Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. september 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15 íþróttir Umsjon: Víðir Sigurðsson Danlr jöfnuðu á síðustu mínútu! Danir náðu sanngjörnu jafntefli gegn Englendingum í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þjóðirnar mættust í Kaupmannahöfn að viðstöddum hátt í 50 þúsund áhorfendum. Það munaði þó sáralitlu að Englcnding- ar hirtu bæði stigin en Jesper Olsen náði að jafna fyrir Dani á síðustu mínútu leiksins, 2-2. Trevor Francis kom Englending- um yfir eftir 7 mínútur en Allan Hansen jafnaði úr vítaspyrnu á 69. mín. Francis skoraði aftur þegar 10 mínútur voru til leiksloka en það dugði ekki til sigurs, Olsen sá fyrir því. Rush skoraði sigurmarkið Miðherjinn marksækni frá Li- verpool, Ian Rush, skoraði sigur- mark Wales gegn Norðmönnum í Swansea eftir hálftíma leik. Þetta var fyrsti'leikurinn í fjórða riðli, og Walesbúar voru heppnir að ná báð- um stigunum. - Óskabyrjun Hollendinga Holland og írland mættust í Rotterdam í 7. riðli keppninnar, riðli íslands. Schoenaker kom Hol- lendingum yfir á fyrstu mínútunni og Guillit bætti öðru marki við um miðjan síðari hálfleik en Gerry Daly minnkaði muninn fyrir Irana þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Holland vann því 2 - 1 og náði í tvö dýrmæt stig gegn sterku írsku liði. Portúgal vann sannfærandi sigur á Finnum, 2 - 0, í Helsinki í 2. riðli og Austurríkismenn lögðu Albani 5 - 0 í Vín í 6. riðli án þess að sýna nokkra snilldartakta. Lárus skoraði tvívegis Lárus Guðmundsson, landsliðs- miðherjinn okkar, skoraði tvívegis þegar lið hans, Waterschei frá Belgíu, vann Red Boys Differ- dange frá Luxemburg 7 - 1 á heimavelli í gærkvöldi. Leikurinn var liður í Evrópukeppni bikar- hafa, fyrri viðureign félaganna. -VS 1. deild karla í handknattleik: Vítin voru vendi- punktur í leiknum „Það voru rnargir Ijósir punktar í þessu hjá okkur en það þarf líka margt að laga. Við stefnum að því að halda okkur í 1. deildinni, allt annað er óraunhœft svona í upphafi móts. Nýir menn hafa gengið til liðs við okkur og þetta kemur allt til með að batna”, sagði Guðmundur Jónsson hjá handknattleiksdeild Stjörnunnar úr Garðabæ eftir að lið hans hafði tapað 21:26 fyrir FH austur á Selfossi í fyrsta leik 1. deildar karla á íslandsmótinu í handknattleik í gærkvöldi. Leikurinn var jafn fram að miðj- um fyrri hálfleik en þá náði FH tveggja marka forskoti og hleypti nýliðunum ekki nær sér eftir það. í hálfleik var staðan 13:10 fyrir FH en leikurinn hélst í járnum lengst af. Um miðjan síðari hálfleik mis- notaði Stjarnan þrjú vítaköst með stuttu millibili og það var vendi- punkturinn. FH seig lengra fram úr og munurinn var fimm mörk þegar upp var staðið. Eyjólfur Bragason var besti maður Stjörnunnar og einnig sá markhæsti, skoraði 8 mörk. Magn- ús Teitsson átti góðan leik á línunni og þeir Heimir Karlsson og Gunn- laugur og Magnús þrjú hvor. Kristján Arason og Þorgils Óttar Mathiesen voru bestir hjá FH og einnig markahæstir með 7 mörk hvor. Hans Guðmundsson og Pálmi Jónsson, sem lék vel í horn- inu, komu næstir með fimm hvor. - VS Eyjólfur Bragason í þann veginn að skora eitt marka Stjörnunnar gegn FH. Mynd: -gel Fram fékk skell í Evrópukeppninni: „Sýnir bara hvað við erum lélegir” sagði Marteinn Geirsson fyrirliði Fram eftir leikinn „Þetta var ekkert lið hjá írunum en þeir börðust meira en við og úrslitin sýna bara hvað við erum lélegir", sagði Marteinn Geirsson Bryngeir Torfason reynir skot að marki írska liðsins í gærkvöldi. Knötturinn fór í varnarmann og þaðan í horn. Mynd: -eik fyrirliði Fram eftir að lið hans hafði fengið 0-3 skell á Laugardalsvellin- um í gærkvöldi gegn írska liðinu Shamrock Rovers í UEFA- keppninni í knattspyrnu. „Við náðum upp meiri baráttu í síðari hálfleiknum og þetta var góð reynsla fyrir ungu strákana í liðinu. Fáir á þeirra aldri fá svona tæki- færi. írarnir verða erfiðir úti en við töpum ekki svona stórt þar. Nú höfum við séð að við þurfum að berjast gegn þeim, þetta hefst ekki öðruvísi", sagði Marteinn Já, ekki var frammistaðan hjá hálf-vængbrotnu Fram-liði neitt til að hrópa húrra fyrir. Fyrri hálf- leikurinn var í jafnara lagi en mörkin tvö sem Shamrock skoraði þá gerðu útslagið. Á 31. mín. kom há sending fyrir mark Fram, Frið- rik markvöröur Friðriksson náði ekki til knattarins sem barst til Tommy Gaynor og sá afgreiddi hann í netið með góðu skoti. Rétt á eftir átti Marteinn þrumuskot að írska markinu sem O’Neill mark- vörður varði glæsilega. Tveimur mínútum fyrir leikhlé skallaði svo Alan Campell snyrtilega í mark Fram eftir fyrirgjöf Liam Buckley frá vinstri. Marteinn og Bryngeir Þorsteinn Þorsteinsson „Baráttu leysi” „Þetta var fyrst og fremst bar- áttuleysi hjá okkur. Við vorum bara með hálft lið en nýju mennirnir komu vel út. írska lið- ið er lélegt og með okkar besta mannskap ættum við að sigra það“, sagði Þorsteinn Þor- steinsson, besti leikmaður Fram gegn Shamrock, eftir leikinn. - Ertu smeykur við úti- leikinn? „f sumar hefur okkur gengið betur á útivöllum en heima. Það er eins og menn hafi þjappað sér betur sarnan þegar þeir hafa verið skíthræddir", sagði Þor- steinn, sem, 18 ára gamall, var með leikreyndari mönnum í liði Fram í gærkvöldi. Torfason áttu hættuleg færi á loka- mínútu hálfleiksins en höfðu aðeins hornspyrnu upp úr krafsinu. Síðari hálfleikur var með af- brigðum slakur, írarnir vörðust á eigin vallarhelmingi og Framarar náðu aldrei að byggja upp neinar afgerandi sóknarlotur. Rangstöðu- leikaðferð franna brást illa á 62. ntín. ogeinirfjórir Framararvoru á auðum sjó við markteig þeirra en enginn náði að skjóta. Viðar Þor- kelsson átti síðan skot úr auka- spyrnu á 75. mín. sem fór í utan- verða stöngina og útaf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.