Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. Seþtembtt- 'Í982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 RUV © Fimmtudagsleikritið: Sumarasumma í kvöld kl. 20.30 heyrum við 4. þáttinn af framhaldsleikriti Sigurðar Róbertssonar, „Aldinmar“. Nefnist hann Sumarasumma. Leikstjóri er Bríet Iicðinsdóttir, en með helstu hlutverk fara Andrés Sigurvinsson, Pétur Einars- son, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir og Guðrún Þ. Stephensen. Þátturinn cr 43 mínútur á lengd. Tækni- maður: Friðrik Stcfánsson. í síðasta þætti sagði frá því hvaða áhrif geimpillurnar hafa á heimili Péturs Páls- sonar, og hvernig Barði mágur hans samþykkir að bera fulla ábyrgð á Aldinmar; þaö sé enginn vandi fyrir ntann sem kunni á kerfið. í þessum þætti er Aldinmar orðinn eins konar skemmti- kraftur á vegum Barða. Það gengur vel, a.m.k. framan af. En svo kemur babb í bátinn, og rannsóknarrétturinn tekur málið til meðferðar og af- greiðir það af sinni alkunnu snilld. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Sig- ríður Jóhannsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Síð- lokka“, kínverskt ævintýri Sverrir Guð- jónsson les þýðingu Guðrúnar Guðjóns- dóttur. 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.30 Morguntónleikar. James Galway leikur á flautu með Ríkisfílharmóníu- sveitinni í Lundúnum lög eftir Dinicu, Drigo, Paganini og Bach; Charles Ger- hardt stj. / Fílharmóníusveitin í Berlín leikur Pólóvetska dansa úr „Igor furs- ta“, óperu eftir Alexander Borodin; Herbert von Karajan stj. 11.00 Iðnaðarmál Umsjónarmenn; Sigmar Ármannsson og Sveinn Hannesson. 11.15 Létt tónlist. Dave Wilson, Val Doon- ican, Hellenique-tríóið, Bob Dylan o.fl. syngja og leika. 14.00 Hljóð úr horni Umsjón: Hjalti Jón Sveinsson. 15.10 „Kæri herra Guð, þetta er Anna“ eftir Fynn Sverrir Páll Erlendsson les þýðingu sína (9). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 Síðdegistónleikar. Lazar Berman leikur Píanósónötu nr. 2 í g-moll eftir Robert Schumann / Yehudi Menuhin og Louis Kentner leika Fantasíu í C-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Franz Schu- bert / Sinfóníuhljómsveitin í Bournemo- uth leika Introduction og allegro op. 47 eftir Edward Elgar; Sir Charles Groves stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Ólafur Oddsson flytur þáttinn. 19.40 Á vettvangi 20.05 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í útvarpssal Stjórnandi: Gilbert Levine. Einsöngvari: Sigríður Ella Magnúsdótt- ir a) „Parto ma tu ben mio“, aría úr „La Clemenze di Tito", óperu eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. b) „Ah, mon fils“, úr „Spámanninum", óperu eftir Giacomo Meyerbeer. c) „Re dell’abisso afrettati" aría úr „Grímudansleiknum”, óperu eftir Guiseppe Verdi. 20.30 Leikrit: „Aldinmar“ eftir Sigurð Ró- bertsson - IV. þáttur „Summara- summa“ Leikstjóri: Bríet Héðinsdótth'. Leikendur: Andrés Sigurvinsson, Pétur Einarsson, Bessi Bjarnason.Þóra Friö- riksdóltir, Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Valdemar Helgason, Guðjón Ingi Sigurðsson og Jón Gunnarsson. 21.15 „í lundi ljóðs og Ijóma“, lagatlokkur op. 23 eftir Sigurð Þórðarson Sigurður Björnsson syngur. Guðrún A. Kristins- dóttir leikur á píanó. 21.30 Hversu algengur er skólalciði? Hörð- ur Bergmann flytur fyrra erindi sitt um vandamál Grunnskólans. 22.35 „Saga af manni, scm fór að finna til einkennilegra breytinga á sér“ Smásaga eftir Einar Ólafsson. Höfundurinn les. 22.50 „Fjallaglóð“ Ljóð eftir Rósu B. Blöndals. Einar Júlíusson les. 23.00 Kvöldnótur. Jón Örn Marinósson kynnir tónlist. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur ein- söng með Sinfóníuhljómsveit íslands í út- varpssal í kvöld kl. 20.45. M.a. syngur hún aríu úr óperu Rossinis „Rakaranum í Sevilla”. Skólaleiði er áberandi meiri í efri bckkjum grunnskóla en þeim neðri, að mati Harðar. sálf ræði ne m u m ísle n sku m sem stunduðu þá nám viö Ár- ósaháskóla, og hin var gerð 1978 þar sem kannað var m.a. viðhorf grunnskólanema til skólans. Einnig er stuðst við tölu- legar upplýsingar um hversu margir halda áfram námi að loknu skyldunámi og skýrslur um samræmd próf í 9. bekk. „Ég tel tvímælalaust að sterkt samband sé á ntilli ár- angurs og áhuga." sagði Hörður. Hann sagði einnig, að áber- andi væri hversu skólaleiða gætti í mun meira rnæli nteðal nemenda í efstu bekkjum grunnskólans en yngri bekkj- uni. „Hitt er einnig eftir- tektarvert að þegar börnin voru spurð útí, hvaða náins- greinar þeim líkaði best, kom í Ijós að verklegar greinar nutu langmestra vinsælda. Þær greinar hafa hins vegar ærið þröngan tíma í kennsku, og þarna skapast því áberandi andstæður". V iðskiptaráðherra í deilunni við útgerðarmenn: Hann lyppast niður Útvarp kl. 21.30 Reiður lesandi hringdi: „Ég bara get alls ekki skilið hvaða pólitík þessir Fram- sóknarráðherrar í ríkisstjórn eru að reka. Þegar ríkisstjórn- in stendur frammi fyrir því, að búið er að stilla henni upp við vegg samkvæmt innanhúss- skipun Sjálfstæðisútgerðarað- alsins til valdamanna í LÍÚ, og ríkisstjórnin á í raun ekki önnur úrræði en að standa saman gegn þessari skipu- lögðu árás, þá lyppast þessir menn niður eins og vesælir rakkar. Ég get ekki orðað þetta öðruvísi né skilið eftir að hafa lesið baksíðufrétt í Þjóðvilj- anum í dag, þar sem Tómas Árnason viðskiptaráðherra segist hafa ákveðið að höfðu samráði við félaga sinn Steingrím Hermannsson, að leyfa ómældum fjölda skipa að selja afla sinn erlendis, vegna þess að þessi skip séu með karfa sem ekkert vit sé í að vinna hér heima eins og mál standi þessa stundina. Aðeins tvær athugasemdir við þessa skoðun ráðherra. Hversu algengur er skóla- leiði? Tómas Árnason fórnar hagsmunum fiskvinnslufólks og leggur útJierðarmönnum lið í deilu sinni við ríkisvaldið, segir reiður lesandi Þjóðviljans. t tyrsta lagi, þá stendur hann frammi fyrir því, að á- kveðinn fjöldi skipa og báta siglir á erlendar hafnir, án þess að nokkurt leyfi hafi ver- ið gefið fyrir slíkum söluferð- um. Vissulega var ekki hægt að snúa þessum skipum við; slíkt hefði ekki haft annað í för með sér en skemmdir á afla. En hitt hlýtur að liggja ljóst fyrir á borðinu, að það átti að kæra útgerðir þessara skipa fyrir lögbrot jafnhliða og þeim væri veitt undanþágu- söluleyfi og sekta útgerðirnar um ákveðið hlutfall af sölu- verði umrædds afla. í öðru lagi þá skil ég ekki þá fullyrðingu ráðherra, að á- standið í sölumálum á karfa sé svo slæmt, að ekki borgi sig að vinna meira af honum í bráð. Með þessum orðum er ráð- herra beinlínis að lýsa því yfir, að hann meti atvinnuöryggi starfsfólks að engu, því ekki liggi fyrir sölusamningur á öll- um þeim fiski sem fiskast frá degi til dags. Hingað til hefur ekki þótt óeðlilegt að vinna fiskafurðir í þó nokkrum mæli fram yfir umsamda sölusamninga hverju sinni. Hingað til höfum við ekki lent í söluvandræðum með karfa. Sovétmenn hafa ætíð keypt nær allt sem veiðst hefur af karfa við íslands- strendur. Þessi yfirlýsing ráðherra er ekkert annað en hættulegt veikleikamerki í baráttu stjórnvalda við útgerðar- auðvaldið, og eru ekki til ann- ars en að skaða hagsmuni landverkafólks.” „Að mínu mati er hér um að ræða vandamál sem vert er að gefa gaum“, sagði Hörður Bergmann deildarstjóri í skólarannsóknardcild menntamálaráðuncytisins, en hann tlytur í kvöld fyrri fyrir- lestur sinn af tveimur um vandamál grunnskólans. Hversu algengur er skólaleiði? nefnist erindi Harðar í kvöld. „Eg ætia í þetta sinn að ræða um hvernig skólaleiði birtist í skólakerfinu, en í næstu viku ætla ég síðan að fjalla um orsakir og viðbrögð við þessu vandamáli. Hörður byggir á íjölþættum upplýsingum við athuganir sínar á þessu viðfangsefni. Tvær viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á síðasta ár- atug á högum og háttu nem- enda í grunnskólum Reykja- víkur. Önnur var gerð 1976 af 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.