Þjóðviljinn - 01.10.1982, Side 2
2 SIÐA,— ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 1. október 1982
Það
voru
stór-
Mamma
fór í
verkfall
Anne Bullington er 36 ára
(bara) húsmóðir og fímm barna
móðir, búsett í Iowa í Bandaríkj-
unum.
Fjölskyldan mat störf hennar
ekki að verðleikum og gerði, að
mati Anne, allt til að þyngja byrð-
ar hennar við heimilisstörfín.
Hún greip því til sinna ráða.
Einn morguninn náði hún í
garðstólinn sinn, stillti honum
upp úti í garði, kom sér þar fyrir
með góða bók og sat sem fastast
allan daginn og fram á kvöld.
Þannig gekk til næstu daga. Út í
garð eldsnemma á morgnana og í
rúmið yfir blánóttina. Börnin og
eiginmaðurinn gátu séð um sitt.
Eftir vikutíma var elsta dóttir-
in, Michelle 16 ára gömul, send á
fund móður sinnar, og tilkynnti
henni uppgjöf fjölskyldunnar.
Gengið var til samninga og eigin-
maður og börn féllust á að taka
að sér hluta hússtarfa og virða
störf móður sinnar.
Gangið ekki fleiri en tvö
samhliða.
Gangið fremur í röð þeg-
ar þið eruð mörg saman.
Sigurður Karlsson
um plötu sina „ Veruleika?”
„Hlýt að hafa
trú á verkum
minum
Bílprófin
„Kg er fyrst að skilja það núna
hvers vegna ég er að þéssu. I»að er
fyrst og fremst vegna trúar á
lífið,“ segir Sigurður Karlsson,
tónlistarmaður, cn hann cr um
þessar mundir að gcfa út plötu,
sem ber heitið „Veruleiki?“. Sig-
urður hcfur vcrið í tónlistinni frá
sextán ára aldri, eða í ein sextán
ár.
Of langt mál væri að telja upp
allar þær hljómsveitir, sem Sig-
urður hefur leikið með. Við
skulum því láta okkur nægja að
nefna Friðryk.
,.Ég ætla framvegis að helga
tónlist mína trú á lífið,“ segir Sig-
urður. „Næsta plata nn'n mun
fjalla um ástina. Og þá í víð-
tækum skilningi, en ekki þeini
klámfengna tón, sem alltof marg-
ir yrkja og spila um. Ég mun
syngja um lífið og fegurð þess, og
einnig um hörmungar tilverunn-
ar. Það er ekki gaman að velta sér
upR úr hörmungum, en það er þó
sjálfsagt að benda á þær." Sigurð-
ur Karlsson hefur stofnað útgáf-
ufyrirtæki, sem ber heitið Veran.
Jón Magnússon, eigandi Skalla,
styrkir fyrirtækið til helminga.
Maður veit aldrei hvernig viðtökur
plötur manns fá, scgir Sigurður
Karlsson og brosir. (Ljósni. -cik.)
„Maður veit aldrei hvernig við-
tökur plötur manns fá," segir Sig-
urður og brosir. „Ég vona auðvit-
að hið besta og hef trú á þessu. Ég
hef alla tíð verið mjög leitandi og
hef satt að segja farið illa út úr
því. En nú hef ég loksins fundið
minn grundvöll — minn sama-
stað í tilverunni. Og því hlýt ég að
hafa trú á verkum mínum."
ast
Hvað féllu
margir?
Því er oft haldið fram (af þeim
sem þykjast vita) að ökupróf sé
það próf sem allir gætu staðist.
En er svo í raun?
í skýrslu bifreiðaeftirlits ríkis-
ins fyrir síðasta ár kemur fram, að
af 6.417 sem tóku ökupróf stóð-
ust 6.129. Það féllu semsagt 288
nemendur. .
Útkoman var þó sýnu verri í
fræðilega prófinu (bóknáminu).
7.111 voru spurðir út úr, en
aðeins6.085 stóðust prófið. 1.016
manns féll, sem er nær 1/7 þeirra
sem tóku prófið.
Sýnu verst var þó útkoman í
fræðilegu prófi á létt bifhjól.
Aðeins rúmlega helmingur, eða
54,6% nemenda, sem stóðst
prófið.
En hvað þá með ökukennar-
ana sjálfa? kynni einhver að
spyrja. Jú, mikið rétt. Þar mættu
33 til próftöku. Aðeins fjórir stó-
ðust prófið.
100 svipu-
högg fyrir
kossinn
Hin íslamska löggjöf á siðgæð-
issviðinu hefur nú vcrið út-
víkkuð, segir í fréttum frá Teher-
an. Meðal annars hefur nú verið
bannað með lögum í Iran að
„kyssast af kynferðislegri nautn“.
Hin nýja löggjöf bannar bæði
kossaflens, áfengisneyslu og kyn-
ferðislegt samneyti við sama kyn.
Þeir sem dæmdir verða fyrir
kossaflens í fyrsta skiptið rnunu
fá 100 svipuhögg, og á þessi refs
ingaðvera til reynslu þartil ann-
að verður ákveðið.
Refsingar fyrir „siðgæðisbrot"
hafa tíðkast í íran allt frá því
klerkaveldið komst lil valda, en
refsingar hafa ekki verið skráðar í
lögum fyrr en nú.
Til þess að hægt sé að fella dóm
um kynferðisafbrot samkvæmt
hinum nýju lögum, þarf eiðsvar-
inn vitnisburð fjögurra karl-
manna. Ef aðeins næst til þriggja
karlmanna, má í undantekning-
artilfellum notast við eitt kven-
kynsvitni af fjórum, samkvæmt
hinni nýju lagasetningu.
Síbrotamönnum á siðferðissvið-
inu er refsað mun harðar, segir í
fréttinni, t.d. er endurtekið kyn-
ferðislegt samneyti við mann-
eskju af sama kyni glæpur er
kostar dauðadóm, samkvæmt
hinum nýju lögum. Þessi löggjöf
nær til allra íbúa landsins, hvort
sem þeir eru íslamstrúar eða
ekki, segir í fréttinni.
Enginn
söknuður
Einhverjir elstu vinnuþjarkar
Fasteignamats ríkisins munu láta
af störfum ■ haust. Þeir hafa verið
í samfelldri notkun í a.m.k. 16 ár
og dugað ríkinu betur en margt
nýrra tækja.
„Þrátt fyrir brottför þeirra ríkir
enginn söknuður hjá starfsfólki
FMR. Meira að segja hefur
heyrst að tölvuriturunum hafi
stokkið bros um daginn. Nýja
tölvan mun leysa gamla ruslið af
hólmi."
Þannig segir frá í fréttabréfi
Fasteignamatsins. Það er ekki
hægt að segja að þeir sýti gamla
og góða vinnufélaga á þeirri
stofnun.
slys
Þeir komu hlaupandi þvert yfír
Hagatorgið beint í fangið á okkur
Þjóðviljamönnum í þann mund
sem við ætluðum að halda til
fundar við ungt tónlistarfólk sem
var að æfa sig í Háskólabíói.
— Við vorum að koma úr
leikfimi. Hann Lárentíus kennir
okkar, hann er íslandsmeistari í
blaki, sögðu strákarnir og sveifl-
úðu skjóðum sínum í kringi.
— Hvað voruð þið að gera í
leikfimi?
-— Auðvitað í fótbolta, það er
langskemmtilegast.
— Eru ekki stelpur með ykkur
í leikfimi?
Nú hlæja strákarnir og verða
Frá v. Þórður, Skúli og
— Já, það voru tvö slys í gær,
stórslys.
— Hvað segirðu?
— Jú það var einn strákur sem
beit hann í handlegginn, segir
Haukur og bendir á félaga sinn.
Og þessi fékk gat á hausinn, bætti
Haukur við og benti á hinn fé-
lagann.
Síðan voru þeir roknir af stað.
— lg-
Það er langskemmtilegast í leikfími og sundi, sögðu félagarnir.
Haukur. Mynd - eik.
um leið hálfskrítnir á svipinn. —
Stelpur, nei þær geta ekkerl í fót-
bolta.
Jæja, hugsa ég, svo stelpur
sparka ekki fótbolta í Melaskól-
anum. — Annars, eruð þið ekki í
Melaskólanum strákar?
— Jú, auðvitað, segir Haukur.
Ilann hefur orð fyrir þeim fé-
lögum. Haukur er Skúlason og 8
ára gamall. Með honum voru á
ferð þeir Skúli Brynjólfsson 9 ára
og Þórður Magnússon, einnig 9
ára.
— Þið passið ykkur á bílunum,
er það ekki? spyr blaðamaður og
reynir að vera alvarlegur á
svipinn.
— Jú, við gerum það. Við
erum dálítið hræddir við bílana,
sérstaklega hérna á Suðurgöt-
unni. Þeir keyra svo hratt.
— Hefur kannski orðið slys
síðan skólinn byrjaði?