Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 22. september Gátan um krabba- meinið ráðin? Bandarískir læknar telja sig hat'a gert nýja uppgötvun um eðli krabbameinssjúkdóma er eigi eftir að gjörbreyta möguleikum á greiningu og meðferð. A lækna- þingi, sem nýlega var haldið í Se- attle kom fram að vísindamenn- irnir höíðu fundið svokallaða onko-litninga í heilbrigðum vef, en litningar þessir höfðu áður fundist í vissum vírusum og krabbameinsæxlum. Læknarnir álíta að það séu þessir litningar sem valdi hinni stjórnlausu frumuskiptingu sem einkennir krabbamein. En það sem kom á óvart var, að litningar þessir skyldu finnast í heilbrig- ðunt vef. Vincent de Vita, yfir- maður krabbameinsstofnunar Bandaríkjanna telur að litningar þessir gegni stóru hlutverki á fósturskeiði þegar frumuskipt- ingin er ör, en „liggi síðan í dvala" meginhluta æfinnar. En hjá mörgum gerist eitthvað sem vekur litninga þessa af dvala þannig að þeir fara að framleiða ýmis próteinaefni. Vísindamennirnir telja að það sé á þessu stigi sem hin ólíku efni koma til sögunnar er framkalli krabbamein, eiturefni í umhverf- inu, hormónar og vírusar. Nú þegar við vitum hvernig æxlismyndunin byrjar er það næsta verkefni okkar að finna út hvernig við getum látið onko- litningana halda áfram að liggja í dvala. de Vita sagðist þeirrar skoðun- ar, að nú ætti að beina öllum kröftum krabbameinsrannsókna að onko-litningunum. „Krabba- ntein er nú orðið sá sjúkdómur sem mestur möguleiki er á að lækna af öllum þeirn sjúkdómum sem við köllum ólæknandi, og krabbamein gæti orðið sá sjúk- dómur, sem auðveldast yrði að fyrirbyggja ef allir leggjast nú á eitt“, sagði de Vita álæknaráð- stefnunni í Seattle. Alexander Haig til sölu fyrir miljón dali Þeir eru ekki á flæðiskeri staddir þessir kallar meðan al- menningur axlar kreppuna. Al- exander Haig skrifar bók um tímann sinn í embætti utanríkis- ráðherra í Bandaríkjunum. Fyrir þetta lítilræði, að raupa úr ráðu- neytinu fær Haig eina miljón dollara. Hann hafði einnig fengið tilboö um sömu upphæð fyrir fyrirlestraferð urn sama efni en hafnaði því. Dýr myndi Haf- liði.... Lærlingar í iðnaði í Þýskalandi kretjast rcttar til vinnu og menntunar. Atvinnuleysið bitnar verst á unga fólkinu, en í V-Þýskalandi er nú 6,8% vinnufærra atvinnulaus. Efnahagsbandalagslöndin Tíundi hver atvinnulaus Atvinnuleysingjum fjölgaði um fræðistofnun EBE og nær það nú 300 þúsund innan Efnahags- til 9,6% atvinnufærra manna, en bandalags Evrópu í síðasta mán- samsvarandi tala var fyrir ári síð- uði samkvæmt tölum frá töl- an 8 af hundraði. Þetta þýðir, að tæplega 11 mill- jónir manna gangi nú atvinnu- lausir innan bandalagsins, og telja sérfræðingar EBE að á- standið eigi enn eftir að versna áður en hinn langþráði bati komi í ljós. Verst er ástandið í Belgíu, þar sem atvinnuleysið er 14,6%, en á eftirkoma írland, Bretland, Hol- land og Ítalía. Atvinnuleysið hef- ur lítið aukist í Frakklandi að undanförnu eða úr 8,3 í 8,6 af hundraði á síðustu 3 mánuðum. Minnst er atvinnuleysið í Grikk- landi og Luxembourg eða 0,9 og 1.1%. Eldfimur kjóll Liv Llllman - kynnir alþjóðlegu friðardagskrána „Good Morning World“. Fjölmiðlun Alþjóðlegt friðar- dagskrá 24. október Sænska sjónvarpið hefur átt frumkvæði að gcrð sameigin- legrar dagskrár uni friðarmál í samvinnu við 8 önnur lönd á degi Sameinuðu þjóðanna hinn 24. októbcr n.k. Löndin sem taka þátt í dagskrárgerðinni eru auk Svíþjóðar Noregur, Ítalía, Sviss, Spánn, Júgóslavía, Frakkiand, írland og Grikkland. Verður dagskránni sjónvarpað samtímis í öllum löndunum. Það var sænska leikkonan Bibi Anderson sem átti frumkvæðið, en hún safnaði um sig fólki eins og Harald Ofstad og Alva Myr- dal, sem þekkt er fyrir afskipti sín að friðarmálum. Hópurinn fékk svo margar hugmyndir að báðar rásir sænska sjónvarpsins ætla að helga vikuna í kring unt 24. októ- ber friðarmálum með mörgum dagskrám, en ein þeirra veröur hin sameiginlega alþjóðlega dag- skrá sem fyrr var getiö. Ákveöið hefur verið að sænska framlagið verði tekið upp utan húss: mynd- uð verður órofa keðja fólks sem helst í hendur frá sendiráði Bandaríkjanna í Gárdet í Stokk- hólmi út á Marieberg þar sem sendiráð Sovétríkjanna er til húsa. Keðjan á að tákna banda- lag friðar og bræðralags og um leið að vera eins konar bræðra- lagsbrú á milli þessara stórvelda. Sameiginlega dagskráin, sem á að heita Good Morning World. verður kynnt af norsku leikkon- unni Liv Ullman af tröppum aðálmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. rn r • Truin flytur kjöt- fjöll? Það eru ekki bara við íslendingar. sem erum að kikna undan kjöt- Ijalh'nu. Svíar eiga líka miklar umframbirgðir af kjöti, sem þeir reyna að flytja út með niður- greiðslum frá ríkinu. Endanlega hafnar þó rcikningurinn hjá neyt- andanum, segir Uageus Nyheter. En það er ekki b ira að Svíar framleiði ot mikiö af kjöti, sem ekki selst á innanlandsmarkaði. Kjötverðið er svo hátt, að sænsk fyrirtæki sem vinna að niðursuðu á kjöti vilja heldur flytja inn kjöt frá EBE-löndununt en að nota innlent kjöt. Það eru m.a. fyrirtæki eins og Findus, sem flytja síðan út aftur. Aukið við kjötfjallið Innflutningsgjaldið fá þeir endur- greitt við útflutninginn. Niður- soðna kjötið selur Findus m.a. til sænsku þróunarhjálparinnar, sem flytur kjötið til þróunar- landa. Stjórnarformaður Findus sagði, að ef þeir notuðu innlent Þessi kjóll brennur auðveldar en þurr pappír segja sænsku neytenda- samtökin. Kjóllinn er úr þunnu bóm- ullarefni með víðum ermum. Kjólar af þessari gerð með þrykktu indversku mynstri eru vinsælir og víða til sölu, einnig hér á landi. Neytendasamtökin sænsku létu kanna málið eftir að kona nokkur hafði hlotið varanlega skaða er kjóllinn hennar brann. Hún var að hreinsa borðin heima hjá sér eítir gestaboð þegar logi af kerti náði að kveikja í hinni víðu ermi kjólsins. Eld- hættan stafar af hinum víðu crmum og hinu þunna efni. Neytendasamtökin í Svíþjóð hafa nú farið fram á að slíkir kjólar verði teknir út af markaðnum. kjöt myndi dæmið ekki ganga upp. Spurningin er hvort Svíum hef- ur tekist að finna rétta lausn á dæminu, eða hvort kjötfjalla- flutningarnir gætu ekki orðið hagkvæmari með öðru móti?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.