Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 1
MÐVIIJINN Islenska óperan hefur starfsárið á barnaóperunni Litla sótaranum eftir Benjamín Britten og Eric Crozier. Sjá 8. Ioktóber 1982 Föstudagur 223. tölublað 47. árgangur Athyglin sem beindist að forseta íslands í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að örva sölu á íslenskum ullarfatnaði þar vestra. A myndinni sést Úlfur Sigurmundsson framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins gleðjast yfir gerðum Vigdísar. - Ljósm. gel. Pantanir á ullarvörum streyma inn Hin mikla athygli er Vigdís í Bandaríkjunum. Finnbogadóttir vakti í Bandaríkj- Tom Holton forstjóri Hildu unum á dögunum hefur leitt til h.f. kom til baka úr ferðinni með aukinnarsöluáíslenskumfatnaði pantanir á 5000 flíkum og enn streyma inn pantanir.Til að gera mönnum í hugarlund hvað þetta þýðir, þá er framleiðslan á þess- um 5000 flíkum fullt verkefni fyrir 6 sauma- og prjónastofur í 6 vikur. Þetta m.a. kom fram á blaða- mannafundi er þeir úttlutnings- aðilar er stóðu að kynningu á Is- landi og íslenskum varningi í Bandaríkjunum á meðan á heim- sókn forsetans stóð boðaði til í gær. Þessir aðilar voru auk Hildu h.f.: Flugleiðir, Ferðamálaráð, Búvörudeild SÍS og Útflutning- smiðstöð Iðnaðarins. -gel- í Verkalýðsfélaginu Rangæingi viru 188 manns á kjörskrá, en 118 greiddu atkvæði. 65 verkamenn sögðu já, 52 voru á móti miðlunar- tillögunni 1 seðill var auður. Á meðal rafvirkja voru 6 meðmæltir samkomulaginu en enginn var á móti. 8 voru á kjörskrá. Hjá málm- iðnaðarmönnum voru 10 með sam- komulagi en 1 var því andvígur. 19 voru á kjörskrá. Byggingamenn tóku lítinn þátt í atkvæða- greiðslunni, en af þeim lOsemvöru á kjörsrká sagði 1 nei, 1 seðill var ógildur og annar auður. Miðlunartillaga Guðlaugs Þor- valdssonar er því samþykkt og er vinna hafin með eölilegum hætti á virkjanasvæðinu. Af þeim sem kusu í atkvæða- greiðslunni sögu 58.7% starfs- manna já en 39,2% sögðu nei. Af þeim sem voru á kjörskrá tóku ein- ungis 61.4% starfsmanna þátt í atkvæðagreiðslunni. Fulltrúar vinnuveitenda, 4 að tölu, voru allir meðmæltir miðlun- artillögunni. -v. Ráku elsta starfsmann Síldarverksmið i anna! Vinna liggur niðri í dag Allir starfsmenn Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufírði, 50-60 manns lögðu niður vinnu kl. 16 í gærdag og munu þeir ekki mæta aftur fyrr en á mánudag. Er þetta gert í mótmælaskyni við uppsagnir þriggja starfsmanna í gær- dag, en þeirra ámeðal er Jóhann G. Möller, sem starfað hefur hjá SR í 48 ár og hefur þar legstan starfsaldur að baki. Jóhann sem er ritari Verkalý- ðsfélagsins Vöku, hefur verið trúnaðarmaður gagnvart fyrirtækinu og setið í stjórn þess sem fulltrúi Alþýðuflokksins um árabil. 25 manns hefur verið sagt upp - Á undanförnum mánuðum hafa SR sagt upp um 25 manns vegna loðnubrestsins og hefur verkalýðs- félagið mótmælt uppsögnum. ÍCol- beinn Friðbjarnarson, formaður Vöku, sagði að aðgerðir starfs- fólksins væri ekki á vegum félags- ins sjálfs en á stjórnarfundi í gær Kvöldfréttir meö nýju sniði Fréttastofa útvarpsins gerir róttækar breytingar á kvöld- fréttatíma sínum frá og með deginum í dag og um leið hættir þátturinn á Vettvangi göngu sinni. „Þetta verður með því sniði“, sagði Hallgrímur Thor- steinsson fréttamaður í samtali við blaðið í gær“ að kl. sjö lesa fréttamenn hvað helst er í frétt- um og kynna efni kvöldfrétta- tímans, þá tekur þulur við og les samanþjappaðar fréttir dagsins í tíu mínútur. Að því búnu taka við tveir frétt- amenn og kynna fréttaviðtöl, pistla og fréttaskýringar. Þegar þeim sleppir um og eftir kl. hálf átta koma atriði sem ekki eru beinlínis tengd fréttum dagsins og verður þar m.a. umfjöllun um listir- og menningu, fjölmiðlun, tækni- og , vísindi, sögu o.s.frv. Svona efni er í ætt við þá Vettvangs- og Víðsjárumfjöliun sem við þekkj- um. Það eru fréttamenn útvarps' sem annast kvöldfréttatímann en einnig verður í honum aðkeypt efni í sérhæfari málum.“ Kvöldfréttir verða á tímanum 19 til 19.45 þriðjudags- og miðviku- dagskvöld, og frá 19 til 19.40 á fimmtudags- og föstudags-, kvöldum. - ekh var samþykkt krafa um að upp- sagnirnar yrðu dregnar til baka. Sagði Kolbeinn að í aðgerðum starfsmanna fælust mótmæli við sí- endurteknum uppsögnum hjá SR og þó einkum því að elsti starfsmaður fyrirtækisins væri látinn gjalda þess að hafa um ára- tuga skeið verið fulltrúi síns félags á vinnustaðnum. Öðru vísi væri ekki hægt að túlka þessa uppsögn, þar sem uppsögn hans væri á engan hátt bundin rekstri fyrirtækisins. -ÁI Jóhann Möller Starfsfólkihefur verið sagt upp í nokkrum fyrirtækjum fataiðnaðarins, vegna samdráttar í grcininni. Skákunnendum gefið langt nef, segir í grein um einvígi Spasskís og Friðriks Ólafssonar sem haldið vcrður fyrir luktumdyrum. Svo vel gengur að selja niðursoðna rækju ácrlcnda 7'markaði að kaupa þarf yfir 2000 lestir afrækjuúr Barentshafi af Sovétmönnum til að fullvinua hérlendis. Vlnna hófst á Tungnaár- svæði í gær Miðlunartillagan var samþykkt með 81 atkvæði gegn 54 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í Tungna- árdeilunni var samþykkt á fundi starfsmanna á virkjanasvæðinu í gærmorgun og hófst vinna þar aftur í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.