Þjóðviljinn - 01.10.1982, Page 9
Föstudagur 1. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
David B. Gordon er fyrrverandi
yfirlögregluþjónnfráNew york,
sem kominn er á eftirlaun eftir 33
árastarf. Hannsegirhér'áeftirfrá
reynslusinniaf
sjúkratryggingakerfinu í
Bandaríkjunum. Frásögnin birtist
upphaflega í bandaríska
vikuritinu Newsweek.
9 Ég er 67 ára gamall og hef 20.000 dollara í
eftirlaun. Tryggingagjöld sem ég og kona
mín fáum nema 9.400 dollurum. Tekjur okk-
ar af sparifé og hlutabréfum eru um það bil
12.000 dollarar á ári. Við skuldum ekkert.
Engu að síður blasir það við að ég verði
eignalaus maður innan árs og þiggi fátækra-
lífeyri alríkisstjórnarinnar.
Konan mín er á
sjúkrahúsi
Fyrir um það bil 15 árum fékk
kona mín Parkinsonsveiki. Sjúk-
dómur þessi veikti mótstöðuafl
hennar á öðrum sviðum og fyrir
fjórum árum fékk hún alvarlega
eitrun í kviðarholið sem leiddi til
þess að fjarlægja varð mikinn
hluta smáþarmanna. Þvag-
blöðrusýking og blóðþrýstingur
gerðu það að verkum að hún
þurfti að taka mikið að lyfjum.
Vegna veikinda sinna þurfti hún
mikla aðhlynningu, jafnvel við
hversdagslegustu hluti eins og að
klæða sig eða fara á salernið. Síð-
an gerðist það fyrir þrem mánuð-
um, að hún fékk hjartaáfall. Hún
hefur ekki enn náð valdi á málinu
til þess að gera sig skiljanlega
eftir það og heilsu hennar er al-
mennt þannig varið að hún getur
ekki lengur verið heima.
35 ára hjónaband
Við höfum verið gift í 35 ár og
höfum aldrei skilist að allan þann
tíma. Jafnvel eftir smáþarmaað-
gerðina neitaði hún að fara á
heilsuhæli en vildi aðeins vera hjá
mér. Ég var sjáifur meira en fús
til að hafa hana hjá mér. Við
þurftum hins vegar að kaupa
heimilisaðstoð fyrir 400 dollara á
viku, jafnvel þótt ég hafi verið
stöðugt að um nætur og helgar
við þvotta, útréttingar, matar-
Ljósm. gel
sveitina í guös eigin landi
gerð, hreingerningu á litlu íbúð-
inni okkar auk þess sem ég fylgd-
ist með að hún tæki inn öll lyfin
sín. Ég gat sjaldan sofið meira en
klukkustund í senn.
En eftir hjartaáfallið þarf kon-
an mín enn meiri og sérhæfðari
hjúkrun, sem hún getur ekki
fengið annars staðar en á hjúkr-
unarheimili. Það kostar 105 doll-
ara á dag, um það bil 3200 á mán-
uði og 38.325 dollara á ári, en það
er meira en nemur samanlögðum
tekjum okkar beggja. Þessi
kostnaður er svo til sá sami alls
staðar fyrir hjúkrun af þessu tagi.
Sumar stofnanir eru jafnvel
dýrari.
Það er í rauninni ekki til nein
trygging nema Medicaid (greiðsla
frá ríkinu fyrir læknisþjónustu
handa tekju- og eignalausum) er
greiðir samfellda hjúkrun af
þessu tagi. Medicare (önnur
trygging) mundi greiða samfellda
hjúkrun á hjúkrunarheimili í 100
daga að því tilskildu að sjúkling-
urinn þjáist af legusárum, fái
næringu í æð, gangi fyrir blóð-
þynningarlyfjum eða þurfi að láta
sjúga slím úr hálsinum á sér. Gall
inner barasá, aðfæsthjúkrunar-
heimili vilja taka slíka sjúklinga
að sér.
Gjaldgengur fyrir
fátækraframfærslu
Þegar ég verð búinn að láta
sparifé mitt af hendi og aðrar
eigur verður konan mín gjald-
geng til þess að komast á framfæri
Medicaid. Ef um annan mögu-
leika er að ræða, þá hef ég ekki
komið auga á hann. Mér skilst að
mér verði heimilað að halda eftir
2.600 dollurum fyrir sjálfan mig
og 2.600 fyrir konu mína, sem
áætlað er að muni nægja fyrir út-
fararkostnaði. Eftirlaunin, sem
ég hef unnið ntér inn með 33 ára
starfi við borgarlögregluna í New
York verða gerð upptæk. Þótt ég
væri viðriðinn fjársvikamál og
skuldaði fé eða sæti í fangelsi fyrir
morð gætu þeir ekki hróflað við
eftirlaununum mínum. En að
eiga veika eiginkonu krefst sér-
stakrar refsingar. Mér mun ekki
framar gert mögulegt að eiga
nokkurn skapaðan hlut. Fari eg
að vinna mun ég ekki heldur geta
haldið laununt mínum. Það sem
ntér verður skammtað er lág-
marksupphæð fyrir húsaleigu og
mat. Ég mun fylla hóp þeirra
manna sem eru á fátækrafram-
færslu.
Hið sérstæða við þetta fyrir-
komulag er, að með því að láta
okkur farga sparifé okkar eru
stjórnvöld að svipta okkur 1000
dollara tekjum á mánuði í vöxt-
um og arði sem þetta sparifé
skilar, en þaö gæti að öðrum kosti
farið til frantfærslu konu rninnar.
Ef því væri ekki fargað yrði
hjúkrunarkostnaðurinn fyrir Me-
dicaid um 600, dollarar á mánúði.
Væri mér leyft að vinna gæti hann
jafnvel orðið ennþá minni. En
samkvæmt þessu fyrirkomulagi
mun sjúkrahúskostnaðurinn
veröa yfir 1600 dolarar á mánuöi
fyrir Medicaid.
Hjónaskilnaður
lausnin?
Það er hins vegar ljóst, að ef
foreldri mitt eða bæklað barn
mitt væri lagt inn á stofnun yrði
ég ekki geröur fjárhagslega
ábyrgur. Fyrir ári síðan kom
endurskoðandi með þá hug-
mynd, að þar sem ég væri hvorki
milljónamæringur né öreigi, þá
væri hið rétta fyrir mig að sækja
um skilnað. Með þeim hætti
myndi eiginkonan fá rétt til þess
að njóta einhvers af því sem við
eigum og ég yrði ekki heldur al-
veg á kúpunni. Vissulega er þetta
rökrétt ályktað. En hvers vegna
skyldum við vera neydd til þess
að gera eitthvað, sem er gagn-
stætt þeim tilfinningum, sem við
berum hvort til annars? Helming-
ur þeirra eigna sern eiginmaður
er skráður fyrir tilheyra eigin-
konu hans. Hvers vegna gildir
það ekki í okkar tilfelli? Mér væri
Ijúft að fara að vinna á ný til þess
að létta á byrðinni sem Medicaid
þarf að bera. Hvers vegna skyldi
fólki, sem búið hefur saman jafn
lengi og við, vera gert að skilja?
Hið eina jákvæða við þetta allt
er, að mér tókst að fá hana vist-
aða á góðu hjúkrunarheimili þar
sem vel er hugsað um hana. Kon-
an mín hefur alla tíð liðið fyrir þá
staðreynd að amma hennar, sem
ól hana upp, skyldi þurfa að enda
líf sitt á vanbúnu elliheimili, sem
rekið var af góðgerðarstofnun.
Það var á kreppuárununt, og til-
hugsunin um endalok ömmunnar
sem henni þótti svo vænt urn hef-
ur ávallt ofsótt hana. Ég veit að
hvað svo sem kann að koma fyrir,
þá er hún í góðum höndum, jafn-
vel þótt ég sé ekki nálægur.
Nú,já, en hvað þá um mig?