugripasafni staðarins. „Memento vivere” Það er síðla hausts og degi hall- ar. Hann hefur hreinsað frá fom- aldarkumlinu: beinin liggja enn óröskuð, eins og þau voru lögð í gröf á 10. öld, hvít, löguleg, og hjá langur spjótsoddur og tálguhnífur. Hann hreinsar betur um hauskúp- una, hún er fríð, segir hann, svo , ,engan fornmann hef ég séð eins fríðan í gröf sinni.” Tennur eru hvítar, sterklegar og allar heilar. Einn er samt ljóður þar á. í efra góm vantar hægri miðframtönn og sýnt að þessi fagurlimaði fommað- ur hefur aldrei þá tönn tekið. Þeg- ar ekki er verkljóst lengur rís rann- sakandinn upp af moldarhnjánum og gengur með vini sínum heim til bæjar, aðeins snertispöl. Þeir þiggja kaffisopa og segja frá fundi sínum og með frá skarðinu í efra góm, þar sem aldrei hafi tönn ver- ið. Þá gerist það, að bóndinn berar tannhold sitt og segir: Hann er þá alveg eins og ég. Aldrei hef ég haft nema þrjár framtennur að ofan. Og það vantar þá sömu. í svip- drasli ferðalanga suður í Kapellu- hrauni og reisti sig upp með ala- basturslíkneski heilagrar Barbáru í lófanum, hví dróst hann ekki inn í hinn hljóða hóp innisetumann- anna yfir fræðum sínum? Hvemig fór nútíminn að eiga erindi við þennan rýnanda fortímans í land- inu? Hvað áttu kollsteypur sam- tímans til höfundar kumlatalsins að sækja? Minnistæður er sá dagur þegar nokkrir menn kvöddu dyra í kjall- araíbúð Þjóðminjasafiisins og bám hljóðlega upp erindi sitt. A gólfinu uppi yfir vom menjar þjóðarsögunnar; úti fyrir, í skugg- um þessa kvölds, beið lifandi fólk í vanda. Hér var það enn að gerast sem húsráðandinn hafði svo oft- Iega um hugleitt sjálfur: maðurinn er ekki nema að takmörkuðu leyti hann einn, hann sjálfur í eiginvild sinni, heldur undir stærra vilja seldur: uppruna síns, sögu og þjóð- ar. Óviljugur í fyrstu og í lítillæti þess sem vítt horfir, gekk hann undir það jarðarmen. Og því var hann til kvaddur, að hann bar allt í senn ættarmót íslenzkrar alþýðu og þá purpurakápu sem af vammleysi og heiði hugans er slegin. Slíkur, Kristján Eldjárn Fornleifafræðingurinn Kristján Eldjárn lítur yfir silfursjóð. Hvatningarorðin sem fylgdu voru örvandi og upp frá því skiptumst við á bréfum og skoðunum um minjavernd eystra og skipan safna- mála. Sumarið eftir skoðaði ég handarverk hans við uppgröft í Papey, en þar bar hann niður við rannsókn fomminja eftir að hann varð forseti. Hann hafði mikinn áhuga á verndun eyjarinnar, jafnt náttúru hennar sem og eldri og yngri mannvistarleifum. Það væri vel ef unnt reyndist fyrr en seinna að friðlýsa Papey, eins og hugur Kristjáns stóð til, og sameina þar náttúru- og þjóðminjavernd. Bræðurnir frá Tjörn, Kristján og Hjörtur, hafa haft auga fyrir hvoru tveggja og lagt sitt af mörkum, hvor á sínum vettvcingi. Nýársboðskapur Kristjáns for- seta til þjóðarinnar var ætíð eftir- minnilegur, hátíðleg og hljóðlát stund eftir glaum gamlársdagsins. Sérstaklega er mér í minni skýr mynd sem hann eitt sinn dró upp af lífbeltunum tveimur til lands og sjávar, og hvatning hans til þjóðar- innar að gæta þeirra. Náttúrufræð- ingur hefði ekki komið þeim boð- um betur og ljósar til skila. ' Eftir að ég tók við ráðherrastarfi bar fundum okkar Kristjáns alloft saman, við formleg og óformleg tækitæri. Um embættisverk hans lék notalegur blær og ekki síður móttökumar í boði þeirra hjóna á Bessastöðum. Eftirminnilegt er, hversu vel Kristjáni lét að sameina íburðarleysi og hátíðarblæ yfir stjórnarathöfnum oggestaboðum. í einkaviðræðum ræddi hann ætíð við menn sem jafningi. Ég held hann hafi verið hlédrægur að eðlis- fari, en það háði honum ekki í starfi þjóðhöfðingja. Kristján Eldjám og Halldóra sinntu kalli þjóðarinnar og leystu vandasamt verkefni með einstök- um ágætum. Ég veit að hugur Kristjáns dvaldi oft við þau efni sem hann hvarf frá til forseta- starfa, og tíminn til að rækja þau í tómstundum varð minni en hann hafði vænst. Honum fannst að vonum oft smátt skammtað til menningarmála úr sameiginlegum sjóði. Varðveisla og efling ís- lenskrar menningar og sjálfstæðis var hans hjartans mál, og hann var fremsti merkisberi og tákn fyrir hvort tveggja í lifanda lífi. Minn- ingu hans verður best sómi sýndur með því að lyfta merki íslenskrar þjóðmenningar og leggja rækt við þann arf sem fortíðin hefur skilað núlifandi kynslóðum. Halldóru og bömum þeirra Kristjáns sendum við Kristín sam- úðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson leittri verða þúsund ár dagur, ei meir. Fyrnd og nútími þjóðarsög- unnar smeltast saman í eina andrá. Þegar Kristján Eldjárn sagði þessa sögu af Grásíðumanninum, •bætti hann við, svo sem einatt, dá- lítilli hugleiðingu. Flestir, sagði hann, sem sjá foma og fúna beina- grind, andvarpa: Sic transit gloria mundi, svo fallvölt er heimsins dýrð. Aðrir og umvöndunarsam- ari segja: „Memento mori, mundu að þú átt að deyja. ,,En Grásíðu- maðurinn er ekki memento mori, heldur miklu fremur memento vi- vere, mundu að þú átt að lifa": I ætt þinni, í verkum þínum, í ljóma minninga um mikinn dreng, sem kynslóð gætir og færir annarri. Frá slíkri ævi deyr aldrei neinn á þessu sögunnar landi. Sagt er að menn sjái ekki undur og eðli sögunnar fyrr en úr fjarska. En tilstilli hennar um Kristján Eld- járn ber það hátt og er svo glöggt, að þar þurfum við engan sjónar- hól. Maðurinn sem kraup leirugur yfir fornum gröfum meðan aðrir blíndu á Fróðamjölið malast æ smærra, maðurinn sem lyfti lokinu af steinþró Oddaverjans í Skál- holti dembudaginn mikla, eða sá sem rótaði þolinmóður í ryðguðu vissu menn, bar í brjósti óslævða kennd íslenzkrar reisnar á dögum svo margrar blindu. Ekki þarf hér að tíunda hversu síðan fór saman gæfa þjóðar og gjörfuleiki manns. Það er björt saga, sem aldrei mun skyggjast í aldanna rás. Og nú, þegar þessi vinur okkar og leiðtogi er hniginn til moldar, þykir mér bezt harmi gegn að horf- ast í augu við hverfulleika alls holds, en muna um leið til orða hans sjálfs þegar hann stóð mold- ugur upp frá gröf Grásíðumanns- ins og horfði síðan á keldhverfska bóndann yfir kaffinu: Memento vivere, mundu að þú átt að lifa. Og svo mun hann lifa, Kristján Eld- járn, meðal okkar, sem brátt til hans söfnumst, og í þeirri sögu sem hann unni og reisti sjálfur svo hátt með sínu Iífi. Björn Th. Bjömsson Kristján Eldjárn er látinn. Ég las fréttina aftur og aftur, því ég átti erfitt með að trúa mínum eigin augum. En þannig gerast mikil tíðindi; þau koma óvænt, og eftir stendur maðurorðvanaogundrandi. Krist- ján látinn, og ég sem hafði haldið að nú væri hann aftur horfinn að sínu fyrra hlutverki og væri í óða önn að undirbúa ný ritverk um rannsóknir sínar á sögu lands og 'ýðs. Ég kynntist Kristjáni Eldjárn fyrst þar sem við vorum bekkjar- bræður í Menntaskólanum á Akur- eyri. Þar varð mér strax ljóst, að Kristján var fluggáfaður piltur. Hann var auðvitað afbragðs náms- maður, en fleira kom til sem sann- færði mig um góðar gáfur hans. Vinátta okkar Kristjáns hélst óslit- ið, þó að í sundur drægi með okk- ur, þegar ég sogaðist inn í hringiðu stjórnmálanna en hann hélt til framhaldsnáms erlendis. Það kom mér ekki á óvart, að Kristján yrði að námi loknu mikils metinn fræðimaður í sinni grein og brátt viðurkenndur sem frum- kvöðull í rannsókn fornminja. Hæfileikann skorti ekki og ekki heldur dugnað og samviskusemi. Þegar Kristján var valinn forseti lýðveldisins árið 1968 hlaut hann glæsilega kosningu. Hann naut stuðnings kjósenda úr öllum stjórnmálaflokkum og öllum starfsstéttum. Hið mikla fylgi fékk hann vegna þess m.a. að liann var talinn glæsilegur fulltrúi þjóðar- innar og líklegur til að sameina hana betur en aðrir, sem til greina komu. Vegna starfs míns í stjórnmálum á þeim árum sem Kristján Eldjárn gegndi forsetastörfum, hafði ég all- mikil samskipti við hann. Þá fann ég að Kristján var einstaklega hæf- ur og ágætur forseti. Hann kom fram fyrir hönd þjóð- arinnar af miklum myndarskap. Ræður hans voru aflrurðagóðar, samdar á rammíslensku máli og fluttar af öryggi. Samskipti hans sem forseta við okkur alþingis- menn og ráðherra voru til fyrir- myndar, og engan þekki ég úr okk- ar hópi, sem ekki dáði hann og virti sem forseta. Forseti landsins, sem nýtur trausts og virðingar og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á þann hátt sem hún helst óskar, - forseti, sem er fær um að umgangast stjórn- málaflokka og stjórnmálamenn þannig, að þeir séu sáttir með að réttar leikreglur hafi verið virtar, forseti sem hefur þjóðina sem heild að baki sér, - hann er góður forseti - hann er mikil persóna. Slíkur forseti var Kristján Eld- járn Ég kveð góðan vin, Kristján Eld- járn, um leið og ég og kona mín vottum eiginkonu hans, frú Hall- dóru, og öllum ættingjum hans innilega samúð okkar. Lúðvík Jósepsson Hin fleygu orð Þóris jökuls „eitt sinn skal hver deyja” koma í opna skjöldu í hvert eitt sinn er góðir vinir ganga fyrir ættemisstapa. Þá leið er nú farinn einn af bestu son- um íslands dr. Kristján Eldjám fyrrverandi þjóðhöfðingi vor, fremstur meðal jafningja, fyrrver- andi þjóðminjavörður farsælli flestum öðmm í starfi, hinn há- menntaði en lítilláti fræðari, rit- höfundurinn, skáldið. Hér leyfi ég mér að bæta einu orði við, hinn góði lærifaðir. Þeirri hlið kynntist ég vel og fyrir það vil ég þakka nú, þó seint sé. Vandséð er hversu til hefði tek- ist, er ég um miðjan aldur allt að því álpaðist inn á svið þjóðmenn- ingarfræðanna, ef ekki hefði kom- ið til Ieiðsögn og fylgd Kristjáns. Hann var að vísu strangur kennari, án þess þó að vera harðhentur, kröfuharður eins og allir sannir meistarar en umfram allt skemmti- legur og hlýr. Hjálpfýsi hans voru engin takmörk sett. Ást hans og þekking á íslenskri þjóðmenn- ingu, jafnt fornri sem nýrri opn- uðu lærisveini hans nýjar víddir og juku honum ásmegin. Af fundi hans fór maður jafnan fróðari og betur í stakk búinn en þegar kom. Nú er sá tími liðinn. Ékki verður lengur Ieitað í smiðju til hins góða meistara Kristjáns Éldjáms. Fáum mönnum hef ég átt meir að þakka um dagana. Ég votta frú Halldóru og fjöl- skyiduliði mína dýpstu samúð. Hörður Ágústsson Sviplegt fráfall Kristjáns Eld- járns er mikið harmsefni, ekki aðeins vandamönnum hans og vin- um heldur og íslenskum fræðum og íslenskri menningu. Hann lét af störfum sem forseti íslands til þess að snúa sér aftur að þeim hugðar- efnum sem hann hafði fengist við mestan hluta ævinnar og aldrei lagt að fullu á hilluna. Hann átti þar mikið verk óunnið og gerði sér vonir um að eiga mörg starfsár fram undan. Nú eru þær vonir að engu orðnar, og verður sá skaði ekki bættur. Kristján Eldjárn var ungur að árum þegar honum var falið það mikla ábyrgðarstarf að taka við forstöðu Þjóðminjasafns og skipu- leggja það algerlega á nýjan leik í nýjum húsakynnum. Þetta verk leysti hann svo af hendi að engum gat blandast hugur um að þar var kominn réttur maður á réttan stað. En hann lét ekki þar við sitja. Þrátt fyrir erilsöm störf á safninu, oftast við þröngan fjárhag og fámennt starfslið, tókst honum að sinna Minning Kristjáns Eldjárns Með Kristjdni Eldjárn var, ,gengið til góðs götuna fram' ’ og því k veð ég mér hljóðs -einn stafkarl af hrjóstrinu harða- og þakka afalhug þann auð sem hann gaf þá uppsprettulind sem vér bergjum af öll störfin sem veginn hans varða. Hann kenndioss að geyma jafntguði vors lands hið gjöfula eðli, hinn blómríka krans, sögunnar íslenska anda, og rœkta í kœrleik þá menning og mennt sem mannlífið göfgar og fegurst er kennt á þjóðbrautum lýða og landa. Viðfall þessasonar vors föðurlands núfennir á glugga hvers hugsandi manns með söknuði sárum og trega. Vér syrgjum hann einhuga íslensk þjóð og Island hann grœtur, því stöndum vér hljóð við veg hinna órœðu vega. Tryggvi Emilsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.